Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 29
c«ai aaaMaaaa .m aunAaojcvoiM. vo DV. MIÐVIKUDAGUE14. DESEMBER1983. 29 (.1 l>I.MC;iK;K)NSSON: BIVREIÐIK A ÍSLANDI 1904 -1930 1 Bilar á ísla /fi m 4 Menning Menning Árdagar bflsins í máli og myndum Kristinn Snæland: Bflar á íslandi í myndum og máli 1904—1922. 175 bls. lltgefandi öm og örlygur. Áhugamenn um bíla og upphaf bUa- aldar á Islandi fá sinn skammt svo um munar þessa dagana. Ut eru komnar tvær bækur sem fjalla um upphaf bíls- ins hér á landi, ritverk Guölaugs Jóns- sonar í tveim bindum og bók sú sem hér er um f jallaö. Ögerlegt er aö bera þessar tvær bækur saman þótt þær fjalli um sama tímabil og viöfangsefni. Bók Kristins Snælands er gefin út að frumkvæði Fombílaklúbbs Islands. Hefur sá félagsskapur lagt áherslu á að safna ljósmyndum frá fyrstu ára- tugum bílsins hér á landi. Einn þeirra sem hefur verið manna ötulastur aö safna myndum fyrir klúbbinn er Bjami Einarsson í Túni, sem er jafn- framt heiðursfélagi Fombílaklúbbs- ins. Bjami hefur dregið að sér mikinn fróðleik um upphaf bílaaldar á Islandi og kann að segja sögu flestra þeirra mynda sem í bókinni em. fjórhjóladrifsbílsins sem hingaö kom áriö 1927. I bókinni er fjallað um þátt stjórn- valda í afskiptum vegna tilkomu bíl- anna og eins umferðar- og lögreglumál Menn tóku bílunum á misjafnan hátt. Umferðin eykst og eins segir i bókinni „Innanbæjarakstur er að mestu óþarfur, venjulegast eru það einhverjir „apakettir” i buxum eða Bókmenntir Jóhannes Reykdal Myndir segja sögu I þessari bók eru þaö myndirnar sem segja mesta söguna. I bókinni em 185 myndir auk þess sem birtar eru f jöl- ' margar auglýsingar frá árdögum bíla hér á landi. I bókinni eru upphafsdögum bílanna gerð góö skil, svo og upphafi bílastöðva og leiguaksturs. Gefa fjölmargar auglýsingar frá þeim tíma góða mynd af þeirri samkeppni sem var á milli þeirra aðila sem stunduðu leiguakstur og áætlunarferðir á þessum tíma. Fyrstu almenningssamgöngur á ís- landi fóru þá fram með fólksbílum sem gátu flutt á milli 4 og 14 farþega í einu. Varð bíllinn fljótt vinsæll ferðamáti þótt nokkuð dýrt væri á þeirra tíma mælikvaröa að ferðast meö bílunum. Gerir Kristinn í bókinni góða grein fyr- ir starfsemi bifreiðastöðvanna í ár- daga bílaaldarinnar. Vöruflutningar með bílum hófust með Grundarbílnum veturinn 1907. Grundarbíllinn var þaö sem í dag væri kallað sendiferðabíll, en eiginlegur vörubíll kom fyrst til landsins 1914 og síðan má segja aö vörubíllinn hafi tek- iö við sem helsta flutningatækið. Vöru- bílamir uröu strax vinsælir sem flutn- ingatæki, enda afköst þeirra mun meiri en gömlu hestvagnanna. Gerir Kristinn góöa grein fyrir þætti vörubíl- anna í máli og myndum, jafnframt því að birtar eru auglýsingar frá þessum tíma sem sýna þátt vörubílsins í sam- göngum þess tíma. Annar fróðleikur Kristinn lætur ekki við það sitja að f jalla um bíla þessa tíma heldur lætur hann fljóta með fróöleik um önnur öku- tæki sem þá fluttust hingað til lands. Er sagt frá bifbjólum svo og dráttar- vélumog komu þúfnabananna. Einnig tilkomu fyrstu snjóbílanna auk fyrsta pilsum, sem eru að „flotta” sig með því aö aka í bifreið fram og aftur og í hring á götunum og þá helst á þeim fjölfömustu”. Þannig var viðhorf margra í árdaga bílsins hér á landi. Kristinn fjallar um þá ný ju stétt sem fljótlega varö til meö tilkomu bilanna, bílstjórana, og starfsemi bifreiðafélag- anna sem sett voru á laggirnar til reksturs bílanna. Konur og bílar eru einn kaflinn en konurnar létu snemma til sín taka í upphafi bílanna og fyrsta konan hóf akstur leigubíls í Reykjavík 1920. Vega- og gatnagerð var í upphafi ekki sem skyldi fyrir þessi nýju farar- tæki, en um þær breytingar sem þar urðu á er fjallað í einum kafla bókar- innar. Góður frágangur Helstu einkenni þessarar bókar er góöur og aögengilegur frágangur. Sigurþór Jakobsson sá um hönnun bókarinnar og hefur honum farist það verk einkar vel úr hendi. Fyrir bragöið verður bókin þægileg aflestrar og heildarsamspil mynda og texta gott.' Fyrst og fremst eru það myndimar sem gefa bókinni gildi enda hefur það veriö sagt að ein mynd segi meira en þúsund orð. Það tímabil sem bókin nær . yfir spannar upphaf bíla á Islandi og síðan áratuginn 1913 til 1922 sem segja má að hafi verið bemskuár bílsins hér á landi. Enn er ósögð sagan frá þeim tíma til dagsins í dag, en þá sögu þarf að segja áður en fennir í spor þeirra er lögðu veginn. -JR P®(kO(fm)© Nýkomin húsgögn frá STÓLAR - BORÐ OG RÚM Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmá/a Jón Loftsson hf. Hringbraut 121Sími 10600l Gjafapakkningar fáanlegar Fœst í 6etri snyrtivömversíumim og aþótekum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.