Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR14. JOLI1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Bókaútgáfan dregst saman um þriðjung ffyrir jólavertíðina minnkandi kaupmáttur og nauðsyn mikillar hækkunar bókaverðs aðalorsakirnar Bókaútgefendur eru sem óöast aö skera niöur fyrirhugaða bókaútgáfu fyrir jólabókavertíðina þessa dag- ana og einstöku útgefendur munu jafnvel gefa meira en helmingi minna út í ár en í fyrra. Eftir því sem næst veröur komist verður samdrátturinn um þriðjung- ur þegar á heildina er litið. Flestir þeirra fóru að hugleiða samdrátt snemma ársins þegar þeim þótti sýnt að kaupmáttur myndi rýma á árinu en fæsta óraði fyrir að skerðingin yrði svo mikil sem raun er orðin á. Þessi kaupmáttarrýrnun er að sjálfsögöu höfuöorsök samdráttarins en þar við bætist aö bókaútgefendur hækkuöu bækur sínar óvenjulítiö fýrir síðustu jól, miðaö viö jólin þar á undan, og þarf því að verða veruleg hækkun á bókum um næstu jól. Eftir því sem næst verður komist munu þeir leggja höfuðáherslu á að gefa út öruggar sölubækur, svo sem erlendar skáldsögur eftir vinsæla höfunda, léttmeti og eitthvað af ævi- sögum og þjóðlegum fróðleik. Hins vegar má vænta þess aö sárafáar íslenskarskáldsögurlíti dagsinsljós í ár því aö þær þykja áhættusöm út- gáfa. Forleggjarar óttast að þetta verði fáséð sena í bókabúðum fyrir jóiln í ár. Nær allir eigendur Húss verslunarinnar eru nú fluttlr bui og búið út meirihluta þess húsnæðis sem leigt verður. Stjóm Húss versl arinnar tekur við af bygginganef nd — Guðmundur H. Garðarsson kosinn fyrsti formaður Bygginganefnd Húss verslunarinn- ar hefur nú skilað af sér störfum »nda húsið uppbyggt og flestir Guðmundur H. Garðarsson. eignaraðilar fluttir í þaö. Við það tækifæri var Hirti Hjartarsyni, for- manni nefndarinnar, þökkuð störf sin. Formenn í stjómum eignaraðila kusu þá um leið stjómarformann nýrrar stjórnar hússins og var Guð- mundur H. Garðarsson, formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, kos- inn formaöur og Sverrir Norland, bankaráðsformaður Verslunarbank- ans, varaformaður. Þá var lögum hússins breytt þannig að verkefni samtakanna Við- skipti og verslun, færast á hendur stjómar hússins. Tvær fram- kvæmdanefndir starfa á vegum stjómarinnar, önnur sér um rekstur hússins en hin sér um verkefni Við- skipta og verslunar. Saga Film að videóvæðast kaupir Broadcast quality frá Sony Broadcast Nýverið gerði Saga Film hf. samn- ing við hiö þekkta f jölmiðlunarfyrir- tæki Sony Broadcast um kaup og uppsetningu á fullkomnum úr- vinnslutækjum fyrir myndbönd. Tækin, sem nefnast „Broadcast quality”, eru meðal fullkomnustu videotækja á markaði nú og opna Saga Film nýja möguleika á sviði kynningarmynda, auglýsinga, fræðsluefnis og dagskrárgerðar fyrir sjónvarp. Flestar sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndum nota þau nú til út- sendinga á dagskrárefni. Um árabil hefur Saga Film verið stærsti framleiðandi sjónvarpsaug- lýsinga hérlendis og bæta þessi tæki aðstöðu fyrirtækisins á því sviði til muna þar sem auglýsingadeild sjón- varpsins mun taka við auglýsingum á myndböndum eftir 1. september nk. Saga Film er nú tæplega 30 ára og hefur gert fjöhnargar fræöslu- og kynningarmyndir auk leikinna mynda. Nýjasta leikin mynd frá fyrirtækinu er Húsið. Ófrjósemi leiðir til samnorrænnar húsnæðisráðstefnu A næsta Norræna byggingardegi, sem reyndar mun standa dagana 29. til 31. ágúst í Reykjavík, verður spurningin: Er íbúöaþörfinni fuil- nægt? krufin til mergjar. Norrænn byggingardagur er samtök félagasamtaka, stofnana og opinberra aðila á sviði húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndum. Þinga samtökin á þriggja ára fresti um helstu vandamál á sviöi hús- næðis- og byggingarmála og er jafn- framt leitast við að skyggnast inn í framtíðina á þessu sviði. Tilefni þessa meginviðfangsefnis nú er að dregiö hefur úr fólksf jölgun á Norðurlöndunum og reyndar víöar á undanförnum árum og fátt bendir til þess að það ástand breytist á næst- unni. HagsmunaaðOar i byggingariðnaði á Norðurlöndum horfa nú fram á minnk- andi íbúðarbygglngar þar sem fólksfjölgun er minni en gert var ráð fyrir. Ámi J. Steinsson er um þess- ar mundir að taka viö starfi deildarstjóra viðskiptaþjón- ustudeildar Eimskips. Strax og hann lauk prófi frá Verslunar- skóla Islands árið 1950, hóf hann störf hjá Eimskip, fyrstu árin í afgreiðslu, eitt ár í far- þegadeildinni í Kaupmanna- höfn, síöan við farmskrár- vinnslu, þá í flutningadeild og sl. þrjú ár hefur hann verið for- stöðumaöur Ameríku/stór- flutningadeildar. Ámi J. Steinsson, deildarstjóri viðskiptaþjónustu- deildar Eimskips Finnur Geirsson hagfræðingur verslunarráðs Finnur Geirsson mun á næst- unni taka við störfum sem hag- fræðingur Verslunarráðs Is- lands. Hann lauk prófi frá viðskiptadeiid Háskóla Islands árið 1977. Síðan stundaði hann framhaldsnám við London School of Economics í tvö ár og að þvi loknu hefur hann verið við nám í Florida State Univer- sity þar sem hann vinnur að doktorsritgerð um hagfræði- málefni. Garðar Þorsteinsson, deildarstjóri Ameríku- og stórflutningadeildar Eimskips Garöar Þorsteinsson hefur nýverið tekið við stöðu for- stööumanns í flutningadeild- inni Ameríka/stórflutningar, hjá Eimskip. Að loknu nám- skeiði í Verslunarskóla Islands hóf hann störf hjá félaginu árið 1971, fyrst í tjónadeild og í strandflutningadeild frá 1975. Hann hefur verið aðstoöarfor- stööumaður Ameríku/stór- flutningadeildarinnar í nokkur ár.Garðarer32ára. Ölafur Gelrsson og Gissur Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.