Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 1
Jf DAGBLAÐIЗVÍSIR 287. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983. HÆGT AÐ LÆKKA RAFORKUVERÐ — verdjöfnunargjaldiö 7% of hátt miðað við tekjuáætlun Verðjöfnunargjald sem lagt er á alla raforku til heimilisnota mætti lækka úr 19% í 12% án þess aö það hefði í för með sér tekjumissi fyrir ríkissjóð. Ef verðjöfnunargjaldið verður áfram 19% á næsta ári þá mun það gefa af sér 136 milljónum meira í tekjur en áætlað er í fjár- lögum. Þetta kom fram í máli Stef- áns Benediktssonar við umræður um fjárlagafrumvarpið í gærkvöldi en upplýsingar hans eru fengnar frá Sambandi islenskra rafveitna. Verðjöfnunargjald er nú lagt á alla raforku til heimilisnota. Því er síðan ráðstafaö til Orkubús Vestfjaröa, Rafmagnsveitu Siglufjarðar og Rafmagnsveitu ríkisins til niöur- greiöslna á raforkuverði í dreifbýli. Með 19% álagningu á raforkuverð til heimilisnota mun gjaldið gefa af sér 376 milljónir króna í tekjur á næsta ári en á fjárlögum næsta árs eru tekjur af gjaldinu áætíaðar 240 milljónir. Sagði Stefán Benediktsson að ríkisstjórnin gæti nú valið um að lækka raforkuverö til heimila eða nota þaö sem umfram yrði til ann- arra verkefna. -ÖEF. 'i VAR EINS OG FALLBYSSUSKOT m — grjóthnullungur f rá vörubíl þeyttist í gegnum f ramrúðu á bíl og í 13 ára pilt i i „Þetta var eins og fallbyssuskot. Slíkur var krafturinn á grjót- ■hnullungnum er hann þeyttist í gegn- um framrúðuna og beint í öxl 13 ára pilts sem sat í framsætinu við hhðina á mér. Glerbrot fylgdu á eftir og nokkur þeirra stungust í piltinn.” Þannig ■ sagðist Smára Guðmundssyni, sendibílstjóra úr Amarholti í Biskupstungum, frá í sam- tali við DV í gærdag. Atvikið sem hann er að lýsa varð á Suðurlandsvegi, viö Rauöavatn, um tíuleytið í gærmorgun. „Við vorum tveir í bílnum, pilturinn og ég, og vorum að koma frá Selfossi á leið til Reykjavíkur. Við Rauðavatn mættum við tveimur Scania-vörubílum og það skipti engum togum að grjót- hnullungurinn þeyttist af öðrum bíln- um og í framrúðuna. ” Smári sagði að það væri ótrúleg mildi að ekki skyldi hafa orðið stór- slys. Pilturinn væri marinn á öxl en óbrotinn auk þess hefði hann sloppið með minni háttar skrámur í andliti. Þetta er í þriöja skiptið á árinu sem Smári verður fyrir því að grjót komi frá vörubílum og brjóti framrúðuna í bíl hans. „I þetta skiptið ofbýður mér þó að þetta skuli koma fyrir. Eg skora á alla vörubílstjóra að gæta sín á þessu. i Lögreglan ætti líka að hafa meira eftir- 'lit með malarflutningum vörubíl- anna.” Þess má geta að fyrir um tveimur árum varð banaslys í Mosfellssveit er 'bílstjóri fékk grjót í framrúöu á bíl sínum og í sig er hann var að mæta vörubílsemfluttimöl. -JGH. Átti trompmiða í Happdrætti Háskólans: Milljónamær- mgurífelum Einhvers staðar í Reykjavík situr nú maður og bíður þess að fá 2,5 milljónir króna útborgaðar hjá Happdrætti Háskólans á föstudag- inn. „Hann getur fengiö ávísun eða reiðufé, allt eftir óskum,” sagði Guð- mundur Bjamason hjá aðalumboði happdrættisins í Reykjavík nú í morgun. Vinningshafinn óskar nafn- ileyndar og ætlar sér ekki að koma fram opinberlega í bráð. Hæsti vinningurinn, nifaldar 500 þúsund krónur, skiptist í fimm staði, einn vinningshafinn var svo heppinn að eiga trompmiða og fékk því í sinn hlut fimm sinnum 500 þúsund krónur .eða 2,5 milljónir. Trompmiöi sem þessi kostar 250 krónur á mánuði eða 3000 krónur á ári. Hinir vinningarnir fóru til Vestmannaeyja, Bíldudals og Reykjavíkur. -EIR. Trésmiðafélag Reykjavíkur: Krefst rannsóknar áskaðsemi steinullar Félagsfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur krefst þess aö fram- kvæmd verði rannsókn á skaðsemi málningar, lakks, stein- og glerullar 'og annarra efna sem hugsanlega geta valdið heilsutjóni og notuð eru í iðnaði. Auk þess leggur fundurinn ;áherslu á að fyrirhuguö steinuilar- verksmiöja á Islandi fái ekki starfs- leyfi fyrr en fyrir liggi að stemull valdi ekki varanlegu heilsutjóni. Ástæður þessa eru þær að nýlega krafðist danskt verkafólk þess að rannsakað væri hvort stein- og gler- ull gætu hugsanlega vaidið krabba- meini. Þá birtust fyrir skömmu í Danmörku niðurstöður rannsóknar á heilsufari verkafólks sem vinnur viö |málningu og lökk. I ljós kom að nær helmingur þeirra sem rannsakaðir voru hafði hlotið varanlegt heilsutjón vegna áhrifa eiturefna. Þaö er einnig krafa fundarins að komið verði í veg fyrir notkun þess- ara eftia hér á landi, nema í undan- tekningartilfellum, reynist þau geta valdið varanlegu heilsutjóni. Þá lýsir fundurinn áhyggjum sín- um yfir því hve hægt miði til fram- fara í aðbúnaðarmálum verkafólks. Ekki sé hægt aö marka verulegar úr- bætur þrátt fyrir nýjar stofnanir og lög. -GB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.