Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. JUNt 1984., Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Konungleg Kímnigáía Heimildarmenn í Buckinghamhöll herma aö Karl Bretaprins kvíði hverjum afmælisdegi. Ástæður þessa eru margflóknar og eiga sér djúpar rætur, en sú helsta er sögð vera kímni- gáfa Diönu prinsessu sem ku vera enn undarlegri en kímnigáfa prinsins. Eins og þeir vita sem fylgjast grannt, með þessurn málum þá er Karl prins að fá skalla. Flestir venjulegir karl- menn taka því mjög þunglega þegar hárum fer að fækka og segja „vinir” hans að hann sé engin undantekning hvað það varðar. Það er einmitt hér sem hundurinn liggur grafinn. Prins- essan veit ekkert skemmtilegra en að hæðast að skallanum sem hrjáir mann hennar. Karl er sagður hafa tekið þess- um háðsglósum karlmannlega, þ.e. gnist tönnum og sparkaö í hundinn sinn. Prinsessan sá sér leik á borði þegar að afmælisdegi Karls kom til að núa salti í sárið. Karl er sagöur hafa búist við einhverju skemmtilegu í afmælis- gjöf, eins og trefli eöa haglabyssu. En afmælisböm verða oftast fyrir von- brigöum. Karl reif pakkann og tætti, en það eina sem hann f ann var hárkolia. Hann glotti út í og er sagður hafa sagt: „En sætt.” Ekki verður hér látið staðar numið því að fleiri frásagnir eru af undarleg- um atburðum í BuckinghamhöU. Eins og alkunna er þá eru blaðaljós- myndarar sérstaklega aðgangsharðir við hjónin og vUja þau fyrir alla muni losna við það að vera mynduð í bak og fyrir hvert sem þau fara. Karl var bú- inn að velta því fyrir sér lengi hvernig best væri að sleppa undan ljósmyndara- skaranum sem jafnan fylgir þeim hjónum. Díana er þá sögð hafa hnippt í mann sinn og afhent honum Utinn pakka sem innUiélt dulargervi það sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Taldi hún hann á að nota það næst þegar hann færi út úr húsi, því að hann væri alveg óþekkjanlegur þegar hann setti það upp. Karl gat ekki annað en trúað konu sinni og arkaði út í gervinu. Karl var varla kominn út úr húsi er ljósmyndarar féUu hver um annan þveran, organdi af hlátri og tóku síöan aö smella af í gríð og erg. Karl horfði á þá í skamman tíma en sneri síöan við hnugginn á s vip og lotinn i herðum. Fyrir skömmu átti sér stað merkis- viðburður sem nú er gleymdur og graf- inn, en við þaö tækifæri færði Díana KarU lítinn pakka. Hann opnaöi hann með varfærni og bjóst við hárkoUu. MUtið var hann undrandi er hann sá aö í pakkanum var fagurlega skreyttur gullpenni. Karl varð bæði glaður og hrærður, loksrns hafði hún gefiö honum eitthvað nytsamlegt. Ekki er allt sem sýnist. Nokkru eftir þetta átti Karl f und með nokkrum ráðherrum og átti hann að undirrita mUtUvæg skjöl sem vörðuðu heUl og hamingju samveldisins. KarU var afhentur skjalabunkinn og sat, hann sveittur við að undirrita. Að hálf- tíma Uðnum stóð hann upp, ánægður með aö hafa lagt sitt af mörkum og bjóst til brottferðar. Ráðherrana I kvaddi hann með virktum, sté upp í RoUsinn smn og brunaði af stað. BíUinn var varia kominn út úr hUö- inu er herskari manns kemur hlaup- andi á eftir, baðandi út öllum öngum, og var Karl beöinn að snúa við. Undrandi gekk hann rnn í herbergið þar sem hann hafði undirritað skjölin, og bunkinn var á sfaum stað. Hann varö enn undrandi þegar honum voru sýnd skjölfa. Nafn hans var hvergi sjáanlegt. Karl stóð um stund og klór- aði sér í skaUanum en varö síðan dap- ur á svip. Ráðherrar og aðstoðarmenn sáu þegar hann tók pennann guU- skreytta upp úr vasanum, velti honum fyrir sér stutta stund en lét hann síðan detta í ruslafötu sem stóö þar hjá. Þegar menn rannsökuðu eftir á hverju þetta sætti þá kom í ljós að í pennanum var blek sem hefur þann eiginleika að það gufar upp tíu mínút- um eftir að þaö er komiö á blaö. Hér sést Karl reyna að gabba Ijósmyndara i dulargervinu snilldarlega sem. minnst er á i greininni. Fóstn” eða Undanfarin ár hefur það vakið at- hygli að konur sækja nú í síauknum mæli í störf sem köUuð hafa verið hefð- bundfan karlmannsstörf. Þróunin hefur efanig verið í þá áttfaa aö karl- menn sæki i störf sem konur hafa efa- göngu unnið við. Skemmst er aö mfan- ast þess að fjölmargir karlmenn hafa lært hjúkrunarfræði, og undanfarfa ár hafa nokkrir karlmenn útskrifast úr Fósturskóla Islands. Skólanum var sUtið 30. maí síðastUð- inn og útskrifuðust 61 kona og 2 karl- menn. Þeir heita Sigfús Aöalsteinsson og Jón Ottar Karlsson. Við spurðum Sigfús að því hvers vegna hann hefði farið í þetta nám. „Ja, þetta er erfiö spumfag,” sagöi Sigfús. „ÆtU það megi ekki segja aö ástæðan sé áhugi á uppeldisstörfum og svo auðvitað áhugi á bömum. Þetta er mjög gefandi starf sem kennir manni ýmislegtumUfið.” Hvaða heiti nota þeir karlmenn sem útskrifast hafa úr Fósturskólanum? „Um það mál stendur mUtU styr um þessar mundir. Enn sem komið er hefur ekki tekist að finna heiti en nokk- ur hafa verið nefnd. Til dæmis má nefna „forskólakennari” og „leik- skólakennari”, en bæði hafa þótt bæði löng og ljót. Sumir hafa kaUað okkur karlkynsheitinu „fóstri”, en segja má að við séum sáttastir við kvenkyns- heitið „fóstra” meöan ekki er búið að finna heiti sem við getum sætt okkur við.” En starfið, er það létt og þægUegt? Aðalste>nss0n til vinstri °9 Óttar Karlss°n' jon fSlyU Fallegiren heimskir Myndarlegir karlmenn eru taldir ekki efas vel gefnir og ófriöir karl- menn. Þetta var niöurstaöa könnunar sem gerð var af tímariti nokkru í New York. I könnuninni kom fram að fólk taldi að kvenfólk ætti aö sjá um að halda sér tU en karimenn ættu að ein- beita sér að því að sýnast gáfaðir. Efanig sagði aö karlmönnum gengi betur í starfi hugsi þeir mfana um útlit- ið og leiti félagsskapar faUegra kvenna. Þá er bara að sleppa sumar- baðfau. Hagman græðir Leikarinn Larry Hagman, sem óþarfi er að kynna nánar, hefur þénaö vel á hlutverki J.R. í Dallasþáttunum. Hann hefur í lengri tíma verið hæst- launaði leikarfan sem vinnur að þátt- unum og honum hafa verið greiddar svimandi háar upphæðir fyrir minnstu viðvik. Fyrir skömmu lék hann í aug- lýsingu sem gerð var vegna DaU- asþáttanna og tók ekki nema nokkrar sekúndur. Fyrir þessa vinnu sína heimtaöi Hagman 2 mUljónir króna sem þótti sjálfsagt og eðlUegt að reiða fram. Burton róast Richard Burton þykir sem nýr maöur þessa dagana. Hann sem var vanur því hér á árum áður að haUa sér að Höskuimi sýnist hér sæll og glaður þegar konan hans hallar sér að honum. Burton var fastagestur á slúðurdálk- um blaða úti í hinum stóra heimi og var nærri búinn aö drepa sig á of- drykkju og öðru brambolti. Innan- búðarmenn hermdu á sínum tíma að hjónaband hans og konunnar SaUy myndi ekki endast lengi. En þeir höfðu grefaUega rangt fyrir sér því að Burton er orðinn hinn spakasti og er þar greinilega gott efni fyrir bí. Óhugnanlegtbros ÖUu má nú ofgera. Þegar skötuhjúin Ryan O’Neal og Farrah Fawcett mættu á frumsýnfagu myndarfanar „Biáa þruman” var auövitað reynt að brosa sínu breiðasta. Af myndfani að dæma virðist Farrah hafa reynt að brosa fyrir þau bæði en skotið yfir markið. Ryan var grefaUega lítið skemmt er konan yggldi sig í tíma og ótíma því að honum stökk ekki bros er hann leiddi hana inn í kvikmynda- húsið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.