Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Page 44
44 DV MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið LEIÐARLJÚS Nýrkóngur, nýtt fífl Það hlýtur að vera öllum hugs- andi mönnum íhugunarefni þegar upp kemst um 40 ára gam- alt ráðabrugg Dana um að setja ónothæfan kóng til valda á íslandi. Konungsefni sem þeir vildu ekki nota sjálfir en íslendingar máttu hirða. I Utlendingum ætlar seint að skiljast að hér á landi býr sjálf- stæð þjóð sem lifir sjálfstæðu lífi og býr í eigin húsnæði. Við erum heimsmeistarar í þeirri lífskúnst að búa í eigin húsnæði og því sárt til þess að vita að ein fremstaj óperusöngkona landsins skuli þurfa að bíta í það súra epli að standa á götunni, húsnæðislausj vegna þess að hún hafðl vanist því erlendis að geta leigt íbúðir eins og henni hentaði á hverjum tima. Sjálfstæðismetnaður þjóðarinnar hefur ef til vill gengið of iangt, þjóðin hlýtur að hafa efni á því að byggja yfir siingkonur sínar. Það má vera að sjálfstæðis- kennd þjóðarinnar, látlaust streð hennar eftir eigin húsnæði sé ein helsta orsök þeirrar tröllauknu tíðni hjónaskilnaða sem best sést á því að hér í borg eru haldin sér- stök námskeið í þeim fræðum sem kennd cru við skilnað. Aðsókn er sögð framar öllum vonum þó allir komist að sem vUja. Ekki er fráleitt að álykta sem svo að um 1000 hjón hafi slitið samvistum á síðasta ári á meðan rétt rúmlega hundraö létu sig hafa það að ganga í það heilaga.1 Hér er um óheillaþróun að ræða, þróun sem verður að stöðva og snúa við. Fjölskyldan er kjölfesta samfélagsins, án hennar skiptir litlu hvort fólk býr í eigin húsnæði eða hvort hér eru danskir kóngar eða ekki. Á þetta leggur Sviðs-j ljósið sérstaka áherslu. Við verðum að standa saman og gæta séreinkenna okkar. Við höfum erlend dæmi ljóslifandi fyrir augum okkar hér á síðunni.j Sjálfur James Bond, ein helsta hetja nútímans, á í fjárhags- erfiðleikum. Boy George, cin helsta hetja ungu kynslóðar- innar, nennti ekki aö læra. Þannig má þetta ekki verða hér á landi, við verðum að sýna þrótt og ef nauðsynlegt er — sýna út- lendingum í tvo heimana. Það þarf ekki að troða upp á okkur erlendum kóngum. Bæði Boy George og James Bond lifa í konungdæmi, annar blankur, hinn óþekkur. AUavega geta Bretar ekki þakkaö drottningu sinni allt. Lifum sjálfstæð i landi okkar án kónga og minnumst orða skáldsins sem sagði: — Nýr kóngur, nýtt fífl. Það er nefnilega alkunna aö þegnarnir eiga það til að breyta háttum sínum í hvert skipti sem nýr kóngur tekur við. Ef til vill má skýra hina auknu tíðni kyn- villu í konungdæmunum Dan- mörku og Bretlandi með því að í löndunum ríkja nú kóngar sem eru kvenmenn og kalla sig j drottningar. INGÓLFUR ÍSLANDSKÓNGUR wMmm Hilll KONG INGOLFAF ; ISLAND Og s& fik j. g i gftr pá Chri stinnsborg en historie om Crov Ingolf, d«*r aldrig blev konge af Dnnmark — men teoretisk havde en chance f r at bíive konge af Island. Det har vist aldrig været lrenirne for, men hor er hi- storien. Wm Átti að gera Ingólf greifa, frænda Margrétar Danadrottningar, að konungi Islands áriðl944? Þær fréttir berast nú frá Danmörku að ráðgert hafi verið að gera Ingólf greifa, sem að öllu óbreyttu hefði átt að vera Danakonungur núna, að konungi Islendinga þegar sambands- slitin stóðu fyrir dyrum í síðari heims- styrjöldinni. Er þetta haft eftir dagskrárgerðar- manninum og Islandsvininum Preben Dich sem um þessar mundir vinnur að sjónvarpsmynd um sambandsslit Islands og Danmerkur en á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að þeir atburðir gerðust. Segist Dich hafa þetta eftir íslenskum heimildum, fólki sem stóð í eldlínunni er Island varð lýðveldi. Hugmyndin var sú aö gera Island að konungsveldi, sækja Knút, bróöur Friðriks, sem síðar varö Danakóngur og faðir Margrétar sem nú ríkir, eöa Ingólf son hans, og gera annan hvom þeirra að Islandskóngi. Svo varö þó ekki og hugmyndin um lýöveldi á Islandi varðofaná. Eins og fyrr greindi ætti Ingólfur þessi að vera Danakonungur í dag ef stjórnarskrárbreyting heföi ekki verið gerð í Danmörku 1953, breyting sem heimilaöi konu aö erfa krúnuna. Þannig stóð nefnilega á aö Friðrik IX Danakóngur eignaðist engan son, aðeins þrjár dætur og því var komið að Knúti bróöur hans að takaAdð konung- dómi næst og þar á eftir Ingólfi syni hans sem hér er til umræðu. Ekki þótti þetta nógu góöur kostur því Ingólfur var ófrjór og gat ekki eignast erfingja.. Einnig stóö útlit þeirra frænda þeim fyrir þrifum ef trúa skal almannarómi. Málið var leyst með stjómarskrár- breytingu og nú ríkir Margrét II Dana- drottning eins og ekkert sé sjálfsagð- ara en Ingólfur frændi hennar er aftur á móti orðinn bóndi á Jótlandi. Þar fékk hann til ráöstöfunar stóran búgarð og á sl. ári ákvað danska þjóðþingið að Ingólfur, fyrrverandi ríkisarfi, skuli þiggja sem svarar einni og hálfri milljón króna á ári sem skaðabætur fyrir missi krúnunnar á sínumtíma. Ingólfur gekk að eiga vinkonu sína árið 1968, nýlenduvörukaupmannsdótt- ur sem hann kynntist í dansskóla en sú var ekki með blátt blóö í æðum. Varð Ingólfur því að afsala sér prinstitli sínum en fékk greifatign í staðinn. Segist hann vera í sjöunda himni yfir að hafa ekki þurft að verða kóngur í Danmörku, sveitalífið eigi betur við sig. I V-rcpori crcn x icucii Dich er en flittig gæst i Rigs- urkivet i Kobenhavn. Han er nemlig bidt af Island og i gang med at fordybe sig i detaljerne omkring Islands losriveJse fra Danmark un der anden verdenskrig i 1944. Det er atudier til enl TV-reportage i 4U-áret for denne begivenhed, der vakte Htnr forargelse i Danmark.' ikke mindst var kong Chri* stian rigtig sur i maskeo over, at Islund kunne gore det i ly nf verdenskrigen Hos kilder i Reykjavik, der var ta t pá losrivelses-begi- venhederne, har Preben Dich fáet at vide, at man faktisk overvejede at gore det selvstændige Islana til monarki. Tnnken var at hen- te enten prins Knud eller sonnen prins Ingolf til sa- gaoen og udrábe en af d**m til konge at Islaud. Men i .-udste runde vslgie rnan alt sð at gore Islami tii repuVilik Frétt í dönsku dagblaði þar sem fjallað er um Ingólf íslandskóng. Skyldu þessi hjón vera á leið á námskeið? Ingólfur greifi við störf sin á búgarðinum: — Feginn að hafa ekki orðið kóngur. SKILNAÐARNAMSKEIÐ í REYKJAVÍK — mikill áhugi enda skildu nær þúsund hjón í fyrra Nú er hægt aö komast á skilnaöar- námskeið í Reykjavík, ekki þannig aö skilja að það sé ætlað þeim sem eru í þann mund að skilja heldur hinum sem þegar hafa gert það. Að sögn for- svarsmanna ráðgjafar- og fræðslu- þjónustunnar Tengsla sf., sem gengst fyrir námskeiðinu, er áhugi fólks mik- ill enda markaðurinn stór. I fyrra af- greiddu yfirvöld 577 skilnaðarmál og skráðu hjá sér 99 slit á óvígöri sambúö. Skilnaöir eru að sjálfsögðu miklu fleiri því óvígð sambúð leysist gjarnan upp án þess aö kóngar né prestar séu látnir vita. Á sama tíma og á öllu þessu gekk voru aöeins skráðar 182 hjónavígslur. Enda hafa hjónavígslunámskeið hvergi sést auglýst. Á skilnaðarnámskeiðinu er þátttak- endum skipt niður í sex-manna hópa sem hittast sex sinnum. Félagsráö- gjafar fræöa um hina praktísku og til- finningalegu hliðar skilnaðar. Reyna að leiöbeina fólki hvemig það getur byggt sig upp að nýju eftir skilnað, á hverju það getur átt von þegar sam- vistum lýkur og nýir aðilar koma til sögunnar. „Tilfinningakreppan sem fylgir skilnaði getur orðiö mikil, jafn- vel fólki ofviða og við vonumst eftir aö geta orðiö að liði með þessu nám- skeiöi,” sagði Sævar Guðbergsson hjá Tengslum sf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.