Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 15
DV< MIÐV'IKUDAGUR 6f fftJNH984. 15 „ALLT ER HRINGUR” Finnbjörn Finnbjörnsson: — Málaði heilan húsvegg á Bergstaðastræti til að auglýsa kvikmynd sina. DV-mynd GVA. Litli f iskimaðurinn er í takmörkuðu upplagi Hann er litaglaður hann Finnbjörn Finnbjörnsson, höfundur grafísku kvikmyndarinnar Innsýn, sem sýnd hefur verið í Regnboganum að undan- fömu. Enda ekki skrýtiö því faðir hans og alnafni er málarameistari og það sama má segja um afa hans, Finn- bjöm Finnbjörnsson, sem starfaði á lsa- firðL Finnbjöm er 27 ára gamall og var í heil þrjú ár að gera kvikmyndina og efni hennar skilgreinir hann á eftirfar- andi hátt: „A bak við litina og formin liggja grundvallarsannindi eins og þau að allt sé hringur, að ekki sé til bein lína, allt komi aftur, árstíðir sem annaö,” segir Finnbjöm og hefur þar með lýst hluta lifsskoðunar sinnar. Finnbjörn dvaldi í San Fransisco 1978 til 1980 og lagði þar stund á teikni- myndagerð í einkaskóla. Einnig málaöi hann hús fyrir hvem sem hafa vildi, svona líkt og faðir hans og afi höföu gert norður við heimskautsbaug. Þama úti gerði hann reyndar aðra grafíska kvikmynd sem var bæði lengri og þyngri en Innsýn og hefur þó sumum þótt hún nógu löng og þung. Staöreynd málsins er einf aldlega sú að sýningarnar hafa ekki gengið eins vel og skyldi þó að hér sé á ferðinni alger nýjung í íslensku menningarlífi. „Ætli þaö sé ekki með þetta eins og annað nýtt hér á landi, það tekur fólk svo langan tíma 'að sætta sig við fyrirbærin en ég er aftur á móti sannf ærður um aö ég fæ næga áhorfendur eftir 20 ár þegar ég dreg kvikmyndina fram úr pússi mínu. Ætli áhugaleysi almenn- ings gagnvart kvikmyndinni megi ekki helst skýra með því að ég réðst í óraun- hæft fyrirtæki. Það var alltaf verið að benda mér á að þetta gengi ekki en ég skellti viö skolieyrum og hélt áfram í heil þrjú ár þar til allt var tilbúiö. En maður lærir af reynslunni og næsta mynd sem ég geri verður styttri, hrein „action”-mynd, líklega fimm mínútur að lengd og tilvalin til sýningar sem formynd á venjulegum kvikmynda- sýningum. Eg er viss um að slík mynd mundi ganga vel, það er bara spuming hvenær ég hef fjárhagslegt boimagn til að standa i slíku. Skuldasúpan er orðin — segir Finnbjöm Finnbjörnsson, höfundur graf ísku kvikmyndarinnar Innsýn djúp og ég get litiö annað en hrært i henni á meðan aðsóknin er ekki meiri en raun ber vitni,” segir Finnbjöm og ber sig karlmannlega. Hann á þó hauk í horni þar sem er eiginkona hans, Margrét Björgólfsdóttir, en þaö er ein- mitt hún sem framleiðir morgungull, heilsufæði á heimsmælikvarða eins og sumir segja. Þau eru bamlaus og bíl- ,laus og „..ennþá fátæk”, eins og Finn- björn segir. -EIR. A vegum Listasmiðju Glits er nú verið að undirbúa útgáfu á nýjum flokki iistaverka sem gefin verða út í mjög takmörkuöu upplagi. Fyrsta verkið verður skúlptúr eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara sem nefnist Litli fiskimaðurinn. Verk- ið, sem er 32 cm á hæð, er brennt í steinleir. Aðeins verða gefin út 15 tölu- sett eintök af þessu verki og er verð á hverju eintaki kr. 14.800. Hér er því tilvalið tækifæri fyrir listaverkasafnara að fjárfesta í þessu sérstæða verki eftir þjóðkunnan lista- mann sem þekktur er fyrir verk sín úr sjávarútvegi. Umhverfisfræðsla áÞingvöllum TjaHstæöi og hjólhýsasvæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum verða opnuð þriðjudaginn 12. júnL Sama dag verður tekin upp reglubundin umhverfisfræðsla með gönguferðum alla daga vikunnar. Starfsmaður þjóðgarðsins verður staddur daglega klukkan 8.45 að morgni við hringsjá á vestari brún Al- mannagjár. Fer hann síðan með gest- um á Lögberg, norður með Köstulum, suður með öxarár heim á Þingvalla- stað. Verður sungin miðmorgunstíð í kirkjunni og siðan spjallað við gesti um staöinn til klukkan 10.30. Á föstudögum og laugardögum klukkan 14 er í boði gönguferð frá Köstulum að Skógarkoti og þaðan inn á Leira undir leiðsögn. Sömu daga klukkan 16 verður gengið frá Velland- kötlu upp Hrafnagjárhalllinn aö Klukkustíg. Einnig undir leiðsögn. Á laugardagskvöldum klukkan 20.30 verður klukkutima kvöldvaka í Þing- vallakirkju og á sunnudögum klukkan 14ferframguðsþjónustaþar. -KÞ. Skáld aðvarar kunnáttulausa „Þetta er bara meinlaus ábending, það er leiöinglegt að þurfa að fara í mál eftir á við einhverja kunnáttu- lausa menn sem hafa notaö texta mina i óleyfi til söngs, svo eitthvað sé nefnt,” sagði Stefán Hörður Grímsson skáld en í blöðum hafa birst auglýsing- ar frá skáldinu þar sem hann bendir á að engum sé heimilt.. „án þess aðhafa fengið til þess skriflegt leyfi undirrit- aðs að setja tónlist til flutnings eöa birtingar við ljóð eða annan texta eftir undirritaðan,..” Stefán Hörður sagðist ekki hafa lent í því sjálfur aö textar sínir væru mis- notaöir á þennan hátt en hann vissi dæmi þess hjá öörum og þvi bæri að líta á auglýsinguna sem fyrirbyggj- andi aðgerð. „Eg nenni ekki að hafa peninga af mönnum sem gera eitthvað íógáti,”sagðiskáldið. -EIR. Nú þegar Rannsóknarlögreglan er hætt aö leita aö fingraförum á kex- pökkunum, og búið er að henda því sem eyðilagðist í brunanum í Glæsi- bæ, þá heldur SS í Glæsibæ bruna- útsölu að Hallarmúla 4. Allur dósamatur, barnamatur, bökunar- og hreinlætisvörur og margt fleira á hlægilegu verði. Jafnvel verðið á kaffi, sykri, hveiti og öðrum nauðsynjavörum hefur verið lækkað. Semsagt full búð af vörum á ótrúlega lágu verði og það er engin lygi að segja að lækkunin sé alveg stórkostleg. Opið virka daga kl. 9-19 nema föstudaga kl. 9-20 og laugardaga 1 kl. 9-16. Reykingar bannaðar á staðnum. SLÁTURFÉLAG T>f F SUÐURLANDS HALLARMÚLA 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.