Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI1984. 11 Eisenhowerá tali við menn sina. Hann tók mikla áhættu sem heppnaðist. Erwin fíommel hafði haldið til Þýskalands til að halda upp á af- mæli konu sinnar. Þrátt fyrir erfiðleikana sem við var að etja var 18 þúsund manna herlið Bandaríkjamanna komið á land í Omaha um miðjan morgun og Þjóðverjum hafði ekki tekist aö gera alvarlega gagnárás. Síödegis höföu bandarískir landgöngumenn í Utah og Omaha náð fram hver til annars á mjóu belti þar sem þeim hafði tekist aö brjótast gegn um varnir Þjóðverja. Innrás Breta hófst hálfri klukku- stund síðar en innrás Bandaríkja- manna. Landgangan var svipuð en bresku sveitirnar voru að sumu leyti betur útbúnar. Þjóðverja grunaöi fyrst að meiri- hóttar aðgerð væri í uppsiglingu er þeir túlkuðu sendingu BBC-útvarps- stöðvarinnar til frönsku neðan- jarðarhreyfingarinnar. A grundvelli þeirra frétta voru þýsku sveitirnar í París settar í viðbragðsstöðu en sveit- imar í Normandí fengu enga viðvörun. Þegar sveitir bandamanna höfðu gengið á land höfðu sveitir fallhlífarher- manna séð til þess að strandlengjan var í raun einangruð frá öömm hlutum Frakklands. Liðsflutningar Þjóðverja til strandar voru því illmögulegir og hin misheppnaða málamiðlun milli sjónarmiða von Rundstedts og Romm- els gerði það að verkum að skriðdreka- sveitir Þjóðverja komu aö litlu gagni. Flugher Þjóðverja var og nánast úr leik vegna stöðugra loftárása banda- manna fyrir innrásina. Því áttu flug- menn bandamanna næsta auðvelt með að sprengja brýr og vegi til að koma í veg fyrir liðsflutninga Þjóðverja. Þjóðverjar neituðu að trúa hinu rétta Fimmtándi her Þjóðverja var staðsettur í norðurhluta Frakklands, Belgíu og Hollandi en sú trú Þjóðverja að Pas de Calais yrði aðaltakmark innrásarmanna kom í veg fyrir að hann kæmi á vettvang. Blekkingastarf bandamanna hafði skilað árangri. Þjóðverjar héldu áfram að trúa því að annar her, undir stjóm Pattons hers- höfðingja, biðií Bretlandi. Eftir hálfan mánuð sannfærðist von Rundstedt loks um að aðalinnrásin væri í Normandí en ráðamenn í Berlín héldu áfram aö árás yrði gerö á Pas de Calais og neituðu að láta af hendi her- sveitir frá norðurhéruðum Frakk- Siðustu mánuðina fyrir innrás Bandamanna í Normandí var London og raunar allt Suður- England heimamönnum eins og ókunnar slóðir. Þar mátti greina ýmsar tegundir einkennisbúninga svo sem franska, norska, belgiska, tékkneska, hollenska, pólska og svo að sjálfsögöu bandaríska og breska. Um þaö bil ein og hálf milljón banda- riskra hermanna dvaldi á Englandi þessa siðustu mánuði. Það var ekki vandræðalaust að koma öllum þessum mannsöfnuöi fyrir, en Bret- ar bmgðust vel við og þúsundir þeirra tóku hermennina inn á heimili sin. Tyggjóið var framandi Auk einkennisbúninganna var ýmislegt fleira sem vakti athygli heimamanna og var þeim nýstárlegt og átti það aöaliega viö háttsemi •bandarisku hermannanna. Margir Bretar höfðu á þeim tima aldrei séð svertingja og tyggigúmmíið var þeim framandi. Sú saga gekk í London á þessum tíma að sliku magni af tyggjói hefði verið fleygt í Um það bil 60.000 breskar konur giftust bandariskum hermönnum sem \dvöldust á Englandi vegna innrásarinnar i hlormandi. lands. Hitler skipti ekki um skoðun fyrr en í ágúst og þá var allt um sein- an. Þar sem ekki reyndist unnt aö veita hersveitunum í Normandí stuðn- ing var ekki annaö að gera en reyna að verja þau svæði sem enn voru ekki töp- uð. Þjóðverjar héldu og velli lengi vel í Cherbourg og öðrum hafnarbæjum en endalokin voru óumflýjanleg og sann- aðist þar sú skoðun Rommels að ef her- ir bandamanna yrðu ekki stöðvaðir strax í flæðarmálinu yröi framsókn þeirra illviðráðanleg. -GAJ. Von fíundstedt. Ágreiningur hans við fíommel varð afdrifarikur. Heppileg mistök! Landgöngumenn á Utah-strönd mis- reiknuðu sig um næstum tvo kíló- metra. Það reyndist þó hin mesta heppni því vamir þar voru minni og aðstæður auðveldari viö að eiga heldur en á þeim staö sem upphaflega hafði verið ákveðinn. gosbrunnana á Trafalgar torgi að dúfumar væru farnar að verpa gúmmieggjum. Skortur á nauðsynj- um og munaðarvörum ýmsum var mikill í London eftir hörmungar und- anfarinna ára og hafði þessi tæplega árslanga dvöl bandarískra her- manna á Suður-Englandi ýmis góö áhrif að þessu leytinu. Hermennirnir höfðu ýmsar vömr meðferöis og að auki bættust við um það bil tvær milljónir nýrra neytenda. Bretar minnast þessara bandarísku her- manna sem vingjamlegra og hjarta- hlýrra manna og þóttu þeir einkar bamgóðir. Ekki voru þó allir á sama máli um ágæti þessarar heimsóknar. William D. Kendall, þingmaður Granthams, sem er smáborg skammt frá Nottingham, sagöi í ræðu í breska þinginu að ungum stúlkum væri ekki óhætt á götum borgarinnar án sérstakrar verndar og að banda- rísku hermennimir hefðu í frammi ósiðlega háttsemi á götum úti. Sjálf- sagt hefur þessi ótti breska þing- mannsins ekki verið ástæðulaus og vitaskuld hefur eins árs heimsókn um það bil tveggja milljóna erlendra karlmanna haft ýmsar afleiöingar sem Bretar töldu ekki æskilegar. Þó er ljóst að aðrir höfðu síður en svo áhyggjur af þessu og allra síst þær 60.000 bresku konur sem giftust bandarískum hermönnum á þessum tíma. Krossgátur vekja ótta Þegar líða tók að innrásardeginum var loft lævi blandið meðal hermann- anna. Ekkert mátti fara úrskeiðis og mikið var lagt upp úr aga og her- mönnunum var stranglega bannað að tjá sig nokkuð um tilgang dvalar sinnar. Á veggspjöldum sem hengd voru upp í herbúðunum mátti lesa slagorð eins og „kæruleysislegt tal getur kostað mannslíf”. Sagan segir aö bandarískur höfuðsmaður sem gerst hafði sekur um að lýsa því yfir í veislu aö innrásin færi fram fyrir 13. júní hefði verið lækkaður í tign og sendur heim til Bandaríkjanna. Var þetta gert samkvæmt skipun frá Dwight Eisenhower. Smæstu atvik gáfu tilefni til tor- tryggni. A því fékk Leonard Dawe, breskur eðlisfræðikennari, að kenna. I aukavinnu samdi hann krossgátur fyrir Daily Telegraph. I krossgátum hans höfðu komið fyrír ýmis orð sem gegndu lykilhlutverki varðandi innrásina. Voru það dulmálsheitin Utah, Omaha, Neptune og Overlord. Leonard Dawe var yfirheyrður af Scotland Yard og tók langan tíma að sannfæra lögregluna um að hér væri aöeins um tilviljun að ræða. Þegar líða tók að innrásardeginum 6. júni hurfu hermennimir í æfinga- búðir og breskur almenningur varð ekki meira var við dvöl þeirra Æfingabúðimar sem voru á suður- strönd Englands vom afgirtar og þess var vandlega gætt aö þeir sem ekkert erindi áttu væru ekki þar á sveimi. Bandamenn höfðu lagt mikið undir og smávægileg mistök gátu haft hræðilegar afleiðingar og jafn- vel skipt sköpum um úrslit stríðsins. -GSG Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson og Gunnlaugur S. Gunnlaugsson DÚFURNAR VORU SAGDAR VERPA GÚMMÍEGGJUM ELDI” en Bandarikjamenn, undir forystu Eis- enhowers, réöu ferðinni. I raun og veru var um það að ræða að Bandaríkin væru að frelsa heila heimsálfu úr ánauð. Hér var nokkurs konar endur- lausn á ferðinni, endurlausn svipuð og í kristnum skilningi. Hinn gamli heimur hafði um aldir streymt í vestur til að byggja nýja heiminn. Nú sneri nýi heimurinn aftur til að endurleysa þann gamla. Ef það hefur á stundum vottað fyrir messíönskum tón í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna þá á hann, a.m.k. aö hluta til, upphaf sitt við i Normandí. Bandaríkin gáfu sína Fjölmargir gamlir hermenn eru komnir til Normandi til að rifja upp kynni sín af innrásinni þar fyrir fjörutiu árum. Breskir hermenn ganga á landá Juno-strönd. „einkasyni” til endurlausnar hinni 'föllnu Evrópu sem var ofurseld valdi raunverulegs Satans með lítiö yfir- varaskegg. Þegar Bandaríkin hafa síðar reynt að frelsa önnur lönd, eins og til dæmis Suður-Víetnam frá illu, þá hefur það ætið þótt vafasamara. Stríðið í Víet- nam fékk meira að segja ýmsa Banda- ríkjamenn til að trúa þvi að þeir væru þar sjálfir fulltrúar hins illa. -GAJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.