Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 40
SISUk,*™, OTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir • hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI1984. Fyrsti hvíti maðurínn sem tekinn er inn í Kiowa-ættbálkinn: Islendingur gengur að eiga indíánaprínsessu „Þetta er mikill heiöur fyrir mig. Meö giftingunni verö ég fyrsti hvíti maöurinn sem tekinn veröur inn í Kiowa-ættbálkinn. Eg verö blóö- bróðir þeirra, fæ indíánanafn og indíánaríkisborga ra rétt.’ ’ Þannig komst Svavar Hansson, 39 ára Islendingur, búsettur í Virginía- ríki í Bandaríkjunum aö orði í sam- tali við DV í gærkvöldi. Hann mun eftir hálfan mánuö, 22. júní, giftast indíánastúlku, Mariam aö nafni. Veislan verður glæsileg. I hana koma hvorki meira né minna en 12 þúsund indíánar. Stórkostlegur fjöldi. Hún veröur haldin í Indian City í Oklahoma. Og föstudagur varö fyrir valinu því svo margir ætla að koma. Meöal annars veröa blaöa- menn og s jónvarpsmenn í veislunni. Mariam, sem nefnd er spottedwing í ættbálknum, (indiánanafn og þýðir læknir) er 36 ára aö aldri. Hún er prinsessa í þessum fræga ættbálki, afi hennar er núverandi þjóöhöfðingi ættbálksins. Hann heitir James Two Svavar Hansson, sem tekinn verður inn í Kiowa-iníánaættbálkinn. Hatchet (James tvíöxi) og er áttræð- ur. Svavar, eða Spike eins og hann er kallaöur í Bandaríkjunum, er Reyk- víkingur. Hann fluttist út til Banda- ríkjanna í seinna skiptiö fyrir um 8 árum. Starfaði áöur hér heima hjá hernum viö aö skipuleggja tóm- stundastörf. „Eg setti á laggimar blaðið Diplomat er ég kom út og hafði verið ritstjóri þess í 5 ár er ég stofnaði al- þjóðlegan blaöamannaklúbb í Washington DC. Nú er ég fram- kvæmdastjóri og forseti klúbbsins sem telur um 900 blaðamenn búsetta hér í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsti klúbburinn af þessu tagi hér. Og það var einmitt fyrir um tveimur árum sem viö Mariam kynntumst. Þá var hún verkefna- stjóri í klúbbnum.” Er þau Svavar og Mariam ganga í það heilaga veröur það fyrsta hjóna- bandþeirra beggja. —JGH Hvað segja forystumennirnir um skoðanakönnunina? Albert Guðmundsson: Ef verk- þá k kosningar ,íig tel aö þetta sé mjög góö niður- staöa fyrir ríkisstjcmina. Fcikiö í land- inu gerir sér grein fyrir að við erum ekki í neinni stööu til þess aö fara að standa í verkföllum eða brjóta þaö niður sem áunnist hefur,” sagöi Albert Guðmundsson fjármálaráöherra.” „Ef ákveöið verður aö boöa til verk- falla tel ég að ríkisstjórnin eigi um- svifalaust aö láta boöa til kosninga þar sem kosiö verði um stefnu ríkis- stjórnarinnar og uppþot Alþýðubanda- lagsins innan verkalýöshreyfing- arinnar,” sagöi Albert. -KMU. LUKKUDAGAR 6. júní 16480 FLUGVÉLAMÓDEL FRÁI.H. HF. að verðmæti kr. 650,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Hvernig værí að hafa sjálfstæða utanríkis-i stefnu í boltamálinu? j Björn ÞórhaDsson. varaforseti ASÍ: Tónninn annar ísept- ember — Það er enn ekki komið að á- kvörðunartöku hvemig brugðist verður viö í september en það er sam- dóma álit okkar hjá ASI aö fólk sé óánægt með þróun mála. Ríkisstjómin hefur ekki staöið viö þau loforð sem hún gaf vinnandi fólki í landinu og í staöinn einbeitt sér aö því aö halda veröbólgunni niðri tiltölulega meö því aö halda kaupinu niöri. Viö hjá ASl vildum gjaman fara aö sjá einhverjar efndir hjá stjóminni og ef þær láta á sér standa veröur tónninn í fólki líklega annar í september en niður- stööur þessarar skoöanakönnunar bera með sér. -EIR. Guömundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: Spurn- ingin vitlaus — Þaö er álit mitt aö spumingin sé ranglega framsett. Ef fólk væri spurt hvort það vildi vinna viö óbreytt kjör þá hefðu niðurstöðumar oröið aörar. Einnig er ég sannfæröur um að ótti við atvinnuleysi og minnkandi at- vinnuöryggi skipti hér miklu. Þaö er þrengra á vúinumarkaðinum en áöur og þaðmótarafstöðumanna. -EHt. Júlíus K. Valdimarsson. Vinnumálasambandi samvinnufélaganna: Margt getur breyst — Eg get vart annaö en tekiö niöur- stöðum þessarar skoöanakönnunar meö fyrirvara. Eg held aö þaö sé rétt aö bíöa eftir skattadæminu og fleiri at- riöum sem í ljós koma í sumar og þau munu vafaiaust hafa áhrif á afstöðu fólks og breyta þessum niöurstööum. -EIR. Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Varla mark- tækt — Ég bendi fyrst á að í þessari skoöanakönnun er ekki eingöngu verið að kanna afstööu launamanna. Til þess aö tölur DV væm marktækar hefði þurft að gera sérstaka könnun hjá launafólkL Þaö gefur augaleið að at- vinnurekendur vilja ekki baráttu fyrir hækkun launa í haust. I skoöana- könnunum DV var einnig spurt um af- stööu manna til ríkisstjórnarinnar og fylgi viö einstaka flokka. Til aö fá sem réttasta mynd úr þeirri könnun hefði þurft að velja úrtak úr öllum kjósenda- hópnum. Tölumar veröa aö skoðast meö hliösjón af þessu. -EIR. Páil Sigurjónsson, formaður Vinnuveitenda- sambandsins: Ábyrg afstaða______________________ — Þetta em athyglisveröar töíur og sýna aö fólk vill sigrast á þeim erfiöleikum sem voru samfara verðbólgunni og hefur hug á aö sigrast endanlega á því ófremdarástandi sem ríkt hefur. Þaö er ljóst að afstaöa fólks er ábyrg. -EIR. Svavar Gestsson: Hótun í spurn- ingunni „Þetta segir ekki neitt vegna þess aö spurningin felur í sér hótun,” sagði Svavar Gestsson, formaöur Alþýöubandalagsins, um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. „Fólk vill ekki beita höröu fyrr en í síðustu lög. Verkfallsvopnið er varnar- vopn sem menn beita á síöustu stundu. - Menn beita ekki höröu fyrr en reynt hefur á samninga. Spurningin er þess vegnavitlaus,”sagðiSvavar. -KMU. Franski sendiherrann liggur enn á boltanum: Utanríkisráðuneytið lætur skamma bömin — en nokkrir Frakkar í Reykjavík gefa nýjan bolta „Ja, ég þakka fyrir,” sagöi Hörður Einarsson þegar DV afhenti honum forláta leöurfótbolta fyrir hönd nokkurra Frakka sem búsettir eru í Reykjavík. Hörður er 15 ára gamall en hann, ásamt félaga sinum, Hlyni Rúnarssyni, varð fyrir því óláni, aö fótbolti, sem þeir vom að sparka á milli sín, skoppaði yfir í garö franska sendiherrans við Skálholtsstíg. Sendiherrann lagöi hald á boltann og haröneitaði að láta hann af hendi nema lögreglan kæmi. Þegar hún kom rak sendiherrann hana í burtu meö haröri hendi og sagði þá á frönsku yfirráðasvæði. Utanríkis- ráðuneytið fékk síöan máliö til úr- lausnar. „Viö höfum haft samband viö lög- regluna og beðið hana um að tala við börnin og segja þeim að vera ekki að ónáöa sendiherrann,” sagði Ingvi Ingvason, ráöuneytisstjóri í utan- rikisráöuneytinu. — En á ekki aö tala við sendiherr- ann og láta hann afhenda strákunum boltann? „Það getur verið að þaö veröi gert síðar.” Samkvæmt heimildum DV hafa börn í nágrenninu, sem reyndar eru ekki mjög mörg, aldrei ónáöað sendi- herrann. Og samskipti þar á milli hafa engin verið, hvorki góð né vond. Hvemig stendur þá á þessum viö- brögðum utanríkisráöuneytisins? „Það kom bréf frá sendiherran- um,” sagöilngvi. „Þarsegirhannaö hann hafi orðið fyrír óþægindum af völdum bama þarna í nágrenninu, en einu sinni í fyrra kom bolti inn í garö hans,” sagði Ingvi Ingvason. Franski sendiherrann, Louis Legendre, hefur veriö hér á landi síðan áriö 1982. -KÞ Hörður með nýja boltaun fyrir framan sendiráðið. DV-mynd Bj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.