Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 24
24 DV. MIÐVIKUDAGUR14. DESEMBER1983. íþróttir íþróttir iþróttir íþrótt íþrótti Olsen til Man. Utd. um áramótin? „Þaö er meira en líklegt að Ajax taki tilboði Man. Utd. ef miklir peningar verða í boði. Hvað sjálfum mér við- kemur bíð ég þar til eitthvað afgerandi liggur á borðinu,” sagði danski lands- liðsmaðurinn Jesper Olsen í viðtaii í einu af dönsku blöðunum rétt fyrir helgi. Þar var skýrt frá að stjóri Man. Utd. — Ron Atkinson — væri nú að reyna að semja við Ajax um að Olsen byrji að leika með United strax eftir áramótin. Sagt er að Man. Utd. vilji greiða hol- lenska félaginu verulega upphæð ef það fær Olsen strax — ekki í vor þegar samningur hans við Ajax rennur út. Til að fá peninga í fyrirtækið er Atkinson reiðubúinn aö selja norður-írska lands- liðsmanninn Norman Whiteside. Þessi 18 ára piltur sem vakti svo mikla at- hygh á síðasta keppnistímabili hefur ekki náð sér á strik nú. hsím vanníBankok Sænski tennisleikarinn Björn Borg dró fram tennisspaðann um helgina. Lék þar við Chris Lewis, Nýja-Sjá- landi, og allur ágóði rann til góðgerðarstarfsemi. Lewis komst í úr- -slit í síðustu Wimbledon-keppni, mjög óvænt, en hann hafði þó lítið í Borg að segja. Svíinn sigraði í þremur Iotum, 6—3,6—4 og 6—2, og stóð leikurinn í 110 mínútur. hsím Oskabók íþróttamannsins! í bókinni Ólympíuleikar að fornu og nýju rekur Dr. Ingim- ar Jónsson sögu Ólympíu- leikanna. Stórfenglegum íþróttaviðburðum og minnis- stæðum atvikum er lýst. Þátt- töku Islendinga í Ólympíu- leikunum eru gerð ítarleg skil. Ólympíuleikar að fornu og nýju er á þriðja hundrað bls. Hana prýða um hálft annað hundrað mynda, þar af marg- ar litmyndir. Ólympíuleikar að fornu og nýju er ómissandi öllum íþróttaunnendum. Æskan Laugavegi 56 sími 17336 Jóhannes Eðvaldsson. „Ánægður að fá Skota sem mótherja” — segir Jóhannes Eðvaldsson sem hefur verið í sviðsljósinu í skoskum blöðum Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði Motherwell, hefur heldur betur verið í sviðsljósinu í blöðum i Skotlandi eftir að það varð ljóst að íslendingar léku gegn Skotum í undankeppni HM í knattspyrnu. — Ég er mjög ánægður með að Skotar eru mótherjar íslands, sagði Jóhannes í viðtali við Daily Mail og hann bætti við: — Skoska landsliðið er I I I I I I I I I Fimm skíðamenn á OL í Sarajevo Ólympíunefnd íslands hefur ákveðið að fimm islendingar taki þátt í vetrar-ólympíuleikunum í Sarajevo í Júgóslavíu sem hefjast í febrúar. Það verða þrír alpa- greinamenn og þar af einn kven- maöur, Nanna Leifsdóttir frá Akureyri. Fjórir karlar koma til greina í hin tvö sætin — þeir Árni Þ. Árnason, Reykjavík, Guðmundur Jóhannsson, tsafirði, Daníel Hiimarsson, Dalvík og Sigurður ■ Jónsson, ísafirði. j£j Tveir göngumenn veröa sendir za og eru það Einar Ölafsson frá Isa-1 firði og Gottlieb Konráðsson frá ■ Olafsfirði, sem eru nú við æfingar í Svíþjóð, sjálfskipaðir í þau sæti. || Endanlegt val verður ekki til- kynnt fyrr en í janúar. -SOS. g „Heppnin með mér” sagði Ingemar Stenmark Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta- manniDVíSvíþjóð: — „Heppnin var með mér aö þessu sinni en Andreas Wenzel var aftur á móti óheppinn,” sagði sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark eftir að hafa borið sigur úr býtum í svig- keppni heimsmeistarakeppninnar á skíðum sem fór fram í Courmayeur á ítalíu í gær. Stenmark sýndi enn einu sinni að hann er ekki dauður úr öllum æöum þegar hann keppti í hinni gríðarlega erfiöu braut í Courmayeur þar sem aðeins þriðjungur keppenda náði að ljúka keppni. Andreas Wenzel var með langbestan tíma í fyrri umferðinni en hann varð síðan - fyrir því óhappi að detta í brautinni í seinni umferöinni. Það henti einnig Stíg Strand frá Svíþjóð, Bandaríkjamanninn Phil Mahre, sem er handhafi heimsbikarsins og Marc Girardilli frá Luxemborg. Stenmark fékk túnann 1:48,97 mín. úr báðum umferðunum en síðan kom Júgóslavinn Bojan Krizaj með. 1:49,13 mín. Steve Mahre varð þriðji með 1:50,19. Zurbriggen frá Sviss varð fjórði á 1:51,50 og FransGruber frá Austurríki fimmti á 1:51,71. Það er greinilegt að „gömlu refimir” ætla að vera sterkastir í svigkeppninni. Það hafa ekki orðið kynslóðaskipti í sviginu eins og í stórsvigi. -GAJ/-SOS. ekki það gott að það geti bókað sigur gegn islendingum. Skotar eru ánægðir með mótherjana í HM og segja að aðalkeppinautamir verði Wales. Þeir benda þó á að skoska landsliðiö hafi aldrei leikið gegn Islendingum og að íslenska landsliðið sé byggt upp á atvinnumönnum frá Belgíu og V-Þýskalandi. — „tsland er óskrifaö blað og Islend- ingar hafa sýnt það undanfarin ár að þeir eru geysilega erfiðir heim að sækja — og óútreiknanlegir á útivöll- um,” segir í Daily Mail. -SOS Docherty rekinn f rá Cambridge John Docherty, framkvæmdastjóri Cambridge.var rekinn frá félaginu í gær. Cambridge hefur leikið þrettán leiki í röð án sigurs. Docherty hefur verið framkvæmdastjóri Cambridge í sex ár, eða síðan hann tók við af Ron Atkinsson, núverandi „stjóra” Manchester United. • Dennis Smith, fyrrum leikmaður Stoke, sem er nú framkvæmdastjóri York, hefur verið nefndur sem næsti framkvæmdastjóri Stoke. • Ray Clemence, markvörður Tott- enham, hefur skrifaö undir nýjan tveggja ára samning við félagiö og Graham Roberts hefur skrifað undir þriggja ára samning. -SOS.1 stigahæstur Eftlr sigurinn á ástralska meistaramótinu í tennis um helgina er Svíinn ungi, Mats Wiiander, nú stigahæstur á stigamótum keppnistimabilsins. Röðin er þannig. 1. Mats Wilander, Svíþjóð, 3101 2. Ivan Lendl, Tékkóslóvakíu, 2969 3. John McEnroe, USA, 2490 4. Jimmy Connors, USA, 2355 5. Yannick Noah, Frakklandi, 16S2 Markaskorarar í yngri f lokkunum: Mest skorað í úr- slitaleik KR-IR Það var mikið fjör í úrslitaleikjum yngri flokkanna í Reykjavíkurmótinu í handknattleik í Laugardalshöll á sunnudagskvöld. Keppt til úrslita í fimm flokkum en úrslitaleikirnir í tveimur verða síðar háðir. 1 3. flokki karla léku Fram og Víkingur til úrslita. Fram sigraði i A-riðli, hlaut 5 stig. Vann Fylki 11—6 og ÍR 22—16 en gerði jafn- tefli við Ármann 13—13. Víkingur sigraði í B- riðli. Hlaut sex stig og sigraði í ölium leikjum sínum, KR 12-9, Val 8—6 og Þrótt 12-6. i úr- slitaleiknum við Fram sigraði Víkingur 10—9 (6—4). Mörk Víkings skoruðu Stefán Steinsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, örnólfur Jónsson 2, Asgeir Sveinsson 2 og Helgi Óskar- sson 1. Mörk Fram. Jónas Björnsson 4, Ólafur Vilhjálmsson 3 og Hergeir Elíasson 2. 4. flokkur karla Þar iéku KR og Fylkir til úrslita. Fylkir sigraði í ölium leikjum sinum í A-riðii, Vai 8— 3, Víking 8—7 og Fram 7—2. KR sigraði einnig í öllum leikjum sínum í B-riðli. Ármann 14—4, IR 11—2 og Þrótt 15—8. i úrslitaleiknum sigr- aði KR 5—1. Mörk KR: Heimir Guðjónson 2, Gunnar Gíslason 1, Þorsteinn Guðjónsson 1 og Ingi Guðmundsson 1. Mark Fylkis: Sigurður Ólafsson. 5. flokkur karla Þar léku Valur og Fram til úrslita. Valur sígraði í A-riðli. Vann alla leikina, Viking 5— 3, KR 9—4 og ÍR 6—2. Fram hlaut 5 stig í B- riðli. Vann Ármann 5—3 og Fylki 7—1 en gerði jafntefii við Þrótt 4—4. i úrslitum sigraði Valur 13—6 (4—1). Mörk Vals: Lárus Sigurðsson 3, Ólafur Finnbjömsson 3, Dagur Sigurðsson 2, öm Arason 2, Trausti Ágústsson 2 og Ánton Markússon 1. Mörk Fram: Jason Ólafsson 2, Ólafur Bjömsson 2, Jón Sævarsson 1 og Benedikt Hjartarson 1. 2. flokkur kvenna Þar iéku KR og ÍR tii úrslita. ÍR vann aila Ieiki sína í Á-riðli. Fylki 5—4. Fram 7—4 og Ármann 7—2. KR einnig í B-riðii. Víidng 10—9 og Þrótt 7—3. Í úrslitum sigraði KR ÍR 12—11 (4—3). Mörk KR: Elsa Ævarsdóttir 3, Sigurborg Sigþórsdóttir 3, Snjólaug Benja- minsdóttir 3, Ragnheiður Ásgrímsdóttir 2 og Bryndís Harðardóttir 1. Mörk ÍR: Hrafnhildur Sigþórsdóttir 5, Hafdís Guðjónsdóttir 2, Linda Guðmundsdóttir 2 og Aðalbjörg Karlsdóttir 2. 3. flokkur kvenna Þar léku Víkingur og Ármann til úrslita. Vikingur sigraði í öllum leikjum sinum í A- riöli. Vai 17—1, KR 7—6 og Fram 8—4. Ármann einnig í B-riöli, Fylki 7—5, Þrótt 12—1 og ÍR 9—5. i úrslitunum sigraðj Víkingur Ármann 5—3 (5—1). Mörk Víkings Margrét Hannesdóttir 2, Rakel Hallgrímsdóttír 1, Oddný Guðmundsdóttir 1, og Hrund Rúdolfsdóttir 1. Mörk Ármanns Halla Grétarsdóttir 2 og Bryndis Guðmunds- dóttir 1. -hsim. Kristiu Gísladóttir — hin 17 ára efnilega fimleikastúlka úr Gerplu sést hér með verðlaun sín. DV-mynd Eirikur Jónsson. Kristín íþrótta maður w i ;gja ara samnmg. -SOS. ■ mm /r ■ Wilanderer KopaVOgl og Sigurður Lárusson áAkranesi Að undanförnu hafa íþróttamenn ársins h hinum ýmsu kaupstöðum verið útnefndir. h síðustu daga hafa Kópavogsbúar og Skagamei útnefnt íþróttamenn ársins hjá sér. • Kristin Gisladóttir úr Gerplu — Islandsmeistar fimleikum kvenna 1982 og 1983, var nú nefnd íþrótl maður Kópavogs í gær en það er Rotaryklúbbur Kóf vogs sem stendur fyrir útnefningunni — hefur gert þ síðan 1974. • Sigurður Lárusson, fyrirliði Islands- og bikarmeL ara Akraness, var útnefndur íþróttamaður ársins Akranesi. • Ungmennafélag Keflavíkur hefur útnefnt Magni Hauksson júdókappa sem „íþróttamann UMFK” Þorsteinn Bjarnason, iandsliðsmarkvörður i kna spymu, var útnefndur „knattspymumaður UMFK”. riSC Magnús Hauksson og Þorsteinn Bjaraason vora menn órsins hjó UMF Keflavíkur. íþróttir íþróttir íþróttir íþrótl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.