Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mondale vann í New Jersey og Virginíu: Útnefning blasir nú við Walter Mondale Saktaarov. Hvar er hann nlðurkomlnn? Biðja SÞ-nefndað spyrjastfyr- irum Sakharov Stjúpsonur Andrei Sakharovs og 84 ára gömul tengdamóðir hans hafa far- iö þess á leit viö nefnd Sameinuðu þjóö- anna er fjallar um mál „horfinna manna” aö krefja Sovétríkin svara við því hvar Sakharov og konu hans sé aö finna. Alexei Semyonov, stjúpsonur Sak- harovs, og Ruth Bonner, tengdamóðir hans, gengu á fund nefndarinnar ásamt leiðtogum Alþjóðlegu mannrétt- indadeildarinnar. Ef nefndin ákveöur aö blanda sér í málið gæti þaö þýtt fyrsta skrefið í aö Sakharov og Yelena Bonner kóna hans veröilýst,,horfin”. Semyonov og Bonner, sem bæöi búa í Cambridge í Massachusetts, segjast ekki hafa heyrt frá Yelenu Bonner síö- an i apríl. Walter Mondale viröist hafa unniö stórsigur á Gary Hart í forkosning- unum í New Jersey í gær. Þegar rúmlega helmingur atkvæða hafði verið talinn var staðan sú aö Mondale haföi fengiö 47 prósent at- kvæða en Gary Hart 31 prósent. Jesse Jackson fékk 20 prósent at- kvæðanna. Með þessum sigri hefur Mondale nánast tryggt sér út- nefningu Demókrataflokksins og mun hann því væntanlega keppa við Ronald Reagan um forsetaembættiö íhaust. Auk þess bentu síöustu tölur til þess aö Mondale heföi sigrað í kosningunum í Virginíu en þær skipta mun minna máli því fulltrúa- fjöldinn þar er aöeins 35. I New Jersey er hins vegar kosiö um 107 fulltrúa og töldu fréttaskýrendur aö Mondale myndi fá þá flesta. Tölur liggja ekki fyrir um úrslit kosninganna í Kaliforníu en frétta- skýrendur töldu aö þrátt fyrir aö Mondale tapaði þar benti allt til þess aö hann hefði í gær tryggt sér stuöning rúmlega 1967 fulltrúa en þaö er sú tala sem nægir til sigurs á flokksþinginu. Mondale var aö vonum ánægöur þegar tölur birtust frá New Jersey. Sagöi hann þaö hafa verið ranga stefnu hjá sér í upphafi kosningabar- áttunnar aö bregöast ekki skjótt viö sókn Harts. Hart fór meö sigur af hólmi í New Hampshire, Vermont og Maine og kom það nokkuö á óvart. „Um leið og ég tók á og fór að berjast Gary Hart vann góða sigra í upphafi baráttunnar en síðan tók að halla undan f æti hjá honum. komu sigrarnir,” sagöi Mondale. Þeir Hart og Mondale hafa ásakaö hvor annan um óheiöarlega kosningabaráttu og hafa demókrat- ar áhyggjur af því og benda á nauösyn þess aö flokkur þeirra gangi heill og óskiptur til barátt- unnar viö Ronald Reagan i haust. Mondale sagöi í gær að hann myndi gera allt sem í símu valdi stæöi til aö ná samstöðu en til þess þyrfti eining aö ríkja á flokksþingi demókrata. Jesse Jackson kvaöst ekki styðja Mondale án þess að hann gæfi sér loforð um úrbætur á sviði mann- réttindamála. Allt útlit er fyrir að Walter Mondale hafi tryggt sér útnefningu Demókrata- flokksins til forsetakjörs og á hann því aðra baráttu fyrir höndum — barátt- una við Ronald Reagan. Ekki liggur ljóst fyrir enn hver stóð að baki sprengingunni sem varö á blaða- mannafundi í Nicaragua fyrir viku. Það var skæruliðaforinginn Eden Pastora sem boðaði til fundarins og særðist hann i sprengingunni. Fimm létust og 28 særð- ust. Myndin sýnir hvernlg umhorfs var á vettvangi eftir sprenginguna. Stjóm Zjmbabwe hótar útlendum blaðamönnum hörðu Nathan Shamuyarira, upplýsinga- málaráðherra Zimbabwe, hefur lýst því yfir aö erlendir fréttamenn er starfa í landinu megi i framtíðinni eiga von á því aö veröa leiddir fyrir rétt og látnir sýna fram á réttmæti skrifa sinna. Shamuyarira segir að margir fréttamenn skrifi þannig um Zim- babwe aö ljóst megi vera aö þeir beri „enga virðingu fyrir sannleikanum”. Hann sagöi að það væri til þess að bregðast við skrifum „óæskilegra blaðamanna” sem stjóm Zimbabwe hefðiákveðiðþetta. Yfirlýsing Shamuyarira em fyrstu opinberu viöbrögö stjómar Zimbabwe við skrifum fréttamanna um kynnis- ferð sem stjórn landsins skipulagði fyrir þá til afskekkts héraös í suður- hluta Matabelelands þar sem ásakanir höföu veriö bornar fram á stjómarher- menn fyrir morö, nauöganir og bar- smíöar. Stjórn Zimbabwe heldur því fram aö skrif blaða eins og Sunday Times og Observer í Bretlandi um villimennsku stjórnarhermanna og fjöldagrafir eigi ekki viö rök aö styðjast. Bíleigendur! HARRY Útvarps- og kassettu- tæki með FM stereo, LW og MW, hraðspólun áfram, sjálfkrafa stöðvun á tækinu við enda á kassettu, Ijós fyrir útvarp /kassettu o. fl. AUDI9LINE MOSS 33610 w KR. 4.175,- Henta sérstak/ega fyrir SUBARU þar sem kassetta er tekin út að neðan. Ennfremur eigum við fyririiggjandi 10 aðrar gerðir af bíitækjum með kassettu + kraftmagnara með og án equaliser. 40 gerðir af hátöiurum. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson og Gunnlaugur S. Gunnlaugsson SJOIMVARPSMIÐSTÖÐIN SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 39090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.