Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. „Þessi piltur verður orðinn heims- meistari í skák árið 1990,“ sagði heimsmeistarinn fyrrverandi, Mik- hail Botvinnik, fyrir tíu árum. Hann átti við skólapilt frá Bakú við Kasp- íahaf sem aðeins 11 ára gamall varð meðal efstu manna á unglingameist- aramóti Sovétríkjanna - 18 ára og yngri. Þá gekk hann undir nafninu Garrí Weinstein en eftir að faðir hans dó og er lög leyfðu breytti hann því upp á móðurættina, í nafn sem nú hefur farið sigurför um skák- heiminn: Garrí Kasparov. Fyrstu leikirnir Gam' Kimovits Kasparov fæddist 13. apríl 1963 og rétt eins og með skáksnillinginn Capablanca eru fyrstu kynni hans af skáklistinni sveipuð ævintýraljóma. Faðir hans, Kim Weinstein, var verkfræðingur en móðirhans, Klara Kasparova, efnafræðingur. Hún stjómaði efna- fræðirannsóknarstofu í Bakú en eftir að sonurinn fór að skara fram úr á skáksviðinu sagði hún upp starfi sínu og nýtti skipulagshæfileika sína í hans þágu. í áskorendaeinvígjunum á síðasta ári var hún höfuðið á bak við undirbúning Garrís og hún sá um að allt væri með felldu á „skák- rannsóknarstofunni" þar sem af engu minni snilld var bmggað en í efnafræðinni. Klörusásteinnig bregða fyrir í skáksalnum er Garrí tefldi við Anatoly og í báðum ein- vígjum fylgdust blaðamenn grannt með ferðum hennar. Er Garrí var sex ára gamall ákváðu foreldrar hans dag nokkurn að senda hann í tónlistarnám. Tónlist var í hávegum höfð á heimilinu og faðir- inn þótti liðtækur fiðluleikari. Gam' var þá ekki enn farinn að tefla og kunni ekki mannganginn, eða svo töldu foreldrar hans. Það var sama kvöld og ákvörðun um að senda pilt í tónlistarnám var tekin að foreldr- arnir stilltu upp skákþraut úr bæjar- blaðinu og glímdu við lausnina. Þeir tóku ekki sérstaklega eftir syninum sem starði eins og í leiðslu á tafl- borðið. Við morgunverðarborðið daginn eftir brá þeim í brún er Garrí stakk upp á leik sem reyndist vera lausnarleikurinn. Það var engum blöðum um það að fletta, pilturinn hafði óvenjulega hæfileika. Hann var orðinn sjö ára er ná- granni hans og jafnaldri dró hann með sér í frumherjahöllina þar sem svo margir síðari tíma stórmeistarar í Sovétríkjunum stigu sín fyrstu skref. Þar var teflt og þar fékk hann tilsögn kennara. Hann vakti strax athygli fyrir að vera einstaklega minnugur á leiki, tölur og úrslit ýmiss konar. Hann lærði utanbókar úrslit í heimsmeistaraeinvígjum (!) og ef hann fékk skákþraut til að glíma við gleymdi hann stund og stað. Níu ára gamall tefldi hann af 2000 stiga styrkleika og þá komst hann í úrslit á meistaramóti Bakú í hraðskák. Tíu ára í Botvinnik- skákskólann Næstu ár tók hann örum fram- förum. Fyrsti kennari hans, Privor- otsky að nafni, sagði síðar að falleg mátstef og mátfléttur hefðu í fyrstu átt hug hans allan og að skákir fyrr- um heimsmeistara, Alexanders Alje- kín, höfðuðu sérlega til hans. Alje- kín átti eftir að verða eftirlætisskák- maður Kasparovs um mörg ókomin ár; síðar bættist sóknarsnillingurinn Paul Keres í hópinn. Á þessum árum kynntist hann skákmeisturunum Sakharov og Nikitin sem veittu honum tilsögn og er þeir greindu hvílíkt efni var á ferðinni mæltu þeir með honum til vistar í þekktasta skákskóla Sovétríkjanna - Botvinn- ik-skólanum. Kennsla í Botvinnik-skólanum fer fram með öðru sniði en í hefðbundn- um skákskólum og þar komast færri að en vilja. Hann tók til starfa sama ár og Kasparov fæddist, hvort sem það er tilviljun eða ekki, og Botvinn- ik sjálfur er skólastjóri. Hann hefur „útskrifað“ margan skáksnillinginn: Karpov, Balashov, Razuvajev, Jusu- pov, eru þeir helstu. Nemendur koma saman tvisvar til þrisvar á ári og fylgst er náið með hverjum og einum og úthlutað verkefnum til lausnar milli námskeiða. Karpov segir að einmitt þessi heimaverkefni hafi reynst honum svo gagnleg. „Þau þvinguðu mig til þess að fletta upp í skákbókum og vinna sjálfstætt," segir hann og Kasparov tekur í sama streng. Kasparov varð fljótt eftirlætisnem- andi Botvinniks, enda leysti hann öll verkefni, sem fyrir hann voru lögð, afstakri prýði. Og hann skák- aði meira að segja gamla manninum á stundum. Botvinnik segir frá því er hann veturinn 1976 fékk boð frá Bandaríkjamanninum Larry Evans þar sem hann spurði um álit Botvinn- iks á stöðu úr skákinni Botvinnik- Fischer á ólympíuskákmótinu í Varna 1962. Löngu áður birti Bot- vinnik rannsóknir sínar á stöðunni og taldi hana jafntefli en Fischer var ekki á sama máli, bætti nokkrum leikjum við rannsóknir hans og hélt því fram að staða sín væri unnin. „Ég sat yfir stöðunni í um klukku- stund, hélt athugunum hans áfram og mér sýndist hann hafa á röngu að standa - vinning átti hann ekki í stöðunni,“ segir Botvinnik, og hann heldur áfram: „Ég lét nemendur mína fá stöðuna sem æfingu í sund- urgreiningu - Garrí Kasparov, 13 ára gamall, fann enn aðra jafnteflisleið." Er Kasparov háði áskorendaein- vígið við Smyslov í fyrra hringdi hann daglega í Botvinnik og fékk hjá honum góð ráð. Botvinnik og Smyslov tefldu tvívegis um heims- meistaratitilinn á sjötta áratugnum og vafalaust hefur Botvinnik getað miðlað áskorandanum verðandi af reynslu sinni. Botvinnik var einnig á bandi Kasparovs í einvíginu enda- lausa við Karpov, svo mjög að Karpov sárnaði - áður en Kasparov kom til sögu var Karpov einmitt eftirlætisnemandi Botvinniks. I hol- lenska skáktímaritinu „New in Chess“ segir Karpov að öfund hrjái Botvinnik eins og reyndar aðra fyrr- um heimsmeistara. „Þeir vonast til þess að heimsmeistarinn komist í þeirra hóp því að þá fyrst hefur hann fallið niður á þeirra stig. Botvinnik er beiskastur allra." Unglingameistari tvö ár í röð Fyrstu árin í Botvinnik-skákskól- anum báru ríkulegan ávöxt. Hann var aðeins 11 ára gamall er hann tefldi í fyrsta sinn á unglingameist- aramóti Sovétríkjanna eins og áður er getið og frammistaða hans vakti mikla athygli, 7. sæti af 42 skák- mönnum sem flestir, ef ekki allir, voru mun eldri og reyndari. Þetta ár, 1975, tefldi hann í fyrsta skipti við Karpov. Það var í klukku- fjöltefli stórmeistara við ungherja sem fram fór í Leningrad. Kasparov hafði svart í Sikileyjarvörn og fékk ljómandi góða stöðu. En hann lék af sér og heimsmeistarinn náði að rétta úr kútnum og vinna. Kasparov var óhress með tapið: „Ég sem hafði svo góða stöðu,“ hrópaði hann upp eftir skákina og bar augljóslega enga virðingu fyrir heimsmeistaranum. Stórmeistararnir tefldu á sjö borð- um í einu við ungherjana. Kasparov tapaði einnig fyrir Smyslov en hann hélt jafntefli gegn Kortsnoj, Pol- ugajevsky og Kuzmin og vann meistarann Katalimov. Og 1976 varð Kasparov unglinga- meistari Sovétríkjanna, 18 ára og yngri. Hann hlaut 7 v. úr 9 skákum, 38 skákmenn tóku þátt. Kasparov var nú orðinn sterkastur allra í þess- um aldursflokki og tók af öll tvímæli í janúar næsta ár er hann sigraði í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.