Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 12
12 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verö i’ lausasölu 25 kr. Helgarblað28 kr. Andstyggilegur óhróöur íslendingum sem öörum Vesturlandabúum gengur illa aö skilja þau mannréttindabrot, sem framin eru í Sov- étríkjunum. Þjóðfélag, sem bannar skoöana- og tjáning- arfrelsi, þarf ekki að hafa áhyggjur af lýöræðislegum kosningum og hneppir þegna sína í fangelsi fyrir þaö aö vilja vera frjálsir í oröum og athöfnum, slíkt þjóöfélag er okkur óraunverulegt og framandi. Sovétríkin eiga sér langa og merka menningarsögu, eru aö langstærstum hluta til evrópsk aö uppruna og hafa af sögulegum og félagslegum ástæöum sömu forsendur til samskonar lífsviöhorfa og aðrir Evrópubúar. Þegnar þessa stóra ríkis eiga að geta gert sömu kröfur til lýö- og mannréttinda og nú þykja sjálfsögö í öllum þróuðum og siðvæddum löndum heims. Öllum þeim, sem kynnast Sovétmönnum persónulega, er ljóst, aö Rússar eru alúðlegt, menntað og og vel upp- lýst fólk, sem tekur jafnvel mörgum öðrum þjóöum fram í einlægni og viökvæmri lund. Ögæfa þessa fólks er hins- vegar sú, aö meö uppreisn þess gegn einræði keisara- dæmisins kallaöi það yfir sig haröræöi kommúnismans. Það sat og situr uppi með þjóðfélagskerfi sem hefur reynst hálfu grimmúðlegra og harðsvíraðra en keisara fyrri alda gat nokkurn tíma dreymt um. Tilraunin meö sæluríkið sem framkvæmd hefur verið í nafni Marx og Lenins er oröin aö mesta böli, sem yfir mannkynið hefur gengið. Byltingin hefur étiö börnin sín, alræði öreiganna er í höndum fámennrar klíku og Gulag er oröið aö samnefn- ara þeirra mannréttinda, sem byltingin hefur fært fólki upp á vatn og brauð og fangelsismúra og andlegar og lík- amlegar þjáningar. Skipbrot kommúnismans er löngu ljóst, en sorgarsaga þess er sú, aö kerfið og valdið er svo vandlega brynjaö af sjálfu sér, her, lögreglu, flokki, að það getur ekki viöurkennt ósigur sinn. Þúsundir og aftur þúsundir einstaklinga í Sovétríkjun- um hafa risið upp gegn skapara sínum og boöiö honum byrginn. Ýmist hafa þeir horfiö á bak fangelsismúranna, flúiö úr landi eða látiö lífiö í gleymsku og útlegö sinnar eigin þjóöar. Einn merkasti vísindamaður Sovétríkjanna, Sakarov, og kona hans, Bonner, hafa nú um skeiö veriö helstu for- sprakkar andófsmanna í Sovétríkjunum. Sakarov hefur veriö í hungurverkfalli og kona hans er alvarlega veik og þarfnast læknishjálpar. Allur heimurinn hefur fylgst meö baráttu þeirra og andófi af samúö. Þrýstingurinn á Sovét- stjórnina um mannúðleg viöbrögð gagnvart Sakarovhjón- unum er mikill. En kommúnisminn er samur við sig. Forstokkunin er algjör. Nú um helgina barst ritstjórn DV íslensk þýðing á viðbrögðum stjórnvaldanna í Kreml, send af APN, hinni opinberu fréttaþjónustu í Sovét. Efni þessara tilkynninga er birt í blaðinu í dag, svo íslendingar geti séö þaö svart á hvítu. Hið spillta og sjúka hugarfar, sem aö baki þeim býr, verður áfram ofar okkar skilningi, en efni þeirra og orðbragö varpar væntanlega nokkru ljósi á þá hrikalegu gjá, sem skilur okkur frá hinum kommúnistíska hugsun- arhætti. Ofstækið, hatrið og ofsóknin gegn þeim Sakarov- hjór um á sér engin takmörk. Öhróðurinn er yfirgengi- legur, og þeim, sem þessa fréttatilkynningu semja, er greinilega fyrirmunað aö skilja grundvallarþýöingu þess, að einstaklingurinn hafi minnsta rétt til aö verja frelsi sitt og mannréttingi. Sovétmenn eru sjálfum sér verstir. mMbfflmmvmmi. VANDI „Landbúnaðurinn hefir verið eitt ógnvænlegasta vandamál sem komið hefur upp á siðustu árum frá þviþjóðin hafði meira en nóg að eta." vondra vandamála Vart líður sá dagur að ekki sé minnst á ýmis möguleg vandamál, bæði stór sem smá. Þegar lands- menn koma örmagna heim á kvöldin, langþreyttir á sál og líkama, blasir heimur hinna marg- víslegu vandamála við. Varla verður þverfótað fyrir þessum voðalegu vandamálum þjóðarinnar hvar sem borið er niður: í útvarpi, sjónvarpi aö ógleymdum öllum blööum og tímaritum sem mörg hver eru mál- pípur ýmissa vandamálafræðinga. Fram og aftur útlista sprenglærðir sérfræðingar vanda vondra vanda- mála. Stundum er vandamálum brugðið upp í töflur, línurit ellegar súlnarit til þess aö örþreyttir launa- þrælar þessa lands geti gert sér betur grein fyrir öllum þessum vandamálum. Verstu vandræðin eru því miður þau að sjaldan veröur meir aöhafst en að lýsa vandamálum en minna hirt um að finna raunhæfar leiöir til lausnar. Orðsins list á jafnvel til að verða á stundum tölu- vert vandamál eitt sér meðal ágætra vandamálasérfræðinga þessarar þjóðar. Vandamálin eru t.d. oft ekki nógu mikil vandamál nema þau séu orðin aö einhverjum furðulegum óskapnaöi sem fáir ef þá nokkur skilur. Þá minna þau einna mest á óteljandi öldur hafsins sem rísa og hníga aftur sitt á hvað. Nánar um vandamál Atvinnuvegir landsmanna eru eitt allsherjar vandamál frá upphafi til enda: Sjávarútvegurinn hefir verið að öllu leyti eitt allsherjar vandamál frá því að elstu menn muna. Nú hefir verið reynt að höggva á þann hnút með kvótakerfi sem ýmsum þykir fjölga en ekki fækka þeim vandamál- um sem fyrir voru. Landbúnaðurinn hefir verið eitt ógnvænlegasta vandamál sem komið hefir upp á síðustu árum frá því að þjóöin hafði meir en nóg að eta. Þótt landsmenn leggi sig alla fram við að stýfa úr hnefa heilu rollukjötsfjöllin og smjörfjöllin þá er ástandið furðu líkt í gömlu hryllingssögunum sem voru notaðar í uppeldistilgangi á ömmur okkar og afa: Góðmennið í Kjallarinn GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR gervi kóngssonar hjó hvern hausinn af fætur öðrum af illa drekanum en fyrir hvern haus sem burt fauk kom annar nýr ef þá ekki tveir eða jafnvel þrír. I staö afhöggvinna drekahausa í ævintýrunum eru komin þessi voða- legu fjöll af matvælum, sem hrannast upp í skipfarmatali. Þaö hefir verið helsta hálmstrá landbún- aðarfrömuða að pranga þessu inn á útlendinga hvað sem það kostar jafnvel fyrir einhvem óþrifnað sem Grænmetisverslun landbúnaðarins kallar kartöflur. Heyrt hef ég á skot- spónum að útlendir hafi gefist upp á að gefa svínum þessar góðgerðir, en hafi orðið harla fegnir því að geta fengið væna sneið af rollukjöts- fjallinu íslenska. I þaö minnsta er unnt að hakka þá vöru og framleiöa ágætis refafóður af, en sjálfsagt hefði verið nær að spara flutnings- kostnaö og framkvæma slíkt hér innanlands. Þegar að iðnaðinum kemur þá rísa öldur vandamálanna einna mestar, drottinn sé œs næstur! Stærsta fýr- irtæki i iðnaði, aö öllu leyti í eigu erlendra manna, gleypir til sín um og yfir 50% þeirrar raforku sem framleidd er á Islandi. Islendingar hafa síðustu áratugi verið ofur- hrifnir að fá þá náð að selja náungum þessum á spottprís í ára- raðir þessa mikilsmetnu vöru- tegund sem rafmagnið er. Til þess að framleiða rafmagn hefir þurft óhemju fjármuni sem að langmestu leyti eru fengnir erlendis frá í formi lána. Erlend lántaka vegna raf- væðingarinnar á íslandi er nú um helmingur af öllum skuldum ís- lensku þjóðarinnar og þetta hlutfall mun ekki verða Islendingum hag- stæðara ef þessi stefna heldur áfram. Nýjasti fífillinn í túni iðnaðarins er væntanleg steinullarverksmiðja sem framleiða á 10 sinnum meira en þörf er fyrir á innanlandsmarkaði. Sjálf- sagt væri nær að hafa fjölbreyttari framleiðslu t.d. er sívaxandi þörf fyrir sultarólar handa íslenskum lág- launaþrælum af sérstökum ástæö- um. Verslun og viðskipti landsmanna hafa alið af sér mörg óaðskiljanleg vandamál, bæði stór sem smá. Meginvandræöin munu einkum liggja í því að allt of margir- kaupmenn eru að selja lands- mönnum allt of mikið af vamingi í allt of mörgum og allt of stórum verslunum. Að sögn sérfróðra manna er í Reykjavík einni t.d. verslunarhúsnæði sem hjá venjulegu fólki myndi duga íbúaf jölda á bilinu 1—1,5 milljón manns! I Reykjavík hafa risið mikil verslunarmusteri undanfarin ár og úti á landi í nær hverju einasta byggöu bóli þar sem Sambandshagsmunirnir ráða, eru þvílikar verslunarbyggingar reistar, að sjálfsagt verður að fara út fyrir þetta sólkerfi sem viö tilheyrum til að berja augum annað eins! Niðurlagsorð I nútímaþjóðfélagi er að ýmsu leyti eölilegt að lærðir sem leikir sjái margvíslega erfiðleika af öllum toga blasa við í daglegu lífi. Þetta lýsandi ástand er skilgetið afkvæmi þeirrar stefnu sem felst í auknu lífsgæöa- kapphlaupi og þægindaþrældómi sem herjar mannkynið um þessar mundir. Fólk er því miður smám saman að tapa þeim hæfileika sem einkenndi hinn hugsandi mann fyrrum. Ætíð þurfti að bregðast sem best við öllum þeim erfiðu úrlausnar- efnum sem viö blöstu. Fyrrum þurfti eingöngu að fullnægja frumstæðustu þörfum: öflun nægra matvæla. Síðar komu þarfir fyrir klæði og híbýli til skjóls fyrir veðri og vindum. Spuming er hvort sérhæfni á ýmsum sviöum verði til þess aö auka þekk- ingar- og skilningsleysi á öðrum sviðum mannlegs lífs. Afleiöing þessa kann að valda hæfileikaskorti til að taka réttar ákvarðanir við lausn þeirra mála sem leysa þarf. Guðjón Jensson. ^ „Nýjasti fífillinn í túni iðnaöarins er væntanleg steinullarverksmiðja sem framleiða á 10 sinnum meira en þörf er fyrir á innanlandsmarkaði.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.