Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Page 35
35
DV. FIMMTUDAGUR14. JULÍ1983.
DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL
LAGARFUÓTS
— og Loch Ness
Pýramídamir voru steyptir á staön-
um, segir Davidovits. Steinblokkirnar
voru alls ekki höggnar til og dregnar
óraleið yfir auön og mela á áfangastað,
heldur voru þær steyptar í mótum á
staönum, rétt eins og nútímafólk hefur
um nokkurt skeiö búiö til híbýli sín úr
steinsteypu sem hrærö er og mótuð á
staðnum.
Davidovits hefur sjálfur um árabil
fengist viö rannsóknir á efnablöndun
og steypu, upphaflega í sambandi við
plastefni ýmiskonar, en síðast hneigð-
ist áhugi hans að bergtegundum og
samsetningu þeirra.
Davidovits hefur gert tilraunir með
steyputækni á sinni eigin rannsókna-
stofu og hann telur að margar fom-
þjóðir hafi búið yfir nægri kunnáttu til
þess að búa til mannvirki, styttur og
smærri hluti með þessum hætti.
Hann telur víst aö myndastyttumar
frægu á Páskaeyjum, sem lengi hafa
vakið undrun og aðdáun vestrænna
manna, séu til orönar á nákvæmlega
sama hátt. Þær vom ekki höggnar til
úr hnullungum í fjarlægum námum,
heldur steyptar á staðnum úr leir,
sandi og grjótmulningi og öðru því sem
þurfti til þess ama. Hann bendir líka á
að þessar styttur séu ekki nándar
nærri eins þéttar og bergtegundir þær
sem fomleifafræðingar hafa talið þær
unnar úr á vissum stööum og sé það
óyggjandi vísbending um að hráefnið
hafi verið hrært og mótaö af manna-
höndum en ekki öflum náttúrunnar.
Andstæðingar hans í flokki fornleifa-
fræðinga — og þeir em ófáir — telja
kenningar hans hina mestu firm og
þeir vísa til nokkurra hálfgerðra og
ólokinna myndastytta á Páskaeyjum,
sem taki af tvímælin um að þær séu
vissulega höggnar úr bergi en ekki
steyptar.
Davidovits svarar því til aö þessar
hálfunnu styttur séu gerðar á öðrum
tíma og jafnvel af öðram þjóðflokkum
sem ekki hafi búið yfir þeirri nauðsyn-
legu efnafræðilegu kunnáttu og tækni
sem þurfti til þess að steypa varanleg-
ar styttur og veggi.
Hann telur harla ósennilegt aö stein-
smiðum Egyptalands hefði verið kleift
að höggva til hamrana svo nákvæm-
lega að vart er hægt að lauma peninga-
seðli á milli steinblokkanna, en þeirri
nákvæmni má hins vegar hæglega
koma viö ef þær eru steyptar í þar til
gerðumóti.
Andstæðingar efnafræðingsins nefna
þá staðreynd að fundist hafa í Egypta-
landi grjótnámur og áhöld, þar sem
vinnslan gæti hafa farið fram og þeir
spyrja hvernig því viki við, að bæði
Egyptar og aðrar fornþjóðir sem tækn-
ina kunnu hafi hreinlega lagt hana á
hilluna úr því að hún reyndist þeim
svona vel.
Davidovits telur að steyputæknin
hafi smám saman liðið undir lok þegar
mennirnir læröu að vinna með kopar
og fóru að þróa hjólið til margvíslegra
nota. Þá fór svo að hin gamalgróna
efnafræðikunnátta féll í skuggann af
nýrri tækni sem betur þjónaði hags-
munum liðandi stundar.
Fomleifafræðingar hafa snúist önd-
verðir gegn kenningum Davidovits og
þeir hafa bent á ýmsar veilur í mál-
flutningi hans. Hann hefur fyrir sitt
leyti bent á ýmsa vankanta á þeirra
kenningum og verður sjálfsagt ein-
hver bið á því að málið verði endanlega
útkljáð.
Dularfullar skepnur í ám og vötnum
eru víða kunnar en þó að þær geri vart
við sig á stundum og hafi sig jafnvel í
frammi og skríði á land til þess að
ónáða mannfólkið, þá er rauntæk þekk-
ing vor á þessum skepnum harla lítil.
Sumir geta sér þess til að þær séu
fjarskyldir ættingjar risaeðlanna
fomu og þá em jafnan vinsælar ýmis-
konar getgátur um göng úr hafi til
stöðuvatna á landi, sem skepnurnar
nota til þess að skreppa bæjarleið
þegar þeim þykir svo við horfa.
En allt eru þetta getgátur og jafnvel
ljósmyndatæknin hefur ekki tekið af
skarið þó að vissulega hafi ágæt færi
gefist til þess. Til eru fjölmargar ljós-
myndir af frægustu dularskepnu vorra
túna, en það er hún Nessie gamla, sem
heldur til í vatninu Loch Ness á Skot-
landi. Ljósmyndum af henni ber hrein-
lega ekki saman. Visindamenn hafa
farið á stúfana meö nútima-rann-
sóknatæki og fjölbreytilegan hlustun-
arbúnaö, en þótt þeir hafi vissulega
orðið nokkurs vísari þá er samt allt á
huldu sem máli skiptir hvað Nessie
gömluvarðar.
/ ftóðhestagryfjunni
Nýverið hefur Englendingur nokkur,
Ben Seniscal að nafni, sett fram
áhugaverða en afar jarðbundna kenn-
ingu um Nessie, og svo skemmtilega
vill til að reynist þessi kenning eiga sér
einhverja stoð í vemleikanum, þá má
vel vera að hún nái einnig til þeirrar
dularskepnu íslenskrar sem getið
hefur sér mestan hróður á seinni
tímum, en það er Lagarfljótsormur-
inn.
Kenning Seniscals fæddist við dálítiö
sérkennilegar kringumstæöur. Hann
starfar hjá skógrækt skoska ríkisins,
og dag einn er hann var eitthvað að
sulla í vatnsgryf ju flóöhestanna í dýra-
garði nokkrum, gerðist furðulegur at-
burður. Það var sumar og flóðhestam-
ir góðu höfðu verið fjarverandi um
nokkurt skeið. Skyndilega varð Seni-
scal var við hreyfingu í vatninu. Saur
flóðhestanna hafði safnast i kekki á
botni gryfjunnar og fór nú af stað áleið-
is að yfirborðinu. Hraðinn jókst og
þegar upp var komiö þaut kökkurinn
eina 25 metra i vatnsskorpunni eins og
þrýstiloftsflugvél, hægði svo ferðina og
sökk mjúklega aftur á þann beð sem
hann haf ði áöur hvílt á.
Dularskepnan
íLoch Ness
Ben Seniscal var ekki hjátrúarfullur
maður, og þó aö viðburöur sem þessi
hefði fyrr á öldum skotið deigum
manni skelk í bringu, þá var hann
fljótur að skilja hvernig máliö var
vaxiö. Kökkurinn haföi rotnaö i volgu
vatninu og ýmsar lofttegundir mynd-
ast inni í honum. Þegar Seniscal fór að
bæra vatnið hefur loftið inni í kekkin-
um brotist út og virkað nánast eins og
þrýstiloftshreyfill og knúið kökkinn
áfram meðan það entist.
Seniscal var líka ærið fljótur aö út-
færa þessa skýringu til stærri atburða.
Dularskepnan í Loch Ness er eflaust til
komin á samskonar hátt, sagði hann.
Ámar sem í vatnið renna bera með sér
ógrynni laufa af birkitrjám, eikum og
mnnum. Lauf þessi mynda aö hausti
íðilsnotran baug umhverfis vatnið en
það lætur að líkum að annað eins magn
af laufi og öðrum jurtagróðri berist
meö hörðum straumi niður að botni
vatnsins og setjist þar fyrir, safnist í
volduga hauga og fari að rotna.
Dularskepnan
í Lagarfljóti
Lengi dvelja þeir á botni vatnsins,
laufhaugamir miklu, að dómi Seni-
scals, en ylvolgir vorstraumar flýta
rotnun og þá kemur að þvi sem Seni-
scal sá í smærri stíl í gryfju flóðhest-
anna.
Stærðar laufhaugar stíga þá frá
sinum dvalarstað og þjóta meö ólitlum
fyrirgangi upp á yfirborðið, þar sem
loftið fer úr þeim meö hvæsi og slett-
,um, en síðan sígur haugurinn aftur til
fyrri heima.
Seniscal bendir á til stuðnings máli
sínu, að sjónvarpsmyndatökur af
Nessie leiöi í ljós hreyfingu í beinni
linu, en væri þetta lifandi skepna
myndi hún færast í hlykkjum og
bugðum.
Hann telur líklegt að það sé að mestu
leyti lofttegundin methan, sem mynd-
ist við rotnunina og orsaki þrýstinginn
í haugunum, en nú vill svo skemmti-
lega til, að sú lofttegund og aðrar
skyldar hafa einmitt stigið upp af botni
Lagarfljóts og era þær án efa komnar
af fomum leif um rotnandi jurta. Marg-
ir hafa talið, að Lagarfljótsormurinn
sé í rauninni ekki annaö en loftið eitt,
þaö er að segja loftbólur, iður og
straumköst sem myndast er methanið
ryðst upp á yfirborð vatnsins, en þó
væri vert að athuga hvort ekki hafi á
stundum einhverjar áþreifanlegar
flygsurfylgtáeftir.
Hafa Héraðsbúar kannski einhverju
við þessa sögu að bæta?
Hvað býr í Lagarfíjóti? Óljúgfróðir menn hafa þóst skynja þar á ferli dular fulla skepnu en vera má að hún eigisár einfaldar orsakir.