Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 14
14
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985.
SMART-
BAND Á
MYND-
BAND
- í Amsterdam
„Þetta er örugglega ódýrasta tón-
listarmyndband sem gert hefur verið
af íslendingum. Ætli öll framleiðslan
hafi ekki kostað um 70 þúsund ísl.
krónur,“ sagði Sigrún Harðardóttir,
myndlistar- kona í Amsterdam, í
samtali við DV. Sigrún leikstýrði og
stjómaði tökum á myndbandi þar
sem Smartbandið lék lagið sitt, La
Líf.
Smartbandið samanstendur af
þeim Kjartani ólafssyni og Pétri
Grétarssyni en það er Kjartan sem
leikur aðalhlutverkið og syngur á
þessu myndbandi sem að öllu leyti
var gert í Amsterdam. Lagðist íslend-
inganýlendan þar á eitt við að gera
myndbandið sem best úr garði en
neyddist þó til að fá sér hollenskan
kvikmyndatökumann til aðstoðar.
Allt annað var íslenskt og þykir
árangurinn góður miðað við fjár-
haginn sem var þröngur
Plata Smartbandsins hefur fengist
í íslenskum hljómplötuverslunum að
undanfömu þótt aðalmaðurinn,
Kjartan Ólafsson, dvelji í Hollandi
við tónlistamám. Leggur hann stund
á tónsmíðar og rafeindamúsík í tón-
listarháskólanum í Utrecht.
- EIR.
Islendingarnir í Amsterdam fylgjast með vinnubrögðum hollenska kvikmyndatökumannsins þegar
Smartbandið var fest á band. Lengst til hægri má sjá Kjartan Ólafsson og næst honum er Sigrún Harðar-
dóttir sem stjórnaði verkinu.
fslendingarnir komnir upp á þak í Amsterdam. í kvistinum stendur Kjartan Ólafsson með saxófón og
með honum Kristján Svavarsson sem stundar nám í píanóstiUingum ytra.
Litlu munaði að stórslys yrði í
jólabókaflóðínu og áttu þar hlut
að máli sóknarpresturinn á Bíldud-
al og ljón í mannsmynd, og allt
gerðist þetta í nafni ísafoldar - eða
með öðrum orðum séra Dalla Þórð-
ardóttir, Leó Löve bókaútgefandi
og bókaútgáfan fsafold.
„Allt er gott sem endar vel,“ sagði
Leó Löve í samtali við DV, „en það
mátti ekki tæpara standa.“
LÍFSGLAÐA DELMAS
Þannig var mál með vexti að Leó
tók ákvörðun um að fá til þýðingar
og gefa út bókina Stúlkan á bláa
hjólinu eftir franska rithöfundinn
Régine Deforges. Sú saga gerist í
Frakklandi í síðari heimsstyrjöld-
inni og fjallar um Leu Delmas sem
er 17 ára stúlka, lífsglöð í meira
lagi og vefur karlmönnum um fing-
ur sér. En stríðið setur strik í reikn-
inginn og fyrr en varir er stúlkan
orðin sendiboði á bláu hjóli og
flytur skilaboð á milli hins frjálsa
og hernumda hluta Frakklands.
EKKIKLÁM
Frásögnin um Leu Delmas er
hispurslaus í meira lagi þó ekki
flokkist hún undir klám - eða eins
og Leó Löve segir sjálfur: „í þessari
bók eru ekki neinar þær lýsingar
sem 95 prósent af öllu fullorðnu
fólki kannast ekkí við úr eigin lífi.
Að auki eru þær lýsingar stuttar
og smekklegar, svona eins og kyn-
lífið sjálft." i
Það var úr ráði að Dalla Þórðar-
dóttir, sóknarprestur á Bíldudal,
var fengin til að þýða bókina og
lauk hún því verki á tilsettum tíma.
Frumvinnsla bókarinnar hófst og(
Séra Dalla Þórðardóttir: - Vann þetta eins og hvert
annað verk.
Presturinn
og Ijónið
-ævintýri úr jólaflóðinu
um svipað leyti horfði Leó Löve á
sjónvarpsþátt um samtímaskáld-
konur þar sem einmitt var fjallað
um höfund Stúlkunnar á bláa hjól-
inu, Régine Deforges.
EKKISAMA BÓKIN
„Þá varð mér ljóst að ýmislegt
sem þar kom fram um innihald
bókarinnar var alls ekki í þýðing-
unni. Þegar betur var að gáð kom
á daginn að séra Dalla hafði mildað
kynlífslýsingarnar svo mjög að
ekki var við unað. Það hefði ekki
orðið sama bókin,“ sagði Leó Löve.
Allt var sett í fullan gang og
presturinn settist aftur við að þýða
hina hispurslausu kafla. Og gerði
það vel, að sögn forleggjarans.
En hvað segir séra Dalla Þórðar-
dóttir á Bíldudal?
SÓKNARBÖRNIN MEGA
LESA
„Mér fannst þessi bók ekki mjög
skemmtileg. Ég vann þetta verk
eins og hvað annað sem maður
tekur að sér. Ég staðhæfi að upp-
hafleg þýðing mín var í góðu lagi;
það vantaði ekkert í hana sem
skipti máli. Ef til vill hef ég mildað
einhverjar lýsingar og það líkaði
útgefandanum ekki. En það hefði
ekki átt að koma að sök.“
- Hefðir þú eitthvað á móti því
að sóknarbörn þín læsu þessa bók
um stúlkuna á bláa hjólinu?
„Alls ekki. Þetta er spennandi
bók og í henni er alls ekkert klám.
En þetta er ekki ein af þeim bókum
sem ég læsi gæti ég valið á milli
fleiri.“ - EIR.