Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI1984. Niðurstöður skoðanakönnunar DV: ^ MEIRIHLUTIANDVIGUR LAUNASLAG í HAUST Yfirgnæfandi meirihluti lands- manna er andvígur því, aö verka- lýöshreyfingin fari í haröa kjarabar- áttu næsta haust. Samningar geta veriö lausir 1. september. Mikiö er rætt í verkalýðs- félögunum, hvort „fara skuli í hart” í september og reyna meö hörðum aögeröum aö knýja fram meira en þá 3% kauphækkun, sem samningar kveöa á um nú. I skoðanakönnun DV fyrir rúmri viku var spurt: Ertu fyigjandi eöa andvígur því, aö verkalýöshreyfing- in fari í hart í september? Af heildinni sögöust 31,5 prósent vera fylgjandi því, aö verkalýðs- hreyfingin færi í hart. 48,8 prósent kváöust andvígir því. Oákveðnir voru 12,7%, og 7% vildu ekki svara. Þetta þýðir, aö 60,8 prósent af þeim, sem taka afstöðu, eru andvígir því, aö verkalýðshreyfingin fari í hart, en 39,2% eru því fylgjandi. Urtakið í skoöanakönnuninni var 600 manns. Þar af var helmingur á Stór-Reykjavíkursvæöinu og því helmingur utan þess. Jöfn skipting var milli kynja. Karlar úti á landi eru andvígastir höröum aögeröum verkalýðshreyfingarinnar. Meöal kvenna, bæöi á höfuöborgarsvæöinu og utan þess, er munurinn ekki mjög mikill. -HH Spurningin: Ertu fyigjandi eða andvigur því, að verkalýðshreyfingin farí i hart i september? Nidurstööur skoðanakönnunarinnar urðu þessar: fylgjandi 189 eða 31,5% Andvigir 293 eða 48,8% Óákveðnir 76 eða 12,7% Vilja ekki svara 42eða7% Ef aðeins eru teknir þeir, sem niðurstöðurnar þessar: tóku afstöðu, verða Fylgjandi 39,2% Andvigir 60,8% Frá kröfugöngu verkalýössamtakanna 1. maí sl., þar sem lögð var áhersla á aðgerðir 1. september í haust. Skoðanakönnun DV sýnir að lítill áhugi er meðal almennings á hörðum launaslag með haustinu. Ummæli f ólks í könnuninni: „Kemur bara gengisfelling” „Mér leiöast verkföll, enda hafa þau ekkert upp á sig,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu, þegar hún svaraöi spumingunni í skoðana- könnuninni. „Eg er á móti verk- föllum,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu.” „Við höfum ekki efni á aö fara í hart,” sagöi annar. ,,Enginn grundvöllur fyrir aögerðum hjá verkalýðshreyfingunni,” sagöi karl á Reykjavíkursvæðinu. „Verkalýös- hreyfingin ber aldrei neitt úr býtum meö höröum aðgeröum,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Þeir hljóta að geta leyst þetta öðruvísi en með verkföllum,” sagöi karl á Reykjavíkursvæöinu. „Þaö fæst ekkert út úr því aö fara í hart. Það kemur þá bara gengisfelling á eftir,” sagöi karl á Reykjavíkursvæðinu. „Andvígur. Verkalýðurinn hefur ekki efni á því,” sagöi karl úti á landi. „Aðgerðir ríkisstjómarinnar hafa kostaö almenning mikiö fé, og þær hafa komiö mest niöur á almenn- ingi. En það er alls ekki til bóta að fara í hart. Það má ekki skemma það, sem búið er að laga,” sagöi karl úti á landi. „Þaö getur varla verið slæmt ástand, þegar fólk fer í fimm vikna sumarfrí,” sagði kona úti á landi. „Þaö þýðir ekkert aö vera að fara í hörku, þegar þorskafli hefur brugöist og þjóöarbúið er á heljar- þröm,” sagöi karl úti á landi. „Þaö er engin ástæöa til aö rjúka í hart, þótt eitthvað þurfi að lagast,” sagöi kona úti á landi. „Þaö kemur sér verst fyrir þá, sem beitt er fyrir plóginn,” sagöi karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Verkalýöshreyfingin getur ekki staöiö óskipt á móti ríkis- stjóminni, því aö hún er sundur- þykk,” sagöi karl á Akureyri. „Verk- föll myndu eyðileggja árangurinn,” sem náöst hefur,” sagöi karl á Aust- fjörðum. „Þaö þýðir ekki að vera að fara í verkfall fyrir fáein prósent ofan á kaupið. Fólk getur verið lengi aö vinna upp vinnutap, ef verkfall stendur lengi,” sagði kona úti á iandi. „Lúsarlaun" „Ef annaö dugar ekki, er ég því ótvírætt fylgjandi,” sagöi karl á Reykjavíkursvæðinu á hinn bóginn. „Eg vil, að verkalýðurinn fari í þaö hart, aö hann sýni ráöamönnum þjóöarinnar, hvaö hann sé mikið þarflegur og láti ekki endalaust troöa á sér,” sagði kona úti á landi. „Ef allt annað þrýtur, veröur verka- lýðurinn að fara í hart. Fylgjandi,” sagði karl úti á landi. „Þaö er varla annaö hægt,” sagði karl á Norður- landL” VerkföD em eina vopniö, sem viö höfum,” sagöi kona á Aust- fjöröum. „Eg er fylgjandi höröum aögerðum verkalýðshreyfingarinnar í september. Þaö veröur að gera eitthvað,” sagöi kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Eitthvað verður aö gera,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. ,^lf kaupmáttarrýrnunin heldur áfram, veröur aö spyrna við fótum,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Fylgjandi. Þaö er sjálfsagt, að verkalýöshreyfingin vilji fá sitt fram,” sagöi kona úti á landi. .fylgjandi, því viö lifum ekki af þessum launum,” sagöi kona úti á landi. „Eg er fylgjandi, því ef ríkis- stjórnin gerir ekkert annað en aö skeröa kaupmáttinn,” sagði karl úti á landi. „Verkalýöshreyfingin veröur að gera það, þótt árangur verði kannski lítill,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Eitthvaö veröur aö gera í haust, sérstaklega fyrir láglaunafólkiö,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Ég er fylgj- andi því, aö verkalýöshreyfingin fari í hart. Þetta em lúsarlaun, sem Islendingar fá,” sagði kona úti á landi. -HH í dag mælir Pagfari______________í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Dauðaþögn um sérvitrínga Eyjólfur Konráð Jónsson er alþingismaður fyrir Sjálfstæöis- flokkinn. Stundum mætti ætla aö Eyjólfur væri eini þingmaöur Sjálf- stæöisflokksins. Hann hefur nefni- Iega gert það sem öörum flokks- bræðrum hans hefur láðst aö gera: aö líta stöku sinnum í stefnuskrána sem flokkurinn starfar eftir. Hann hefur hagað málflutningi og málatii- búnaði í samræmi við þá stefnu. Aðra kröfu er vart hægt að gera til eins þingmanns en þá að hann sé sjálfum sér og stefnu sinni sam- kvæmur. Að minnsta kosti ef litið er til kjósenda sem gefa jú þingmönn- um umboð með atkvæðum sínum. Hvort sem litið er til beinna greiðslna til bænda, sölu rikisbanka, breytinga á skattalögum eða varnar- baráttu gegn SÍS-veldinu í þágu einkaframtaksins, alls staöar hefur Eykon verið stefnu sinni trúr. Það er hinsvegar meira en hægt er að segja um svokaliaöa skoðanabræður hans á þingi. Fyrir vikið hefur þessi galvaski og herskái þingmaður staðið einn, eins og Skarphéðinn forðum. Og ekki nóg með það. Hann hefur veriö þagaður í hel. Þaö berast tómahljóð neðan úr þingi þegar flokkur hans er inntur eftir svörum um afstöðu til þeirra mála sem Eyjólfur berst fyrir. Sjálf- ur hefur hann lýst þessu þagnar- bandalagi meö einu orði: dauða- þögn. Lengi vel átti Eyjólfur Konráð óhægt um vik. Hann var kallaður vikapiltur Geirs Hallgrímssonar fyr- ir þá sök að hafa verið ritstjóri á Morgunblaðinu og einka- og æsku- vinur Geirs í órofa tíð. Vinskapinn fékk hann endurgoldinn með því að sitja úti í kuldanum, þar sem Geir átti hann vísan án þess að rétta litla putta fram. Hann galt vináttunnar af því að formaðurinn var of upptekinn við að bjarga sjálfum sér. Hann galt pólitísks frama í þingsæti við hlið Pálma Jónssonar fyrir norðan sem ávann sér vinsældir einmitt fyrir það að óhlýðnast Geir og forystu hans. Eyjólfur varð frægur fyrir hrútinn, þegar hann bauð sláturhúsi kaupfé- lagsins á Sauðárkróki birginn meö því að leiða sjálfur hrútinn til slátr- unar og ryðja þannig brautina. Sum- ir héldu því fram að Eyjólfi en ekki hrútnum hefði verið slátrað í þeim pólitiska darraðardansi. En annað hefur komið í Ijós. Ýmsir stjórn- málamenn hafa verið leiddir til slátrunar á undanförnum árum og eru raunar löngu aflífaðir þótt þeir gangi enn sem lifandi lík um þing- sali. En ekki Eykon. Hann berst fyrir sannfæringu sinni af hólfu meiri krafti en fyrr. Nú er hann laus við líkin úr lestinni. Nú getur hann spriklað að vild. Spriklið í Eyjólfi Konráð hefur aftur á móti valdið vandræðum í herbúðum flokksins. Vandamáliö er í því fólgið að Eykon hefur skoðun. Hann er á móti SÍS. Það þykir ekki góð latina. Sjálfstæðismenn mega ekki vera vondir við SÍS þegar Sjáifstæðis- flokkurinn er i stjórnarsamstarfi við hið pólitíska útibú SÍS. Þess vegna verður að þagga nlður í Eyjólfi eða þegja hann i hel. Nú máttl sjá það í Morgunblaðinu í gær að einn annar sjálfstæðismaður vUl gerast bandamaður Eykons. Það er Guðmundur H. Garðarsson. Guð- mundur hefur verið með annan fót- inn inni á þingi í vetur og hefur marga hildi háð á stjórnmálavellin- um. Hann hefur sömuleiðis átt erfitt uppdráttar i pólitikinni því Guðmundur hefur eins og Eyjólfur álpast tU að hafa skoðanir. Það telst til sérvisku. Hins vegar verður það að teljast nokkuð hallærislegt fyrir stóran flokk eins og Sjálfstæðisflokkinn þeg- ar það þarf sérvitringa til að koma stefnu hans á framfæri. En tímarnir breytast og f lokkarnir með. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.