Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Page 23
DV. FIMMTUDAGUR14. JULI1983. Menning Menning Menning Spurt um verðlaun Ekki hefði verið látið svona við hana ef hún vseri karl, var sagt í mín eyru nýskeð. Kannski þetta sé orðið svo sem ósjálfrátt viðbragð kvenna þegar þeim finnst sér og sínum gert rangt til. En það er nú sama samt: ekki einleikið hvemig látiö hefur verið að undanförnu út af hinum fyrirhuguöu bókmenntaverðlaunum forseta Islands. Fréttin um þau var ekki fyrr fram komin en ráðherrar tóku aö ragast i formsatriöum málsins, allt i þvi’ skyni að mér virtist að upplýsa landslýðinn um að forsetinn hefði í rauninni ekkert vitað hvað hún var að gera á Hrafnseyri. Um síðir var hálf ríkisstjórnin komin í málið sem ekki skýrðist eitt hót við það. öðru nær. Og þeir sem blööin skrifa hafa líka látið ljós sitt skína, allt frá leiðurum ofan í lesendabréf, Flosa á sunnudegi allt að gamla grey Svart- höfða. Svo aumur sem hann hefur verið að undanförnu fékk hann nú andann yfir sig og máliö á ný þegar færi gafst að ragast í bræðrum sínum írithöfundastétt. —Hvernig skyldi eiginlega verða látið þegar kemur að formlegri stofiisetningu, hvað þá fyrstu úthlut- un verðlauna þessara úr því aö einsamalt áformið um þau vekur upp þvílíkan óvinafögnuð? Að vísu má taka eftir því að af lesendabréfum að dæma virðist almenningur, sem svo er nefndur, láta sér ákvörðun forseta vel h'ka, alveg öfugt við ráðsmenn stjómmálanna, blaðanna og bók- menntanna. Ur því sem komið er ætti að vera meinlaust þótt einn enn leyfi sér aö hóa í þessi Iæti. En í allri umræðunni um bókmer.ntaverölaun forseta Is- lands hef ég aldrei séð hreyft nokkrum spumingum sem vel má bera.upp í sambandi við þessa ráða- gerð. Sem sé: Er ástseða til að taka skáldskap með þessum hætti fram yfir aðrar Ustir í landinu? Hvers eiga aörar greinar lista og mennta að gjalda, þar sem einnig kunna að vera unnin minnisverð afrek, að ekki skuli falla til þeirra nein sambærileg viðurkenning? Er það fullvist og áreiðanlegt að uppi séu ár fyrir ár bækur og höfundar sem megni að standa til frambúðar undir heiðri og sóma sem verölaunum þessum verður að fylg ja svo vel sé? Satt er það að skáldskapur er gam- all og gróinn í landi. Og einatt haft við orð á hátíðastundum að bók- menntir hafi haldið lífi í þjóðinni og þjóöin Ufað i bókunum um langan aldur. Þó að þetta væri satt þá er samt ekki þar með sagt, sem betur fer, að þjóðin eigi nú á dögum beinUnis Uf sitt komið undir verkum Indriða G og Njarðar P og félags- bræðra þeirra í rithöfundastétt. Aftur á móti má spyrja hvort Uklegt sé að við værum að öUu leyti söm og jöfn og við erum í dag ef ekki væri Halldór Laxness og hans verk. Sannleikurinn er auövitað sá að sjálfsmynd okkar, sem einstakUnga og sem þjóðar, ræðst að einhverju miklu leyti á hverjum tíma af því sem fram fer í skáldskap og listum og öðru menningarlífi, verkum nokkurra þeirra manna sem sin i milU mynda forustusveit í skapandi menningarstarfi. Mætti ég nefna Jóhannes Kjarval og Sigurð Nordal til dæmis um menn sem án alls efa hafa haft mikU bæði bein og óbein áhrif á sjáUsvitund Islendinga eins og við erum í dag? Ef þetta er rétt til getið, og sjálfsagt mætti nefna fleiri nöfn til þessarar sögu, er það jafn- harðan vísbending um að þrátt fyrir fornan hefðarsess sé skáldskapur ekki lengur sá uppistööuþáttur menningarUfs sem hann áður var. Auðvitað er nútiðarmenning okkar miklu f jölbreyttari en svo, og ólíkar lista- og menntagreinar skipast þar á óh'kum tímum í ívaf og uppistööu. Sjálfsagt mætti leiða rök að því að vaxtarbroddur listanna hafi á undanfömum árum eða áratugum umfram allt verið í myndUst, en sé ef tU vUl nú á dögum að færast tU tónUstarinnar, tónsköpunar og þess blómlega tónUstarUfs í landinu sem ber hana uppi. Og síöar meir kann íslensk leikUst, kvUunyndalist eða enn aðrar greinar að eiga svipuðu forustuhlutverki að gegna, en einatt er fjarska náið með ástundun þjóð- legra fræða, sögu, tungu og bók- mennta, og hinu skapandi Ustastarfi. Menningarmál r OlafurJónsson Ef þetta er rétt — er þá ekki mis- ráðið að einskorða verðlaun forseta Islands, veitt á þjóöhátiðardeginum tU minnis um sjálfstæðisbaráttuna, viö skáldskap, bókmenntir og láta þar með eins og aðrar menntir og Ustir í landinu skipti svo sem engu á við þær? Ekki svo að skUja: þaö er áreiöan- lega engum rithöfundi of gott að njóta eitt sinn á ævinni eins lektors launa tU sinna verka, og þó það væru prófessorslaun. En það er að vísu ekki peningagUdi hinna nýju verð- launa sem mestu skiptir: miklu meira vert um þá opinberu viður- kenningu sem fólgin er í sl&ri verðlaunaveitingu úr hendi þjóöhöfðingjans á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Æskilegt aö verðlaun falli hverju sinni til af- buröamanns i sinni grein, hvemig sem smekkur og dómar faUa þá og þá um hvem einn verðlaunamann, og jafnframt aö þau veröi til aö varpa ljósi á og efla þá fjölbreytni menningarlifs sem nauösynleg er Ul að sannarleg þjóðmenning þrífist og dafni. I stað þess að efna tU nýrra bókmenntaverðlauna, og efla þar með sundurlyndi og ófrið rithöfunda og stjórnmálamanna sem jafnan fylgja slUcum fjárveitingum, væri mUriu viturlegra að gera verðlaun forsetans að alhUða menningarverð- launum sem einungis yrðu veitt fyrir framúrskarandi verk í sinum grein- um. Þaö er Uklegt að tU aö ráðstafa slUcum verðlaunum þyrftu að koma til viturra manna ráð. En vandalaust ætti að vera aö fá samtökum og stofnunum sem hlut eiga aö málum tiUögurétt um verðlaunin og setja þar um hentugar reglur. Bæði rithöfundar og gagnrýnendur, sem hingaö tU hafa verið nefndir tU þátt- töku í dómnefnd, auk fulltrúa forset- ans, gætu án efa farið meö slQcan tU- lögurétt, og auk þeirra önnur félaga- samtök listamanna og ef tU vUl mennta- og fræðastofnanir eftir því sem við þykir eiga. Aftur á móti ætti engin fyrirstaða að vera á því að endanleg ákvörðun um verölaunahafa sé á valdi forseta sjálfs. Engin ástæða tU að ætla annað en forseti lýðveldisins, hver sem hún er á hverjum tíma, verði jafnan full- fær um að taka slika ákvörðun á eigin spýtur, og fuUvíst um stofn- anda verölaunanna, Vigdísi Finnbogadóttur. I blöðum hefur mátt lesa að undan- fömu að forseti landsins væri að öUu leyti ábyrgðarlaus á verkum sínum í embætti. Væri ekki sanngjamt að hann fengi að vinna þetta eina handarvik á ári upp á eigin ábyrgð? Og með slíkum hætti tengdust líka verðlaunin forsetanum hverju sinni með persónulegra móti en ella væri og yrði að því skapi meiri frami og fengur að þeim fyrir hvern þann sem hlýtur. I stystu máli sagt: menningar- verðlaun forsetans, veitt á þjóðhátiöardaginn af forseta sjálfum, að bestu manna ráði og yfirsýn, væm án alls efa heppilegri kostur en hin fyrirhuguðu bók- menntaverðlaun. Þó svo að skáld- skapurinn og bókmenntirnar eigi auðvitað allan heiður og sóma skil- inn. En bágt er til að hugsa hvað um verðlaun þessi verður ef á að úthluta þeim eftir einhverri venjulegri skiptareglu sem rithöfundar og stjórnmálamenn sjóða saman sín i milli. Er nokkur von til þess að betri kostur verði valinn þegar tekið verður á þingi í haust að setja lög og reglur um verðlaun forsetans? Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, á ferð um Vestfirði. DV-mynd: GVA. 23 ......—11 s VALKOSTUR gegn versnandi lífskjörum ÁMAN ÁRMÚLA 21 UPP- HENGJUR Mjög afslappandi • Gott viö vöðvabólgu og bakverkjum Póstsendum Nr. 5r Heimboð / mat og drykk, er væntanlegur í ágúst. Áskríft! Þú getur tryggt þér áskríft með þvíað borga póstburðargjald, pökkun og kostnað vegna sendingar, kr. 250 fyrír 12 bæklinga. Ef þú klippir út seðilinn hér að neðan og fyllir hann út og sendir til Vörukynningar, ásamtkr. 250, færð þú senda heim næstu 12 bæklinga Vörukynningar um leið ogþeirkoma út. Vörukynning — pósthólf9153 — 129 Rvík. Nafn.................................. Heimili............................... Póstnr. ogstaður..................... Tilboð þetta gildir tH 25. júlí ef upplag endist. Ath., upplag er takmarkað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.