Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVHCUDAGUR14. DESEMBER1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Forréttinn er leikur einn að tHreiOa. Nokkrum sjávardýrum ásamt kryddi blandað saman. JÓLASKRAUTIÐ BÚIÐ TIL ÚR TRÖLLADEIGI Það er margt sem hægt er að búa til úr trölladeigi sem er gert úr hveiti, salti og vatni. Tilvalið er að búa til jólaskraut úr því. Það er bæði mjög auövelt og skemmtilegt. Trölladeig 9 dl hveiti 2 1/2 dl salt 3 1/2 dl vatn Þessu er öllu hrært vandlega saman. Deigiö á að vera þannig aö sem auðveldast sé að móta það og það á ekki að vera límkennt. Ef til vill þarf að bæta hveiti eöa vatni í deigið til að þaö verði eins og það á að vera. En þegar deigiö er orðiö eins og maöur vill hafa það er hægt að hefjast handa. Og þá reynir á hug- myndaflugið hjá hverjum og einum því margir eru möguleikarnir. Þaö er t.d. hægt að búa til jólasveina, engla, grísi og margt fleira. Þegar hlutirnir eru fullmótaðir eru þeir þurrkaöir í ofni í 1—2 klukkustundir í 100—150 gráða heitum ofni. Eftir það þarf að kæla hlutina áður en hafist er handa við að mála þá. Best er að nota vatns- liti eða túss. Það fer vel á að láta alltaf einn lit þorna áður en byrjað er á öðrum. Þegar hlutirnir eru full- málaðir verður að lakka yfir meö glæru lakki, því annars er hætt viö að þeir linist upp fljótlega. Að lokum er vert að benda á að trölladeig er ekki ætlað til matar, því það er ekkert sérstaklega gott á bragðiö. -APH. Tilraunaeldhús DV Tilraunaeldhús DV 1 tilraunaeldhúsinu í dag útbúum við léttan forrétt, sjávarrétt og heimalagaöan ís. Við höfum ákveðið að aðalrétturinn í fyrirhugaöri jóla- máltíð verði reykt svínslæri með ýmsu góðmeti. Uppskrift og verklýsing af aðalrétti veröur að bíða þar til í næstu viku, síðustu viku fyrir jóL Margir hafa rjúpur á borðum á aðfangadagskvöld (eða einhvern annan dag yfir hátíöina) svo aö við látum fljóta meö eina rjúpuuppskrift, margreynda af sérfræðingum eld- hússins. Forrétturinn „Hafið bláa” er sjávarsinfónía í dúr og moll, hrist fram úr erminni á skömmum tíma og auðmeltanleg. Við verðum svoh'tið að hafa í huga að undirbúningur hverrar máltíðar taki ekki of langan tíma — „eldabuskurnar” verða að eiga sinn frítíma h'ka og njóta jólanna í fjöl- skyldu- og vinahópi. ísinn er að sjálf- sögöu hægt að búa th með góðum fyrirvara, hann geymist vel í lokuðu íláti i frystinum. Það er árlegur viðburður á mörgum heimhum að sjóða rauðkál fyrir jólin, enda rauðkálið gott með rjúpum, svínasteUt, lambasteik og fleiri steikum. Nú er nýtt rauökál komiö í verslanir og fyrir þá sem ekki hafa soöið rauökál áður má geta þess að þetta er hægur vandi. Káhð er skorið í þunnar ræmur og soðiö við vægan hita í u.þ.b. eina klukkustund í vatni og ediki. Hlutföll 1 dl. edik á móti 1 1/2 dl vatni. 1 staðinn fyrir 1 dl af vatni má nota 1 dl af rifsberjasaft. Káhð (1 kg) er bragðbætt meö sykri og örhtlu salti. Eins er mjög gott að sjóða súr eph með í pottinum. Þetta var nú smáútúrdúr með rauðkálið, við skulum huga að forréttinum, þær Bergljót og Gunnþórunn, sérfræðing- ar okkar í tUraunaeldhúsinu, eru komnar meö svunturnar og aht klárt. Forréttur — „Hafið bláa" 1 dós múslingar (150 gr.) 130 g humar 150 g rækjur 4matsk.maískorn 1/4 agúrka 1/4 paprika, græn eða rauð 2 tesk. mataroha 1/4 tesk. sítrónupipar 2 tesk. sítrónusafi 1 dós sýrður rjómi (200 g ) Salatblöö, agúrkur og tómatar tU skreytingar og ef tU vUl harðsoðin egg (skoriníbáta). 1 þennan forrétt kostar hráefni um 170 krónur og er hann áætlaður fyrir fjóra. Það má setja aðrar fisktegundir í forréttmn, tU dæmis lúðu, ýsu, skötu- sel eöa hörpuskelfisk, allt eftir efnum, ástæöum og smekk. Verklýsing 1. Sjóðið humarinn í um það bU fimm mínútur í léttsöltuðu vatni. Kælið. 2. Látið vökvann síga af múslingunum. 3. Saxið papriku og agúrku smátt. 4. Blandið öllu saman og kryddið. Beriö fram í litlum skálum eða hörpu- skel fyrir hvern mann. Eins má að sjálfsögðu setja „Hafið bláa” í stóra skál. Skreytt meö grænmeti. Borið fram meö sýrðum rjóma og ristuðu brauði. Efnið i ísinn góða. „Hafið bláa” í forrétt —og núgga-sérrí-ís sem eftirrétt Steiktar rjúpur Aætluð er 1—11/2 rjúpa á mann. 4 rjúpur 1/2 1 mjólk 1/2 1 vatn 25 g smjör tU steikingar 50—100 g spekk 3 dl vatn 1/2 tesk. salt nokkur einiber örh'tiU pipar Dáhtiö er erfitt um vik að áætla kostnað. Rjúpurnar kosta í dag 125— 135 krónur stk., í ham. Yfirleitt kost- ar 10 krónur að láta hamfletta hverja rjúpu. Verklýsing 1. Hamflettið eöa reytið rjúpurnar og hreinsið. 2. Leggið þær í mjólkurblöndu (vatn og mjólk) yfir nótt eöa að minnsta kosti í nokkrar klukkustundir. 3. Þerrið af r júpunum og spekkdragið þær. Þá er hníf stungið meðfram bringubeininu og spekkinu stungið þarinn. 4. Smjörið hitað á pönnu og rjúpum- ar brúnaöar. Settar í pott með vatni, mjólk, kryddi og einiberjum. Soðnar í ca 45—60 mínútur. Sósan 30 g smjör 3 matsk. hveiti 5 dl soö 1—2 dl rjómi salt, pipar 1—2 tesk. rifsberjahlaup ca 1 matsk. gráöaostur ef viU eða ca 1 matsk. mysingur ... rifnu súkkulaði blandað saman við. Buffhamarinn kemur að góðum notum við að mylja núggabitana. Þeytta rjómanum blandað vel saman við og öHu hellt I form.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.