Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDÁGÚR6: JÍINÍ1984. 35 Heimild er tii að verja aiit að fimm milljónum króna i ár i opinbera styrki (// þeirra sem annast sjúkraflug. Sverrir Þóroddsson telur þessa styrkveitingu óþarfa. Úthlutun fjárveitinganef ndar á styrkjum til sjúkraf lugs þykirskrýtin: Þrír styrkhafar án flugrekstrarleyfis lis tJthlutun fjárveitinganefndar Alþingis á styrkjum til sjúkraflugs hefur vakið athygli. Sumum þykir vondur fnykur af málinu sökum þess að í hópi styrkþega eru aðilar sem ekki hafa flugrekstrarleyfi en eru um leið sagðir góðir vinir þingmanna í fjárveitinganefiid. Þannig tengir Þjóðviljinn styrk- veitingu til aðila í Vestmannaeyjum vinskap þeirra við Áma Johnsen og framsóknarþingmaðurinn Þórarinn Sigurjónsson er bendiaöur við styrk- veitingu til manns í Vík í Mýrdal. Alþingi hefur í ár ákveðið með fjárlögum framlög til sjúkraflugs með tvennum hætti. Annars vegar er heimild til að úthluta f jórum milljón- um króna. Hins vegar er ein milljón krónur bein f járveiting. Af fjögurra milljón króna heimild- inni heftir verið ákveðið að verja tveimur milljónum króna; einni milljón króna til Flugfélags Norður- lands og einni milljón króna til Flug- félags Austurlands. Tveimur milljónum er óráðstafað. Fjárveitinganefiid skipti beinu f járveitingunni á fundi sínum 17. maí síðastliðinn þannig; Flugfélagið Ernir á Isafirði fékk 600 þúsund krónur. Valur Andersen í Vest- mannaeyjum fékk 200 þúsund krón- ur. Reynir Ragnarsson í Vik í Mýr- dal fékk 40 þúsund krónur. Eyjaflug fékk 40 þúsund krónur. Oráðstafað er 120 þúsund krónum auk tveggja milljóna króna af heimildinni fyrr- greindu. Flugrekstrarleyfi er forsenda þess að menn megi stunda atvinnuflug hérlendis. I hópi styrkþeganna eru þrír aöilar sem ekki hafa slil'.t leyfi:Valur Andersen, Reynir Ragn- arsson og Eyjaflug, sem hætti rekstri í apríl 1983 eða fyrir rúmu ári. Færu þessir þrír aðilar að stunda sjúkraflug væru þeir um leið að ger- ast brotlegir við lög, samkvæmt upp- lýsingum sem DV fékk frá Grétari Öskarssyni, yfirmanni loftferðaeftir- lits Flugmálast jórnar. Grétar tók þó fram aö gera yrði mun á sjúkraflugi og neyöarflugi. I neyð væri verjanlegt að fara út fyrir ramma laganna. Um slíkt gilti neyðarréttur. Hins vegar væri s júkraflug ekki alltaf neyðarflug. Pétur Einarsson flugmálastjórí sagði að sjúkraflugsstyrkveiting hefði ekki á neinn hátt farið í gegnum Flugmálastjóm. Hann vildi því ekki tjá sig um málið. „Fyrir mig sem embættismann er erfitt að segja eitt- hvað um verk stjómmálamanna,” sagði flugmálast jóri. Valur Andersen starfar sem smið- ur í Vestmannaeyjum en hefur flogiö í tómstundum sínum. Reynir Ragnarsson er lögreglumaður í Vík í Mýrdal. I sveitarstjórnarkosningun- um 1982 var hann efstur á lista fram- sóknarmanna. Hann er einkaflug- maður. Bjarni Jónasson, sem rak Eyjaflug, starfar nú sem málari. -KMU Ég er enginn „money- maker'" fyrir vinina — segir Árni Johnsen alþingismaður „Dylgjum um að ég sé einhver „moneymaker” fyrir vinina vísa ég til föðurhúsanna,” sagði Ámi Johnsen alþingismaður. „Frétt Þjóðviljans um þetta mál er skrifuö í þeirra stíl og ekkert við því að segja. Hún er skrifuð af ein- hverjum annarlegum sjónar- miðum,” sagðiÁmi. Árni kvað það ekkert launungar- mál að hann hefði lagt til í f járveit- inganefnd að bæði Valur Andersen og Reynir Ragnarsson fengju styrk. Þjóðviljinn hefði hins vegar gefið í skyn að Þórarinn Sigurjónsson hefði átt hlut að máli varðandi Reyni. „Reynir Ragnarsson hefur í neyðartilfellum sinnt flugi á eigin flugvél í Vík í Mýrdal. Hann hefur einkaflugmannspróf. Hann er hins vegar á stóra svæði, sem Skaftafells- sýslur eru, sem oft er einangrað. Hann hefur í mörgum tilvikum hjálpað til í neyð og flutt fólk þegar vegir hafa verið tepptir. Um langt skeið hefur verið staösett í Vestmannaeyjum flugvél til sjúkra- flugs. Síðan Eyjaflug hætti í fyrra Árni Johnsen alþingismaður. hefur engin slík vél verið staðsett í Eyjum. Hins vegar var Valur Andersen, sem hefur atvinnuflugmannspróf, hvattur til þess að fá sér stærri vél til að geta sinnt þessu. Til þess var sjúkraflugsstyrkurinn til Eyja færður yfir til hans með því skilyrði að hann fengi sér stærri vél,” sagði Ámi. Hann sagði að Valur hefði reynsluna. Hann ætti og flugskýli í Vestmannaeyjum. Nefndi Ámi að í Helliseyjarslysinu hefði Valur verið búinn að leita úr flugvél sinni í klukkustund áður en önnur leitar- flugvél kom á vettvang. Álþingismaöurínn sagöi að sjúkra- flugvél staösett í Vestmannaeyjum kæmi ekki aöeins íbúunum að gagni heldur einnig hinum stóra flota, sem jafnan væri á veiðum í nágrenni eyjanna. Hann sagði að bæjarstjórn Vestmannaeyja og yfirlæknir skurð- deildar sjúkrahússins í Eyjum hefði mælt með því að Valur Andersen tæki að sér sjúkraflug. Arni Johnsen sagði að Valur hygðist sækja um flugrekstrarleyfi. Um styrkinn til Eyjaflugs sagði Ámi að hann væri veittur vegna flugs þess félags á siðastliðnu ári. -KMU. Þetta er spill- ingog ekkert annað segir Sverrir Þóroddsson f lugrekandi „Þetta er bara spilling og ekkert annað,” sagði Sverrir Þóroddsson, sem rekur flugleigu í Reykjavík, um úthlutun fjárveitinganefndar Alþingis á sty rk jum til s júkraflugs. „Styrkir til sjúkraflugs eru della. Það er algjör óþarfi aö styrkja þetta. Menn fá greitt fyrir sjúkraflug eins og hvertannað flug. Mér sýnist að þama séu stjórnmála- menn að kaupa sér atkvæði úti á landi. öðruvísi botna ég ekkert í þessu. Tveir menn í Vestmannaeyjum, sem hafa ekki einu sinni flugrekstrarleyfi frá loftferðaeftirlitinu, fá styrk. Annar þeirra, Bjarni Jónasson, hætti flug- rekstri fyrir mörgum mánuðum. Hinn er einhver Valur Andersen. Hann er sagður eiga einkavél. Ég veit ekki til þess aö hann hafi leyfi né kunnáttu til þess að stunda sjúkraflug,” sagði Sverrir Þóroddsson. Leiguflugfélag hans hefur á undan- fömum árum verið einn stærsti aðilinn í sjúkraflugi hérlendis. Flugmenn fyr- irtækisins standa vakt allan sólar- hringinn reiöubúnir í neyðar- eða sjúkraflug. „Við höfum aldrei fengið grænan eyri í styrk enda væri það óþarfi og óeðlilegt. Við fáum greitt fyrir sjúkra- flug. Eg öfunda ekki þá menn sem fjár- veitinganefnd styrkti. Þessir menn ættu að endurgreiða peningana. Það er verið að komast yfir f jármuni á röng- um forsendum. Það er óeölilegt að svona nokkuð skuii koma fyrir. Maður á bágt með að trúa því að ábyrgir menn í fjárveitinganefiid skuli láta þetta fara í gegn,” sagði Sverrir. KMU Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis á ísafirði. Það drýpur smjör af hverju strái — segir Hörður Guðmundsson, f lugmaður á ísafirði, sem fékk 600 þúsund króna styrk f rá f járveitinganef nd „Reksturinn gengur mjög vel. Þaö drýpur smjör af hverju strái,” sagði Hörður Guðmundsson, flugmaður og framkvæmdastjóri Flugféiagsins Ernis á Isafirði er DV spurði hann hvemig fyrirtækið gengi. Hörður sagði að hagnaður hefði verið af rekstrinum allt siöastliöið ár. „Reksturinn er farinn að skUa vel upp í fjármagns- kostnað. Það þökkum við efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar, stöðugu verðlagi og stööugu gengi. ’ ’ — Er þá engin nauðsyn fyrir félagið aö fá 600 þúsund króna styrk tU sjúkra- flugs eins og fjárveitinganefnd hefur ákveðið? , ,Það er full þörf á því. Flugvélar á Vestfjörðum era átta nánuöi á ári notaðar eins og sjúkrabUar. Við förum á hverju ári á annað hundrað sjúkra- flug. Þessi styrkur er eins konar viður- kenning á því starfi. Yfirlæknirinn hér á Isafirði segir okkur að flugvél á flugvellinum, tUbúin til sjúkraflugs, sé á við að hafa fjölda sérfræðinga í vinnu. Ríkið sparar mUljónatugi árlega á því að hafa flug- félag á staönum til aö sinna þessari þjónustu. Fyrir einu eða tveimur árum bar ég saman styrki ríkisins tU sjúkraflugs og kostnað við eitt sjúkrarúm á Borgar- spítalanum í Reykjavík. Þá fór helmingi lægri upphæö tU sjúkra- flugsins heldur en eitt sjúkrarúm kostaði á heUu ári. Það kæmi mér ekki á óvart þótt munurinn væri svipaður núna,” sagði Hörður. Kostnaður við sjúkraflug er greiddur af Tryggingastofnun ríkisins. Sjúklingurinn greiðir einnig visst gjald. Hörður Guömundsson var spurður hvort þessar greiðslur nægðu ekki: „Þær duga í sjálfu sér engan veginn.Það er ekki hægt að byggja rekstur á sjúkraflugi.” —Sverrir Þóroddsson telur óþarft að styrkja sjúkraflug. „Hann er Uka með miklu stærra markaðssvæði. Aðalverkefni Sverris er leiguflug. Hann getur skotist í eitt og eitt sjúkraflug. Sjúkraflug hjá félögum úti á landi, okkur, Flugfélagi Norður- lands og Flugfélagi Austurlands, er miklu stærri hluti af heildarverkefnum en hjá þeim í Reykjavík,” sagði Hörður. Hann var spurður um álit sitt á styrkveitingu til aðila í Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjum: ,4Sf farið er aö veita styrki til einka- flugmanna, eins og mér skilst að sé í dæminu með Vík, þá finnst mér þetta komið úr öllum böndum. Til sjúkra- flugs þarf þrautþjálfaða menn sem þekkja vel aðstæður og hafa full- komnar vélar. Svona hluti verður að gera í fúlustu alvöru. Sjúkraflug er enginn leikaraskapur. Era þessir menn með bakvakt? Er hægt aö kalla þá út á nóttunni í blindflug? Það þarf menn með full réttindi til blindflugs og flugrekstraraðila,” sagði Hörður. —KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.