Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Page 27
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. 27 íþróttir íþróttir íþrótiir íþróttir Leikmenn Bremen gefa ekkert eftir — í baráttunni við Bayem Miinchen í v-þýsku „Bundesligunni” Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Það er greini- legt að leikmenn Werder Bremen ætla ekkert að gefa eftir í keppninni við Bayem Miinchen um V-Þýskalands- meistaratitilinn. Þeir léku mjög vel gegn Frankfurt á laugardaginn og unnu 3—1 í Frankfurt. Uwe Miiller skoraði fyrst fyrir heimamenr sem urðu siðan fyrir því áfalli að missa Ralf Falkenmayer af leikvelli, meiddan á fæti. Norbert Meier jafnaöi 1—1 fyrir Bremen og síðan skoruðu þeir Yasuhiho Okudera og Rudi Völler mörk fyrir Bremen. Völler, sem átti stórleik, hefur skoraö STAÐAN Bayern 24 14 6 4 52—32 34 Bremen 23 12 8 3 65—37 32 Gladbach 23 11 6 6 58—36 28 Uerdingen 23 11 5 7 46-34 27 Hamburg 22 9 8 5 40—31 26 Bochum 23 8 9 6 38—32 25 Mannheim 23 9 7 7 34—37 25 Stuttgart 24 11 3 10 62—40 25 Köln 23 11 2 10 45—43 24 Schalke 23 9 6 8 46—46 24 Frankfurt 24 8 7 9 48—51 23 Kaiserslautern 22 6 9 7 27—39 21 Leverkusen 24 6 8 10 36—40 20 Diisseldorf 23 6 7 10 39—44'19 Bielefeld 24 3 11 10 26—47 17 Dortmund 22 7 2 13 27-45 16 Braunschweig 23 7 2 14 30—54 16 Karlsruhe 23 3 8 12 31-62 14 18 mörk í „Bundesligunni” og er markahæstur. Bremen gat bætt marki við undir lok leiksins en þá misnotaöi Wolfgang Sidka vítaspymu. A sama tima og Bremen var að vinna góðan sigur varð Bayern að sætta sig við jafntefli, 0—0, gegn Mannheim. Bæjarar léku vamarknatt- spymu. 40 þús. áhorfendur sáu slakan leik. Dómarinn Walz varð fyrir því óhappi að slíta hásin í leiknum og varö ungur línuvörður að taka við starfi hans. Það var Bauer, sem dæmdi sinn fyrsta leik í „Bundesligunni” — hafði áður aðeins dæmt leiki hjá áhuga- mannaliðum. Bauer stóö sig mjög vel og sögðu blööin hér að hann hefði verið sigurvegari leiksins. Þess má geta að þetta er í þriöja sinn sem Walz dómarí slítur hásin í leik og hefur hann nú hug á að legg ja skóna á hilluna. Stórleikur Magath Leikmenn Hamburger eru greinilega að ná sér á strik. Þeir léku vel gegn Braunschweig og unnu stór- sigur, 5—0. Bestur var Felix Magath sem átti stórleik og skoraði fallegt mark meö skalla. Hin mörk Ham- burger skomðu þeir Mark McGhee, Bernd Wehmeyer og Jurgen Milewski, tvö. • Stuttgart lagði Köln að velli í af- spymulélegum leik — 3—1. Jimmy Hartwig skoraði fyrst fyrir Köln en þeir Karl Allgöwer, Peter Reichart og Jurgen Klinsmann svöruðu fyrir Stutt- gart. Urslit urðu þessi í „Bundesligunni” í V-Þýskalandi á laugardaginn: Bochum-Karlsruhe 5—2 Frankfurt-Bremen 1—3 Schalke-Bielefeld 3—0 Hamburger-Braunschweig 5—0 Gladbach-Kaiserslautern 7—0 Stuttgart-Köln 3-1 Mannheim-Bayern 0—0 Diisseldorf-Uerdingen 2—2 Leverkusen-Dortmund 0—1 Leikmenn Borussia Mönchenglad- bach áttu stórleik gegn Kaiserslautem og unnu, 7—0. Michael Frontzek (2), Uwe Rahn (2), Hans-Jörg Criens, Kai- Erik Herlovsen og Frank Mill skoruðu mörkin. Markið sem Norðmaðurinn Herlov- sen skoraði var útnefnt mark dagsins. Hann skoraði meö glæsilegu langskoti. • Rolf Russmann tryggði Dortmund sigur, 1—0, gegn Leverkusen með skalla á 83. mín. • Peter Stichler, Olaf Thon og Dieter Schatzschneider skoruöu mörk Schalke, 3—0, gegn Bielefeld. • 155 þús. áhorfendur sáu leikina í „Bundesligunni” á laugardaginn. 35 mörk voru skoruð og átján gul spjöld voru á lofti. -AH/-SOS. • UweRahnogFrankMill — söfnuðu mörgum mörkum þegar Gladbach vann stórsigur, 7—0, á Iaugardaginn. LITTLE TRAMP CHARACTER LICENSED BY BUBBLES. INC . S A GGK <€> Matvörukaupmaðurinn notar hana til þess að fylgjast með vörubirgðum. Forstjórinn notar hana til að leita í upplýsingabankanum. Tannlœknirinn geymir í henni sögu allra sjúklinganna og tölvan sér um að gefa þeim tima þegar við á. Auglýsingamaðurinn Skókaupmaðurinn notar hana notar hana til vinnslu- til að fylgjast með sölunni. skráningar. Einkaritarinn notar hana til skýrslugerðar og bréfaskrifta. Nemandinn notar hana til að ná betri árangri. Matsveinninn notar hana til að setja saman matseðil dagsins, reikna hita- einingar o.fl. Bílaleigan notar hana til að reikna leigugjöld. Skrifstofustjórinn notar hana til að geyma og senda skilaboð. Bóndinn notar hana til að fylgjast með fóðurgjöf og bæta hana. Verktakinn notar hana til Tryggingamaðurinn notar að gera hagkvæm tilboð. nana til að flýta fyrir útreikningi á iðgjöldum. Rithöfundurinn notar hana til að skrifa handrit. Ferðaskrifstofan notar hana til að gera ferðaáætlanir um allan heim. Bankinn notar hana til að veita greiðari upplýsingar og betri þjónustu. Hótelstjórinn notar hana til að skrifa reikninga. Vísindamaðurinn notar hana til að leita i gagnaskrám. Arkitcktinn notar hana til að spara sér undirbúningsvinnu. Opinberar stofnanir nota hana til þess að draga úr álagi á stóru tölvunum. Lyfjafræðingurinn notar hana til að muna 45000 lyfjaheiti. Fólk á borð við þig, hundruð þúsunda sem sinntu kalli tölvu- væðingarinnar. Fólk sem hafði ekki litið á sig sem tölvusérfræð- inga. (Sumir voru meira að segja lélegir í stærðfræði í skóla). Þá kom IBM PC einkatölvan til sögunnar með fjölda forrita og allt varð svo einfalt. Fólk komst að raun um að hæfhi tölvunnar var slík að notandinn þurfti ekki að vera tölvusérfræðingur. Það þurfti heldur ekki forritunar- nám - þægileg forrit voru til í miklu úrvali og ný bætast við daglega. Allt sem til þurfti var ákveðin peningaupphæð og einlægur vilji til þess að standa sig í samkeppnisþjóðfélagi nú- tímans. Ertu með? Hafðu sam- band við einhvem söluaðila IBM PC, hann kemur þér á sporið. Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvur : Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík simi 20560 Örtölvutæknihf., Ármúla 38 Reykjavik, sími 687220 =:==.=

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.