Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR14. DESEMBER1983. .11 íslensk grilíkol — tveir aðilar hérlendis ætla að þjóna 120 tonna markaði Tveir aöilar hérlendis hafa í bígerð aö hefja framleiöslu viöarkola fyrir innanlandsmarkaö. Þetta eru Skóg- rækt ríkisins annars vegar og hins veg- ar einstaklingur, Bjami Hannesson vélvirki. Um 120 tonn af viðarkolum, grillkol- um öðru nafni, hafa verið flutt inn til landsins árlega á undanförnum árum. Viðarkolin notar fólk til aö grilla úti, ýmist heima viö eða í útilegum. Smásöluverö hvers kilós er um 65 krónur. Islendingar viröast því greiða álitlegar fjárhæðir fyrir grillkol á hverju ári aöa tæpar átta milljónir króna. Skógrækt ríkisins hefur þegar keypt viðarkolaofn í samvinnu viö fleiri aöila, meðal annars Hálshrepp í Suður- Þingeyjarsýslu. I þeim hreppi er Vaglaskógur. „Viö ætlum aö prófa ofninn upp úr áramótum,” sagöi Isleifur Sumarliöa- son, skógarvöröur í Vaglaskógi, en þar veröur ofninn fyrst um sinn haföur. „Við höfum hráefnið. Hér eru víð- lendir skógar sem þarf aö grisja. En þetta mál er allt í athugun. Þaö vantar vélar til að köggla viðarkolin,” sagði Isieifur. Bjami Hannesson vélvirki, sem er verktaki í álverinu í Straumsvík, seg- ist vera kominn skammt á veg meö sína viöarkolaverksmiðju. „Eg er búinn aö smíða bróðurpart- inn af vélunum,” sagöi Bjami. Hann stefnir aö því aö hefja framleiöslu meö vorinu. Hann telur aö fyrirtækið þurfi þrjá starfsmenn. Bjami hyggst nota sag og spæni úr trésmiðjum sem hráefni. Hann hefur leitaö eftir því aö fá húsnæði leigt af Hafnarfjarðarbæ undir viðarkolaverk- smiðjuna. —KMU. Hvalveiðar áfram eftir ’86 — vísindamenn telja það mögulegt í rannsóknarskyni Fyrir skömmu var haldinn fundur á Hafrannsóknastofnun meö þátttöku innlendra aðila sem hafa á undanföm- um árum lagt stund á ýmiss konar rannsóknir á hvölum hér viö land. Átta erindi voru flutt og voru sérstakir gestir fundarins fulltrúar frá Hvai hf., Náttúrverndarráöi og sjávarútvegs- ráöuneytinu. Aö mati fundarmanna kom margt á- hugavert fram og var á fundinum hreyft þeirri hugmynd aö hvalveiöum yrði haldið áfram hér í rannsóknar- skyni, eftir aö hvalveiöibannið tekur fyUilega gUdi 1986. Voru fundarmenn á því að frá Uf- fræðilegu sjónarmiöi væri því ekkert til fyrirstööu, spurningin væri um hin- ar menningarlegu og siöfræðUegu ástæður, sem legið heföu tU grundvaU- ar banninu ööru fremur. Fundarmenn voru á einu máU um aö halda rannsóknum óhikaö áfram til ’86 svo aö gleggri vitneskja lægi fyrir þegar banniö á aö taka gUdi. Ekkert í samþykkt Alþjóöahval- veiöiráösins kemur í veg fyrir aö rann- sóknarveiðar séu stundaöar, þvi að þaö samþykkti ekki beinUnis algert veiðibann, heldur veiöikvóta upp á núU sem hægt er aö hnika til. —GS NORDMENDE •O „Lengi getur gott batnað" Nýja Nordmende myndtækið hefur nú verið gert tíu sinnum betra og var þó valið af stærri mynd- bandaleigum vegna gæða og góðrar þjónustu. SKIPHOLTI 19 REYKJAVÍK — SÍMI 29800. 1. Þráölaus fjarstýring gerir öll hlaup óþörf, framtíðar- þægindi. 2. Skyndi-upptaka ef mikið liggur á. 3. 14 daga upptökuminni gef- ur mikla möguleika á upp- töku fram í tímann. 4. Læsanleg myndleit á ní- földum hraða fram og til baka. 5. Góð kyrrmynd ef skoða þarf nánar. 6. Rammi á eftir ramma- kyrrmynd þannig að hver hreyfieining á eftir annarri er möguleg, og þetta er að sjálfsögðu gert með fjar- stýringunni. 7. Sjálfvirk fínstilling á mót- takara. 8. Sjálfvirk bakspólmi. 9. Rakaskynjari. 10. Átta stööva minni. 11. Kvartz-stýrðir mótorar. 12. Digital-teljari þannig að auðvelt er að skrá hvar ákveðiö efni er á mynd- bandinu. 13. Framhlaðrð, tekur minna pláss. 14. Léttrofar sem eru sam- hæfðir. 15. Stærð: Breidd 43,5 cm. Hæð 13,0 cm. Dýpt 36,0 cm. Stutt lýsing:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.