Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 10
10 ’.m r tr^T'TT r» J v r , f-(t i-jTt rrjTyi ». i DV. MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI1984. FJÖRUTÍU ÁR ERU í DAG LIÐIN FRÁINNRÁSINNI í NORMANDÍ: VEÐRK) VILLTIUM FYRIR ÞJÓÐVERJUM I janúarmánuöi 1944 kom Dwight D. Eisenhower hershöföingi til London til aö taka aö sér yfirstjóm mesta herafla í sögu vestrænna þjóöa. Fyrirmæli hans voru einföld. Hann átti aö ráöast inn á meginland Evrópu í samvinnu við heri annarra bandamanna, gera innrás sem miðaði að hjarta Þýska- lands og sigra þýska herinn. Þjóðverja varð að sigra fyrst! Jafnvel áöur en Bandaríkin geröust aöilar að stríöinu höföu bandarískir hersérfræöingar komist aö þeirri niöurstööu aö kæmi til styrjaldar þeirra viö möndulveldin þá yrði fyrst að vinna sigur á Þýskalandi. Eftir árás Japana á Perluhöfn 7. des- ember 1941 óx þeirri skoðun þó fylgi aö sigur á Japönum fengi forgang. I kjöl- far árásarinnar fylgdu dökkir dagar fyrir bandamenn sem alls staöar áttu í vök aö ver jast fyrir Japönum. En sam- tímis höfðu Þjóöverjar verið stöðvaöir skammt frá Moskvu. Þannig aö er Kyrrahafsherir bandamanna voru alls staöar á undanhaldi í Asíu þá leit út fyrir að Þjóöverjar væru heppilegra takmark þar sem þeir voru á milli Breta og Sovétmanna. Þótt breskir og bandarískir sér- fræðingar væru sammála um nauösyn þess aö sigra Þjóöverja á undan Japönum þá gátu þeir ekki komist aö niöurstööu um hvar eöa hvenær sóknin ætti aö eiga sér staö. Þegar árið 1942 haföi George C. Marshall hershöfðingi iagt til að innrás yröi gerö yfir Ermar- sundið en Bretum leist ekki á hug- myndina enda hefði árásin þá trúlega mætt á þeim einum og herir þeirra áttu þá í vök aö verjast í Norður-Afríku. Rússar lögöu mikla áherslu á nauösyn þess aö Þjóðverjar yröu látnir berjast á tvennum vígstöóvum í senn, í austri og vestri. Sem málamiðlun var ákveðin innrás á Sikiley og framsókn noröur Italíu. En framsóknin þar varö hægfara og athyglin beindist á ný aö nauðsyn innrásar yfir Ermarsund. Rússar höfðu unnið sigur á Þjóöverj- um við Stalíngrad og vörn hafði verið snúiö í sókn. Þjóðverjum varö ljós hættan á innrás yfir Ermarsundiö og efldu vamir sínar þar gíf urlega. Normandí verður fyrir valinu Fljótlega beindist athygli banda- Yfirburdir bandamanna i iofti voru aigjörir og höfðu kannski haft úrslita- þýðingu. manna aö Pas de Calais og Normandí sem heppilegum stööum fyrir innrás- ina. Pas de Calais var styst frá Englandi, aöeins um tuttugu mílur frá Dover. En njósnir bárust um aö Þjóöverjar legöu mikla áherslu á vamir sínar einmitt þar. Caensvæðið virtist ekki eins vel víggirt. Því var ákveðið aö innrásin, sem á dulmáli hlaut nafnið „Overlord”, skyldi veröa í Normandí. Lögö voni á ráöin um inn- rás fimm herdeilda í byrjun meö tvær herdeíldir til vara. Þjóðverjar höföu raunar getiö sér þess til að i innrásin myndi annaöhvort verða í Pas de Calais eöa Normandí en þeir töldu Pas de Calais sennilegri, einkum vegna þess aö þaðan var skemmst frá Bret- landi. Þaö háöi nokkuð yfirstjórn þýsku herjanna í vestri um þetta leyti að ágreiningur ríkti um hvemig best yröi staöiö aö vörnum strandarinnar. Ágreiningurinn var aöallega á milli von Runstedt hershöföingja og Erwin Rommel marskálks og snerist einkum um þaö hvemig tíu skriödrekaher- deildum yrði best variö. Misheppnuð málamiðlun Rommel var sannfæröur um að eina ráðið til að hrekja árás bandamanna væri að kæfa hana þegar í fæðingu. Hann vildi því hafa skriðdrekana eins nærri ströndinni og mögulegt væri. Von Runstedt var hins vegar hræddur við að tef la fram öllu liöi sínu í f remstu víglínu áöur en ljóst væri hversu um- fangsmikil innrásin væri í raun og veru. Or ágreiningi þessum varð gagnslítil málamiölun: skriödrekamir voru settir þannig að þeir voru ekki nógu nærri til aö láta til sín taka þegar við landgöngu bandamanna og þeir voru ekki heldur þaö fjarri ströndinni að þeir gætu brugöist af nægilegum sveigjanleika viö breytilegum aðstæð- um. Bandamenn reyndu mjög að villa fyrir Þjóðverjum við mat hinna síðar- nefndu á stöðunni. Ágreiningur varö á milli þýsku leyniþjónustunnar og hinnar pólitísku stjómar nasista um hvemig staöan skyldi metin. Skýrslur sem komiö hafa í ljós eftir stríð sýna að þegar leyniþjónustan, undir stjórn Himmlers, reyndi aö ákvaröa innrás- ardaginn skjátlaöist henni í öllum getgátum sínum. Þegar komiö var fram á áriö 1944 stóð valið á milli tveggja tímabila 5.— 7. júní eöa í kringum 20. júní. Síöara tímabiliö var síðar gefið upp á bátinn vegna þess að þaö þótti of mikill drátt- ur á innrásinni. 5. júní varð fyrir valinu og tíminn var kl. 6.30. Veðrið var það sem allt valt á Veörið var sá óvissuþáttur sem allt valt á þar sem skip og mannafli þurfti aö leggj a af stað a .m.k. þremur dögum fyrú- hinn raunverulega D-dag eins og innrásardagurínn var kallaður. 2. júní hljóðaöi veðurspáin fyrir 5., 6. og 7. júní upp á rok og lélegt skyggni. Á fundi þann 3. júní lagði yfirveður- fræöingurinn það til aö innrásinni yrði frestaö. Erfiöir tímar fóru í hönd fyrir Eisenhower. Frestun á þessari stundu yrði vafalaust til að grafa undan and- legu þreki hersveitanna. Þá yrði ekki hjá því komist að gefa hermönnunum leyfi og þar með yrði leyndin ekki leng- ur möguleg. Frestun þýddi í raun þrjá- tíu daga í viöbót og tilraun til aö halda leyndu því sem var á vitorði 150 þúsund manna yrði ómöguleg allan þann tíma. Frestunin hefði það líka í för meö sér að minna yrði eftir af sumrinu fyrir þá baráttu sem óhjá- kvæmilega beið í Frakklandi. Þjóöverjarnir slöppuöu af í hiiiu slæma veröi. Otlitið á innrás var lítið. Rommel ákvaö aö fara til Þýskalands til aö halda upp á afmæli konu sinnar hinn6. júní. Eisenhower fékk nú aö vita aö mögu- legt væri aö eitthvað rættist úr veöri hinn 6. júní. Þarna var mikil áhætta tekin en næsta færi gæfist ekki fyrr en í lok mánaðarins. Rússamir voru líka teknir að gerast æði óþolinmóöir. Eisenhower lét slag standa og gaf fyrirskipun um að lagt yröi upp. Mikill árangur fallhlrfarher- manna I skjóli myrkurs stukku breskir og bandarískir fallhlífarhermenn inn yfir Normandí. I kjölfar þeirra fylgdu sveitir svifflugmanna. Hlutverk þess- ara sveita var að ná brúm og öömm hemaðarlega mikdvægum stöðum til aö hefta liðsflutninga Þjóðverja til strandar. Um 2700 skip og bátar hlaðnir her- mönnum og hergögnum voru nú á leið yfir Ermarsundið. I dögun sáu þýskir strandgæslumenn hina ógnvekjandi sýn. Skömmu síðar hófst mesta sprengiárás allrar heimsstyrjald- arinnar. Herflugvélar bandamanna fóru alls 25 þúsund flugferðir þennan dag. Næstum engin þýsk herflugvél var yfir Normandíströnd þennan morgun. 1 Englandi hófu flugvélar sig hins vegar á loft með 3,5 sekúndna millibili að meðaltali. Landgöngusvæðunum var skipt í fimm meginsvæði. Vestustu svæðin tvö vom á ábyrgö Bandaríkjamanna. Þau vom kölluð Utah og Omaha. Þau þrjú sem eftir vom kölluðust Gold, Juno og Sword. Þar áttu breskar og kana- dískar sveitir aö láta til skarar skríöa. I fyrstu árásarbylgjunni á Omaha var 34 þúsund manna herlið og 3300 farartæki. I kjölfar þeirra fylgdi 25 þúsund manna lið og 4400 farartæki. Landgangan í Omahp var erfið. Skammt inn af ströndinni var fimmtíu metra vírgirt hæð og þar voru Þjóðverjar sterkir fyrir. Landgangan fór enda fljótlega fram yfir áætluð tímamörk, sem ofli miklum erfiðleikum þar sem von var á versnandi veðrL Mikið um dýrðir í tilefni afmælis innrásarinnar: „HETJUDÁÐ GEGNILLU HEIMSV Mikiö verður um dýrðir í tilefni af fjörutíu ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Elísabet Englands- drottning mun bregöa sér yfir sundið á Britanníu, hinni konunglegu snekkju. Reagan Bandarikjaforseti verður einnig viðstaddur hátíðahöldin svo og Mitterrand Frakklandsforseti og Trudeau, forsætisráöherra Kanada. Sömuleiðis verður Hollandsdrottning þar og Belgíukonungur. Þau munu fljúga í þyrlum yfir hinar frægu strendur sem uröu vettvangur innrás- arinnar — Omaha, Utah og hinar. Þau munu virða fyrir sér flæðarmálið þar sem innrásarhersveitimar ösluðu í land á móti byssukúlum Þjóðverja. Landgangan í Normandí var upphafið aðendalokumþúsundára rikisins. Öbreyttir Bandaríkjamenn, Eng- lendingar og Kanadamenn, komnir yfir miðjan aldur, munu einnig koma. Þeir munu ganga um vígvöllinn þar sem þeir böröust fyrir fjörutíu árum. Þeir munu leita í kirkjugarðin- um í Colleville-sur-Mer að gröfum vina sinna sem börðust við hlið þeirra. Þeir munu minnast nákvæmlega þess staðar þar sem félagar þeirra voru murkaöir niöur af þýskum vélbyssum. Þeir munu ganga upp að Pointe du Hoc og hrista höfuðið aftur í undrun og aödáun yfir þeim sem klifu upp snar- brattan klettinn meö skothríð Þjóðverja beint í andlitið. Her- mennirnir fyrrverandi munu taka margar ljósmyndir en áhrifamestu myndirnar verða í hugskotum þeirra sjálfra af blóðbaðinu sem átti sér staö er þeir tóku sér fyrir hendur aö bjarga menninguEvrópu. Hátíðahöldin í Normandi verða í senn til þess að fagna sigrinum og syrgja hina látnu. En menn munu einnig sakna þeirrar siöferðilegu rétt- lætingar sem þá var til staðar. Kannski munu bandamenn aldrei framar vinna svo vel saman. Innrásin í Normandí var hetjudáð unnin gegn illu heimsveldi. Kannski verður strið aldrei aftur svo rétt, nauðsynlegt og réttlátt. Kannski mun bandarískur máttur og siðferði aldrei tengjast jafn- sterkum böndum. Því það er ekki sennilegt aö það gerist nema á nokkurra alda millibili að slíkt illmenni sem Hitler nái jafn- miklum völdum og raun varð á. Oft hefur verið bent á innrásina í Normandí sem svar við fullyrtingum um aö stríð sé aldrei réttlætanlegt. Hér var unninn sigur á harðstjóra sem var hræðilegri en stríöið s jálft. En hugtökin eftir stríösreksturinn breyttust einnig eftir þetta. A eftir „krossför Eisenhowers í Evrópu” kom Hírosíma og kalda stríðiö. Vitneskjan um tilvist kjarnorkusprengjunnar hefur gert allar krossfarir vafasamari en áöur. Kæmi á ný til slíkrar úrslita- orrustu á milli risaveldanna þá yrði hún tæpast kennd viö annað en ragna- rök. Innrásin í Normandí var vitaskuld sameiginlegt verk bandamanna allra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.