Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 16
16 Spurningin Hefurðu lesið góða bók ný- lega? Þorsteinn Veturliðason prentari: Nei, þaö er langt síðan ég las góða bók. Það var reyndar bók sem hét Undur ver- aldar. Eg les mikið af f ræöibókum. Ragnar Karlsson prentari: Nei, en ég les aöallega bækur um þjóðlegan fróð- leik, ævisögur og þess háttar. Vilhjálmur Magnússon tæknifræðing- ur: Góða bók? Það eina sem ég les eru tölvubækur. Eg skal ekki segja hvort þær eru góðar, en þær eru fróðlegar. Héðinn Þór Helgason póstmaður: Nei, ég les h’tið og þá einkum sakamálasög- ur. Sveinn Ingi Svavarsson sjómaöur: Já. Eg var að enda við að lesa ævisögu Chaplins. Hún var skemmtileg. Hann átti litríkan feril, karhnn. Gestur Sigurjónsson bifreiðarstjóri: Nei. Ég les ekki mikið á þessum árs- tíma en einna helst æviminningar og þjóðlegan fróðleik. ■4W iwíu..!) vfaoAaU/TiVGiv vc . DV.MIÐVIKUÐAGUR6*JÚNf 1384,- Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Leið 14 hefur lagast Farþegi hringdi: Mig langar til að svara „farþeg- anum”, sem skrifaði í DV 30. maí sl. um Magnús sem var látinn víkja af leið 14. Eg er ekki alveg sátt við það sem „farþegi” skrifar. Leið 14 hefur lagast mikið frá því Magnús var látinn víkja. Það kom oft fyrir að þeir sem sátu framarlega og ætluðu út úr vagninum að framanverðu urðu að biðja Magnús sérstaklega um að hleypa sér út. Hann gerði það aö lokum en þá með þessum líka svaka svip. En ef það voru ungir strákar, einkum þó þessir sem héngu utan í honum í tíma og ótíma, þá var mikið þaö allt í lagi. Hann gat hleypt þeim út aö framan. Hann gat yfirleitt stoppað hvar sem var fyrir þessum drengjum. Vel getur verið að þeir hafi verið eitt- hvaö sérstakir i hans augum en ég hef alltaf haldið að eitt ætti yfir alla aö ganga. Og aö bílstjórinn skyldi drekka gos á meðan á akstri stóð finnst mér fyrir neðan allar hellur.Magnús hefði mátt einbeita sér meira að akstrinum. Þetta er mín reynsla. Eg gæti skrif- að meira um þennan blessaða mann en læt þetta duga. Eg vil ekki Magnús aft- uráleiðl4. Skipaf lutningar varnarliðsins: SLEPPIBÚNAÐI FJALLAFERÐIR? Jóhann Norðljörð skrifar: Vegna skrifa Braga Sigurössonar í Dagblaðinu þann 8. maí siðasthðinn þar sem hann deilir á Arna Johnsen og Sigmunds-búnaöinn en hampar aftur á móti gormagræjum þeirra Oisenfeöga í hástert, tel ég þörf á að stinga niður penna og koma nokkrum atriðum á framfæri. Til þess að Sigmunds-búnaðurinn yrði viöurkenndur sem öryggistæki varð hann að fara í gegnum hinar ýmsu tilraunir og prófanir til þess að sanna gæði sín. T.d. fóru „200” klst. í ísprófanir eingöngu. Tilraunirnar fóru fram í isklefa við 27 gráðu frost og var sprautað fersku vatni á bún- aðinn til að mynda á hann íslag. Eins og allir vita (kannski Bragi líka) þá er ferskvatnsís mun harðari en sjóís, en samt sem áður virkaði Sigmunds- búnaðurinn fylhlega eins og til var ætlast. Gaman væri að vita hve lang- ur tími fór í að kanna gæði gorma- gálganshjáOlsen. Þar sem Bragi bendir á að belgur- inn í Sigmunds-gálganum sé ekki viðurkenndur af Siglingamálastofn- un vil ég benda honum á góðan máls- hátt þar sem segir að sá sem búi í glerhúsi skuli ekki kasta grjóti, þar sem töluvert er af óviðurkenndu dóti í gormabúnaöinum. Fyrst mætti nefna sjálfan „Gorminn” stolt 01- sens. Það er samansoðinn gormur úr alveg ágætis torfærubifreið, en þar sem ekki stendur til að nota þessa sleppibúnaði í fjallaferðir og veg- leysuakstur tel ég að nota ætti annan búnað en þennan áðurnefndan gorm. Þegar Olsen búnaðurinn var sýnd- ur í sjónvarpinu var hann með tunnu I gúmbátsstað og ég held aö þeir ættu aö halda sig viö tunnuna. T.d. mætti nota gálgann við að hlaða olíu- eða síldartunnum upp í háar stæður, svo framarlega sem menn nenna að opna búnaðinn með járnkarh við hvert tunnuskot. I sjónvarpinu var fyrir nokkrum mánuðum sýnd mynd um Olsen-bún- aöinn og væri fróölegt fyrir sjómenn og aðra að sjá þá mynd. Þegar átti Sleppibúnaður Sigmunds. að sýna hvernig búnaður Olsens virkaöi stóð allt kengfast. Tók þá einn það til ráös að ná í jámkarl og sprengja upp gálgann á brúarþak- inu. Þetta vakti almennan hlátur þeirra sem á horföu og sást starfs- maöur sjóslysanefndar hlæja að öhu saman, enda ekki annað hægt. Kannski verða auglýsingar í dag- blöðunum þar sem auglýst er eftir sjómönnum eitthvað á þessa leiö i framtíðinni: „Háseti óskast á bát með Olsen-búnað, þarf að vera vanur meöjámkarl.” Að lokum vil ég leggja þessa sam- viskuspurningu fyrir sjómenn: Hvort er betra að treysta fyrir hfi sínu búnaði sem búið er að gera til- raunir með í áraraöir og hefur reynst vel í hvívetna eða búnaði meö gormi sem enginn veit hvernig virkar þeg- ar hann hefur staöið spenntur í ein- hver ár en það er hlutur sem enginn veit, þar sem Olsen-gálginn var við- urkenndur reynslulaus á teikniborð- inu. MAGGA AFTUR Á LEIÐ14 Annar farþegi skrifar: Ég rakst á grein um brottrekstur eins vagnstjóra SVR í DV 30. maí sl. Þessi vagnstjóri er kahaöur Maggi og varla er til sá maður í öhu Breiöholtinu sem kannast ekki við hann. Brott- rekstur hans hafði svo mikil áhrif á mig að ég ákvað að láta í mér heyra. Eg skora á þennan frábærlega kurt- eisa, Upra og hreint fuUkomna bU- stjóra að halda áfram baráttunni gegn afturhaldsstefnunni sem einkennir starfsemi SVR. Maggi virðist vera einn af fáum bílstjórum SVR sem gera sér grein fyrir því að hann keyrir fyrir fólkið en ekki fyrir sjálfan sig. Magga aftur á leið 14 — annars nenni ég aldrei niður í bæ. Magnús Skarphéðinsson, fyrrum vagnstjóri. HVENÆR? Borgari skrifar: Hvenær á einokunarstefnu ríkisút- varpsins að ljúka? Hvenær á að hleypa nýju blóði í þessa stofnun? Hvenær á að láta þá sem nú eru þar við stjórn hætta að notfæra sér aöstöðu sína, leika tónhst eftir ættingja sina, tónhst sem þeim likar sjálfum en sem brýtur jafnframt í bága við ríkjandi smekk meginþorra fólks í landinu? Hvenær skyldi Ríkisútvarpinu finnast já- kvæðar fréttir vera fréttir en ekki bara neikvæðar stríðs- og drápsfréttir? Og að lokum: Hvenær skyldi land- anum veitast sá munaður að fá að ráða því sjálfur hvort hann drekkur bjór eða ekki? Standið í hárinu á Bandaríkjastjórn 6830—6418 skrifar: Mér finnst mjög furðulegt hvemig utanríkisráðherra tekur á þessu máh með skipaflutninga fyrir herinn. Að missa þessa flutninga í hendur út- lendinga rýrir þjóðartekjur okkar og gæti skapað atvinnuleysi. Þetta gæti verið upphafið að nýrri stefnu Banda- ríkjastjómar að draga úr atvinnuleysi hjá sér á okkar kostnaö. Þess verður örugglega ekki langt að bíða að við missum alla vinnu á vellinum og þjónustu við herinn sem þar er. Okkur vantar dugandi menn til að semja um þessa flutninga við Banda- ríkjamenn. Það þýðir ekki að fara bónar- leiöina aö þeim. Það á að setja lög í landinu sem heimila Islendingum að sjá um alla flutninga vamarhðsins á friðartímum. Okkur vantar menn sem þora, vilja og geta staðiö uppi í hárinu á Bandaríkjastjórn. Rainbow Hope, skip bandariska fyrirtækisins sem tekið hefur að sér fíutninga fyrir varnarliðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.