Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR14. DESEMBER1983: Spurningin Hvernig líst þér á versl- unina, verðlagið og þjónustuna? (Spurt í Kjarabót á Húsavík.) Amljótur Sigurjónsson rafvirkja- meistari: Eg fagna því að mönnum sé gefinn kostur ó að kaupa vörur sem ekki eru með uppsprengdri álagningu. Höskuldur Sigurgelrsson skrifstofu- stjóri: Mér líst vei á opnun þessa vörumarkaðar. Hann er þegar búinn að sýna ágæti sitt með stórlækkun vöruverðs á Húsavík. Guðmundur A. Aðalsteinsson verk-l stjóri: Mér líst vel á verslunina. Verðiagið er heldur lægra en annars staöar. Það kom mér á óvart hvað ég rakst á marga framsóknarmenn fyrsta klukkutímann. SvanhUdur Þorleifsdóttir húsmóðlr: Það sem ég er búin aö sjá líst mér vel á, húsakynnin rúm og góð. Margrét Eiríksdóttir húsmóðir: Mér líst ljómandi vel á það sem ég hef séð. Það þarf að vera svona samkeppni svo maður sé ekki skikkaður til að kaupa hvað sem er. Jón Guölaugsdóttir verkakona: Mér list ágætlega á verslunina. Mér sýnast vörur vera ódýrari en þar sem ég hef verslað áður. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Þama má sjá mannfjöldann sem fylgdlst með ethöfnlnnl á Austurvelll en bráfritari segir aö hún heföi mátt taka styttri tlma. H.L. skrifar: Eg er ein þeirra f jölmörgu sem lagði leið mína á Austurvöll, síðastliöinn sunnudag, til að fylg jast með því þegar kveikt yrði á Oslóartrénu svokallaöa. Fjöldi manns var þegar mættur klukkan 3 og beiö í ofvæni eftir að athöfnin hæfist. Um klukkan hálffjög- ur hóf Lúðrasveit blástur fyrir heikald- an hópinn sem beið. Eini hitagjafinn voru lög af dagskrá sem greinilega áttu að bíöa fram á sumardaginn fyrsta, en þar sem biðin eftir ráða- mönnum lengdist, varö sveitin að grípa til þess að flytja þessi sumarlög Lesandi skrifar: Hvemig er það eiginlega, þurfum við alltaf aö festast í því sem einu sinni er tekið upp? Hér á ég við þá eindæma íhaldssemi, sem við Islendingar erum haldnir í ýmsum efnum er varðar árs- tíðabundnar uppákomur og siði er þeim fylgja. Tökum jólaljósin, sem notuð eru til útiskreytinga á trjám og greinum, sem settar eru upp t.d. við verslanir, milli húsa eða á svölum íbúöa. Arum saman eða jafnvel áratugum saman höfum við notað þessar stóru ljósaperur, glærar eða litaðar. Þetta eru þau ljótustu jólaljós, sem hugsast getur. Þau eru löngu komin úr tísku, hvar- vetna annars staðar en hér og em mörgársíðan. Þaðemhinsvegarlitlu ljósin, jafnvel agnarsmá, bæði hvít og í, litum sem eru miklu fallegri og gefa þegar hún hafði flutt öli jólalögin tvisvar. Sést haföi til flestra jólasveinanna, þó ekkert hefði til Perukveikis spurst. Mannf jöldanum, sem aö mestu saman- stóö af börnum, var því farið að leiðast biðin, en um f jögurleytið sást til Pem- kveikis og félaga. Athöfnin hófst á því að norski sendiherrann flutti stutta ræðu, vitandi að þama biðu óþreyjufull böm eftir að ljósin á trénu yrðu tendrað. Siöan tók Markús örn Antons- son við og flutti langa en hjartnæma ræðu þar sem hann kom víða við, umhverfinu m jög svo hátíölegan blæ. Fyrir þremur árum eöa svo ætlaði ég að reyna að fá svona ljós til að setja upp úti og hengja á tré. Mér var sagt að ég gæti keypt þau í formi jólatrés- seríu, en það væri bannað aö setja þau upp úti við vegna fyrirmæla frá raf- magnseftirlitinu. Engin glær ljós voru þá til með svip- uðum perum og þau lituðu, litlu. Ég hef hvergi séö þess konar ljós í versl- unum. Þaö væri fróöiegt að vita, hvort það er svo í raun, að rafmagnseftiriitið banni notkun útiljósa með litlum per- um, og ef svo er, hvers vegna kaup- menn í raftækjaverslunum knýja ekki á um að fá viðurkenndar ljósaseríur með glærum og mislitum perum sem nota má úti. Þau jólaljós, sem nú er notast við spjallaði hann meðal annars um Noregsför Danuta Walesa og annan friðar- og frelsisboöskap. Mætti segja að þar hefði margt bamið tárfellt, þegar þau hlýddu á ræðu hans með andakt. Hvaö halda þessir menn að börnin séu að gera þama? Hlusta á ræður um frelsi og mannréttindi? Nei, gerum jólin að hátíð barnanna og sleppum öllu pólitísku hagsmunapoti. Bömin eiga það svo sannarlega skilið. Það voru því köld og þreytt böm sem fengu að sjá jólasveinana sem þau höfðu öll beðið eftir. hér á landi eru vægast sagt hörmulega Ijót og dettur manni einna helst í hug „Grýla/Leppalúði” eöa eitthvað enn ljótara, þegar maður sér þessar perar slást til í rokinu, sem hér er. Borgin ætti nú að ríða á vaðið og láta breyta þessu meö uppsetningu nútíma ljósaseríu á jólatré Norðmannanna við Austurvöll. Rafmagnseftirlitið hlýtur að geta hannað „viðurkennda” upp- setningu á þessum ijósum fyrir borg- ina, jafnvel þótt almenningur eigi engra kosta völ, fremur en fyrri dag- inn. En það er kannski með þetta eins og annaö, sem er „bannað” af misskiln- ingi einum saman. Og þá er bara að f ara kringum lög og reglur, sbr. dæmiö um bjórinn, sem blandaður er brenni- víni á veitingastöðum hér í borg, af því ekki má selja bjór með sama áfengis- innihaldi! — Niðurlægjandi ástand. Þetta gæti orðiö góO mynd. ViO skulum vona aO hún hafi ekki tapast i framköiiun. Filman týnd Ásgeir Jónsson skrifar: Málsháttur einn segir svo: þolinmæði þrautir vinnur allar. Góöur og gegn málsháttur, en svo mikið er víst að ekki dugar hann dreifbýlisfólki í viöskiptum við Hans Petersen. Fyrirtæki þetta sem auglýsir skjóta og góða þjón- ustu viröist til alls líklegt í þeim efnum. Eg hef nú fyrir löngu beöið mig gráhærðan eftir filmu sem ég sendi í framköllun þangað um 10. september og hefur ekkert til henn- ar spurst síðan þá og ekki láta þeir svo lítiö aö svara mér þegar ég fer að spyrjast fyrir um afdrif þessar- ar ágætu filmu. Hringdi ég fyrst en ekkert kom í ljós og ætluðu þeir að hringja síðar en svo varð þó ekki. Þá ritaöi ég þeim bréf og beiö svars en ekkert skeði og loks þegar ég fékk ekkert svar við öðru bréfi mínu var þolinmæðin á þrotum. Að vísu getur alitaf mistekist fram- köllun, ljós komist að filmunni eða eitthvað þvílíkt en mér finnst það alveg sjálfsagt að viðurkenna mistökin og senda afsökunarbréf eða í það minnsta að maður fái aö frétta að filman sé ónýt. Svona fer þegar dreifbýlisfólk fer að notfæra sér þessa afburða- þjónustu H.P. með þessa filmu- poka. Þá situr það uppi án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að hafa sent filmuna. Viö skulum vona að fyrirtækið standi vel undir sér. Gangiþeim vel. DV haföi samband við Hans Petersen, þar könnuðust menn við málið. H.P. fær filmur inn til framköllunar bæði gegnum umboðsmenn og í pósti. Filmur sem fyrirtækinu áttu aö berast í pósti um sama leyti og bréfritari sendi sínar hafa einhverra hluta vegna ekki komið á þá skrá sem H.P. heldur yfir allar þær filmur sem þeim berast. Þetta mál er þó í athugun og hefur öllum þeim, sem segjast hafa tapað filmum í fram- köllun um þetta leyti, veriö svarað og skýrt frá eðli málsins. Film- urnar finnast einfaldlega ekki og mun H.P. reyna að bæta mönnum filmumissinn eftir því sem tök eru á. JÓLALJÓSIN LJÓTU AKIÐ MEÐ MEIRIVARÚÐ — hjáRLR 4474—4023 skrifar: Nú er alltaf verið að gagnrýna starfsaðferðir lögreglunnar, en ég vildi koma á framfæri þakklæti til lögregl- unnar í Kópavogi og sérstaklega lög- reglumanns númer 7. Það era menn sem vinna sitt verk. Eg vinn hjá Kópa- vogskaupstaö og þekki því nokkuð til starfshátta þessara manna. Aftur á móti langar mig til að biöja starfs- menn Rannsóknarlögreglu ríkisins að aka svolítið hægar en þeir gera, þar sem aksturmáti þeirra er ekki beint til fyrirmyndar. Þeir era ekki á ein- kenndum bílum og verða því að aka eins og aðrir ökumenn. Vona ég að þetta verði til þess að RLR-menn aki meömeiri varúð í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.