Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 26
26 DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Fimmtán marka ósigur (17:32) FH íiúgósiavfu: ff Þet ta vai r algjör bro tler idi ing íZabac” Heigi Bents- son til V-Þýskalands Helgi Bentsson, leikmaður Kefla- vikurliðsins í knattspynui, er nú á förum til V-Þýskalands þar sem hann mun lcika með áhugamanna- liði næstu mánuðina. Þaö var Friz Kissíng, fyrrum þjálfari Breiða- bliks og KA, sem hafði samband við Helga og bað hann að koma til V-Þýskalands. Helgi mun koma aftur lil landsins í maí og vcröur hann löglegur með Keflavíkurlið- inu mánuði síðar. Enn velur Bingham óþekktan leikmann — Clarke á eftir að vekja athygtl — hann er útsjónarsamur, hefur góða knattmeöferð, er stór og sterkur. Hann hefur skorað yfir 20 mörk fyrir Tranmere, sagði Billy Bingham, landsliðseinvaldur N- trlands, um Colin Clarke sem hann valdi í landsUðshóp sinn fyrir vin- áttuleik gegn Spánverjum á miðvikudaginn. Bingham hefur á stuttum tíma valið óþekkta leikmenn í lið sitt. Hann valdi Martin McGaughey frá Lingfield í landsliðshóp sinn á dögunum og nú velur hann hinn 23 áraClarke. Landsliðshópur N-Irlands er þannig skipaður: Pat Jennings, Jim Platt, Jimmy NichoU, John O’NeiU, John McClelland, Mal Donaghy, Niegel Worthington, Paul Ramsey, Sammy Mcllroy, lan Stewart, Norman Whiteside, Jimmy Quinn, Gerry Armstrong, Noel Brotherston, Billy Hamilton, Martin McGaughey og Colin Glarke. -SOS. — síðustu 15 mín. voru algjör martröð. Við sáum svart, sagði Kristján Arason, landsliðsmaðurúrFH FH-ingar máttu þola stórtap í Evrópukeppni meistaraUða i hand- knattleik þegar þeir léku fyrri undan- úrslitaleik sinn gegn júgóslavneska liðinu Metaloplastika í Zabac í Júgóslavíu. Júgóslavarnir unnu með fimmtán marka mun — 32—17. — Við lékum ágætlega fyrstu 45. mín. leiksins en þá fór að síga á ógæfuhliðina. Við lékum þá óskynsamlegan sóknarleik — áttum ótímabær skot og mis- heppnaðar sendingar. Þegar staðan var 17—12 skoruðu Júgóslavarnir f jögur mörk í röð úr hraðupphlaupum. Við vorum hreinlega skotnir niður. Þetta var brotlending hjá okkur hér í Zabac, sagði Kristján Arason, stór- skyttan sterka úr FH. Kristján sagði að FH-liöið hefði mælt ofjörlum sínum. Júgóslavneska liðið væri tvímælalaust besta félagslið heims sem sæist best á því að byrjunarliö ólympíumeistara Júgóslavíu er frá Metaloplastika. — Þeir léku mjög hratt gegn okkur og tóku mikla áhættu í hraðupphlaupum, sem heppnuðust fullkomlega. Veselin Vujovic var frábær í leiknum og einnig Vukovic. Þá nýttu Júgóslavarnir vel hornamenn sína — og við áttum ekkert svar viö tórleik þeirra, sagði Kristján. — Þetta er mikiö áfall fyrir okkur. 6—7 marka tap heföi veriö viöunandi en 15 marka ósigur er mikill skellur fyrir okkur. Leikmenn Metaloplastika höfðu mjög góðar gætur á Kristjáni — fóru yfirleitt út á móti honum og stöðvuðu Áhorfendurgerðu FH-ingum lífið leitt Það var ekki nóg með að FH-ingar glímdu við besta félagslið heims í Zabac heldur settu 4000 áhorfendur þá út af laginu. — Það var mikil stemmning á áhorfendapöllunum og gerðu áhorfendurnir okkur oft lifið leitt. Ef sóknarleikur okkar gekk ekki upp, þá fóru þeir strax að flauta þannig að mikil pressa var á mínum mönnum, sagöi Guðmundur Magnús- son, þjálfari FH-liðsins. Guðmundur sagði að um tíma hefði verið nær vonlaust að ná sambandi við leikmenn úti á vellinum, fyrir hávaða. -SOS. Keegan til Derby? Frá Sigurbirni Aðalsteinssynl, fréttamanni DV í Englandi: — Það eru miklar líkur á því að Kevin Keegan, fyrrum leikmaður Liverpool, Ham- burger, Southampton og Newcastle, gerist leikmaður með Derby næsta keppnistímabil. Keegan hefur fengið mjög freistandi tilboð frá Derby sem hann á erfitt með að hafna. Arthur Cox, fyrrum fram- kvæmdastjóri Newcastle, er nú stjóri Derby en þaö var einmitt hann sem fékk Keegan til að byrja að leika knatí- spyrnu að nýju — með Newcastle. Keegan hefur ferðast um að undan- förnu og leikið sýningarleiki. Um næstu helgi leikur hann t.d. í N- Sjálandi og Astralíu. Hann fær 20 þús. pund fyrir að leika þar. -SigA/-SOS • Þorgils Öttar Mathiesen — skoraði sex mörk fyrir FH. hann, og aörar skyttur FH-liðsins, úti viö punktalínu. Kristján skoraöi ekki nema þrjú mörk úr langskotum, Hans Guðmundsson tvö og Guðjón Ámason eitt. Það losnaði um Þorgils Ottar Mathiesen á línunni við þetta og skoraði hann sex mörk. Júgóslavarnir eru listamenn — Þaö er sárt að þurfa að tapa meö fimmtán mörkum. Viö héldum í við Júgóslavana fyrstu 45 mínúturnar — vorum undir, 8—14, í leikhléi en náðum síðan að minnka muninn í 11—15 í upphafi seinni hálfleiksins. Þá var leikur okkar yfirvegaður og vel skipulagður. Það fór síðan að síga á ógæfuhliðina þegar staðan var 17—12. Við náöum þá ekki aö skora mark þótt við værum tveimur fleiri á vellinum. Strákamir urðu þá of kærulausir og náöu ekki að einbeita sér. Júgóslavamir gengu á lagið og þeir vom farnir að leika sér undir lok leiksins, sagði Guðmundur Magnús- son, þjálfariFH-liðsins. — Þetta er leikur sem maður verður að gleyma sem fyrst. Það er þó ekki hægt að loka augunum fyrir því að viö glímdum hér við listamenn í hand- knattleik — uppistööu landsliös Júgóslavíu, sem er OL-meistari, sagöi Guðmundur að lokum. FH-ingar mæta Metaloplastika aftur í Laugardalshöllinni nk. föstudagskvöld. -SOS. Kristján Arason. I I I I I | Forráðamenn Metaloplastika Ivoru yfir sig ánægðir með leik sinna manna gegn FH, enda ekki | nema von, þeir fengu að sjá sína ■ menn leika eins og handknattleikur I gerist bestur — tættu FH-inga í sig " á lokasprettinuin. | Það sem vakti mikia athygli hjá ^ FH-ingum var að Zoran Zivkovic, ■ r landsliðsþjálfari Júgóslavíu, sem I var meðal áhorfenda, tók oft * stjómina af þjálfara | Metaloplastika - og gaf skipanir . a f áhorfendabekk j unum. | Það er kannski ekkí nema von. ■ Zivkovic þjálfaði liðið sl. keppnis- I tímabil og með liðinu leika níu | landsliðsmenn J úgósla víu. -SOS. íslensk samvinna í Diisseldorf: Atli Eðvalds skor- aði sjálfsmark — eftir misheppnað skot Lárasar Guðmundssonar Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Það er óhætt aö segja aö það hafi verið íslensk samvinna sem vakti mesta athygli þegar Diisseldorf og Bayer Uerdingen gerðu jafntefli, 2—2, í Dusseldorf. Atli Eðvaldsson varð þá fyrir því óhappi að skora sjálfsmark eftir að Lárus Guðmundsson hafði átt misheppnað skot að marki Diisseldorf á 42. mín. Wayne Thomas sendi knöttinn til Lárusar, sem reyndi skot — hann hitti knöttinn illa og stefndi hann fram hjá marki Diisseldorf. En þá skeði það að Atli hugðist sparka knettinum frá marki. Heppnin var ekki með honum — hann spyrnti knettinum í eigið mark. Þetta var mikið áfall fyrir Diissel- dorf sem var rétt áöur búið aö skora löglegt mark sem annar línuvörðurinn dæmdi af, af óskiljanlegum ástæðum. Hasse Holmquist náði að jafna metin, 1—1, fyrir Diisseldorf en síðan skoraði Wolfgang Funke, sem kom inn á sem varamaður fyrir Lárus á 61. mín., mark fyrir Uerdingen úr vítaspyrnu — 1-2. * Atli Eðvaldsson. Leikmenn Diisseldorf gerðu síðan mikla hríð að marki Uerdingen og á 72. mín. náði Atli að fiska vítaspyrnu eftir að Funke hafði skellt honum inni í víta- • Lárus Guðmundsson. teig. Rudi Bommer skoraöi, 2—2, úr vítaspymunni. Atli fékk síðan tækifæri til að gera út um leikinn undir lokin en honumbróst þá bogalistin. -AH/-SOS. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.