Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 36
36
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985.
VERKPALLAR
Sala-Leiga
Leitið upptýsinga:
SJCTUN! 7 -121 REYKJAVlK-SÍMt 29022
FJðflRIN.
REYKJAVÍK:
AKUREYRI:
BORGARNES:
VÍÐIGERÐI V-HÚN.:
BLÖNDUÓS:
SAUÐÁRKRÓKUR:
SIGLUFJÖRÐUR:
HÚSAVÍK:
EGILSTAÐIR:
VOPN AFJÖRÐU R:
SEYÐISFJÖRÐUR:
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR:
HÖFN HORNAFIRÐI:
91-31815/686915
96-21715/23515
93-7618
95-1591
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
KRAFTBLAKKIR
ÚTGERÐARMENN
Höfum á iagar 400 kg kraftbtokklr m«fl ein* ®ða
tveggja spora hjóli. Gott varfl 09 gflflir graUMuakil-
mélar.
Atlas hf
Borganunr 24. simi 26755
SKIPPER
,Allt mögulegt
ef viljinn er
fyrír hendi'
— Tómas Ledin í DV-viðtali
Tómas Ledin hélt, sem kunnugt er,
tvenna hljómleika í Broadway fyrir
skemmstu. DV náöi tali af kapp-
anum í tilefni af komu hans hingaö.
— Hvað hefur þú verið aö gera aö
undanförnu?
„Eg hef veriö aö hljóöblanda tvö-
falda hljómleikaplötu sem veröur
gefin út í apríl. Á henni veröa hljóö-
ritanir frá nokkrum hljómleikum
sem ég hélt í Svíþjóð í fyrrasumar,
mest gömul lög í nýjum útsetning-
um.”
— Hefur þú komið til íslands áöur?
„Nei, aldrei. Eg var nálægt því
1977 en missti því miður af fluginu.
Ástæðan fyrir því aö ég kem núna er
sú að Jón Ölafsson og Broadway
buöu mér hingaö sérstaklega. Ferö
mín hingaö er ekki liöur i neinni tón-
leikaferð.”
— Veistu eitthvaö um íslenska
popptónlist?
,,Já, ég hef heyrt um Inter-
Mezzo.” Þú meinar Mezzoforte?
„Já, einmitt, þaö er alveg þaö sama.
Þeim gekk nokkuð vel í Englandi
fyrir u.þ.b. ári síöan, var þaö ekki?
Svo sá ég íslenska stelpuiiljómsveit í
sænska sjónvarpinu fyrir nokkrum
árum. Þær voru mjög fríkaðar.
Þetta er nú þaö eina sem ég hef heyrt
afíslenskritónlist.”
Stefnan settá V-Þýskaland
— Þú hefur á undanförnum árum
reynt aö koma þér á framfæri utan
Noröurlandanna. Hefurþaötekist?
„Já og nei. Plötur meö mér hafa<
verið gefnar út alls staöar í Evrópu
en fengið rrúsjafnar viðtökur. Þaö
sem viö erum aö einbeita okkur aö
núna er markaðurinn í V-Þýska-
landi. Eg hef átt nokkur lög á listum
þar en hef ekki ennþá komið lagi í
fyrsta sæti. Viö höfum að undanfömu
fariö þangaö í hljómleikaferöir og
komið fram í sjónvarpsþáttum en viö
eigum enn eftir aö gera mikiö áöur
en hægt veröur aö tala um verulegar
vinsældirþar.”
Fetað i fótspor ABBA?
— Nú er Stig Anderson, umboðs-
maöurinn þinn, sá sami og gerði
Abba að stórveldi á sínum tíma. Ætl-
ar hann aö gera þig aö næstu tónlist-
arstjömuSvía áalþjóðamarkaði?
„Stig Anderson er ekki umboðs-
maöurinn minn, sá heitir Leik Hen-
riksson. Stig á hljómplötufyrirtækið
sem gefur út plöturnar mínar og sér
um þau mál sem snúa aö plötusöl-
unni erlendis. En hann aðstoöar mig
ekkert við tónlistina.
Þú segir næsta tónlistarstjama
Svía. Abba var sérstakt tilfelli. Hún
var ein besta hljómsveit í heimi á
sínum tíma. Það veröur mjög erfitt
aöfetaí fótsporþeirra. En miðaðvið
þaö sem ég er aö gera í dag, þá hef ég
trú á því að ég geti náö langt.
Þaö er allt mögulegt ef viljinn er
fyrirhendi.”
Stjórnar eigin
upptökum
— Semur þú þitt efni sjálfur?
„Já, ég sem allt sjálfur, bæði lög
og texta. Ásamt aöstoöarmanni mín-
um, Lennard, hef ég líka stjórnaö
eigin hljómplötuupptökum seinustu 5
ár.”
— H vaö er framundan h já þér ?
„Eg stefni aö því aö senda frá mér
litla plötu í maí. Síðan ætla ég aö
taka mér gott frí og einbeita mér aö
því að semja nýtt efni. í framhaldi af
því tek ég svo væntanlega upp plötu
og reyni að fylgja henni eftir með
hljómleikaferö til V-Þýskalands.
Þangaö er stutt að fara og ég lít svo á
aö gangi mér vel þar þá muni mér
einnig ganga vel annars staöar í E vr-
ópu.”
Ekki frábrugðinn öðrum
— Hvað gerir Tómas Ledin svo í
frítíma sínum?
„Eg er hamingjusamlega giftur og
hef nóg aö gera. Svo þykir mér gam-
an aö fara á skíði, lesa bækur og
horf a á a nnars flokks bíómyndir. ’ ’
— Ertu hrifinn af þeim?
„Nei, ekkert sérstaklega. Þaö sem
ég meina er aö ég geri bara þaö sem
fólk gerir almennt í frítíma sínum.
Eg er ekkert frábrugöinn öörum aö
þvíleyti.” -ÞJV
Bætt aðstaða fyrír sjúklinga
og starfsfólk á Borgarspítala
405 Trillumælar
Hagstætt verð
og greiðsluskilmálar
2 ára ábyrgð
Friðrik A. Jónsson h.f.
Skipholti 7, Reykjavík,
Símar 14135 — 14340.
Aðalfundur Félags velunnara
Borgarspítalans var haldinn nýlega.
Félagsmenn eru nú um 350. Tilgangur
félagsins er m.a. aö bæta aöstööu
sjúklinga sem njóta þjónustu Borgar-
spítalans, stuðla aö auknum skilningi
almennings og stjórnvalda á starfsemi
Borgarspítalans meö málefnalegri
kynningu og umræðu og stuöla aö því
aö Borgarspítalinn sé aðlaðandi og vin-
sæil vinnustaöur.
Félagiö selur minningarspjöld til
styrktar starfseminni og eru þau af-
greidd í anddyri spítalans og er einnig
hægt aö panta þau í síma spítalans,
81200.
Félagiö hefur þegar fest kaup á
myndbandstæki og spólum sem þaö
gaf Borgarspítalanum. Eru mynd-
bandasýningar daglega fyrir sjúkling-
ana. Þá hafa veriö í athugun kaup á
smásjá til nota við nákvæmar skurðað-
gerðir. Á döfrnni er aö skreyta ganga
og anddyri spítalans meö blómum.
Likan af núverandi og fyrirhuguðum byggingum á lóð Borgarspitalans.
Lengst til hægri á myndinni er B-álman sem nú er i byggingu.
Loks má nefna aö nú á skírdag kemur
Lögreglukórinn í heimsókn til aö
skemmta sjúklingum og starfsfólki
með söng sínum. Útvegun skemmti-
krafta er eitt af verkefnum á stefnu-
skrá félagsins.
Stjóm FVB skipa: Egill Skúli Ingi-
bergsson, formaöur, Brynjólfur Jóns-
son, Anna Bjamason, Bjarki Elíasson,
Björg Einarsdóttir, Hafsteinn Guö-
mundsson og Tómas Sveinsson. Tólf
manna trúnaðarráð skipa: Axel Jóns-
son, Áslaug Boucher, Friðrik Einars-
son, Helga Gröndal, Kalla Malmquist,
Otto Michelsen, Olafur Þ. Jónsson,
Beynir Ármannsson, Sigríöur Lister,
Víöir Þorgrímsson, Sigurlín Gunnars-
dóttir og Þórir Daníelsson. Endurskoð-
endur eru Gerður Hjörleifsdóttir og
Gunnlaugur Pétursson. Eftirfarandi
ályktun var gerð á aðalfundinum:
Aðalfundur Félags velunnara
Borgarspítalans skorar á viökomandi
stjórnvöld aö draga ekki úr fram-
kvæmdahraða viö byggingu B-álmu
Borgarspítalans. Félagiö bendir á
brýna þörf fyrir þá þjónustu sem ráö-
gert er aö veita meö starfsemi B-álm-
unnar.
-A.Bj.
Skeifan 3h - Sími 82670
ÚTSÖLUST AÐIR:
ATLABÚÐIN - AKUREVRI
VERSL. AXELS SVEINBJÖRNSS. - AKRANESI
BYKO - KÓPAVOGI OG HAFNARFIRÐI
HÚSPRÝÐI - BORGARNESI
JÓN BENEDIKTSSON - HÖFN
SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS
ÞRÖSTUR MARSELlUSSON - ISAFIRÐI