Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Side 4
DV. MÁNUDAGÚR 25. MARS1985. Frumgerð ferðabókar Gaimards: Geymir undirskriftir forystu- manna sjálfstæðisbaráttunnar Frá Arna Snævarr, fréttaritara DV í Paris: Skjal meö undirskriftum ýmissa forystumanna íslensks stjórnmála- og menntalifs á 19. öld hefur fundist i París. Skjalið á rætur sínar að rekja til veislu sem Islendingar í París héldu franska vísindamanninum Paul Gaimard hinn 16. janúar 1839 en hann var þá nýkominn úr miklum vísindaleiðangri á Islandi. Veisla þessi á sér sess i Islandssög- unni því þar fiutti Jónas Hallgríms- son velþekkt lofkvaeði umGaimard. Gaimard þessi fór tvær ferðir um Island á árunum 1835 og 1836 fyrir flokki franskra vísindamanna. Upp- skeran var 12 binda verk um ferðina. Því fylgdi veglegur myndaatlas. Frumgerð hans hafði Gaimard með sér í veisluna og á öftustu blaösíðu frumgerðarinnar lét hann alla við- stadda Islendinga rita nöfn sín, fæö- ingarstað og tíma. Þeir sem rituðu nöfn sín voru meðal annarra, Jón Sigurðsson, Jónas Hallgrímsson, Grimur Thomsen, Þorleifur Guð- mundsson Repp, Jón Hjaltalín, Finn- ur Magnússon, í allt 33 Islendingar. Siguröur Jónsson líffræðingur í París fann frumgerð myndaatlass Gaimards, sem inniheldur þennan undirskriftalista, og keypti hann dýru veröi. Enda má segja að auk til- finningalegs og táknræns gildis und- irskrifta forystumanna islenskrar sjálfstæðisbaráttu á 19. öld sé bókin sem slík geysimerkileg því talsvert af efni hennar var ekki með í prent- aðri útgáfu. Það þurfti oft að kippa í. Vegvísarnir visa veginn að Surtshelli og Reykjavatni. Arnarvatnsheiði: Veiðimenn festusig Arnarvatnsheiöi hefur löngum heillað menn og margir hafa lagt leið sína þangað til veiða. Um helgina ætluðu nokkrir vaskir veiðimenn að reyna að komast þangað til veiða gegnum ís en veðurguðimir tóku í taumana og ekkert varð úr veiðinni aðsinni. Eitthvað hafa menn farið inn á heiði í vetur og sumir haft árangur sem erfiði. Stóra Arnarvatn gaf þessa veiði, nokkra væna silunga. En menn höfðu gaman af og svo var nóg að moka þó að snjór væri ekki mikill. En útiveran heillar og allir hafa gaman af. G. Bender. Moka, moka og moka — það þurfti oft að moka á leiðinni á Arnarvatns- heiði um helgina og þrátt fyrir góðan vilja komust menn hvergi. DV-myndir G. Bender. Landsmót í Langholtskirkju: Atta hundruð syngjandi böm Landsmót íslenskra barnakóra var haldið í Langholtskirkju á fóstudag og laugardag. 19 kórar víðsvegar af land- inu tóku þátt í mótinu, alls 800 börn. Mót þetta er haldið annað hvert ár og var nú með breyttu sniði þannig að samhliða tónleikum unnu kóramir í hópum að ýmsum tónlistarverkefnum undir stjórn leiðbeinanda. Að sögn Jóns Stefánssonar kór- stjórnanda tókst mótið framúrskar- andi vel og var aðsókn á tónleika kór- annamjöggóð. -ÞJV Einn keppenda reynir sig i pilukastinu. DV-mynd GVA. Keppni í pflukasti: írskur sigurvegari Síödegis á laugardag hélt Islenska pílukastsfélagiö mót í húsnæði Pöbbs- ins við Hverfisgötu. Sigurvegari var. Irinn Wilhelm O’Connor sem nú er bú- settur hér á landi. I ööru sæti varö Olafur Th. Olafsson og þriðji varð Jón SnorriSnorrason. Islenska pilukastsfélagiö hefur hald- ið nokkur mót að undanfömu en þetta var fyrsta mótið sem stutt er af fyrir- tæki. Það var Iþróttabúðin, Borgar- túni, sem gaf öll verölaun. -þjv I dag mælir Dagfari I dag mælir Pagfari I dag mælir Dagfari Ekkert mál fyrír lón Pál Jón Páll ætlar ekki að láta teyma sig á tipplnu um allan bæ og verður að segja eins og er, að þjóðinni létti mjög við þessi tíðindi. Það hefði al- deilis verið sjón að sjá sterkasta mann í heimi dreginn á tippinu um götur bæjarins, bæði hans vegna og áhorfenda. Fyrir nú utanþað að ekki er víst að margir tslendingar væm færir um að draga sterkasta mann í heimi um göturaar, hvort heldur á tippinu, hárinu eða höndunum. Jón Páll hefur verið sakaður um að neita að gangast undir lyfjapróf hjá Iþróttasambandinu. Þetta lyfjapróf fer þannig fram að viðkomandi þarf að pissa í glas og þvagið síðan próf- að. Á þá að koma í ljós hvort íþrótta- maðurinn er á hormónalyfi. Þau lyf auka hormónastarfsemina og styrkja vöðvana og ýmislegt fleira. TU að mynda hafa slíkar hormóna- tökur verið vinsælar og eftirsóttar af Iþróttakonum austan járntjalds með þeim árangrí að stundum reynist erf- itt að greina hvort þær em konur eða karlar. Þannig er lyfið vinsælt og eftirsótt af konunum þó konurnar verði ekki að sama skapi vinsælar og eftirsóttar af körlum. En hvað gera menn ekki fyrir árangur í íþróttum? Hér á landi er sífeUt verið að reyna að sanna að íslenskir íþróttamenn neyti þessara lyfja þótt islenskar konur hafi útlitið með sér og raunar árangurinn lika því ennþá hefur eng- in þeirra komist á verðlaunapaU nema i fegurðarsamkeppnum. Vera má að fegurðardisir séu látnar pissa í glös, áður en sýningar hefjast, en hingað tU hefur það ekki tiðkast að faUegar stúlkur pissi i glös, fyrir það eitt að vera faUegar. Jón PáU hefur margsinnis sannað að hann er hinn myndarlegasti karl- maður, vöðvastæltur og kraftmikUl. Þar að auki hefur hann sannanir fyrir því að hann er ekki ófrjór og dregur konu sina tU vitnis um getu sina. Samt er Iþróttasambandið sifeUt að hvekkja hann með kröfum um þvagprufur út og suður tU að sanna að hann sé karlmaður af guðs náð. Hvers á Jón PáU að gjalda? Hefur hann ekki unnið sæmdarbeitið „sterkasti maður heims” hjálpar- laust? þarf hann frekar en aðrir sterkir og myndarlegir menn að af- sanna að hann sé eitthvað annað en hann er? Halda mennirnir kannski að Jón PáU sé kona? Það væri nú laglegur andskoti ef karlmenn upp tU hópa þyrftu að plssa í glas og sanna getu sína í lyfja- prófum í hvert skipti sem þeir gera það (hitt, þið vltið). Og heldur erþað ömurlegt hlutskipti að þurfa að láta teyma sig á tippinu um aUan bæ, fyrir þá sök eina að líta sæmUega út. Hitt er aUt annað mál, og kemur þessarl deUu ekkert við að ýmsir myndarlegir menn hafa Iátið tippið draga sig um aUan bæ. En það er ekki það sem Jón PáU á vlð enda eru það aðrir en hann sem heimta þennan tippadrátt, þegar meistarinn á í hlut. Og þó er upplýst, að engar konur elga sæti i lyfjaprófanefnd Iþróttasambandsins svo ekki stafa þessi fyrirmæU af kynferðislegum hvötum. Nú er það vitaskuld sárasaklaust og næsta auðvelt fyrir hvera sem er, að pissa i glas ef þvi er að skipta. Það gera menn iðulega þegar þeim er mál. Það hlýtur hins vegar að vera mál hvers og eins án þess að heU nefnd þurfi að taka ákvörðun þar um. Jón PáU þarf ekkl á nefndum að halda tU að segja sér hvenær hann á að pissa. Hormónastarfsemin í Jóni PáU er örugglega í góðu lagl. Það hefur hann sýnt og sannað. Hann á að fá að pissa þar sem honum sýnist og þegar honum sýnist. Það er ekk- ert mál fyrlr Jón Pál. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.