Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Blaðsíða 44
44 DV. MIÐVIKUDAGUR14. DESEMBER1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Tuskudúkkuædi f Bandaríkjunum —2 særðir, 10 handteknir Hversu ótrúlegt sem þaö kann aö virðast geisar tuskudúkkuæði í Bandarikjunum um þessar mundir. Fólk stendur að sögn í biöröðum við verslanir til að tryggja sér eintak í tíma og allir eru tilbúnir að greiða sem svarar 600—1500 íslenskum krónum fyrir stykkið. Hér eru heldur ekki neinar venjulegar dúkkur á feröinni, Cabbage Patch Kids nefnast þær á frummálinu og er framleiðslunni þannig háttaö að engar tvær dúkkur eru eins. Munurinn getur legið í hára- lit, spékoppum, húðlit, hrukkum o.s.frv., ættleiðingarskjal fylgir hverjum grip þannig að hér er um að ræða nýjan heimilismeðlim sem er sér- stakur á sinn hátt líkt og venjuleg börn. Framleiðandinn sendir svo eig- andanum heillaóskaskeyti á afmælis- dögum dúkkunnar, þ.e.a.s. á söludeg- inum. Stúlkan á myndinni é tvær Cabbage Patch Kids-dúkkur og þar af loiðandi einnig tvö ættieiöingar- skjöl sem fylgja þeim. Eftirspurn hefur verið meiri en framboð að undanförnu en framleið- andinn á von á 2,5 milljónum dúkka frá Hong Kong þannig aö allir ættu að fá sitt f yrir jólin. Fram til þessa hafa tveir særst og 10 veriö handteknir í átökum utan við verslanir þar sem dúkkumar hafa ver- ið til sölu. Spaugsamir plötusnúöar út- varpsstöövar einnar tilkynntu hlust- endum sínum að B-29 sprengjuþota myndi varpa niður heilum gámfarmi af tuskudúkkum þessum á íþróttavöll staðarins á tilteknum tíma. Voru menn beðnir um að vera með krítar- kortin sín á lofti svo flugmaðurinn gæti myndað númer þeirra og rukkað eftir á. Tugir manna mættu á völlinn og jafnmörg krítarkort bar við himin —, en sprengjuflugvélin meö hinum eftir- sótta varningi lét á sér standa.... „Nær því allt sem við seljum er íslensk framleiðsla,” sagöi Gerður Pálmadóttir, kaupkona í Flónni, við Bjamleif ljósmyndara þegar sá síöarnefndi var staddur á tísku- sýningu á Hótel Sögu um síðustu helgi. „Það er alls ekki ódýrara aö láta sauma allt hér heima en á móti kemur að það er miklu skemmtilegra að standa í þessu þannig. Við spörum gjaldeyri og út- 99% íslenskt vegum fjölda saumakvenna atvinnu sem annars hefðu e.t.v. ekkert að gera,” sagði Gerður og Bjamleifur kinkaði kolli fullur áhuga. „Það er ekki nein ein lína í tískunni í dag, hún er einstaklingsbundin, ég held aö fólk vilji nú helst að efnið fái aö njóta sín frekar en ein ákveðin lína. Núna má nota peysu fyrir trefil eða blússu fyrir kjól og vera samt smart. Einnig þykir mér athyglisvert að karlmenn eru famir að ganga í síðum nær- buxum undir jakkafötunum, það hlýtur að vera til bóta, og ekki verra að nærbuxurnar séu íslenskar,” sagði Gerður. Á meöan tók Bjarnleifurmynd. Þórir Hersveinsson, lögregkimaður númer 11, fylgist með öndinni sem hann bjargaðiá 11. stundu. DV-myndS. OndfSst IIS hjargaðáll.stundu Það mátti ekki tæpara standa við tjömina í fyrri viku. Fullorðin önd sat föst í ís og gat sig ekki hrært. Félagar hennar fylgdust með en gátu lítið að- hafst — með hverri minútu sem leið festist öndin betur (ef þannig má aö oröi komast). Á elleftu stundu bar að lögreglumann númer 11, Þóri Hersveinsson, og tókst honum með lagni að ná öndinni upp úr ísnum. Var þá mjög af henni dregið og stóð hún lengi stjörf á meðan hún var að jafna sig á tjarnarbakkanum. Áf augnaráði hennar mátti skilja að hún hlakkaöi til vorsins þegar ísa leysir og flest verður lausaraíreipunum... -EIR. ER VERIÐ AÐTALA '4r „Eg man ekki hvenær þessi mynd var tekin, en hún er að öllum líkindum frá upphafi bítlaæðisins þegar allt ætlaði um koU að keyra út af síöa hárinu,” sagði Guðlaugur Bergmann Kamabæjarforstjóri er hann var spurður um þessa ágætu uppstiUingu sem gæti heitið útvarpsviðtal. „Eg var alltaf að verja síða hárið í þá daga, fóUc hélt að aUir karimenn með sítt hár væru lúsugir en ekkert var amast við kvenfólkinu. Það vom skrifaðar margar greinar í blöð, bæði lærðar og ólærðar, og útvarpið tók að sjálfsögðu líka þátt íþessu.” Á myndinni eru taUð frá vinstri: Pétur Steingrimsson tæknúnaður, Ásdís Skúladóttir, Inga Huld Hákonar- dóttir og loks Guðlaugur Bergmann. Takið eftir mjólkurhymunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.