Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 18
18
DV .;ÍVÖÖvS6ÖXGÖRtÍ4:'DÉSÉMÉÉftY985. ',r'
Menning
Menning
Menning
Menning
Blásarakvintett Reykjavíkur.
KVÖLDLOKKUR A JÓLAFÖSTU
Kvöldlokkur á jólaföstu f Fríkirkjunni f
Reykjavfk.
Flytjendur: Bernard Wilkinson, Daði
Kolbeinsson, Janet Wareing, Einar Jóhannes-
son, Gunnar Egilson, Hafsteinn Guðmunds
son, Bjöm Árnason, Joseph Ognibene, Jean
Hamilton.
Efnisskrá: WoHgang Amadeus Mozart: Þættir
úr Cosi van tutte fyrir blásaraoktett: Fantasía í
f-moll, KV594 fyrir blásarakvintett; Serenada
nr. 11 í Es-dúr KV375 fyrir blásaraoktett.
Margir hafa ákveöna atburöi eöa
athafnir til aö miöa viö hvenær þeim
finnist jólin vera að koma. Sumir
miöa við smákökubaksturinn,
aðventukransinn eöa Oslóartréö.
Aörir aftur á móti ekki fyrr en þeir
hafa drukkið minni heilags Þorláks.
Nú hin seinni árin miöa ég viö Kvöld-
lokkur á jólaföstu. Ég held að þetta
sé í þriðja sinn sem Blásarakvintett
Reykjavíkur styrkir lið sitt meö
fáeinum úrvalsblásurum til viðbótar
og blæs serenöðu og aöra slíka ljúfl-
ingsmúsík á aðventu. Satt best að
segja hafa músíkunnendur
höfuðborgarinnar gefið þessum
undurblíða blæstri mitt í önnum
jólaundirbúningsins skammarlega
litinn gaum. Þar hefur nefnilega
Tónlist
Eyjólfur Melsted
verið boöið upp á blástur af fyrstu
gráöu, eins og á öðrum tónleikum
hópsins.
Ekki brugðu okkar ágætu blásar-
ar venju í þetta sinn. Mozart var ein-
göngu á skránni. Otsetningar
Johanns Nepomuks Wendt á þáttun-
um úr Cosi van tutte voru vissulega í
anda Mozarts, þ.e.a.s. hvert atriði
fyrir sig, en tengingar vantaði svo að
uppskeran varð of sundurslitinn
leikur og það vildi teygjast á þáttun-
um. Stoppin skemma fyrir og hér
náði flokkurinn ekki að sýna sitt
besta. En fyrir það var bætt og vel
það í kvintettinum, f-moll fanta-
síunni. tJtsetning Karls Hermanns
Pillney á þessu fallega verki sem
upprunalega var samið fyrir sjálf-
spilandi orgel er svo ekta Mozart að
vel mætti halda að hún væri original.
Og blásturinn var líka af bestu sort.
Oktettinn í Es-dúr sem var eina
orginal blásaramúsíkin á efnis-
skránni var svo vel rekinn enda-
hnútur á afbragðstónleika. Hljómur
Fríkirkjunnar er heldur hvellur og
ögn kaldur, að minnsta kosti ef ekki
er þétt setinn bekkurinn, en ekki
kom það að sök þar sem svo mjúkt og
hlýtt var blásiö. Enn einu sinni hafa
Kvöldlokkur á jólaföstu orðið til að
koma undirrituðum í jólaskap.
-EM.
Vart getur ástsælli barnabókahöfund en Astrid Lindgren. Leynilögreglu-
maðurinn Karl Blómkvist er eitt af sköpunarverkum hennar.
EvaLotta
í lífsháska
Astrid Lindgren: Karl Blómkvist i hættu stadd-
ur.
Titill á frummáli: Másterdetektiven Blom-
kvist lever farligt.
Þýöandi: ÞorleHur Hauksson.
Myndir: Eva Laurell.
Mál og monning 1983,183 bls.
Þegar bókin Karl Biómkvist í
hættu staddur er opnuð rekur lesand-
inn augun í að nokkurt misræmi er
milli kápumyndar og myndskreyt-
inganna inni í bókinni. Á nýlegri
kápumynd Ilon Wiklands sjást ridd-
arar hvítu rósarinnar, Kalii Blóm-
kvist, Andri og Eva Lotta hlaupa nið-
ur stiga, öll á gallabuxum og striga-
skóm. Á blaðsíðum bókarinnar er
Eva Lotta hins vegar alltaf í kjól og
strákarnir á stutt- eöa hnébuxum og
öll eru þau berfætt. Myndir Evu
Laurell viö sögu Astrid Lindgren eru
líka áreiöanlega frá 1951, en þá kom
bókin fyrst út. Og þá voru stelpur enn
á pilsi og skór óþarfir að sumarlagi í
Svíþjóð.
En það er fleira en myndirnar sem
bendir til þess að saga Kalla Blóm-
kvist hafi ekki verið samin í gær.
Krakkamir, sem eru þrettán ára,
eru að hamast við aö búa til sín eigin
ævintýri og þau lifa greinilega í ver-
öld sem var til áöur en unglinga-
menningin meö margvíslegum
sérþörfum unglinga var fundin upp.
En þó sjá megi aö Karl Blómkvist i
hættu staddur sé komin til ára sinna
ber sagan aldurinn á margan hátt
vel. Hún er æsispennandi á köflum
og ungir lesendur eiga án efa auövelt
með að lifa sig inn í vandræði krakk-
anna því aö allt sem fyrir þá kemur
gæti alveg eins gerst í dag.
Mesti kostur sögunnar er örugg-
lega kímni höfundar sem hvarvetna
kemur fram. Þaö er ekki sist Eva
Lotta sem er hnyttin í tilsvörum og
hún er kát og stríðin stelpa. Mamma
hennar hefur áhyggjur af stelpu-
trippinu sem ævinlega er úti í njósna-
og ræningjaleikjum með strákunum
og ekkert fær stöövað áhyggjumar
nema áminning frá eiginmanninum
þess efnis að Mía sjálf, móðirin, hafi
verið svipaður fjörkálfur og Eva
Lotta.
Eva Lotta veltir sjálf vöngum yfir
stöðu sinni. Hana langar í aðra rönd-
ina að vera dálítið kvenlegri til að
þóknast foreldrum sínum, en það er
svo skelfing leiðinlegt. Frelsið og
ærslin eru eftirsóknarverðari. Og
Mia er líka enn dálítið sama sinnis og
Bókmenntir
SolveigK. Jónsdóttir
dóttirin, aö minnsta kosti er þaö hún
sem bendir lesandanum á tilbreyt-
ingarleysi smábæjarlífsins.
Eins og titill bókarinnar bendir til
er Karl Blómkvist aðalsöguhetjan,
en næst honum gengur Eva Lotta og
þaö er reyndar hún sem lendir í
mestu ævintýrunum í bókinni. Sagan
er þess vegna jafnt ætluð strákum og
stelpum þó allar nafngreindar auka-
persónur bókarinnar, að Míu, Öddu
frænku og Karólínu gömlu undan-
skildum, séu karlar. Þaö er nærri
víst að flestir krakkar á aldrinum tíu
til þrettán ára hafa gaman af Karli
Blómkvist og félögum, eða hver vill
ekki finna dálítinn hroli hríslast um
sig þegar Kalli stendur frammi fyrir
morðgátu eða kætast þegar hundin-
um Depli tekur að batna eftir þunga
sjúkdómslegu?
Þýðingin á sögunni Karl Blómkvist
í hættu staddur er lýtalaus, á ákaf-
lega fallegu en jafnframt tilgeröar-
lausu máli. Allur frágangur bókar-
innar er einnig til sóma.
-SKJ
ÞEIR HAFA VÍST VERIÐ
AÐ FÁ HANN
Varstu að fá hann?
Höfundur: Guðmundur Guðjónsson.
Útgefandi: öm og örlygur.
Bókmenntir um stangveiði eru
ekki miklar að vöxtum, þær eru
tímaritin Veiðimaðurinn og Sport-
veiöiblaðið, bók Stefáns Jónssonar
Roðskinna, bók Víglundar Möller
Lax á færi, bækur Bjöm J. Blöndals
og bækur Guðmundar Daníelssonar.
Það eru víst iiðin heil sjö ár síðan bók
um stangveiöi kom út en það var bók
Björns J. Blöndals, Svanasöngur.
Vonandi þurfum við ekki að bíöa í
heil sjö ár eftir næstu. Já, það er
mikið fagnaöarefni, þegar bók um
stangveiöi kemur eins og himna-
sending. Það var kominn tími til.
Varstu að fá hann? heitir bókin sem
Guðmundur Guöjónsson blaðamaður
hefur skráö og fær hann 17
laxveiöimenn til að rifja upp eftir-
minnilegar veiðiferðir. Bókin hefur
að geyma frásagnir og viðtöl viö
eftirtalda laxveiðimenn: Eyþór
Sigmundsson, Engilbert Guðjónsson,
Kristján Benediktsson, Þórarin Sig-
þórsson, Snorra Jónsson, Sverri Her-
mannsson, Analíus Hagwaag, Birgi
Steingrímsson, Sigurö örn Einars-
son, Heiga Jónasson, Garðar H.
Svavarsson, Þórð Pétursson,
Ragnar Pétursson og Jónu
Ingimundardóttur, Jóhannes
Kristjánsson, Kristján Jóhannesson
og Hans Kristjánsson. Þaö má segja
að maður komist í veiöiskap við lest-
ur bókarinnar, frásagnirnar og
viðtölin hitta flest í mark.
Bókmenntir
Gunnar Bender
Myndir í bókinni eru margar og
misjafnar, en flestar góðar. Bestar
eru myndir Áma Sæberg af Sverri
Hermannssyni. (Reyndar eru það
einu myndirnar inni í bókinni, sem er
getið hver hafi tekið.) Myndirnar
með frásögnum Eyþórs Sigmunds-
sonar, Sigurðar Amar Einarssonar
og Garöars H. Svavarssonar eru all-
ar góðra gjalda verðar. En heldur
finnst mér slakar myndimar við við-
tal við feðgana Jóhannes Kristjáns-
son og Kristján Jóhannesson, eins og
myndin á bls. 134. Hún hefði nú betur
verið geymd. Kannski hefði verið
betra að láta Arna Sæberg taka flest-.
ar myndirnar?
Margar sögumar eru hreint
ótrúlegar og gefur það bókinni ennþá
meira gildi því að allar era þær
sannar því að veiðimenn segja aldrei
ósatt. Eins og með aflatölurnar hjá
Þórami Sigþórssyni, en hann segir
svo frá. „Sumariö 1976 veiddi ég 812
laxa á stöng. Það var mín besta veiði
og árum saman hef ég ekki veitt
minna en 500 laxa þangað til þrjú
síöustu sumurin, 1980 og 1982.1 fyrra
veiddi ég t.d. 400 laxa.” Bls. 30.
Þaö er hverjum stangveiðimanni
nauðsyn að eignast bók Guðmundar
vegna þess að hún er bæði vel
skrifuð og skemmtilega fróðleg. Að
sleppa því að lesa bókina væri eins
og að renna ekki fyrir tökufisk.
Bókin er vel unnin og á Steinar J.
Lúðvíksson heiður skilið fyrir það.
Ekki lagði maður bókina frá sér
fyrr enhún var að fullu lesin. Hressi-
legar veiðisögur og frásagnir sýna
að margt gerist í veiðinni og veiði-
menn hafa greinilega verið að fá
hann síöustu sumur.
•G.Bender.
Antony De Bedts — Píanisti á uppleið
Tónleikar Antony de Bedts pianóleikara í
Norræna húsinu.
Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Sonata
í B-dúr op. 106 („Hammerklavier”);
Alexandr Skryabin: Fantasía í b-moll op.
28; Robert Schumann: Fantasía í C-dúr op.
17.
Þegar litið er á efnisksrá eins og
þá sem píanistinn ungi, Antony de
Bedts, hafði valið að ieika á
tónleikum sínum í Norræna húsinu
mátti geta sér til að annaöhvort væri
hann bráðsnjall eða bandvitlaus. Hið
Antony deBedts.
fyrra reyndist rétt. Píanisti sem
notar „Hammerklaviersónötuna” til
að hita sig upp á er enginn aukvisi.
Það kom reyndar þegar í ljós í
allegrokaflanum að pilturinn hefur
til að bera alla þá fæmi sem einn
píanisti þarf að hafa til flutnings
þeirra verka sem hvað erfiðust
teljast frá tækniiegu sjónarmiði. En
skammt hrekkur tæknin ef ekki fær
kúltúrinn að fijóta með. Og hann er
einnig að finna í leik Antony de
Bedts. Enda heföi pilturinn tæpast
unnið til allra þeirra verðlauna og út-
nefninga, sem honum hafa
áskotnast, nema svo væri. Leik hans
einkenndi sami glæsileikinn frá
upphafi til enda. Skryabinfantasían
lék í höndum hans sem bama-
Tónlist -
Eyjólfur Melsted
leikfang væri og ekki var síðri'
meðferð hans á hinni uppblásnu
fantasíu Schumanns. En þó var ég
hrifnastur af leik hans í „Hammer-
klaviersónötunni” sem var í einu
orði sagt frábær. Gjaman hefði ég
viljað fá að hlýöa á þennan unga og
upprennandi stórpíanista i öðram og
betri salarkynnum aö maður tali nú
ekki um við betra hljóðfæri. Gaman
væri aö fá að kynnast honum sem
einleikara með hljómsveit því að hér
er á ferðinni piltur sem hefur á valdi
sínu alla þá færni sem einn stór-
píanisti þarf á að halda. Hann hefur
þegar spilað sig burt frá skólanum
og öðlast eigin sjálfstæöan stíl — og
hann glæsilegan. -EM.