Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI1984. 5 Fréttaljós Fréttaljós Fíknief namarkaðurinn tekur breytingum yf ir í sterkari efni: Upptækt magn amfetamíns hefur þúsund- faldast á fjórum árum Eyrarfossmálið svokallaða þar sem uppvíst varð um smygl á 700 g af amfetamíni er þáttur í uggvæn- legri þróun sem átt hefur sér stað á íslenska fíkniefnamarkaðinum undanfarin 4 ár en á þessum tíma hefur upptækt magn amfetamíns hérlendis nær þúsundfaldast. Áriö 1979 var ekkert amfetamín gert upptækt hér á landi og árið 1980 voru aðeins 1,6 g gerð upptæk. I ár er búið aö gera upptæk tæp 900 g og vitað er um dreifingu á öðrum 300 g til viðbótar. Þróunin í þessum málum sést . glögglega á eftirf arandi töflu. Ar: Upptæktamfetamín: 1979 0 1980 1,6 gr. 198 1 50,0 gr. 1982 73,6 gr. 1983 624,3 gr. 1984 tæp900gr. (Vitaö um 300 gr- í dreifingu) Upptækt magn af hassi á sama tímabili hefur nær tífaldast eins og sést á eftirfarandi töflu: Ár: upptækthass: 1979 929 gr. 1980 2858 gr. 198 1 5283 gr. 1982 6059 gr. 1983 21096 gr. Það sem af er árinu 1984 hefur hinsvegar aðeins náöst óverulegt magn, ef Eyrarfoss er undanskilinn, miöað við árið í fyrra þegar rúmlega 21 kg af hassi náöist en þar munaöi mest um stórsmyglin í október er rúmiega 16 kg náðust í tveimur skipum. „Stöðug þróun" „Það hefur orðið augljós breyting á markaðinum undanfarna mánuði og er sérstaklega áberandi hve am- fetamín hefur aukist í umferð,” sagði Gísli Björnsson lögreglufull- trúi í fíkniefnalögreglunni í samtali við DV. ,JCókaín hefur aö sama skapi einnig aukist hér, allavega höfum við orðið varir við meira magna af því í umferð en áður hefur þekkst,” sagði hann. Ásgeir Friðjónsson sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum var sömu skoðunar og sagði hann að þetta væri nú stöðug þróun yf ir í sterkari efni. Gífurlegir fjármunir í spilinu Verð á amfetamini í Hollandi er nú mjög lágt, t.d. munu þeir sem stóðu að Eyrarfosssmyglinu hafa gefið upp verðiö 14 gyllini grammið eða um 135 kr. Amfetamínið er síðan útþynnt áður en því er dreift og það selt á göt- unni hér á 2500—3000 kr. grammið. Ef þær forsendur eru gefnar að am- fetamíniö sé þynnt út þrefalt má fá til baka 80—90 falt kaupverð þess. Kókaínið aftur á móti kostar um 200 gyllini grammið í Hollandi eða um 2000 kr. Hvað fjármögnun kaupanna varð- ar hefur oft verið giskað á að okur- lánarar standi þar að baki. Gísli Björnsson sagði í þessu sam- bandi að við rannsóknir ákveðinna mála hefði komið í ljós að útveguð hefðu verið skammtímalán með mjög háum vöxtum til að standa undir kaupunum ytra... „Þá er hins- vegar ekki alltaf um það að ræða aö okurlánararnir hafi beinlínis staðið að baki kaupunum eða vitað í hvað nota átti féð,” sagði hann. Smyglað um borð í skip án vitundar skipverja? Nokkra athygli hefur vakið í Eyrarfossmálinu að ekkert bendir til hlutdeildar skipverja í því. Þetta fær staðist miðað við það sem fram hef ur komið við yfirheyrslur í málinu. Samkvæmt frásögn þeirra sem stóðu að smyglinu mun efnunum hafa verið komið um borð í Eyrar- foss í Antwerpen í Belgíu þó þau hafi verið keypt í Hollandi. Er skipiö lá við bryggju í Antwerpen voru hafnarverkamenn við vinnu í skipinu í sérstökum merktum vinnugöllum. Einn af þeim sem stóðu aö smyglinu mun hafa útvegað sér þannig vinnu- galla og farið síðan um borð sem belgískur hafnarverkamaður og komið efnunum fyrir. Hvað varðar 300 g af amfetamíni sem vitað er um dreifingu á hérlendis þá stóðu sömu aðilar að því smygli; og munu þeir hafa notað sömu aðferð við að koma efnunum um borð í skip. Breyttar aðferðir lögreglunnar I samtalinu við Gísla Björnsson kom fram aö aukinn árangur fikni- efnalögreglunnar má að stórum hluta rekja til breyttra starfsaðferða fíkniefnalögreglunnar. „Við höfum lagt minna upp úr því að eltast við neytendur og rannsaka mál aftur í timann en einbeitum okkur þess í stað að afla upplýsinga um það hvað er að gerast i þessum málum á hverjum tíma og reyna að koma í veg fyrir að fíkniefnin komist ídreifingu,” sagðiGisli. Hann vildi ekki giska á það hve mikið magn slyppi inn í landið miðað við upptækt magn, markaöurinn hér væri það lítill í sjálfu sér að stórsend- ingar á borð við þær sem náðust í fyrravetur settu örugglega stórt strik í reikninginn. „Viö höfum oröið varir viö þaö að frá áramótum hafa komið tímabil þar sem þurrð hefur verið á hassi í landinu og jafnvel hef- ur verið um það að ræða að auðveld- ara hefur veriö að útvega sér am- fetamín enhass.” Hve stór er markaðurinn? Engar vísindalegar kannanir hafa veriö gerðar á því hve stór fíkniefna- markaðurinn á Islandi er, þ.e.a.s. hve margir neytendur eru á honum, en Háskóli íslands hefur nú slíka könnun í undirbúningi. Ásgeir Friðjónsson sakadómari sagði hinsvegar að frá fíkniefnadóm- stólnum hefðu verið afgreiddar um 2000 dómssáttir frá árinu 1973 og þar fyrir utan væru kveönir upp dómar í um 40 málum á ári hjá dómstólnum. Gísli Bjömsson sagði í þessu sam- bandi að hvað fíkniefnasalana varð- aði þá væri nú í nokkrum tilvikum um skipulagða starfsemi að ræða og að ákveðnir einstaklingar virtust leggja fíkniefnasölu alfarið fyrir sig. -FRI Texti: Friðrik Indridason ORLOFS BULGAMA FERÐIR Laugardaga fré og með 30. júní til og með 15. sept. Ný, þægileg flugleið. Rogið með Flugleiðum i morgunflugi til Lúxemborgar og strax á eftir beint til Varna á Svarta hafsströnd Búlgaríu. islenskur fararstjóri: Margrét Sigþðrsdóttir, sem verið hefur mörg undanfarin ár leiðsögumaður okkar i Búlgariu, tekur á móti farþegum, skipu leggur skoðunarferðir og leiðbeinit farþeg um meðan á dvölinni stendur. Komið er um kvöldmatarleytið á hótelin (klukkan 3 timurn á undan). Rogið til baka sömu leið laugardaga. Hægt að stoppa i Lúxemborg. Allt þotuflug.Hægt er að dveljast 2, 3, 4 vikur. Við bjóðum upp á 2 hótel: Grand Hotel Varna, lúxushótel á Drushbaströndinni og Hotel Ambassador, gott hótel á ströndinni XI. Piatsatsi. Matarmiðar eru innifaldir i verði og gilda um alla ströndina. Greidd er 80% uppbót á allan gjaldeyri sé honum skipt á hótelum. Þeir sem óska geta komist í heilsuræktarstöðvarnar í Grand Hotel Varna gegn mjög vægu gjaldi og fengið þar nudd, þrekþjálfun, stundað sund innanhúss og utan og fengið alls kyns endurhæfingu vegna hjarta, lungna og taugasjúkdóma, auk gigtar- og bæklunar sjúkdóma. Nálarstunguaðferð o. fl. ótalið hér. Skoðunarferðir skipulagðar um nágrennið og til Istanbul á skipi. Við bjóðum upp á veðursælt land, ódýrt land og góða þjónustu, fæði og annað það sem þarf til að njóta sumarleyfis. Verð okkar er tæmandi, engin aukagreiðsla nema fyrir skoðunarferðir og skemmtanir, sem er ódýrt. Við veitum 50% barnaafslátt að 12 ára aldri. GÓÐAR BAÐSTRENDUR - GÓÐUR SJÓR - GÓÐ ÞJÓNUSTA - GÓÐUR MATUR - GÓÐ HÓTEL. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ. KYNNIÐ YKKUR VERÐ. ATHUGIÐ AÐ SÍMANÚMER ER BREYTT. NOKKKARSTABRKVNIHR l >1 Bl I.t.ARIl Hitastig mai jum juli agust sept okt Loft 21 23.2 28.8 28 7 24 0 20 Sjor 16.2 22 4 24,2 24.5 21 .4 16.9 Solskmstimar 13.10 14.20 13,05 12,15 10.20 9.50 Solrikir dagar 24 26 30 31 28 21 allt a Celsius Feróasknfstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoöavoo 44 - Revkiavit SÍMI68-62-55

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.