Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd I annaö sinn hefur vísindamönnum tekist aö láta góriilu ala afkvæmi eftir tæknifrjóvgun. GORILLA ÚL AFKVÆMIEFTIR TÆKNIFRJÓVGUN I Ástralíu fæddist fyrir skömmu górilluapi eftir aö móöirin hafði veriö tæknifrjóvguö. Er þetta í annað sinn sem górilla hefur aliö afkvæmi sem getiö hefur veriö með þessum hætti en fyrsta tilfeliiö átti sér staö í dýra- garöi í Memphis í Bandaríkjunum áriö 1980. Nú er unnið að því aö kenna górill- unni að hafa afk væmi sitt á brjósti en það hefur gengið erfiðlega hingað til. Hefur afkvæminu verið gefin mjólk úr pela. Nýstárlegum aðferöum er beitt við kennsluna því fengin var móðir sem er með barn sitt á brjósti til að kenna górillunni réttu handtök- in. Ástralskir vísindamenn binda miklar vonir við tæknifrjóvganir á dýrum og telja það geta skipt sköp- um í baráttunni gegn útrýmingu ým- issa dýrategunda. Fyrsta górilluaf- kvæmið sem fæddist eftir tækni- frjóvgun lifði aðeins í fimm daga. Belgískur ríkis- borgari líflátinn í Sovétríkjunum Sovétmenn hafa liflátiö 70 ára gamlan Belga, sem verið hefur í fangelsi í Sovétríkjunum frá árinu 1968, að sögn belgíska utanríkis- ráðuneytisins. Belginn — Yermak Lukianov — var dæmdur til b'fláts fyrir stríðsgiæpi í síðari heims- styrjöldinni. Lukianov er sovéskur aö uppruna en var veittur belgískur ríkisborg- araréttur árið 1967. Hann heimsótti Sovétríkin árið 1968 og var þá hand- tekinn og ákærður fyrir landráð og fyrir samstarf við nasista. Lukianov var í mörg ár í haldi á geðsjúkrahúsi íSovétríkjunum. Amnesty Intemational, belgískir þingmenn og Evrópuráðið höfðu í mörg ár reynt aö fá Lukianov fram- seldan tii Belgiu en án árangurs. Belgíska utanríkisráöuneytið hefur mótmælt aftökunni og gagnrýnt harðlega „óbilgjama afstöðu” sov- éskra stjómvalda í málinu. Hommar í Québec vilja rannsókn á ofbeldi lögreglu Samtök homma í Québec-fylki i Kanada hafa krafist þess að stjórn iandsins láti rannsaka árás lögreglu á ölstofu homma þar sem 188 voru handteknir. Umrædd árás átti sér stað sl. laugardag og segja hommar að þar hafi lögreglan misbeitt valdi sínu. Samtök homma saka yfirvöld einnig um að hafa beitt sér fyrir að- gerðum gegn hommum fýrir heim- sókn Jóhannesar Páis páfa annars til Montreal í september síöastbðnum. Svipaðar árásir hafa áður átt sér staö á hendur hommum fyrir ýmsa stórviðburði, svo sem heimssýning- una 1967 og ólympíuleikana 1976 í Montreal. Ráöist inn í musteri sikka Snemma í morgun bárust fréttir af því að indverskar hersveitir hefðu ráðist inn í hiö gullna musteri sikka i Amritsar en talsmaður ríkis- stjórnarinnar neitaði því. Heimiidirnar greindu að Harchand Singh Longowal, foringi sikka í musterinu, hefði gefist upp eftir að hersveitir komu inn í musterið. Indverska fréttastofan PTI skýrði einnig frá því að Longowal hefði gefist upp. En tals- maöur stjórnarinnar neitaöi því einnig. „Enginn af helstu leiðtogum sikka hefur gefist upp,” sagði hann. Fréttir frá Amritsar í gærkvöldi hermdu aö hersveitirnar heföu þá itrekaö hvatt öfgamennina innan musterisins til þess aö gefast upp áður en þeir réðust í gegnum vamir þeirra. Bardagar voru þá sagðir standa enn. Samkvæmt sömu heimildum höfðu hersveitir einnig ráöist inn í annaö musteri sikka í Patiala í Punjab í gærkvöldi. Þar var sagt að a.m.k. 22 hefðu falhð í átökunum. Meira en sjö hundruð manns hefðu verið handtekin víðs vegar um ríkið í atlögunni að óróaseggjum úr röðum sikka og mikið magn vopna og skot- færa hefði verið gert upptækt. Yfirvöld í Nýju Deh hafa sett bann á allan fréttaflutning frá Punjab þar sem herskáir sikkar berjast fyrir’ sjálfstjórn. Börn meö mæörum sínum fylgjast meö kúbönskum hermanni í Angóia. 150 þúsund Kúbumem hafa dvalið í Angóla Um þaö bil 150.000 Kúbanir hafa gegnt herþjónustu í Angóla á síðast- liðnu ári. Þessar upplýsingar gaf Isidora Malmierca, utanríkisráðherra Kúbu, á fréttamannafundi í Stokkhólmi í síöustu viku. Sagði hann jafnframt að ekki kæmi til greina að Kúbumenn hættu hemaðaraðstoð við Angóla á meðan ,,Suöur-Afríka ógnar friöi og öryggi landsins”, eins og hann orðaði það. Malmierca fór einnig hörðum orðum um Bandaríkjamenn og sakaði þá um heimsvaldastefnu. Bandaríkjamenn og Suður-Afríku- menn hafa margoft krafist þess að Kúbumenn fari frá Angóla og hætti af- skiptum af málefnum Namibíu. EFNIEFTIR ORWELL KOMIÐ í LEITIRNAR Fundist hafa í skjalasafni í London yfir 60 útvarpshandrit og mörg bréf sem skrifuð voru af rithöfundinum Ge- orge Orweil. Fyrir fjörutíu árum týnd- ist þetta efni vegna rangrar skjala- færslu. Var það aðdáandi Orweils, Wilham West, sem fann skjöhn i skjalasafni bresku útvarpsstöðvarinn- arBBC. Breska blaðið The Times skýrði ný- lega frá fundinum og sagði útvarps- handritin samin á árunum 1941 og 1942 en þá vann Orwell við BBC. Sagði blað- ið að handritin gæfu góða mynd af lífi Orwells í London á stríðsárunum og jafnaði þeim viö týndan hlekk í rituð- um heimildum um hf manna á þessum árum. Orwell iést árið 1950 og er kunnastur fyrirbóksína „1984”. Fundist hefur f jörutíu ára gamalt efni eftir breska rithöfundinn George Orwell sem týndist vegna rangrar skjalafærslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.