Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Qupperneq 23
23 DV. MIÐVIKUDAG'UR 14'. DESEMBEíf 1983:' *' Skólakrakkar snarmlnukuðu sniffið þegar þeir sáu börmulegar afleiðingar þess í sjðnvarpinu, en starfshópur um vimuefnamál telur að áhrifanna af sjónvarpsþættinum muni ekki gæta lengi. Ekki stafur um sniff — í öllu fræðslukerfinu Það hefur enginn þann starfa að kanna eðli og umfang vímuefna- neyslu unglinga í Reykjavík og því eru hugmyndir um umfang málsins mjög á reiki. Enginn hefur heldur þann starfa að vinna að stuöningsúr- ræðum fyrir þá sem ánetjast hafa vímugjöfum. Og það er ekkert námsefni til um skaðsemi þessara efna til að dreifa í skólum og engin stefna hefur verið mótuð um hvemig að þessum fyrirbyggjandi aögerðum skuli staðið. Starfshópur um vímuefnamál sem stofnaður var fyrir tveim árum hefur viðaö að sér miklum gögnum og upplýsingum um þetta mál. A grundvelli þess hefur hópurinn nú mótað og sett fram tillögur til úrbóta áþessusviði. Leggurhópurinntilað bætt verði úr öllum ofantöldum atrið- um. Auk þess aö útideildin verði efld og gmnnskólakennarar verði upp- fræddirummálið. Að sögn Helga Viborg sálfræðings er það reynsla nágrannaþjóða okkar að óeðlilega langt hik við aðgerðir hefur reynst nágrannaþjóðum okkar dýrkeypt og nú þegar em nokkur ís- lensk ungmenni varanlega stór- sködduð eftir sniff og aðrar vímuaö- ferðir. Hann sagði að auövitað kostuöu þessar aðgerðir fjármuni. Fræðslu- ráð væri þegar búið að samþykkja að ráöa mann til að vinna að þessum málum, en það samþykki ætti eftir að fara fyrir sparnaðarnefnd. Sem dæmi um áhrifamátt upplýs- ingastarfsemi um þessi mál nefndi Helgi aö sér virtist sem stórlega heföi dregið úr sniffi skólakrakka í bili eftir hinn áhrifaríka sjónvarps- þátt þar sem eitt fórnarlamb'þessara hörmungavarsýnt. —GS Pósturogsími: Lækkuð gjöld fyrir póstfax- þjónustu Gjöld fyrir póstfax-þjónústu til Norðurlandanna — lækkuðu nýlega. Til Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar, Noregs og Færeyja verður gjaldið fyrir póstfax-sendingu frá póststöð til póststöðvar eftirleiðis 213 krónur ein Samtök um frjálsan útvarpsrekstur: Rás 2 aðeins skref í áttina Samtök um frjálsan útvarpsrekst- ur hafa sent frá sér frétt þar sem þau óska Þorgeiri Astvaldssyni og sam- starfsmönnum hans til hamingju með að útsendingar á Rás 2 skuli vera hafn- ar. Með þessu telja samtökin að tekið hafi verið stórt skref í rétta átt þó aö langt sé frá að þörf útvarpsnotenda fyrir aukið val sé fullnægt. Krafan hljóti því að vera að einkaaðilar fái leyfi til að reka sjálfstæðar útvarps- stöðvar. Það er grundvallarsjónarmið sam- takanna að heilbrigð samkeppni sé það eina, sem tryggt geti að hlustendur út- varps geti notið þeirrar þjónustu, sem sæmandi sé í nútíma þjóðfélagi. Með tilliti til þessa skora samtökin á framkvæmda- og löggjafarvald að hraða afgreiðsu lagafrumvarps um út- varpsrekstur í landinu þannig aö þeim aðilum sem áhuga og getu hafa og full- nægja þeim skilyrðum, sem sett verða um rekstur útvarpsstööva, gefist kost- ur á að hefja starfsemi sem allra fyrst. —SþS Homafjörður: Kviknaði í olíubfl Frá Júlíu Imsland, fréttaritara DV á Homafirði: Haukur Sveinbjörnsson bílstjóri sýndi mikið snarræði á dögunum þegar honum tókst að ráða niðurlögum elds í olíubíl sem hann ekur fyrir Olís á Höfn. Haukur var að fara með 5 þúsund lítra af olíu að Hvalnesi í Lóni. Þegar hann kom að Lónsvegamótum um 5 km innan við Höfn, sá hann í baksýnis- speglinum neista og eldtungur út und- an bílnum. Við vegamótin var kyrr- stæður flutningabíll og þar sem Hauki var efst í huga farmurinn, sem hann var að flytja, hætti hann ekki á að stansa fyrr en hann var kominn spöl- korn frá flutningabílnum. Haukur hóf þá tafarlaust slökkvi- starf með handslökkvitæki, en þá stóðu eldtungurnar upp með húsinu og tanknum og lagði eldinn undan vindi aftur með bílnum og undir tankinn. Haukur var með þrjú handslökkvitæki í bílnum og náði að slökkva eldinn með þriðja tækinu. Haukur Sveinbjörnsson fyrir framan olíubilinn sem kviknaði í. DV-mynd: Ragnar Imsland Skemmdir á bílnum urðu óveruleg- mun hafa veriö betur búinn slökkvi- ar. Eldurinn mun hafa kviknað út frá tækjum en almennt gerist. rafal bílsins. Þess má geta, að hann -GB. v Hentugar 0 jólagjafir Lj fyrír 0 bílinn síða og 158 krónur fyrir hverja viöbótarsíöu. Frá einkatæki til póststöðvar verður gjaldið 55 krónur ein síða og 35 fyrir viðbótarsíður. Frá póststöð til tækis í einkaeigu verður gjaldið 198 krónur ein síða og 148 fyrir viðbótarsíður. Til Grænlands kostar 590 krónur að senda póstfax frá póststöð til póst- stöðvar, 55 krónur frá einkatæki til póststöðvar og 575 frá póststöð til einkatækis. Fyrir póstfax-sendingar til annarra landa greiöist símtalskostnaður í samræmi við notaðan tíma hverju sinni til viðbótar við grunngjöldin eins og þau eru í gjaldskrá fyrir póstþjón- ustu á hver jum tíma. —SþS P 0 VERKFÆRI SKÍÐABOGAR OG SKÍÐAHÖLDUR HEMLALJÓS í AFTURGLUGGA Bílavörubú6in FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944 Okkar bogar eru smelltir. Fást um land allt. Jko^CLpXM. Myndir í glugga. Stærð 55x55 cm — tilvalin og falleg jólagjöf fyrir kr. 360.00 — Scnduin í póstkröfu ef óskað er. „Allt fyrir gluggann“ c> m I lsjÁg) Síðumúla 22 - súni 31870 J 111 l\ÍH_/LiX^I‘ Keflavík - sími 92 (2061)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.