Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 13
.Pyr'MipyiKUpA^e.Jp^Il^. 13 Ótímabærar athugasemdir STORIBRODIR SEMUR MATSHML „Rikið reynir, ef framsóknarmenn fá komið fram vilja sinum, að villa um fyrir mér með ósambærilegu verði drykkja, hafa óeðlileg áhrif á mig, blekkja mig, breyta mér ieinhvern litla bróður." eru í rauninni aö ræöa um málið á forsendum ríkisafskiptasinna, en ekki frjálshyggjumanna. Þeir hafa, hvort sem þeim er þaö sjálfum ljóst eöa ekki, samþykkt þá reglu, að ríkiö eigi að skipta sér af mataræði borgaranna í nafni holls lífernis. En ég get ekki tekið undir slíka reglu. Frelsiö er og á að vera frelsi til aö snæða góöan eöa vondan mat, drekka holla eöa óholla drykki, lifa fögru eöa ófögru lífi. Og í því felst, aö öll drykkjarföng eiga aö búa við sömu skattlagningarregluna, en sum ekki aö vera söluskattsfrjáls. Hverjum kemur þaö viö, ef ég kæri mig ekki um aö fylgja forskriftum einhverra næringarfræðinga? Á ég mig ekki sjálfur? Ræö ég ekki lífi mínu sjálfur, svo framarlega sem ég geri öörum ekki mein með fram- komu minni? Ég held, aö menn hafi skiliö þetta betur á fyrri öldum. Þeir vissu, aö frelsiö var frelsi til aö velja breiöan veg syndarinnar ekki síöur en þröngan veg dyggöarinnar: maöurinn er ekki dyggöugur nema hann standi frammi fyrir tveimur kostum, dyggöinni og syndinni, og velji dyggöina. Hvað er hollt? Meginrök mín eru að sjálfsögöu þau, að frelsið er merkingarlítiö nema menn hafi frelsi til aö velja (á eðlilegu veröi) um einhverja kosti, holla drykki og óholla, góöan mat eða vondan, fagurt líf eða ófagurt. En ótalin eru tvenn rök. önnur eru þau, aö þaö, sem er óhollt fyrir einn, kann aö vera hollt fyrir annan, og úr því verður ekki skoriö nema í þeirri miklu tilraunastofu, sem tilvera fr jálsra manna er. Mjólk er holl fyrir böm, en kann aö vera óholl fyrir full- oröiö fólk. Kókómjólk kann aö vera óholl fyrir unglinga meö viökvæma húö, og svo má lengi telja. Einstakl- ingamir em ólikir, þeim sýnist sitt hverjum. Hin rökin eru þau, aö okkur er aldrei tiltækur allur sann- leikurinn um, hvað sé hollt og hvaö óhollt. Ég held meö fullri virðingu fyrir þeim ágætu næringar- fræðingum, sem hafa verið svo áber- andi með þjóðinni síðustu árin, að vísindi þeirra geti seint tekiö af okkur ómakiö af því aö velja og hafna. Stóri bróðir bíður Aö sjálfsögðu er þetta smámál. En mörg smámál em þeirrar náttúru, aö þau em líka stórmál, því að við lausn þeirra er beitt reglum, sem skipta sköpum í mannlegu samlífi. Ég skrifa þessa grein, því aö ég tél að ég eigi aö ráöa því sjálfur, hvað ég legg mér til munns. Menn kunna aö segja, aö ég þurfi ekkert aö óttast, því aö ríkiö banni mér ekki beinlínis aö drekka Svala eða kók, þótt það hagræöi verði þessara drykkja miöað við verö framsóknar- drykkjanna þriggja. Satt er það. En ríkið reynir, ef framsóknar- menn fá komið fram vilja sínum, aö villa um fyrir mér meö ósambæri- legu veröi þessara drykkja, hafa óeölileg áhrif á mig, blekkja mig, breyta mér í einhvem litla bróður. Þetta er skref í ranga átt. Aö sjálf- sögöu eiga öll matvæli og öll drykkjarföng á markaðnum aö búa viö sömu skattlagningarregluna. Allt annað takmarkar neyslufrelsi okkar. Má ég biðja um aö vera leikandi meö fullum réttindum fremur en leikfang í höndum einhvers Stóra bróður? Hannes H. Gissurarson Aðför framsóknarmanna að bændastéttinni Framsóknarmenn nota mjög þau rök fyrir söluskattsfrelsi kókó- mjólkur, jóga og mangó-sopa, aö þessir drykkir séu hollir, en aðrir óhollir. Steingrímur forsætis- ráöherra Hermannsson segir alvar- : legur í bragöi, aö böm eigi fremur aö drekka kókómjólk en kók. En þessi rök eru hæpin af tveimur ástæöum. I fyrsta lagi má efast um, að kókó- mjólk sé hollari en Svali, svo aö dæmi sé nefnt, þó aö þaö sé aö vísu aukaatriöi, eins og ég hef þegar bent á. En í ööm lagi hittir þaö einkum kjósendur framsóknarmanna í bændastétt fyrir, eigi sú regla aö gilda, að ríkiö skipti sér af mataræði borgaranna til aö tryggja hollt lífemi þeirra. Viö skulum hyggja aö því, hvaöa afleiðingar þessi regla heföi á Islandi. Ríkið yröi samkvæmt henni aö mismuna fæðutegundum sam- kvæmt því, hversu hollar þær væra. Þaö yröi að taka sjávarafuröir fram yfir landbúnaöarafuröir, þvi aö þær era miklu hollari: fiskur er miklu heilsusamlegri fæöa en kindakjötiö, sem reynt er aö troöa niður í okkur með illu eöa góöu. Og einnig má flytja inn ágætt heilsufæöi. Ég fæ ekki betur séð, ef rök framsóknar- manna era rakin áfram en aö þetta sé hin ómaklegasta aðför aö bænda- stéttinni. Heggur sá er hlífa skyldi!. Eitt hefur gleymst í öllum um- ræöunum meö þingi og þjóö um álagningu og skattlagningu vegna kókómjólkur, jóga, mangó-sopa og ýmissa ávaxtasafa og gosdrykkja, og það er frelsi fólks til að velja. Og þeir þræta síðan um hitt, hvort kókó- mjólkin sé hollari en Svalinn hans Davíðs Scheving-Thorsteinssonar eöa ekki. En þetta eru aukaatriöi. Þaö, sem er aöalatriöi, en fáir sem engir minnast á, er, hvort sú regla eigi aö gilda á Islandi, aö ríkið skipti sér af mataræöi borgaranna, semji fyrir þá matseöil (eða hagræöi öllu heldur veröi hinna ýmsu kosta, sem um er aö velja á honum). Frelsi til að drekka óholla drykki Þeir, sem ræöa um þaö eitt, hvort kókómjólk sé hollari en ávaxtasafi, Bjór, barir og bróöurkærieikur Þegar eftirfarandi orö eru notuð í grein þessari, hafa þau þá merk- ingu semhérsegir: BINDINDISMAÐUR = maður, sem samkvæmt eigin ákvörðun, neytir ekki sjálfur áfengra drykkja. BINDINDISPOSTULI = maður, sem telur sig þess umkominn að ráöa neysluvenjum annars fólks. Oklahoma er eitt ríki Banda- ríkjanna, noröan Texas og sunnan Kansas. Þar era olíulindir í jöröu og höfuðborgin heitir Oklahoma City. Næst stærsta borgin heitir Tulsa og þar er flug- og flugvirkjaskóli, sem margir Islendingar hafa hlotiö menntun sína í. Hvort í Oklahoma eru fleiri bindindismenn en annars staöar í Bandaríkjunum (eöa Islandi) veit ég ekki og tel harla ólíklegt, en þar er töluveröur fjöldi bindindispostula, sem sést meðal annars af því, að al- gert vínbann var í Oklahoma fram á sjöunda áratuginn, mörgum ára- tugum lengur en í flestum öörum ríkjum Bandaríkjanna. En enginn má viö margnum og bindindispostular uröu aö lokum aö Sala sterkra drykkja var þó einungis leyfö til fólks eldra en 21 árs í lög- giltum áfengisverslunum, en ekki annars staðar, ekki heldur í vín- stúkum (börum). Hins vegar var sala bjórs leyfð í vínstúkum og einnig var hægt aö fara í áfengis- verslun, kaupa flösku af sterku é$k „Bindindispostular á íslandi ættu, finnst mér, að finna til samkenndar með „koll- egum” sínum í Oklahoma og senda nú þangað einvala lið til þess að benda þeim á villu síns vegar.” lúta í lægra haldi fyrir fjöldanum, hinum „drykkjusjúka” almenningi, og sala áfengis var leyfð í Oklahoma. áfengi, fara meö hana í vínstúkuna og láta barþjóninn afgreiða sig úr henni. Kjallarinn GRETAR H. ÓSKARSSON. FRAMKVSTJ. LOFTFERÐAEFTIRLITSINS Barþjónninn á hótelinu mínu í Oklahoma varö mikiö undrandi, þegar ég sagöi honum, að á Islandi væri þessu alveg öfugt fariö, þar væri bjórinn bannvara, en gin og vodka selt ómælt. En þá er komið aö bróðurkærleik- anum. Bindindispostular á Islandi ættu, finnst mér, aö finna til sam- kenndar meö „kollegum” sínum í Oklahoma og senda nú þangað einvalalið til þess aö benda þeim á villu síns vegar. Slíkt mætti flokka undir aöstoö viö vanþróaöar þjóðir eöa eitthvað þess háttar. íslenskir bindindispostular eru sérfræöingar á sínu sviði, mælskir og hafa alltaf gild rök á takteinum, svo aö þaö ætti ekki að taka langan tima aö sýna íbúum Oklahoma fram á, hvílíkt glapræði það er að leyfa bjór, hættulegasta drykk veraldar, en banna viski, vodka og gin í vínstúkum sínum. Grétar H. Úskarsson. HANNESH. GISSURARSON CAND. MAG. • „Öll drykkjarföng eiga að búa við sömu skattlagningarregluna, en sum ekki að vera söluskattsfrjáls.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.