Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1984, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI1984. - - . , T - . > t ■ t i rr j- > i / ».. . , 17 Lesendur 15.000 Á MÁNUÐI — ogárfyrirfram Leigjandi skrifar: Ég er búinn aö vera leigjandi núna í 10—12 ár og alls staöar mætt sanngirni þangaö til nú um daginn aö ég æilaöi að fara aö taka á leigu þriggja her- bergja íbúð. Leigusalinn kraföist 15.000 króna á mánuöi og heilt ár fram ítímann. Hvað er eiginlega hægt aö ganga langt í þessum efnum? Það hljóta aö vera til einhver lög þannig aö ekki sé hægt aö níðast svona á leigjendum. Um Rommel Sigrún Gunnlaugsdóttir hringdi: Mér fannst það mjög ósmekklegt hjá DV að kalla Rommel nasista á forsiöu blaösins þann 28. maí sl. Þetta kom engum til góða og ég held aö fólki sé al- veg sama um hver faðir mannsins var. Ó, VERÖLD! 1425—2037 hringdi og var óánægö með víöskipti sín viö bókaklúbbinn Veröld. I fyrrasumar fékk hún sent frétta- bréf frá Veröld þar sem boðið var m.a. upp á bók mánaðarins. Hún afþakkaði bókina, en baö Veröld um aö senda sér hljómplötu sem félagiö og gerði. Gall- inn var hinsvegar sá aö plötunni fyigdi ekki gíróseðill. 1425—2037 hringdi því í Veröld, fékk gíróseöil sendan í pósti og borgaði svo fyrir plötuna. Ekki leiö á löngu þangað til hún fékk bréf frá Veröld um aö hún skuldaði enn félaginu fyrir plötuna góðu. Hún hringdi aftur í Veröld og fékk þau svör aö málinu yröi strax kippt í lag. En viti menn: viku síðar fékk vinkonan ítrekun um aö borga skuldina. Enn hringdi hún í Veröld og var sagt aö hafa ekki áhyggjur af þessu. Nokkrum vikum síðar fékk hún tilkynningu um að Veröld ætlaði aö höfða mál á hendur henni. 1425—2037 segist vera orðin ansi þreytt áþessumáli. Jón Karlsson, hjá bókaklúbbnum Veröld, baðst afsökunar á þessum mis- tökum. Hann sagði að fyrri gíróseðillinn heföi greinilega týnst, en engu aö síður oröið eftir í tölvu félagsins. Tölvan hafi síðan gefiö út rukkanir eins og henni er ætiað, en starfsmenn ekki áttaö sig á þvi vegna þess aö bókhald benti til þess aö búiö væri að borga fyrir plötuna. Það hafði hinsvegar veriö gert meö síðari giróseölinum. Jón sagöi að þetta væru leiðinleg mistök sem kæmu sem betur fer sárasjaldan fyrir hjá félaginu. Hann bætti þvi viö aö farið væri mjög varlega í aö rukka fólk og aö bréfritari ætti ekki aö hafa áhyggjur af þessu máli. Þaö tæki smátíma aö koma þessu út úr tölvunni, en þegar því væri lokið þætti allt vera í lagi. GLERIÐ SF GLER- SLfPUN-SKURÐUR-fSETHING KÝLGÚMMÍ-BORÐAR O.FL. glært öryggisgler. Einnig framrúöur í flestar GLERIÐ SF gerðir bifreiöa. hyrjarhöfða 6. síwii: 68-65 10 Afmælishappdrætti Sj álfstæðisflokksins 26 glæsilegir ferðavinningar að verðmæti um 1.000.000 kr. Dregið 9. júní ÞJORSARDAL 8. til 10. júní 3 DANSLEIKIR Hljómsveitirnar Mánar, Pardus og Lótus leika fyrir dansi föstudag, laugardag ogsunnudag kl. 21.00 til 03.00. Pardus Lótus Mánar Laugardagur: Kl. 14.00 Break danskeppni, Diskótek o. fl. Sunnudagur: Kl. 14.00 Hátíðardagskrá,Break danssýning, hátíðarræða: Árni Johnsen alþm., helgistund, hljómleikar o. fl. Diskótek alla helgina. Sætaferðir frá BSÍ, Rvík: Sætaferðir frá Selfossi: Föstudag kl. 16, 18.30 og 20.30. Föstudag kl. 17, 19.30 og 21.30. Laugardag kl. 10.30, 14 og 21.00. Laugardag kl. 11.30, 15 og 22.00. Sunnudag kl. 21.00. Sunnudag kl. 22.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.