Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 2
2
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
Fréttir
er lúta fauk út af vegi
Tveir menn létust er rúta fauk út
af veginum austanvert við skíðaskál-
anum í Hveradölumlaust fyrir klukk-
an þrjú á laugardag. 7 manns voru í
bílnum, þar af 6 farþegar og bílstjóri.
Mikið hvassviðri og hálka var á vegin-
um við slysstaðinn. Rútan var 53
farþega á áætlunarleið frá Reykjavík
austur í Hreppa. Rútan valt og fóru
,,okkrar rúður úr bílnum og er talið
að þeir sem létust hafi kastast út úr
rútunni og orðið undir henni er hún
valt. Annar mannana lést samstundis
en hinn lést er komið var upp á slysa-
deild. Meiðsl á öðrum urðu lítils
háttar.
Hjálp barst íyrst frá lögreglubíl frá
Selfossi er staddur var í Svínahrauni,
þar á eftir komu tveir sjúkrabílar frá
Selfossi og aðrir tveir frá Reykjavík.
Einnig fengu þeir til hjálpar tækjabíl
frá slökkviliðinu í Reykjavík og til
öryggis krana frá Hegra.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
gengu björgunarstörf vel miðað við
aðstæður, en ekki var hægt að fjar-
lægja rútuna fyrr en í gærmorgun
sökum illviðris.
Mennimir sem létust voru, Magnús
Einarsson bóndi, til heimilis að Laug-
um í Hrunamannahreppi, hann var
fæddur 1.5. árið 1916. Magnús var
ógiftur og bamlaus. Hinn maðurinn
var Sigurður Sigurgeirsson, deildar-
stjóri í Útvegsbankanum, til heimilis
að Skeiðarvogi 111, hann var fæddur
6.7. árið 1920. Sigurður lætur eftir sig
eiginkonu og 6 böm.
gkr
Alþýðubandalagið:
VIII ríkisstjóm jafnaðarmanna
Á fundi miðstjómar Alþýðu-
bandalagsins um helgina var
samþykkt að stefna að ríkisstjóm
jafnaðarmanna eftir næstu þing-
kosningar með þátttöku Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og
kvennalista. Á fundinum um helgina
vom lögð fram drög að stefnu slíkrar
stjómar í kjaramálum, húsnæðis- og
skattamálum og menningarmálum.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði að
með þessari samþykkt væri Alþýðu-
flokknum stillt upp frammi fyrir því
að velja á milli jafnaðarmanna-
stjómar eða styðja að því að Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi stjóm með
Alþýðuflokknum eða Framsóknar-
flokknum einu sinni enn. Varðandi
utanríkismál var samþykkt Alþjóða-
sambands jafhaðarmanna, sem
samþykkt var á fúndi sambandsins
í Lima í Perú fyrr á árinu, höfð til
viðmiðunar. Hvað snertir herinn á
Keflavíkurflugvelli var samþykkt
áætlun um að endurskoðun vamar-
samningsins verði til eins árs í senn.
-S.dór
Kvennalistakonur í Gerðubergi um helgina. Fremst á myndinni sitja þingmenn kvenna, Sigríöur Dúna Kristmunds-
dóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir.
Kvennalisti:
Þróttmikill landsfundur
„Þetta var þróttmikill og góður
landsfundur. Sá besti er ég hef setið
til þessa,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir
alþingismaður í samtali við DV um
Landsfund Kvennalistans er haldinn
var í Gerðubergi um helgina.
„Konur utan af landi fjölmenntu á
fúndinn og urðu miklar umræður um
málefiii landsbyggðarinnar yfirleitt.
Þá var hugmyndafræði kvennapólitík-
ur ítarlega rædd svo og framboðsmál.
Var ákveðið að bjóða fram í Reykja-
vík, í Reykjaneskjördæmi og á Vest-
urlandi en önnur framboð sett í
athugun,“ sagði Guðrún.
Aðspurð sagðist Guðrún ekki hafa
tekið ákvörðun um hvort hún færi í
framboð á ný. Við þá ákvörðun ætlaði
hún að taka mið af því sem kæmi
Kvennalistanum best.
„Á landsfundinum voru konur yfir-
leitt þeirrar skoðunar að þingmenn
Kvennalistans skyldu sitja lengst í 6-8
ár á þingi en engin ályktun samþykkt
þar um,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir.
-EIR
Sjálfstæðismenn á Vesturiandí
Friðjón í fýrsta sæti
Röð efstu manna á framboðslista
sjálfetæðismanna í Vesturlandskjör-
dæmi fyrir kosningamar í vor er
óbreytt frá því sem var við síðustu
kosningar.
Fyrsta sætið hlaut sem fyrr Friðjón
Þórðarson alþingismaður og hlaut
hann 120 atkvæði í það. Valdimar Ind-
riðason alþingismaður varð í öðm
sæti með 134 atkvæði í fyrsta og ann-
að sæti. Sturla Böðvarsson, sveitar-
stjóri í Stykkishólmi, hafnaði í því
þriðja með 160 atkvæði í fyrsta til
þriðja sæti. Þessir menn höfðu áber-
andi yfirburði í skoðanakönnuninni
sem 184 tóku þátt í.
Fjórða sætið skipar Sigríður Þórðar-
dóttir úr Gmndarfirði og Jóhannes
Finnur Halldórsson það fimmta. Skoð-
anakönnunin fór fram á fundi kjördæ-
misráðs í Borgamesi á- laugardag.
Kosið var í tveim umferðum. Eftir
tilnefningar úr fyrri umferð var kosið
um röð þeirra tíu efetu.
-GK
Þing Alþýðusambands Austuriands
Frestun samninga
til vors mótmælt
„Það var full eining um að leggjast
gegn seinkun kjarasamninga fram til
vors,“ sagði Sigfinnur Karlsson, for-
seti Alþýðusambands Austurlands, í
samtali við DV. Um helgina stóð þing
sambandsins og línur lagðar fyrir
væntanlega kjarasamninga.
„Það var samdóma álit allra þing-
fúlltrúa að semja frekar sér á Áust-
fjörðum en að taka seinkum samninga
fram á vorið í mál. Fólkið þarf á kaup-
hækkunum að halda. Það væri nær
að flýta samningum en að seinka þeim.
Það er fremur þungt hljóð í mönnum
austur hér enda hagur manna almennt
slæmur,“ sagði Sigfinnur.
Á þingi Alþýðusambandsins fyrir
austan var samþykkt að styðja fram-
komnar hugmyndir um að krefjast
jöfnunar launa milli kynja í komandi
samningum. Einnig var mótmælt
lækkunum á niðurgreiðslu rafmagns
og niðurfelljngu olíustyrks.
Þingið sóttu 57 fulltrúar úr öllum
byggðum Austurlands.
-GK
Alþýðubandalagið
Listamir í mótun
Alþýðubandalagsfélögin á Vestur-
landi og Vestfjörðum hafa lokið fyrri
umferðum í forvali vegna ffamboðs-
lista flokksins við kosningamar í vor.
Á Vesturlandi hafa tíu fulltrúar verið
tilnefndir til þátttöku fyrir síðari um-
ferðina sem á að vera lokið eftir hálfan
mánuð. Meðal þeirra er Skúli Alex-
andersson, þingmaður flokksins í
kjördæminu.
Á Vestfjörðum hefur enn ekki tekist
að ná saman öllum kjörgögnum vegna
vonskuveðurs og er því viðbúið að
eitthvað dragist að birta niðurstöðu
fyrri umferðar.
-GK
Framsókn á Vestfjörðum
Framboðsfrestur
framlengdur
Framsóknarmenn á Vestjörðum
hafa ákveðið að ffamlengja frest til
að skila framboðum vegna prófkjörs
flokksins þar í kjördæminu. Frestur-
inn mun standa ffam eftir vikunni.
Ástæðan fyrir þessu er sögð vera sú
að enn hafa ekki borist öll þau ffam-
boð sem von var á en veður hefur sem
kunnugt er verið slæmt vestra síðustu
daga.
Þó er víst að Ólafúr Þ. Þórðarson
alþingismaður, sem skipaði annað
sæti listans við síðustu kosningar, gef-
ur nú kost á sér.
-GK
Alþýðuflokkurinn á Vesturiandi
Fjórir gefa kost á sér
Fjórir gefa kost á sér í prófkjör Al-
þýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi
sem ffam fer 23. nóvember næstkom-
andi, en frestur til að skila inn
ffamboðum rann út í fyrradag. Þeir
sem gefa kost á sér eru Eiður Guðna-
son, Reykjavík, Sveinn Hálfdánarson,
Borgamesi, Guðmundur Vésteinsson
og Hrönn Ríkharðsdóttir, Akranesi.
Erfttt að komast heim
Aðfaranótt sunnudags gekk fólki
erfiðlega að komast til síns heima sök-
um illviðris víðast hvar á landinu
einkum þó á norðanverðu landinu. Á
Akureyri og nálægum bæjum þurfti
oft á tíðum aðstoð lögreglunnar við
að skila fólki heim eftir dansleiki.
Ekki var þó um að kenna snjóþunga
heldur mikilli bleytuhríð og hvössum
vindi, en ekkert tjón varð á mann-
virkjum. Á Reykjavíkursvæðinu var
veður hins vegar ekki eins slæmt og
að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyj-
um var þar blíðviðri hið mesta.
Bílvelta varð á Reykjanesbrautinni á laugardagskvöldið er bíll fór þar tvær
veltur á móts við steypustööina. Slysið varð með þeim hætti að rétt áður
en bíllinn kom að umferðareyju á þessum stað fóru Ijósin hjá honum svo
hann keyrði á eyjuna, kastaðist af henni á sendiferðabifreið sem kom úr
gagnstæðri átt og fór síðan tvær veltur. Tveir voru í bílnum og sluppu að
mestu ómeiddir en billinn er mikið skemmdur. DV-mynd S.