Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 11
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985.
11'
JUGOSLAVIA:
Ungmenni
segjast hafa séð
Maríu
Á undanfömum þremur árum hafa
um fjórar milljónir ferðamanna
komið til lítils þorps í Júgóslavíu,
Medjugorje. Ástæðan er sú, að hópur
ungs fólks heldur því fram, að María
mey hafi birst því þar daglega, síðan
í júni 1981.
í hópnum voru upphaflega sex
ungmenni, en nú eru þau fjögur, sem
segjast sjá Maríu mey. Margir, bæði
júgóslavneskir læknar og erlendir
guðfræðingar, hafa reynt að ganga
úr skugga um, hvort um blekkingar
geti verið að ræða, en engum hefur
enn tekist að sanna, að svo sé.
Afstaða Páfagarðs og kaþólsku
kirkjunnar
í Páfagarði og innan raða þjóna
kaþólsku kirkjunnar í Júgóslavíu
hefur gætt nokkurrar vantrúar á
framburði unga fólksins, og er þess
vart að vænta, að hún hverfi, fyrr
en þeir kirkjunnar manna, sem slík
fyrirbæri rannsaka, hafa um þau
fjallað og staðfest, að engin brögð
séu í tafli, verði það þá niðurstaða
þeirra.
Afstaða páfa er sögð sú, að hann
vilji ekki taka fyrir, að um raun-
verulegar sýnir sé að ræða; annars
myndi hann hafa beitt sér fyrir því,
að endi yrði bundinn á ferðir fólks
til júgóslavneska þorpsins. Rétt er
hins vegar að hafa í huga, að oft
hefur það tekið langan tíma að fá
viðurkenningu á óvenjulegum fyrir-
bærum, og má í því sambandi minna
á Lourdes.
Pavao Zanic, biskup í Mostar, er
sá eini af kirkjunnar mönnum, sem
hefur lýst yfir því, að hann trúi ekki
á sýnimar, en Medjugorje er í sókn
hans, og hann stjórnaði frumrann-
sókn málsins. Hann heldur því fram,
að sóknarprestar hafi afvegaleitt
ungmennin sex, fjórar stúlkur og tvo
drengi, á aldrinum 14 til 21 árs, sem
fóru að sjá sýnirnar fyrir rúmum
fjórum árum.
Kommúnistum stendur ekki á
sama, en...
Þótt yfirvöld í Júgóslaviu séu talin
frjálslyndari i trúmálum en ráða-
menn flestra annarra kommúnista-
ríkja, þá þykir mörgum ráðamönnum
þar erfitt að láta eins og þeir viti
ekki af straumi trúaðs fólks til lands-
ins, fjórum áratugum eftir að flokk-
urinn komst til valda. Júgóslavar
skulda hins vegar um 20 milljarða
dala erlendis, og því hafa ráðamenn
ekki viljað leggjast gegn því, að
ferðamenn fái að heimsækja Medjug-
orje.
Andstaðan kemur þó fram, þegar
til þorpsins er komið, því að yfirvöld
hafa ekki viljað leyfa smíði almenn-
ingssalema þar, og þó hefur komið
fyrir, að allt að 100.000 ferðamenn
hafi verið þar á einum og sama deg-
inum. „Það er mesta furða, að það
skuli ekki hafa komið upp farsóttir
héma,“ segir séra Slavko Barbaric,
sem sér um að veita ferðafólkinu
nauðsynlega þjónustu. Þá hafa yfir-
völd ekki viljað leyfa smíði gistihúsa
í Medjugorje, og því verður ferða-
fólkið að hafast við í híbýlum bænda.
Þó er það stefna júgóslavnesku
stjórnarinnar að reisa ný gistihús til
að draga að erlenda ferðamenn, og
má sjá þess mörg dæmi annars staðar
í landinu.
Sýnir á hæö og í kirkju
Ungmennin sex, sem segjast hafa
séð sýnirnar, segjast fyrst hafa séð
þær á hæð við þorpið, en þar sem
yfirvöld hafa lagt bann við því, að
þau haldi til hæðarinnar á þeim
stundum, sem þau segja Maríu mey
birtast þeim, halda þau fjögur, sem
enn sjá hana, til kirkju í staðinn.
Ungmennin tvö, sem sjá hana ekki
lengur, segja, að sýnirnar hverfi
þeim, sem María mey hefur sagt tíu
leyndarmál. Annars segja ungmenn-
mey
in, að það skipti ekki máli, hvar þau
séu á þessum stundum; þau sjái þá
alltaf guðsmóður.
Sýnirnar eru bundnar við hálfa
stund á dag alla daga vikunnar, það
er frá stundarfjórðungi fyrir klukkan
sex á kvöldin og þar til stundarfjórð-
ungi yfir sex, nema á sunnudögum,
er sýnin er sögð sjást allan daginn.
Bænagjörð
Á þeim stundum, er guðsmóðir er
sögð sjást, fer fram bænagjörð á ít-
ölsku, serbo-króatísku, þýsku,
frönsku, ensku og nokkrum öðrum
málum, og messur eru einnig fluttar
á þessum tungum. Þá sitja prestar
við kirkjuveggina og hlýða á þá, sem
vilja skrifta.
Þegar ungmennin ijögur, Marija,
Jakov, Ivan og Vicka, koma til kirkj-
unnar, krjúpa þau á kné, líta á sama
staðinn, og þá segja þau guðsmóður
birtast sér. Þannig hefur það verið,
síðan þau fóru að sækja kirkjuna til
að sjá sýnina.
Upphafið
Það var síðdegis þann 24. júní 1981,
að tvær ungar stúlkur, Ivanka
Ivankovic, 15 ára, og Mirjana
Dragicevic, 16 ára, voru á gangi
nærri þorpinu Biakovici, sem þær
búa í. Er klukkan var um fimm,
gengu þær hjá hæð, sem heitir Pod-
brdo, og er skammt utan þorpsins.
Þá sá Ivanka allt í einu ljósa og
skínandi mynd af ungri konu birtast
sér á himninum. „Sjáðu,“ sagði hún
við Mirjana. „Þetta er guðsmóðir.“
Mirjana leit hins vegar ekki upp, af
því að hún lagði ekki trúnað á það,
sem vinkona hennar sagði. Skömmu
síðar héldu þær heim.
Þegar þær voru komnar til þorps-
ins, bað Milka Pavlovic, sem var þá
þrettán ára, þær að hjálpa sér að
sækja kindur, sem voru á beit við
Podbrdo. Þegar þau komu að hæð-
inni, benti Ivanka á þann stað, þar
sem hún hafði séð sýnina, og þá sáu
Mirjana og Milka hana líka. Guðs-
móðir var þá tæpa 200 metra frá þeim
og hélt á Jesúbarninu.
Skömmu síðar kom svo Vicka til
hæðarinnar með tveimur drengjum,
sem heita báðir Ivan. Var annar
þeirra þá 20 ára, en hinn 16. Eldri
pilturinn sá strax sýnina, en sá yngri
varð svo hræddur, er hann sá hana,
að hann hljóp í burtu
Benti þeim að koma nær
Um stund horfði Vicka á hvít-
klæddu veruna, sem benti þeim allt
í einu að koma nær, en ekkert þeirra
þorði það. Stuttu á eftir hlupu Vicka
og Milka heim, til þess að segja
systur Milka, Marija, frá því, sem
fyrir þau hafði borið. Marija hló bara
að þeim.
Og þetta kvöld var hæðst að ung-
mennunum fimm. Það gerðu foreldr-
ar Vicka þó ekki. Þau höfðu áhyggj-
ur af því, að einhver hefði haft slæm
áhrif á unglingana.
Guðsmóðir birtist á ný
Næsta dag, er leið að kvöldi, ák-
váðu Mirjana, Ivanka og Ivan yngri
að fara aftur til hæðarinnar. Með
þeim fór tíu ára gamall frændi Mirj-
ana, Jakov, og sömuleiðis Vicka og
Marija.
Klukkan rúmlega sex birtist guðs-
móðir þeim og benti þeim að koma
upp á hæðina. í þetta skipti hlýddu
ungmennin. „Við vorum svo fljót
þangað upp. að það var eins og við
flygjum gegnum loftið,“ sagði Vicka
á eftir.
„Þau gerðu það ómögulega," sagði
frændi Mirjana, sem hafði farið á
eftir þeim. „venjulega tekur um tólf
mínútur að ganga upp á hæðina, en
þau voru bara tvær mínútur á leið-
inni.“
„Þetta er upphafið“
Ivanka talaði fyrst við Mariu mey,
en síðan sagði Mirjana við hana, að
fólk myndi ekki trúa þeim. Gæti hún
ekki gert eitthvað því til sönnunar,
að þau væru að segja sannleikann?
Þá segir Mirjana, að hún hafi hrist
höfuðið og sagt, að þau sex myndu
framvegis sjá hana og þessi dagur,
25. júní, skyldi teljast sá dagur, er
sýnirnar í sókninni hefðu raunveru-
lega hafist.
Fréttin fór þegar manna á milli og
á þriðja degi höfðu þúsundir safnast
saman við hæðina. Þá sáu allir við-
staddir skært ljós yfir þorpinu og
hæðinni, áður en María mey birtist
ungmennunum sex.
Tveimur dögum síðar, á sunnudegi,
komu 15.000 manns að hæðinni.
- ÁSG
"STRÍÐ OG SÖNGU R
Matthías Viöar Sœmundsson
—Hispurslaus frásögn
litríkra listamanna
Sex íslensk skáld lýsa viðhorfum
sínum til lífs og dauða, trúar, ástar og
listar og rekja leið sína til skáldskapar.
Skáldin rekja þá reynslu sem þeim er
minnisstæðust og haft hefur dýpst
áhrif á þroska þeirra og lífsviðhorf.
Þau eru öll fædd milli stríða og tóku
út þroska sinn á miklum umbrota-
tímum í sögu þjóðarinnar. Hér er
margt látið fjúka sem fæstum er áður
kunnugt.
Guörún Helgadóttir Álfrún Gunnlaugsdóttir
Thor Vilhjálmsson Indriði G. Þorsteinsson
Þorsteinn frá Hamri Matthías Johannessen
Verö kr. 1:280.00.
"AFJ
!FÖR*
lARÐARFi.
LANDSMOÐURINNAR GÖMUJ
Gabriel Gcrcia Márquez
—Meistaraverk Nóbels-
skáldsins
Makondó — þorpiö þar sem menn
þrauka og bíða. Þorpið þar sem
grimmdin og niðurlægingin ríkir.
Andrúmsloftið mettað raka — hita-
svækjan óbærileg.
Af meistaralegri íþrótt fléttar skáldið
saman sögu þjóðar sinnar, kvunn-
dagsleika hennar, kjaftasagnir og goð-
sagnir. Þessi veröld er allt í senn, jarð-
bundin og smámunasöm, full af undr-
um og stórmerkjum.
Þorgeir Þorgeirsson þýðir verkið af
einstakri snilld.
Verö kr.l.087.00 innb.—kr.850.00 kilja.
fORtAOlO
M jAKÍ!\RR)R
L\NDSMí)i)URIKNAR GQMLU
ÍSLENSKIR ELSKHUGAR
-viðtöl viö átján karlmenn -
Jöhanna Sveinsdóttir
— Opinská og heiðarleg
Karlmenn á aldrinum 20—75 ára ræða
um ástir sínar og tilfinningamál.
Hreinir sveinar og flekkaðir, skemmti-
staðafolar í ævintýraleit, ráðsettir
margra barna feðyr, Einsi kaldi úr
Eyjunum og Fúll á móti.
í bókinni er að finna einlægar um-
ræður um ástir og tilfinningar karla—
efni sem íslenskir karlmenn ræða
sjaldan ódrukknir nema í tvíræðni og
hálfkæringi.
Verð kr. 1.180.00 innb.—kr. 880.00 kilja.