Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Tilboö Eimskips í eigurHafskips: Tilboðio er um 390 milljónir — en raunviróið mun lægra vegna greiðslukjara Eimskipafélag Islands hf. sendi skiptaráðandanum í Reykjavík til- boð í allar helstu eignir Hafskips hf. strax og kveðinn hafði verið upp úrskurður um töku bús félagsins til gjaldþrotaskipta í gær. Sam- kvæmt upplýsingum DV er fyrir- hugað kaupverð rúmlega 390 millj. kr., en raunverð mun lægra vegna greiðslukjara. 55% verðsins eiga að greiðast í erlendri mynt en eftir- stöðvamar í íslenskum krónum. Helstu eignir bús Hafskips hf., sem Eimskip gerir tilboð sitt í, eru þessar: Fjögur skip, Hofsá, Rangá, Selá og Skaftá, vörugeymsluhús og geymslusvæði við Njarðargötu, vöruafgreiðslan í Faxaskála og framkvæmdir á geymslusvæði við Faxaskála, svokallaðan A-skála og Ingólfsgarð. Þá áskilur Eimskip sér rétt til þess að ganga inn í samn- inga um hafharaðstöðu í Austur- höfninni með samningi við hafnar- stjóm Reykjavíkur og aðra leigu- samninga Hafskips. Loks tekur tilboðið til alls kyns lausafjár, svo sem allra gáma, allra lyftara, bif- reiða og dráttarvagna, allra véla, áhalda, tækja og annars búnaðar á lyftara- og bifreiðaverkstæði og á skipaverkstæði og ýmiss annars búnaðar, svo sem alls skrifstofu- búnaðar, þ.m.t. tölvubúnaðar og ýmissa hlutabréfa er vom í eigu Hafskips hf. I tilboði Eimskips er heildarkaup- verðið tæplega 9,4 millj. dollara, eða sem samsvarar rúmlega 390 millj. kr. Er gert ráð fyrir að kaup- verðið gangi allt til Útvegsbanka íslands með því að Eimskip taki að sér greiðslu á samsvarandi upphæð af skuldum Hafskips við bankann. Rúmlega helmingur (55%) verðsins, eða jafnvirði tæp- lega 5,2 millj. dollara, á að greiðast í þeim gjaldmiðli sem Eimskip kýs. Ekkert á að greiðast af láni þessu fyrr en í febrúar 1989, en síðan á það að greiðast upp með 7 jafn- háum ársafborgunum þannig að síðasta afborgun verður í febrúar 1996. Vaxtakjör af þessum hluta verðsins miðast við millibanka- vexti að viðbættum u.þ.b. 0,6%. Þó að afborganir hefjist ekki fyrr en á árinu 1989 er gert ráð fyrir að vaxtagreiðslur fari fram á 6 mán- aða fresti eftir að kaupsamningur hefur verið gerður. Hinn hluti kaupverðsins (um 45%), eða um 174,6 millj. króna, á að greiðast í íslenskum krónum. Af þessu láni á heldur ekkert að greiðast fyrr en í febrúar 1989 og á það að greiðast með jafnháum árs- afborgunum til ársins 2001. Þessi hluti lánsins verður vaxtalaus, en verðtryggður miðað við lánskjara- vísitölu. Talið er víst að eitthvað eigi eftir að dragast frá kaupverðinu til Útvegsbankans eða bú Hafskips hf. þurfi að greiða Eimskip ein- hvem hluta kaupverðsins til baka því að miðað er við að eignimar afhendist Eimskip kvaða- og veð- bandalausar að öðru leyti en því sem nemur greiðslu kaupverðsins til Útvegsbankans. Þetta leiðir m.a. af sér að bankinn eða búið þurfi að létta sjóveðskröfum af hinum seldu skipum, sem munu vera einhverjar, og ennfremur veðskuldum af fasteignum sem em við aðra aðila en Útvegsbankann. Einnig getur komið til lækkunar kaupverðsins vegna ástands skipa og annarra eigna. Tilboð Eimskips gildir til nk. miðvikudags 11. desemberkl. 17.00. Tveir skiptaráðendur hafa verið skipaðir, þeir Ragnar Hall og Markús Sigurbjamarson. Bústjór- ar verða lögmennirnir Viðar Már Matthíasson, Jóhann Nielsson og Gestur Jónsson. - APH r Utvegsbankinn tapar minnst 350 milljónum — Seðlabankinn hleypur undir bagga Áætlað er að heildartap Útvegs- bankans vegna Hafskips geti orðið um 350 milljónir króna. Eigið fé bankans nemur um 530 milljónum króna þannig að tapið er vemlegur hluti af því. Seðalabankinn, í samráði við við- skiptaráðherra og fjármálaráðherra, ákvað í gær að hlaupa undir bagga hjá Útvegsbankanum. Seðlabankinn mun í því sambandi gera sérstakan saming við Útvegsbankann um fjár- hagslega fyrirgreiðslu er tryggi greiðslustöðu hankans gagnvart viðskiptaðilum innanlands og utan. Þá hefur verið ákveðið að leita bestu leiða til að endurskipuleggja banka- viðskipti sem Útvegsbankinn hefur nú með höndum. Megináherslan verður lögð á skipulagsbreytingar viðskiptabankakerfisins og að við- skiptabönkum verði fækkað. í tilkynningu frá Seðlabankanum er greint frá því að innlán Útvegs- bankans hafi snúist til lækkunar undanfamar vikur, m.a. vegna al- mennrar umræðu um fjárhagsmál bankans. Skammtímaskuldir Út- vegsbankans við SeðJabankann hafa hækkað um 370 milljónir króna á undanfömum mánuðum og lausafj- árstaða bankans rýmað um 482 milljónir króna. - APH Stöðvið tafarlaust hefndaraðgerðir íslendinga — segir Rainbow Navigation í bréfi til rannsóknamefndar Óskar Magnússon, DV, Was- hington: „Rainbow hvetur þig til að nefndin grípi tafarlaust til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir hefndaraðgerðir af hálfu íslenskra stjómvalda." Þannig segir í bréfi bandaríska skipafélagsins Rainbow Navigation til nefndar þeirrar hér í Bandaríkjunum sem að undanfömu hefur rannsakað farmgjöld íslensku skipafélaganna á flutningi fyrir aðra aðila en vamarliðið. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem DV fékk hjá Helga Ágústssyni, sendifulltrúa í íslenska sendiráðinu í Washington, þegar spurst var fyrir um málið, er í bréfi Rainbow farið frarn á að nefndin beiti einnig valdi sínu hvað varðar vamarliðsflutning- ana og útvíkki þannig yfirstandandi rannsókn. Ekki kemur fram með hvaða hætti umrædd nefnd getur komið í veg fyrir meintar hefndarað- gerðir. En aðgerðir íslendinga em helst taldar geta orðið í formi laga- setningar. Rainbow vísar í bréfi sínu til vitnisburðar bandaríska sendiher- rans á Islandi þess efnis að lagasetn- ing kunni að vera í undirbúningi. Rainbow hvetur nefndina til að hafa ekki samráð við bandaríska utan- ríkisráðuneytið um aðgerðir en slíkt stríði gegn þeim kröfum sem þingið geri til sjálfstæðis nefndarinnar. Þá heldur Rainbow því fram að íslensku skipafélögin hafi gefið afslátt ólög- lega og stundað ólögmæta viðskipta- hætti hvað varðar aðra flutninga en fyrir varnarliðið. Maður féll af þaki Maður slasaðist alvarlega þegar við húsið sem sést hér á myndinni hann féll ofan af húsþaki í Hafnar- fyrir ofan. Maðurinn, sem var fluttur firði á fimmtudaginn. Fallið var um ásjúkrahús, er úr allri lífshættu. 13 metrar. Maðurinn var að vinna DV-myndS Rásarmenn norður á elleftu stundu — þegar vinsældalisti rásar 2 var valinn á Akureyri Vinsældalistinn valinn í útvarpshúsinu á Akureyri. Þeir Páll Þ steinsson og Gunnlaugur Helgason fengu aðstoð þeirra Helenu Eyc (Finns og Helenu) og Huldu Stefánsdóttur til að svara í símann. DV-mynd J Frá Jóni G. Haukssyni, frétta- manni DV á Akureyri: Vinsældalisti rásar 2 var valinn samtímis á Akureyri og í Reykjavík sl. fimmtudag. Þetta er í fyrsta skipti sem listinn er valinn á Akureyri. Ekki vantaði áhugann hjá hlustend- um á Norðurlandi. Síminn hjá út- varpinu á Akureyri þagnaði ekki. Þeir rásarmenn, Páll Þorsteinsson, Gunnlaugur Helgason og Georg Magnússon, að ógleymdum rásar- stjóranum sjálfum, Þorgeiri Ást- valdssyni, komu norður vegna vals listans. Litlu munaði að þeir kæmu of seint í símatímann þar sem fluginu frá Reykjavík seinkaði. Allt bjargaðist þó fyrir hom á síðustu stundu, ekki síst vegna hjálpar tveggja stúlkna frá Akureyri, Helenu Eydal og Huldu Stefánsdóttur. Þær aðstoðuðu rásar- kappana við að svara í síma. Vinsældalistinn var síðan sendur út um kvöldið frá Akureyri. Það sáu þeir Páll Þorsteinsson og Georg Magnússon um. Topplagið, Cant Walk Away með Herberti Guð- mundssyni, hélt velli. Kaffibauna- málið bíður „Það er ekkert farið að skoða það mál eftir að það kom aftur hingað," sagði Jónatan Sveinsson saksóknari er DV spurði hvenær vænta mætti ákvörðunar ákæruvaldsins í kaffi- baunamálinu svokallaða. „Það er ákaflega ólíklegt að málið verði nokkuð skoðað fyrir áramót. Það er allt á öðrum endanum í kring- um önnur mál,“ sagði Jónatan. Rannsóknarlögregla ríkisins lauk rannsókn kaffibaunamálsins í byijun nóvember siðastliðinn, fyrir rúmum mánuði, og sendi það til ríkissak- sóknara. Rannsóknarlögreglan hafði þá haft málið til rannsóknar að fyrir- skipan saksóknara í átta mánuði. Áður höfðu rannsóknardeild ríkis- skattstjóra og gjaldeyriseftirlit Seðlabanka rannsakað málið - KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.