Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI1984. „Ætla ekki aðgera neitt” — segir Ragnhiidur Helgadóttir um ísafjarðarmálið „Kennararnir hafa ekki borið fram neinar alvarlegar sakargiftir svo ég sé ekki ástæðu til að gera neitt,” sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráöherra aðspurö hvort hún hygðist hafa afskipti af deUum kennara og skólameistara Mennta- skólans á Isafirði. Eins og fram hefur komiö í fréttum hafa sjö af tíu kennurum skólans sagt upp störfum sínum. „Hér virðast vera á ferðinni per- sónulegar ástæður,” sagði Ragnhildur. „Það er ekki um nein brot í starfi aö ræða. Við hér í ráðu- neytinu höfum ekki orðið vör við annaö en aö Bjöm hafi reynst trausturístarfi.” -KÞ. Bæjarfógetinn á Siglufirði: Mennirnirofurölvi Erlingur Oskarsson, bæjarfógeti á Siglufirði, hefur beðið DV um að koma eftirfarandi á framfæri að gefnu tUefni: — Varöandi frétt sem birtist í DV mánudaginn 4. þ.m. þar sem greint er frá frækilegri björgun tveggja manna er bátkænu hvolfdi úti á firði og lögreglan stóð í fjörunni og fylgdist með úr fjarlægð. Hið sanna, er að mennirnir voru ekki í neinni skemmtiferð heldur ofurölvi, höfðu tekið bátinn ófrjálsri hendi og voru auk þess með skotvopn á sér. Þóttust þeir vera að skjóta sel. Þaö er ekki rétt að lögreglan hafi staðiö aðgerðarlaus í f jörunni og fylgst með mönnunum synda í land því þegar komið var á staöinn lágu mennirnir í f jörunni, helkaldir og greinilega und- ir áhrifumáfengis. -EIR. TÆKJALEIGA Fossháls 27 - sími 687160 Vibratorar Góifslípivélar Jarðvegsþjöppur Hæðarmælar Háþrýstiþvottatæki Vatnsdælur Rafmagnsheflar Handfræsarar Stingsagir Vinkilskífur Pússibehavélar Pússijuðarar Nagarar Hjólsagir Borðsagir Bútsagír Loftpressur Naglabyssur Heftibyssur Reigvélar Höggborvélar Vinnupallar Stigar Tröppur Álbúkkar Opið virka daga kl. 7.30-18.00, laugardaga kl. 7.30-12.00. VÉLA og PALLALEIGAN. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Leysir engan vanda að stöðva flotann „Það kemur engum á óvart að erfiöleikamir eru miklir í sjávarút- veginum. En þaö að ætla að leysa málin með því að sigla flotanum í land tel ég ekki vera rétt. Það leysir þennan vanda ekki.” Þetta sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra er DV hafði samband við hann í Færeyjum í gær og bar undir hann samþykkt aust- firsku útvegsbændanna um aö sigla skipum sínum í land síöar í mánuðinum. „Við höfum verið að vinna að því að fá aukið fjármagn til út- gerðarinnar. Það hefur ekki tekist sem skyldi enda vita allir að skulda- staða þjóðarinnar er nú þegar slæm. Að mínu mati var það líka ótíma- bært að lækka endurkaupalánin. Það hefur aukiö enn á vandann. Þá gerir það vandann ennþá verri að ekki skyldi takast betur að leysa vanda ríkissjóðs, fylla betur upp í fjárlagagatið svonefnda. Eg var mjög óánægður með það.” Halldór sagði ennfremur að ríkis- stjómin hefði reynt að gera sitt besta til að leysa vanda sjávarútvegsins og þaö væri illa fyrir okkur komið ef sjávarútvegurinn væri nú að stöðv- ast. Um það hvort yfirlýsing forráða- manna útgerðarmannanna á Aust- fjöröum heföi komiö honum á óvart sagði Halldór að hann heföi haldið aö þaö væri betra fyrir reksturinn að nota sumariö til veiöa, en þá fisk- aöist oft best á togurunum. — Nú sagði Ólafur Gunnarsson hjá Síldarvinnslunni á Neskaups- kaupstað í viðtali við DV að krafa þeirra væri meðal annars sú að hvorki útgerðnévinnslan yrðu rekin með tapi. Er þetta mögulegt? „Það er Ijóst að fólk býr við slakan kaupmátt og ég tel að ekki verði gengið lengra í þeim efnum. Ég held Engar ákvarðanir verið teknar um aðsiglaíland — segir Kristján Pálsson, framkvæmdastjóri Útvers Ólafsvík „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um að fara að hætti Aust- firðinga og þau mál ekki verið rædd. En sjálfur er ég alveg sammála þeim fyrir austan að staða út- gerðarinnar er fyrir neðan allar hellur,” sagði Kristján Pálsson, framkvæmdastjóri Utvers í Olafs- vík. Hann sagði ennfremur að hlutimir hefðu verið gerðir enn erfiðari með því að lækka endurkaupalánin. „Vinnslan á þar með erfiðara með að borga fyrir aflann. Vandi útgerðarinnar fer að mínu mati ekki eftir landshlutum, staöan er alls staðar slæm. Við Snæfellingar erum til dæmis með tvo togára sem urðu rándýrir vegna sífelldra gengis- fellinga þar sem lánin í skipin voru gengistryggð miðað við Bandaríkja- dollar.” Um það hvort sumarið væri slæmur tími fyrir togarana til að stoppa sagði Kristján: ,,Sumarið er oftast besti veiðitím- inn hjá togurunum. Og það er svipað fyrir togarana að stoppa núna og bátana í mars þegar vertíðin er í há- marki.” -JGH. yStöðvast af sjálf u sér’ — segir Ásgeir Ólafsson, framkvæmdastjóri Midness í Sandgerði „Það er ekkert búið að ákveða neitt í þessum málum ennþá. Enda veit ég ekki hvort þess þarf í raun- inni, útgerðin stöðvast af sjálfu sér,” sagði Ásgeir Olafsson, fram- kvæmdastjóri Miðness í Sandgerði, í gær. „Svo slæmt er ástandið hér að það stefnir allt í það á þessari stundu aö útgerðirnar fái ekki olíu á skipin.” — Er ástandiö verra á Suður- nesjum en Austfjörðum? „Eg veit það ekki, hún er alls staðar slæm. Og hún er örugglega ekki betri á Suðurnesjum en á Aust- fjörðum.” —JGH „Menn að tala sig saman” — segir Brynjólfur Bjamason, forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur „Nei, það hefur ekkert verið ákveöiö í þessum efnum ennþá. En auðvitaö eru menn að hugsa um þessa ákvöröun Austfirðinganna, tala sig saman,” sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur. „Það hefur margoft komið áður fram í fréttum að staða útgerðar- innar hjá Bæjarútgerðinni er slæm og að við höfum verið að gera ýmsar ráðstafanir til að bæta hana.” -JGH því að það sé óhjákvæmilegt að út- gerðin taki á sig tap um tíma. Sannleikurinn er sá aö undirrót allra þessara vandræða er aö flotinn er of stór við núverandi aðstæður. Og það er jú verið að reyna að gera allan flotann út á veiðar.” -JGH. Halldór Ásgrimsson sjávarútvegs- ráðherra. Þjóðhagsstofnun: Gamlir togarar með langminnsta tapið botnf iskveiðar med tap upp á 4-6 prósent Rekstrartap útgerðar á botnfisk- veiðum nú rétt áður en ákvörðun um nýtt fiskverö liggur fyrir er talin vera frá um 4 til 6 prósenta af tekjum, samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunnar í gær. Afkom- an er mismunandi eftir tegundum skipa. Það eru togarar af minni gerð sem skráðir eru árið 1977 og síðar sem hafa verstu afkomuna, tap upp á 12 til 14 prósent af tekjum. Af- koman er talin vera enn verri hjá allra nýjustu skipunum af þessari gerð. I þessum rekstraráætlunum sínum gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að skipin veiði allan sinn kvóta á þessu ári. Þá er og gert ráð fyrir aö kvótakerfið hafi ákveðinn sóknarhagnaö í för með sér. Þetta tvennt hefur verið gagnrýnt hvað mest af hálfu útgerðarmanna. Það vekur athygli að minni togarar sem skráðir voru fyrir árið 1977 eru taldir vera með rekstrar- tap upp á 2 til 4 prósenta af tekjum. Fjöldi þessara togara er 46 talsins. Stærri togarar eru taldir vera með rekstrartap upp á 5 til 7 prósenta af tekjum. Lítill hluti togaranna er af þessari gerð, eöa 14 af tæpum 100 togurum hjá út- gerðinni. Bátaflotinn (21—200 brl. án loðnu) er talinn vera meö tap sem nemur um 1 til 3 prósentum af tekjum. Þegar skoðaður er olíukostnaöur togaranna af báðum geröum kemur í ljós að hann er talinn vera rúmur f jórðungur af rekstrargjöld- unum. Einn þorskur af hverjum fjórum fer því í að borga olíureikn- inga. Þessar rekstraráætlanir gera ráð fyrir að botnfiskaflinn verði aöeins 2 til 3 prósentum minni en í fyrra, ef leyfður afli næst. Þessar tölur má bera saman við 12—13 prósenta samdrátt botnfiskaflans fyrir yfirstandandi ár, sem upp- haflegt aflamark kvótakerfisins gerðiráð fyrir. Að lokum má geta þess að fryst- ing er nú taiin vera með rekstrar- hagnaö, sem nemur 4—6% af tekjum, en söltun er talin vera með tap sem nemur um 4—5% af tekjum. -JGH Tap á Vestff jarð- artogurunum — segir Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans á ísafirði „Þetta hefur ekkert verið rætt hjá okkar samtökum hér á Vestfjörðum en ég reikna með að þessi mál verði rædd á næstunni,” sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans á Isafirði. — Hvemig er rekstrarstaða Vest- fjarðartogaranna? „Hún er erfið. öll útgerð sem gerir út á botnfiskafla er rekin hér fyrir vestan með halla. Og það er tap á okkar togurum eins og hjá þeim fyrir austan.” — Reiknaröu með því að togaramir stöðvist hvort sem er vegna rekstrartaps? „Um það vil ég ekkert segja.” -JGH K/N& ^CROWN [ROMrN Læstir með lykli og talnalás. CROWN Eldtraustir og þjófheldir, framleiddir eftir hinum stranga JIS staðli. CPÓMt/v 10 stærðir fyrirliggjandi, henta minni fyrirtækjum og einstaklingum eða stórfyrirtækjum og stofnunum. cromhv Eigum einnig til 3 stærðir diskettuskápa — datasafe GÍSLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF Smiðjiivegur 9 - Kópavogi - Sími: 73111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.