Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. STANSAÐ, DANSAÐ OG ÖSKRAÐ! , Hljómsveitin Grafík ásamt Helga Björnssyni, söngvara og leikara, sendir frá sér nýja plötu um helgina - gott ef lögin á henni eru ekki þegar farin að heyrast á „rásinni“. Textamir á nýju plötunni, sem heitir því frumlega nafhi „Stansað, dansað og öskrað" (?), eru eftir stjömu hljómsveitarinnar, Helga Bjömsson - „stemmningstextar, ortir til að falla að músíkinni". - Rímaður kveðskapur? ,,-Nei, nei - ekkert svoleiðis. Þetta er eiginlega atómkveðskapur." - Um ástina? „Nei, þetta er svona hvatning - hvatning til fólks að vera nú ekki að taka sig of alvarlega, ekki of hátíðlega - en kýla bara á lífið og rómantíkina." - Öskrað? segirðu, Helgi, hefurðu gaman af að öskra? „Já. Ég hef gaman af því. Ef maður öskrar þá losnar maður undan þvingun hugans og losnar við þessa tilfinningu að maður þurfi að vera „eðlilegur“...“ - Hefurðu sérstakan áhuga á að vera óeðlilegur? „Nei, maður - „eðlilegur" svona eins og nágrannamir vilja kannski hafa mann - ég vil hrista upp í hlutunum.“ - Áttu slæma nágranna? „Jesús minn, nei! Og mig langar ekkert frekar að hrista upp í þeim!“ - En þú varst að segja að...? „Heyrðu, eigum við ekki bara að gleyma þessu með nágrannana? En platan sko - hún er svona um það að maður eigi ekki að vera að gera sér upp áhyggjur heldur sníða sér stakk eftir vexti.“ - Bmnarðu fram úr sjálfum þér með þessari plötu? „Nei, það held ég ekki.“ - Heldurðu að hún verði „best- seller"? „Áreiðanlega næstbestseller. Annars hef ég ekkert hugsað um þau mál.“ - Þú þarft að hugsa um þau. Annars verður hvorki stansað né dansað í framtíðinni og heldur ekki öskrað. „Þú segir ekki.“-GG. Helgi Björnsson - „gaman að öskra“. GERDA ANTTIÁ ÍSLANDI - Að takast á við sjálfan sig Sænski rithöfundurinn Gerda Antti kom í stutta heimsókn til íslands í síðustu viku. I haust hafa hlustendur Ríkisútvarpsins heyrt Margréti Helgu Jóhannsdóttur lesa skáldsögu hennar, Skref fyrir skref, í þýðingu Guðrúnar Þórarinsdóttur. Gerda Antti á sívaxandi vinsældum að fagna í heimalandi sínu - og reyndar um Norðurlönd öll því bækur hennar em núorðið þýddar á Norðurlandamálin jafnharðan og þær koma út. „Mér finnst nánast óraunvemlegt að ég skuli vera hér,“ sagði Gerda Antti í spjalli við blaðamann. „Ég hef um tíma áætlað að koma hingað. Og ég ætla að koma hingað til þess að fara í gönguför um landið - yfir hálendið. Undanfarin ár hef ég geng- ið á fjöll í Noregi. Þessi skotferð mín hingað núna kom til mér að óvörum - mér finnst allt hér ákaflega „exótískt" - spenn- andi og framandi." Gerda Antti er reyndar manneskja og höfundur sem fylgist vel með - ekki aðeins því sem „opinberlega" gerist heldur miklu fremur því smáa og hversdagslega. Bókmenntafræð- ingamir hafa sagt hana skrifa helst um „hversdagsvandamálin“. Sjálf svarar hún þeirri athugasemd með því að segja að hún sjái enga ástæðu til að fjalla um „sunnudagsvanda- málin“ - „sunnudagsvandamálin eru auðveld viðureignar,“ sagði hún. „En mörgum reynist örðugt að lifa hvem dag fyrir sig. En til þess að betur gangi að lifa dag frá degi þá verður manneskjan að þekkja sjálfa sig, takast á við sjálfa sig, skref fyrir skref. Um það snýst t.ilveran. Af sjálfum sér kynnist maður öðrum.“ Heiti bóka hennar benda flest til þess að hún vilji hvetja fólk til þess að takast á við sjálft sig: „Skref fyrir skref„kvöld eftir kvöld“. SÆNSK SVEITAKONA Hún er sveitakona, fædd og uppal- in norður í Támedal. Þaðan er líka annar frægur Svíi, skíðakappinn Ingmar Stenmark. En Gerda gerir sér ekki sérlega tíðförult á bemskuslóð- irnar. Hún flutti suður á land 1949. Giftist rithöfundinum Walter Ljung- kvist. Þau settust að í Austur— Gautlandi. Walter dó 1974 en Gerda hefur búið áfram í bændasamfélag- inu um tvö hundmð kílómetra sunn- an við Stokkhólm. Flestir hennar „hversdaga“ líða þar í sveitinni við ritstörf í kyrrð og ró. En stöku sinnum leggur hún land undir fót. Hún situr á sænska „Landsþinginu" fyrir Miðflokkinn og þarf stundum á pólitíska fundi. Og hún skrifar kímnigreinar fyrir dagblað svæðisins, „Östgötaposten". „Ég gæti ekki hugsað mér að búa Gerda Antti - „Sunnudags- vandamálin - þau eru auðveld viðureignar!“ í stórborg eins og Stokkhólmi og sakna ekki félagsskapar sem ég kannski hefði þar. Kannski er það víðáttan og nálægð náttúmnnar sem veldur að mér líst vel á mig hér á íslandi." - Norðangolan er köld í lok nóv- ember, finnst þér það ekki? „Uss, nei. Við sem búum norðar- lega í veröldinni verðum að kunna að klæða okkur rétt,“ sagði hún og hneppti pelsinum upp í háls. SÖGUPERSQNUR SEM ÖÐL- AST EIGIÐ LIF Bækur Gerdu Antti, jafnt skáld- sögur hennar sem smásögur, eru krökkar af „venjulegu“ fólki: bænd- um, búðarmönnum, verkamönnum og öðmm þeim sem sjaldnast rata á útsíður dagblaða eða í sjónvarpið. Og tungumálið, sem Gerda skrifar á, er einfalt, meitlað, norrænt. Sæn- skan hennar er hvorki skotin ensku né frönsku. Hún fer sparlega með orðin og lesandinn hefur á tilfinning- unni að hún liggi tímunum saman yfir hverri setningu, hverri síðu. „Já, stundum," sagði hún. „En svo kemur jafnan að því að persónumar fara að tala sjálfar. Eiginlega án þess að ég blandi mér í það. Þá er gaman að lifa! Þá hafa þær öðlast eigið líf.“ Margrét Helga Jóhannsdóttir, sem las sögu Gerdu Antti í útvarpið, Skref fyrir skref, sagði blaðamanni að aldrei fyrr hefði hún lesið sögu í útvarp sem hefði vakið önnur eins andsvör meðal hlustenda. „Það hringdi í mig ijöldi manns,“ sagði Margrét. „Fólk vildi láta í ljósi álit sitt á sögunni og spyrjast fyrir um bækur eftir Gerdu." Skref fyrir skref byggist á atburð- um sem urðu í lífi höfundar sjálfs. „Þegar maðurinn minn dó leið mér svo illa. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var að ganga í gegnum reynslu sem svo margir aðrir höfðu gengið í gegnum. Smám saman ákvað ég að skrifa um þetta - á einhvern hátt. Þegar þeir hjá forlaginu mínu höfðu samband við mig og spurðu hvað ég væri að skrifa þá svaraði ég fáu til. Mér fannst svo út í hött að segjast vera að skrifa um miðaldra konu sem hefði verið gift kaupmanni. Og svo deyr maðurinn - og það eina sem gerist er að konan situr við vefinn sinn með hugsanir sínar.“ En Gerda Antti hefur lag á að orða hversdagslegar hugsanir venjulegs fólks þannig að orðin lifna á pappírn- um, hinn hversdagslegi texti verður spennandi og safaríkur. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.