Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 26
26 DV. MIÐVKUDAGUR14. DESEMBER1983. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðsins á hluta í Hverfisgötu 90, þmgl. eign Emars Loga Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ævars Guðmundssonar, Jóns Ólafssonar hrl., Veðdeildar Landsbankans og Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri f östudaginn 16. desember 1983 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðsins á hluta i Hafnarstræti 20, þingl. eign Kristjáns Knútssonar, fer fram eftir kröfu Jónasar A. Aðalsteinsonar brl., Jóns Arasonar hrl., Jóns Ingólfssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Gunnlaugs Þórðarsonar hrl., Steingrims Þormóðssonar hdl., Utvegsbanka íslands, Jóns Oddssonar hdi., Brands Brynjólfssonar hrl., Jóns Magnússonar hdl., Ólafs Gústafssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Péturs Guðmundarsonar y, hdl., Valgarðs Briem hrl., Sigurðar Sigurjónssonar bdl., Tómasar Þorvaldssonar hdl., Helga V. Jónssonar hrl., Þorvalds Lúövikssonar hri., Tómasar Gunnarssonar hdl. og Páls A. Pálssonar hrl. á eigninni sjálfri f östudaginn 16. desember kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. JÓNSSON mmá #ci lill SCINUPPGÖTVAÐ SÉNÍ Við íslendingar gerðum okkur ekki grein fyrir íramlagi Finns Jónssonar til heimslistarinnar fyrr en um 1970. Þá voru málverk hans sýnd við hlið verka heimsfrœgra brautryðjenda eins og Kandinskys og Pauls Klees; Frank Ponzi listírœðingur valdi myndirnar, 65 að tölu. Indriði G. Þorsteinsson Nýjar bækur Nýjar bækur Þar sem vonin grær eftir Ingibjörgu Siguröardótt- ur Bókaforlag Odds Bjömssonar á Akureyri gefur nú út nýjustu skáld- sögu Ingibjargar Siguröardóttur, „Þar sem vonin grær”. Eftir Ingi- björgu liggja um 20 skáldsögur, sem notið hafa mikilla vinsælda, enda fjallar hún um sígild viðfangsefni, gleðina og sorgina, í gamalkunnu um- hverfi íslenskra lesenda. I þessari nýju skáldsögu er þaö Logi Snær, efnismaðurinn ungi, sem bitur æskureynsla og síöar eiturlyfin virðast ætla að leggja í rúst. I sveit- inni er hann særður dýpst, en þar á líka upptök sín hamingjulind þessa hrjáöa borgarbarns. Mannkostir fara ekki í súginn því að hann ratar að lokum veginn eina. Logi Snær gerist forystumaður þeirra sem snúa af glötunarbraut því að eins og hjúkrunarkonan Marín segir: .díraftaverkin gerast enn á okkar dögum....” ,,Þar sem vonin grær” er 197 bls., prentuð og bundin í Prentverki Odds Björnssonar. Verö kr. 494,00. Sigmund Van Amsterdam Fimmta bindi myndverka Sigmund er komin út. I bókinni grefur Sigmund upp ýmis gullkorn frá liönu ári, eins og gullgrafararnir á Skeiðarársandi kemur hann með ýmislegt óvænt og skoplegt upp á yfirborðið. I formála meö skopmyndum Sigmund segir: „Nýtt ár er aö líða meö miklum tíðindum og breyttum kosti Islendinga. Liöinn er svonefndur fram- sóknaráratugur, komin ný ríkisstjórn í landið, sem tekur að sér að segja þjóð- inni sannleikann um ástand hennar. Nýr formaður hefur verið kosinn í stærsta flokki landsins. Má því taka undir með skáldinu sem sagði: Allt er nú sem oröiö nýtt/æmar, kýr og smal- inn. Sjálfur kemur Sigmund fyrir í þrjú skipti — tekur meðal annars að sér að hjálpa Albert með fjárlögin eftir að þau eru komin á teikniboröiö og aö semja áramótamarsinn fyrir 1983. Sigmund er enn við það heygarðs- horn aö sýna okkur skoplegu hliðarnar á tilverunni og má undrum sæta hvað hann finnur af skringilegum viðbrögð- um, þegar haft er í huga að hann finnur efnivið sinn að langmestu leyti í dag- blöðunum. Og þessa bók má líta á sem einskonar mjaðmarhnykk á fram- sóknaráratuginn þar sem menn tala eins og út úr öðrum heimi. Bellmaniana eftir Sigurð Þórarinsson Ut er komin hjá Isafoldarprent- smiðju h.f. bók Sigurðar Þórarinsson- ar jarðfræðings, Bellmaniana. Hún fjallar um Carl Michael Bellman, skáldið sænska sem hefur verið uppá- hald vísnasöngvara og ljóðaunnenda í fjölmörgum löndum. Islendingar hafa sungið á þriðja tug Bellmans- laga, ef marka má vinsælar söngbæk- ur — sum eru alþekkt eins og t.d. Gamli Nói, Guttakvæði og Nú göngum við á gleðifund. Sigurður Þórarinsson var, eins og allir vita, snjall vísna- söngvari og samdi sjálfur vinsæla texta. I Bellmaniana eru auk ritgerðar um Bellman sjö þýöingar hans á Bell- manskvæðum og sex þýöingar eftir aðra menn, sem eru Kristján Jónsson Fjallaskáld, Hannes Hafstein, Jón Helgason, Árni Sigurjónsson og Jó- hannes Benjamínsson. Þá eru í bók- inni tvö kvæði á frummálinu. Sigurð- ur samdi skýringar við öll þessi kvæði, sem gefa bókinni aukið gildi, og ernnig eru í henni nótur að lögun- um við kvæöin og gítargrip. Eins og höfundurinn bendir á hafa íslending- ar þekkt lög Bellmans vel, en kvæði hans síður, og er bókinni m.a. ætlað að bæta úr því. Bellmaniana er skreytt fjölda mynda, og eru það bæði ljósmyndir, gamlar grafíkmyndir og pennateikningar. Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur hafði umsjón með útgáfu bókarinnar og ritaði inn- gang að henni. Bellmaniana er 105 bls. að stærð, og er að öllu leyti unnin hjá ísafoldarprentsmiðju hf. Utsölu- verð bókarinnar er kr. 599.00 og fæst bókin í öllum bókaverslunum. Krókópókó eftir Helgu Ágústsdóttur Ut er komin bókin Krókópókó eftir Helgu Ágústsdóttur. Þetta er bamabók sem gefiu- ímyndunaraflinu byr undir báða vængi, ætluð yngstu lesendunum. Hún hentar einnig mjög vel til lestrar fyrir böm á leikskólaaldri. Sögurnar í bókinni fjalla um litla krókódílinn Krókópókó, sem er hvorki mjög stór né vitur. Hann lærir margt af h'finu í skóginum og umgengni sinni við hin dýrin. Hann lærir um hjálpsemi, að hrekkja ekki minnimáttar o.s.frv. Bókin hefur þá sérstöðu að öðru hverju eru erfið orð sem koma fyrir í textanum útskýrð en hvergi svo aö söguþráðurinn slitni. Krókópókó er prentaöur með stóru letri og skreyttur fjölda litmynda, sem Olöf Knudsen hefur gert og birst hafa með sögunni í Stundinni okkar að undanförnu. Höfundur gefur bókina út en vinnsla var í umsjá Prenttækni hf. í Kópavogi. Litgreining var unnin hjá Korpus. Hftíya Aeústsúótnr MyndakteyUng Ólöf Knudaan Elías Iðunn hefur gefið út söguna EUas eftir Auði Haralds og Valdísi Oskars- dóttur. Myndir í bókina gerði Brian Pilkington. — Elías er kunnur úr Stundinni okkar í sjónvarpinu, raunar góðvinur íslenskra barna. Hann er fyrirmynd annarra barna í góðum siöum (eöa hitt þó heldur), er á förum til Kanada þegar sagan hefst. Þar er pabbi hans, brúarsmiðurinn, búinn að fá vinnu og mamma hans, tannsmiður- inn, fær að smiða indíánatennur. En Magga móða (fullu nafni Magga móðursystir mömmu) er ekki á því að sleppa f jölskyldunni úr landi. Magga hefur skammast í foreldrum Elíasar frá því hann fæddist og senni- lega lengur. Fyrst neitar hún þeim um fararleyfi, en þegar það dugar ekki fyllist hún trylltri hjálpsemi. Auðvitað lendir það á Elíasi að stöðva Möggu því að foreldrar hans eru fullorönir og geta þess vegna ekki komið sér að því að segja Möggu sannleikann. En Elías er liðtækur við fleira en erfiðar frænk- ur. Hann selur Uka búslóöina með óvenjulegum aðferöum. Elías er 104 blaðsíður að stærð. Oddi prentaði. /HfeiSIOMÍIII WAH\CÖ SKÁLDSA3AIM/ÍC3ÆP 4* Lögreglumorð Lögreglumorð eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö Ut er komin hjá Máli og menningu níunda bókin í sagnaflokknum Skáld- saga um glæp eftir sænsku rit- höfundana Maj Sjöwall og Per Wahlöö: Lögreglumorð. Flokkur þessi hefur verið gefinn út á mörgum þjóð- tungum og notið mikilla vinsælda meðal vandlátra lesenda lögreglu- sagna. Hver saga er sjálfstæö, en aðalpersónur eru hinar sömu: Martin Beck og starfsbræður hans í rannsóknarlögreglu Stokkhólmsborg- ar. Olafur Jónsson þýddi bókina. Um efni þessarar bókar segir m.a. á bókarkápu: Friðsælt sveitaþorp kemst í sviðsljósið, þegar kona hverfur á leið heim úr vinnu og finnst síðar myrt. Yfirmaður morðdeild- arinnar, Martin Beck, tekur sjálfur að sér rannsóknina en veröur lítið ágengt. Almenningsálitið hefur þegar fundiö sökudólg og yfirstjóm lög- reglunnar krefst þess að látið verði til skarar skríða. Þá kemur upp annaö mál sem grípur athyglina: Lögreglumorö. Bókin er 241 bls. Setningu og prentun annaðist Prentrún, Bókfell batt. Kápumynd gerði Hilmar Þ. Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.