Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Side 26
26 DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. Áskorendamótinu í Montpellier lokið: STEFNIR í SOVÉSKA HEIMSMEISTARAKEPPNI Svo gæti fariö aö sex sterkustu skákmenn heims, sem munu kljást um heimsmeistaratitilinn á næsta ári, verði allir Sovétmenn. A áskorenda- mótinu í Montpellier áttu Sovétmenn sjö fulltrúa af sextán keppendum og þrír þeirra tryggöu sér þátttökurétt í áskorendaeinvígjunum sem háð veröa á næsta ári. Sá f jóröi, Mikhail Tal, þarf að tefla til úrslita viö Hol- lendinginn Jan Timman um það hvor kemst áfram. Enn er því hart barist um að komast upp aö fótskör meist- aranna sem nú tefla í Moskvu. Ef Timman fellur úr leik veröur heims- meistarakeppnin alsovésk. Þeir heppnu í Montpellier voru Arthur Jusupov, Andrei Sokolov og Rafael Vaganjan, sem skaust eins og elding upp mótstöfluna í síðustu um- feröunum. Hann stal örugglega sæt- inu af Timman og Tal sem lengst af voru meðal þriggja efstu. Er þrjár umferðir voru eftir var Vaganjan t.a.m. skráöur fyrir neöan miöju en hann átti tvær biöskákir til góða. Þá var sett á fulla ferö. Hann vann Seirawan í þriöju síöustu umferð og Spraggett og Nogueiras þvældust heldur ekki um of fyrir honum í síö- ustu umferðunum. Vaganjan sigraöi einmitt svo glæsilega á millisvæðamótinu í Biel í sumar þar sem Margeir Pétursson var meöal þátttakenda. Hann tefldi leikandi létt á mótinu og svo var einnig um annan sovéskan kepp- anda, Sokolov, sem var yngstur allra, 22ja ára gamall eins og Kasp- arov. Sokolov kom á óvart með frammistöðu sinni í Biel og ekki síö- ur í Montpellier. Almennt var álitiö aö mótiö í Biel heföi veriö best skipað millisvæöamótanna þriggja og frammistaða Vaganjans og Sokolovs í Montpellier staöfestir þá skoöun. Annars var Arthur Jusupov maöur áskorendamótsins. Hann tefldi traust og fágað og með svörtu mönnunum geröi hann sig ánægöan meö jafntefli. Fyrstu vikuna hélt hann sig í hæfilegri fjarlægð en um miöbik mótsins tók hann undir sig stökk og var orðinn efstur í lokin. Hann tryggði sig með tveimur jafn- teflum í síöustu skákunum. Þessi varð lokastaðan á áskor- endamótinu: 1.-3. Jusupov, Sokolov, Vaganjan 9 v. 4.-5. Timman og Tal 81/2 v. 6.-7. Spassky og Beljavsky 8 v. 8.-9. Smyslov og Tsjernín 71/2 v. 10.-12. Portisch, Short og Seirawan 7 v. 13.-14. Kortsnoj og Ribli 61/2 v. 15. Nogueiras6 v. Skák Jón L. Arnason 16. Spraggett 5 v. Mikhail Tal tefldi margar skemmtilegar skákir á mótinu en án efa er hann ánægðastur meö skák sína við Kortsnoj í 8. umferð. Er þeir hafa teflt hefur Kortsnoj langoftast farið með sigur af hóhni, eins og hann sjái í gegnum „Tal-flétturnar”. Fyrst tefldu þeir saman á unglinga- móti í Leningrad 1954 og þá fór jafn- tefli en síðan fór aö syrta í álinn. Eft- ir tólf innbyrðis skákir haföi sjö lokiö með jafntefli en Kortsnoj unnið fimm. I þrettándu tilraun vann Tal loks, á áskorendamótinu í Curacao 1962. Á tuttugu ára tímabili frá 1954 tefldu þeir samtals 35 skákir, Kortsnoj vann 12, jafntefli varö í 21 skák en Tal vann aöeins tvær! Seinni skákina vann hann í áskorendaein- víginu við Kortsnoj 1968 og þá hafið þiö það. Stöðumynd úr skákinni hefur áöur birst í DV en hér er skákin öll. Hvítt: Mikhail Tal Svart: ViktorKortsnoj Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. 0—0—0 0—0 9. Rb3a5 Vinsælasti leikurinn í þessu af- brigöi eftir aö Kasparov beitti hon- um gegn Karpov í einvíginu enda- Bandaríkjamenn unnu Austurríkismenn í úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn Eins og kunnugt er af fréttum þá sigruöu Bandaríkjamenn Austurríkis- menn nokkuð auðveldlega í 176 spila úrslitaleik meö 399 impum gegn 324. Nýju heimsmeistararnir eru Hamm- an og Wolff, Martel og Stansby, Pender og Ross. Fyrirliöi án spila- mennsku var Alfred Scheinwold. Bandaríkjamennirnir voru hætt komnir í undanleiknum viö Brasilíu sem þeir sigruöu á síðasta spilihu. Austurríkismenn sigruöu hins vegar ísraelsmennina nokkuö örugglega í hinum úrslitaleiknum. Bandaríkjamennirnir tóku síöan fljótt forystu í úrslitaleiknum og héldu henni allan tímann. I kvennaflokknum sigruöu Englendingar meö nokkrum yfir- burðum bandarísku ólympíumeistar- ana,eöa 323gegn213. Hér er slemma frá undanúrslitunum sem olli sumum meistaranna erfiðleik- Vestur gefur/allir utan hættu. W'. i i n A K10854 v’ KG1098 O 3 + 63 Nhiiiiuh A ADG9 A •> K852 * AG97 Aimim * 62 765432 Á64 * D2 .'H'IIIIK * 73 v D DG1097 * K10854 I leik Israel og Austurríkis gengu sagnir á þessa leiö með Israel n—s: Vestur 2T pass pass Noröur 2S 5H pass Austur 4H pass pass Suður 4G 6T Tveggja tígla opnunin lofaöi 8—14 punktum með fimm spöðum og a.m.k. fjórum hjörtum. Tveir spaðar hjá noröri voru sterkt úttektardobl. Eins og sést eru sex tíglar mjög góö slemma, allavega betri en sex lauf sem tapastmeötígli út. Ahangendur Israelsmanna fögnuöu samt of snemma því sagnhafi svínaði laufi eftir að hafa náð trompásnum út. Hann geröi sem sagt ráð fyrir aö vestur hefði byrjað með skiptinguna 5- 4-1-3. Á hinu borðinu spiluöu Austurríkis- mennimir fimm lauf og græddu 10 impa í staö þess að tapa 11. I kvennaflokknum náðu bandarísku konumar sex tíglum gegn Taiwan og Bandarísku heimsmeistararnir i bridge. græddu 11 impa meö því aö taka laufið beint en Englendingar komust í sex lauf gegn Frökkum sem þær unnu þegar tígull kom ekki út. Það var samt aðeins 6 impa gróði því ensku konurnar á hinu borðinu fórnuöu í sex hjörtu og töpuöu 700. Frá Bridgesambandi Reykja- víkur: Dagskrá Bridgesambands Reykja- víkur fyrir starfsáriö 1985—1986 veröurþannig: Undanrásir fyrir Reykjavíkurmótiö í tvímenningi veröa: Sunnudaginn 24. nóvember kl. 13 og 19.30 (tværumferöir). Sunnudaginn 1. desember kl. 13 (ein umferð). Urslitakeppnin (28 para barómeter) veröur svo helgina 14.—15. desember (ein umferö á laugardegi og tvær um- ferðirásunnudegi). Undanrásir fyrir Reykjavíkurmótiö í sveitakeppni veröa: 1. dagur: Mánudaginn 6. janúar í Domus Medica kl. 19.30. 2. dagur: Miövikudaginn 8. janúar í Hreyfilshúsinukl. 19.30. 3. dagur: Fimmtudaginn 9. janúar í Domus Medica kl. 19.30. 4. dagur: Sunnudagur 12. januar í Hreyfilshúsinu kl. 13.00. 5. dagur: Miðvikudaginn 15. janúar í Hreyfilshúsinukl. 19.30. 6. dagur: Sunnudaginn 26. janúar í Hreyfilshúsinu kl. 13.00. 7. dagur: Mánudaginn 27. janúar í Domus Medica kl. 19.30. 8. dagur: Laugardaginn 1. febrúar í Hreyfilshúsinu kl. 13.00. 9. dagur: Sunnudaginn 2. febrúar í Hreyfilshúsinu kl. 13.00. Spilaöar verða 17—19 umferöir (eftir þátttöku), 16 spila leikir allir v/alla. 6 efstu sveitir úr undanrásum, komast síöan í úrslitakeppni Reykjavíkur- mótsins sem verður helgina 8.-9. febrúar (sennilega á Hótel Hofi v/Rauðarárstíg). Þar veröa spilaöir 5X16 spila leikir, allir v/alla. Leikir allra sveitanna í undanrásum munu gilda sem fyrri hálfleikur, þannig aö í raun veröa spiluð 32 spil milli sveita í úrslitum (íútreikning). Reykjavíkurmótiö er jafnframt und- ankeppni fyrir Islandsmótiö í sveita- keppni 1986 og er vakin athygli á því aö hlutur Reykjavíkur verður mjög stór fyrir næsta landsmót. Munu vænt- anlega 13—14 sveitir (af 24) eiga rétt á þátttöku til Islandsmóts ef miöaö er við þær reglur sem gilda til útreiknings á „kvóta” hvers svæðasambands. Bridgesamband Reykjavíkur ítrekar að þessir gefnu spiladagar standa. Þeim verður ekki breytt. Skráningarlisti til þátttöku mun liggja frammi í öllum bridgefélögunum í Reykjavík. Eftirtaldar bækur fást hjá Bridgesambandi íslands; Simplified Standard American...Don Oakie, kr.650 Completa Book of Balancing...M. Lawrence, kr. 650 Two over One...Max Hardy, kr. 650 StandardBidding...W. Root, kr. 400 AU about Acol...Cohen/Lederer, kr. 450 Bermuda BowlStocholm 1983...kr. 1.000 The Acol System of Bidding...Reese/Dormer, kr. 500 OmarSharif LifeinBridge...Formáli: Reese, kr. 500 Complete Book of Patience...Morehead, kr. 250 First Book of Bridge...A. Sheinwould, kr. 200 Lebensohl Convention...M. Lawrence, kr. 200 Bridge Is My Game... Ch. Goren, kr. 300 Bridge the Modem Game...Reese/Bird, kr. 350 Bridge Course Complete...V. Mollo, kr. 350 Point Count Bidding...Ch. Goren, kr. 200 WinningDeclarer Play...D. Hayden-Truscott, kr.300 BridgeHumour...Kantar, kr. 300 SvínaðíSeattle...Guðm. Sv. Herm., kr. 350 Hringsvíningar-hræringsþvinganir. Guðm. Sv. Herm, kr. 350 Stytt leið til vinningsbridge (Sheinwould). þýð. Sigurj. Tryggvason, kr. 300 IJr botni í topp (Novrup), þýð: Sigurj. Tryggvason, kr. 300 öryggisspilamennska í bridge... Reese/Trezel, þýð: EinarGuðm., kr. 200 Acol-bókin á íslensku, þýð. Viðar Jónsson (Reese/Dormer), kr. 650 Spilaðu bridge við mig...Reese, þýð. Stefán Guðjohnsen, kr. 350 Kennslubók í keppnisbridge (úr sænsku kennslukerfi), þýð. Kristján Jónasson, kr. 300 Alþjóðalög í bridge, þýð. Jakob R. Möller, kr. 200 Roman Key Card Blackwood (ljósrit)... Kant- ar, kr. 100 Power Precision á íslensku, þýð. Július Sigur- jónsson (ljósrit), kr. 450 Precision Club á íslensku (C.C. Wei/Goren), þýð. Olfar Guðmundsson, kr. 300 (ljósrit) Auk ofangreindra bókatitla eru til sölu hjá Bridgesambandinu sagnabox (kr. 2.200 á borðið) og lausir miðar í boxin (hver pakki á 1.200 kr.) Skrifstofan sendir hvert á land sem er í póstkröfu. Einnig má benda bókasöfnum á að ýmsar þær bækur, sem taldar hafa verið hér að ofan, eru hentugar til f jöldaútláns. Bridgesamband Islands er til húsa að Laugavegi 28,3. hæð, sími 91-18350 (Olafur). Opið hús 22 pör mættu til leiks í opnu húsi sl. laugardag í Borgartúni 18. Spilaöur var tvímenningur og uröu úrslit þessi (efstu pör): N/S: Stig: Ragnar Björnss,—Þórarinn Ámas. 292 Guðm. Péturss.—Magnús Torfas. 248 Hermann Erlingss,—Eymundur Sig- urðss. 229 Jón I. Björnss.—Guöjón Jónss. 220 A/V: Stig: Guðjón Jónss,—Friörik Jónss. 263 Baldur Amas.-SveinnSigurgeirss. 263 Albert Þorst.-Siguröur Emilss. 241 Guðl. Sveinss,—Róbert Sigurjónss. 228 Meðalskor 216 stig í báðum áttum. Enn á ný er minnt á það að regluleg spilamennska hefst kl. 13.30 (hálftvö). öllu spilaáhugafólki, svo og öörum er gaman hafa af leiknum, er velkomið aö vera með í afslappaðri og rólegri keppni. Opna Samvinnuferðamótið á Húsavík Utlit er fyrir að hátt í 50 pör taki þátt í 1. opna Samvinnuferða/Landsýn mót- inu sem veröur um þessa helgi á Húsa- vík. Er þaö mjög góð þátttaka, miöaö viö allar aöstæður. Spilamennska hefst kl. 13 á laugardeginum og verða spilaö- ar tvær umferðir þá um daginn. Á sunnudeginum veröur spiluö ein um- ferö. Mótiö veröur tölvureiknað og sér Vigfús Pálsson um þá hlið mála. Keppnisstjó>-i er Ölafur Lárusson. Frá Bridgedeild Skagfirðinga Rvk Eftir 6 umferöir í aöalsveitakeppni deildarinnar er staöa efstu sveita oröin þessi: Stig: 1. s veit B j örns Hermannssonar 125 2. sveit Magnúsar Torfasonar 114 3. sveit H jálmars Pálssonar 101 4. sveitSigmars Jónssonar 98 5. sveit Siguröar Ámundasonar 97 6. sveit Hildar Helgadóttur 93 7. sveit Bernódusar Kristinssonar 90 8. sveit G uörúnar Hinriksdóttur 87 Ný stjórn var nýlega kjörin hjá deildinni á almennum félagsfundi fyrir skömmu. I henni eiga sæti: Sigmar Jónsson formaöur, Karólína Sveins- dóttir, Guöni Kolbeinsson, Hjálmar Pálsson, Haukur Hannesson og Olafur Lárusson. Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Mánudaginn 4. nóvember hófst 5 kvölda hraðsveitakeppni félagsins (15 sveitir). Staöa8efstusveita: stig 1. Ragnar Þorsteinsson 572 2. Sigurðurisaksson 531 3. Viðar Guðmundsson 530 4. Daði Björnsson 525 5. Ágústa Jónsdóttir 521 6. Arnór Ólafsson 521 7. JónCarlsson 515 8. AsgeirBjarnason 515 Mánudaginn 11. nóvember verður spiluö 2. umferð. Spilaö er í Síðumúla 25 og hefst kepprii stundvíslega kl. 19.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.