Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 34
34 DV. MIDVIKUDAGUR 6. JONl 1984. Til sölu atvinnuhúsnæði við Smiðjuveg 11 Kópavogi. Um er aö ræöa þrisvar sinnum 210 fermetra samhliöa á jarö- hæð, lofthæð3.30m. Húsnæöiö selst einangrað, glerjað og meö vörugeymslu og gönguhuröum. Afhendingartími í júní. Uppl. í síma 45544 og 44121. Frá Héraðsskólanum að Núpi Námsframboð skólaárið 1984 — 1985: 8. og 9. bekkur grunnskóla og framhaldsdeildir meö eftirtöldum brautum: 9 Íþróttabraut 2. # Miöskiptabraut 2. # Almennri bóknámsbraut. HÉRAÐSSKÓLINN AÐ NÚPI 471 — Þingeyri. NÝTT SÍMANÚMER 68-65-10 GLERIÐs/f Ný gigtlækningamiðstöð í Reykjavík: Um 25 þúsund íslend- ingar þjástaf g/gt Nýlega var opnuð í Reykjavík Gigtlækningamiðstöð en stöðin mun veita möguleika á samræmingu allrar aðstoöar við gigtsjúka. Lækningaraðstaða og þjálfun veröur nú undir einu og sama þakinu auk þess sem hin nýja stöö veitir áður óþekkta möguleika á upplýsinga- og ráðgjöf til handa gigtsjúkum. Áætlað er aö um 25 þúsund landsmenn þjá- ist af gigtsjúkdómum í einni eða annarri mynd og um 200 manns eru vistaðir daglega á sjúkrastofnunum vegna gigtar. Gigtlækningamiðstöðin er í Ármúla 5, í 530 fermetra húsnæði. Þar er aðstaða fyrir 4—6 sjúkraþjálf- ara, tvo iðjuþjálfa og tvo lækna í senn en 5 læknar munu skiptast á um að þjóna sjúklingum á stöðinni. Við rekstur stöðvarinnar verður gætt ýtrustu hagsýni og t.d. hefur enginn framkvæmdastjóri verið ráöinn heldur mun starfsmaður Gigtar- félags Islands sjá um daglegan rekstur stöðvarinnar. -EIR. Vigdís Finnbogadóttir skoðar hina nýju Gigtiækningamiðstöð i Reykja- vik. Hyrjarhöfða 6 SÖLUBÖRN ÓSKAST Sölubörn óskast til að selja merki til styrktar byggingu leik- skóla/dagheimilis í Skerjafirði. Merki verða afhent i eftirfarandi skólum milli kl. 10 og 11. fimmtudagsmorguninn 7. júní. # Austurbæjarskóli # Álftamýrarskóli # Fossvogsskóli # Hlíðaskóli # Hvassaleitisskóli # Langholtsskóli # Laugarnesskóli # Seljaskóli # Fellaskóli # Hjailaskóli # Mýrarhúsaskóli # Hagaskóli # Árbæjarskóli GÓÐ SÖLULAUN DAGVISTUNARFÉLAGIÐ SÆLUTRÖÐ. \S WKUV MISSTU EKKI VIKU ÚR LÍFI ÞÍNU ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 Starfslaunum listamanna úthlutað: „Er að skrifa mína fyrstu bók í 20 ár” — segir Jónas Árnason sem var einn af þeim er hlutu 8 mánaða starfslaun Starfslaunum listamanna hefur veriö úthlutað fyrir áriö í ár en alls hlutu 53 listamenn iaun, að upphæö samtals 3,2 milljónir króna. Þrír menn hlutu laun í 8 mánuöi að þessu sinni, þeir Ágúst Petersen til að vinna að myndlist, Hrólfur Sigurðsson til að vinna að myndlistarsýningu og Jónas Árnason til að ljúka tveimur leikritum. „Núna er ég aö vinna að minni fyrstu bók í 20 ár og byggi ég hana á gömlum piöggum í fórum mínum frá því ég starfaöi sem blaöamaöur,” sagöi Jónas Árnason rithöfundur í samtali við DV og taldi hann að hann hefði látiö þessa getið í umsókn sinni til úthlutunarnefndar. Fyrstabókin, sem hann gerði fyrir 30 árum, hét ,,Fólk” en þessi kemur til með aö lieita, ,Fleira fólk”. ,,Ég hef fengið töluverðan innblástur við að glugga í þessi plögg mín en í bókinni er ætlunin að verði teikningar eftir vin minn og félaga Kjartan Guðjónsson, sem teiknaði í Þjóðviljann á sínum tíma, og tel ég mikinn sóma af því að hafa þessar teikningar eftir einn okkar snjallasta myndlistarmann, ” sagði Jónas. Hvað leikritin tvö varðar, sem honum var úthlutað laununum til, sagðiJónasaðannaðþeirra hefði oft verið getið um en það gerist á her- námsárunum og byggir m.a. á söngvum...” Það fjallar mikið tii um kvenfólk sem ég tel að hafi oröið blóra- böggull á þessum árum, þaö er að segja kvenfólk sem lagði lag sitt við hermenn en að mínum dómi var þar í flestum tilfellum um ósköp venjuleg ástarsambönd aö ræða, eins og gengur og gerist meðal okkar, afkomenda vikinganna. Þessi sambönd voru hins vegar blásin upp og lögð til hins versta vegar, konumar áttu að vera hórur fyrir bragðið, af þeim sem voru aö græöa á hemámsliðinu oft meö meira og minna vafasömum aðferðum,” sagöi Jónas. Hvað hitt leikritiö varðar sagði Jónas að þaö fjallaði um gamalt fólk á íslenskt mannlíf í nýrri útgáf u Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér nýja útgáfu verksins Islenskt mannlif, en það eru heimildarþættir eftir Jón Helgason ritstjóra. Verkið er í fjómm bindum og hefur að geyma 45 frásögu- þætti. Aö þessu sinni em öll bindin gefin út í einu lagi til að minnast þess að Jón Helgason hefði oröið sjötugur 27. mai sl., en hann andaöist sumariö 1981. Jón Helgason starfaöi sem blaða- maður frá unga aldri til dauöadags og var m.a. ritstjóri Tímans um skeið. 1 hjáverkum stundaði hann ritstörf og liggja eftir hann 22 prentuð frumsamin rit. Bókaútgáfan Iðunn mun líklega 'gefa út á næstunni fleiri ritverk Jóns í sama búningi og þau sem komin eru út en fyrir síðustu jól var bók Jóns, Tyrkjarániö, endurútgefin. I inngangi Andrésar Bjömssonar að hinni nýju útgáfu Islensks mannlífs segir hann m.a.: „Islenskt mannlíf eru örlagasögur þar sem teflt er fram íslensku fólki, riku og snauöu, menntuðu og fákunnandi á tveimur öldum, þegar fæst árin léku við þessa þjóð, en sýndu henni þeim mun oftar í tvoheimana.” Islenskt mannlíf kom fyrst út á árunum 1958—1962 og hlaut verkið þá ágætar viðtökur en það hefur verið ófáanlegt um langt skeið. Halldór Pétursson teiknaði myndirnar í verkinu og prentsmiðjan Oddi annaðist prentun. SJ. elliheimili og tæki hann þar fyrir „stofnanamannúðina”. „Nú er allt á svona stofnunum í höndum sérfræðinga sem leysa málin alltof mikið eins og um bókhald væri að ræða og útkoman veröur nokkurs konar tölvuvædd mannúð,” sagði hann. -FRI. Jón Helgason, höfundur ísiensks mannlifs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.