Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 14
DVrMIÐVIKUDAQURí? JUNI1984.' Sakharov. Svar Rússa um Sakharov Um helgina bárust ritstjórn DV meðfylgjandi greinar frá APN fréttaþjónustu Sovétríkjanna. Ritstj. DV lýsir van- þóknun sinni á efni greinanna, en telur hinsvegar nauð- synlegt að birta innihald þeirra, svo að íslenskir blaðales- endur átti sig betur á afstöðu Sovétmanna til Sakharov- hjónanna, sem þeir telja að varpi Ijósi á ,,hið sanna ástand hlutanna". Ritstj. 1<4' i Virðulegi herra ritstjóri, Upp á síðkastið hefur birst í blaði yðar talsvert efni, þar sem f jallaö er um svokallað „Sakharov-mál” frá fyrirfram ákveðnu sjónarmiði og látið í veðri vaka, að um sé aö ræða „slæma líðan Sakharovs og eiginkonu hans E. Bonner”. Vegna þessa áhuga blaðs yðar á áðurnefndu efni, eru hjálagðar nokkrar greinar, þar sem varpað er ijósi á hið sanna ástand hlutanna i þessu máli. Eftir lestur þeirra verðið þér sannfærður um, að í raun standa málin ekki eins og vestræna pressan reynir að láta líta út. Ég væri yður þakklátur, ef eitt- hvað af þessu efni yrði birt í biaðinu. Með bestu óskum, E. Barbukho, yfirmaður APN-fréttastofunnar á íslandi. 1.6.84 Með ögrun- araðgerðir íhuga Moskvu, 4. maí, APN. Það er löngu vitað, að í hvert skipti sem afturhaldsöfl á Vesturlöndum vilja gera ástandið á alþjóðavettvangi flóknara og draga athygli almennings frá eigin hættulegum áætlunum og aö- gerðum, grípa þau til andstyggilegra og illgirnislegra andsovéskra her- ferða. Þau láta ekki neitt halda aftur af sér í þessu markmiöi og nota alla þá, sem hafa selt samvisku sína og vanvirt eigin þjóð. Ovinir okkar hafa gefið and-sovét- sinnanum Sakharov sérstakan sess í þessum leik, en sovéska þjóöin hefur fyrir löngu fordæmt hegðun hans í garð lands síns. Eiginkona Sakharovs, J.G. Bonner, ætti einnig að minnast á í þessu sam- bandi, Hún hefur ekki aðeins hvatt eiginmann sinn sí og æ til aðgerða, sem eru fjandsamlegar i garð sovéska ríkissins og þjóðfélagsins, heldur einnig verið viðriðin slíkar að- gerðir sjálf, sem hefur verið stööugt fréttaefni í pressunni. Hún hefur einnig veriö eins konar tengiliður milli afturhaldsafla á Vesturlöndum og Sakharovs. Um nokkurra ára skeið hefur Bonner séð vestrænum and- sovéskum stöðvum fyrir andstyggi- legum óhróðri og illgimislegu níði um land okkar, kerfi okkar og þjóð okkar. Það hefur verið sannað svo að óyggjandi er, að í þessari starfsemi sinni hefur hún notað sér aöstoð sendiráðsstarfsmanna í bandaríska sendiráðinu í Moskvu, sem sendu efni frá Bornier úr landi með sendiráðs-, pósti. Þessa aðstoð hefur hún fengiö upp á síðkastið frá Edmund Mc Williams, fyrsta ritara og sendiráðs- riturunum George Glass og John Pumell. Sovéska leyniiögreglan komst nýlega að því að skipulögð hafði veriö umfangsmikil aðgerð, þar sem bandarískir diplómatar vom viö- riðnir, og samkvæmt þessari áætlun átti Sakharov að fara í annaö „hungurverkfall”, en Bonner átti að leita „skjóls” í bandaríska sendi- ráðinu í Moskvu. Gert var ráð fyrir því samkvæmt áætluninni að nota dvöl Bonner í sendiráðinu til aö skipu- leggja fundi með erlendum blaða- mönnum og senda alls kyns illgimis- legar staðhæfingar um Sovétríkin og alis konar falskar fréttir um líðan eiginmanns hennar Sakharovs úr landi. Þessar samræmdu aðgerðir áttu að vera merki um að hafin skyldi and- sovésk herferð á Vesturiöndum, aðallega í Bandaríkjunum. Einnig var gert ráð fyrir því aö skipuleggja ferð Bonner til útlanda undir því yfirskini að heilsa hennar væri í ólagi, sem er langsótt átylla, en þar átti hún að verða leiötogi andsovésks áróöurs og njóta greiðslna vestrænna leyniþjónusta. Vegna ráðstafana, sem geröar voru í tíma af hálfu sovéskra aðila, var komið í veg fyrir þessa aögerð. Opinberlega hefur verið krafist þess við bandaríska aðila aö endi verði bundinn á slíkt óleyfilegt athæfi, þar sem það er staðreynd, að starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Moskvu eru beint viðriðnir þessa aðgerð. Þeir, sem standa að þessari ögrunaraðgerð, hafa verið staðnir óvænt að verki. En þeir reyna að bera sig vel og reyna að halda því fram að ábyrgðartilfinning hafi ráðið gerðum þeirra og halda því fram fullir hræsni að þeir hafi látiö stjórnast af mannúð og engu öðru. Ekkert er fjarri sannleikanum. En þeir beina orðum sínum til trúgjamra manna, sem þeir vonast til að trúi á mannúðleg markmið illvirkjans, sem stöðvaður hefur verið við gerðir sínar. Þeir, sem nú gráta krókódílatárum yfir „hræðilegri líðan”Sakharovs, minnast ekki á, aö þeir eru að reyna að gera hetju úr manni, sem sýndi þjóð sinni fyrirlitningu, hvatti opin- berlega til styrjaldar og beitingu kjarnorkuvopna í garð lands síns og prédikaöi ómannúölegar hugmyndir. Þeir vilja einnig þegja um það að sovéska ríkið hefur sýnt þessum manni göfuglyndi og þollund og gefið honum tækifæri til að yfirgefa hina hálu braut og ná sér aftur á strik i augum landa sinna. Nei, það er ekki alltaf um mann- úð að ræða af hálfu þeirra, sem vilja hefja aðra áróðursherferö vegna Sakharovs og Bonner. LIÐHLAUPAR OG VERNDARAR ÞEIRRA Þeir eru blindaðir af andsovésku hatri og vilja gera ástandið á alþjóðavett- vangi enn verra og sá eiturfræjum vantrausts meðal þjóöanna. En það er kominn tími til að aliir þeir, sem bera ábyrgð á „kross- ferðum” og hugmyndafræðilegum skemmdarverkum og annars konar skemmdarverkum í garð Sovétríkjanna, geri sér grein fyrir því að þessi leið færir þeim ekki dýrö. Þetta hefur verið tilfeliið hér áður fyrr og þetta verður tilfelliö í framtíðinni. Liðhlaupar og verndarar þeirra „Izvestíá” skrifar: ,3á ögrandi hávaði sem nú á sér staö í kring um Sakharov, er ekki af samúð með honum á Vesturlöndum. öllu þessu er þyrlaö upp í ákveðnum tilgangi, í von um að lætin í kring um hinn „lang- þjáða Sakharov”muni láta Banda- ríkjamenn gleyma fjölmörgum til- fellum grímulausra brota á frelsi og mannréttindum í Bandaríkjunum. Því er trúað aö þessar billegu skröksögur muni beina athygli almennings frá hættulegum þáttum í stefnu Banda- ríkjanna, svo sem auknum vígbúnaði, afskiptum þeirra af Mið-Ameríku og Mið-Austurlöndum, afskiptum af mál- efnum um allan heim, sem Banda- ríkjamenn hafa raunverulegar áhyggjuraf”. Þá bendir blaðiö á að kona Sakharovs, Bonner, gegni nú æ mikil- vægara hlutverki í þessu máli, með því að nota nafn Sakharovs hafi hún verið mikið í sviðsljósinu á Vestur- löndum undanfariö. „Hún vill augljós- lega komast í sviðsljósið, vill verða einskonar yfir-boðberi andsovésks rógs og ögrunaraðgerða gegn sovésku þjóðinni. En hún er fyrir löngu þekkt að samvinnu við vestræn afturhaldsöfl og lætur ekki staðar numið við það at- ferli”. „Bonner kemur fram sem þaul-. vanur æsingamaöur, hún fylgir ná- kvæmlega sveiflunum sem verða í hinum andsovésku æsingum sem vekjast upp erlendis í kring um Sakharovmáliö. Þegar shkur hávaöi rís hæst hvetur hún eiginmann sinn til nýrra ævintýra. Það er Bonner, sem meö því aö stjóma „hungurverkfalli Sakharovs”, vill með því bæta elds- neyti á áróðurseldana í Banda- ríkjunum,” segir blaðiö enn fremur. „Það var ákveðið að í maí skyldu settar á svið meiriháttar aðgerðir, og Sakharov hlaut hlutverk „hungurverk- fallsmannsins”, á meöan Bonner leitaöi griða í bandaríska sendiráöinu, en hún sótti um að fá að flytjast til Bandaríkjanna. En á meðan á öllu þessu stóð komust sovéskir lagaveröir yfir njósnaskjöl sem hún ætlaði að fara með til bandaríska sendiráðsins.” Blaðið segir að allar áhyggjur út af heilsu þeirra hjóna séu ástæðulausar. Hinsvegar hafi Bonner fariö yfir þau takmörk með þvi að brjóta sovésk lög, sem enginn megi fara yfir, og að meö mál hennar verði farið samkvæmt sovéskum lögum. „Izvestía” 20. maí 1984 „Læknamir” frá CIA Moskvu, 30. maí, /TASS/ Fjöl- miðlar á Vestur-löndum halda áfram herferðinni í garð lands okkar og nota nú sem ástæðu hið „aumlega ástand A. D. Sakharovs og konu hans Bonner”. „Sakharov er að deyja” og „Bonner nýtur ekki læknisaðstoðar,” segir í fyrirsögnum vestrænna blaöa. Nokkrir blaðamenn í Moskvu hafa fengið fyrir- mæli frá yfirmönnum sínum í höfuð- borgum á Vesturlöndum um að skrifa ... eftirmæli umSakharov. Ogí þennan óviöurkvæmilega áróðursfarsa hefur bæst forseti Bandaríkjanna eins og við mátti búast. ögrunaraðgerðir banda- rískra leyniþjónusta, sem áttu rætur sínar að rekja til Hvíta hússins og áttu að eiga sér stað í bandaríska sendi- ráöinu í Moskvu mistókust. Það virðist ljóst, að ein andsovéska áróðursher- ferðin enn hafi ekki tekist. En í Washington hugsa menn á aðra leið: Lygi, sem er endurtekin nokkrum sinnum, getur litið út sem sannleikur í augum þeirra, sem ekki vita betur. Við þetta bættust nokkrir fuiltrúar stjóm- valda í nokkrum NATO-löndum. Allir hafa þeir „áhyggjur” — þetta orö kemur oft fyrir hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna — af heilsufari Sakharovs og Bonner. En hvað hjörtu „læknanna” í CIA þjást, þeir koma varla upp orði fyrir tárum. Við skulum hugga þá, sem þjást: Það mætti minna á, að Sovét- ríkin eru ekki hið sama og Kússland fyrir byltingu. Sovésk læknisfræði er leiðandi í heimsvísindunum og getur veitt og veitir milljónum sovéskra borgara aðstoð sérfræðinga. Bonner nýtur slíkrar aðstoðar á bestu sjúkra- húsum landsins, þar sem starfa reyndustu augnlæknar landsins. Hróður og færni þessara sérfræðinga er svo mikU , að hundruð borgara frá hinum þróuöu kapítalísku lönd- um koma til Sovétríkjanna til að gangast undir uppskurö á augnsjúkra- húsum okkar. Sérhver maður veit, — þar á meöal þeir, sem skipuleggja yfir- standandi ögrunarherferð — að þúsundir samlanda þeirra dreymir um aö fá tækifæri tU aö komast inn á sjúkrahús hjá Filatov, Gelmgolts og Prófessors Fjodorovs. Samkvæmt niðurstöðu reyndra lækna, þarf Bonner ekki á að halda aðstoð erlendra sérfræðinga. Sjónin hjá henni er þannig, að í upphafi ársins var henni leyft aö aka bíl, sem gengur vel hjá henni. Hún Ufir athafnasömu lífi — það ættu nokkrir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Moskvu að geta dæmt um, en hún er í stööugu sambandi við þá. Hún vinnur heimiU- störfin, skrifar mikið á ritvéUna sma (fyrirsendiráðið). Hvað Sakharov varðar, þá haföi hann í hyggju, eftir að hann hafði til- kynnt Vesturlöndum um svokaUað „hungurverkfaU” sitt, aö skapa átyUu til að koma af stað annarri herferð tU aö beina athyglinni að ögrandi skrifum sínum. Hann leynir því ekki. Það hafa m.a. böm Bonners staðfest, en þau búa í Bandaríkjunum og græða á „rit- verkum” stjúpföður síns og eyða gjald- eyristekjum hans til aö „veita fólki þjónustu”. Og hvað um „hungurverkfaUið”? Við vitnum í nákvæmar læknisfræði- legar rannsóknir: Sakharov líður vel, hann borðar reglulega og Ufir athafna- sömulífi. Hvað varöar nýjustu duttlunga eiginkonu Sakharovs að vUja fara til ItaUu, þá eru þeir ekki tilkomnir vegna þeirra óskar hennar aðkomast á erlent sjúkrahús, heldur vegna þess að hún ætlar að dreifa óhróðri um sovéskt þjóðfélag, ems og reynslan af fyrri ferðum hennar hefur leitt í ljós. Við skulum ekki láta þá, sem standa aö yfirstandandi herferð í garð Sovét- ríkjanna, vekja með sér tálvonir. Þeir munu ekkert græða á einni sápukúlu í viðbót. Hún springur líka. En stað- reyndimar fletta ofan af þeim sem standa aö Sakharov og Bonner-máUnu. Þaö mætti skýra frá því að Sakharov og Bonner eru sjálf reið yfir því hversu klaufalega og vandræöalega verndarar þeirra standa að málum. Dóttir Bonners, Tatjana Jankelevits, lýsti fundi sínum með forráðamanni Hvíta hússins, sem hefur forgöngu um að krefjast „frelsunar” þeirra og á að hafa sagt hæðnislega: „Hugsið ykkur, forsetinn! Við vorum í Hvíta húsinu sjálfu. Hann kemur, les ræðu upp af blaði og ekki meira...” Þetta er þaö sem er að segja um „læknana” og „sjúkUnga” þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.