Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 37
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. 37 Sandkom Kristinn G. Jóhannsson. Seldi allt Kristinn G. Jóhannsson list- málari opnaði sýningu á verkum sínum, 30 talsins, í gamla Lundi um síðustu helgi. Það var ekki nóg með að hús- ið fylltist um leið og sýning Kristins var opnuð heldur seldi hann öll málverkin á fyrsta klukkutímanum. Verð hvers málverks var í kringum 30 þúsund krónur. Reikni svo hver sem reikna vill. Við fáum út 900 þúsund króna sölu. Vel málað. Greifamir Hljómsveitin Greifarnir frá Húsavík sló í gegn sl. sumar. Þegar DV var á ferð á Húsa- vík á dögunum var ætlunin að hitta Greifana. En því mið- ur, þeir voru ekki við. Þeir búa allir í Reykjavík í vetur. Og þá vitum við allt um það. Sjallinn Sjallinn hefur verið lokaður tvær síðustu helgar enda má núverandi eigandi, Iðnaðar- bankinn, ekki reka þar veit- ingasölu. Líklegt er að Sjallinn verði lokaður næstu helgarnar eða þar til nýr eig- andi fmnst. Ýmsir viljaþó meina að bankinn ætti að opna afgreiðslu á einum barn- um. V eltan þar yrði meiri en í öðrum útibúum. Menn leggja inn og fá einn tvöfaldan til baka. Góð ávöxtun það. Ingimar Eydal. Eydalá Spáni Hljómsveit Ingimars Eydal er nýkomin heim frá Mallorka á Spáni þar sem hljómsveitin gerði það gott. Þeir rúlluðu veginn upp, segir Ingimar við Dag á Akureyri. Vonandi falla ferðir þá ekki niður til eyjar- innar. En eigum við ekki bara að kalla Eydal og Co „Beach boys“ eftir Mallorkaferðina? Listabók- stafur Menn á Akureyri velta því nú mjög fyrir sér hvaða lista- bókstaf Stefán fái fari hann í sérframboð. Fari hann undir merki Framsóknarflokksins og fái BB, segja menn að það standi fyrir bráðabana milli hans ogflokksins. Flugleiðir Nýlega voru nýir flugmenn og flugvirkjar ráðnir til Flug- leiða. Ekki vitum við hvort einhverjir Akureyringar hafa verið ráðnir en þeir sem best til þekkja segja að áberandi sé nú hve margir synir fyrrum kafteina og hluthafa hafi verið ráðnir sem flugmenn. Gárung- arnir láta svona tækifæri ekki fram hjá sér fara. Þeir eru auðvitað farnir að kalla félag- ið „Ættleiðir". Kremlar- kápur Þeir hjá saumastofu skinna- deildar Sambandsins á Akureyri gáfu Reagan og Gor- batsjov og eiginkonum þeirra forláta mokkakápur í tilefni leiðtogafundarins. Nú er kom- ið skeyti frá Kreml þar sem þakkað er fyrir kápurnar. Ekki fylgdi skeytinu hvort Gorbútsjov og frú hefðu mátað Mokkakápumar. En líklegt er að Reagan hafi ekki mátað sinn Mokka. hann á fyrir einn skósíðan eins og fólk sá þegar hann hitti Vigdísi á Bessa- stöðum. Svo víð er sú flík að menn hallast helst að því að lífvörður sé þar innan klæða. Valurinn Valur Arnþórsson kaupfé- lagsstjóri var úti í Sviss síðustu dagana fyrir prófkjör Framsóknarflokksins á Húsa- vík. En viti menn. Valur flaug heim, leit inn á Framsóknar- fundinn en hélt síðan strax til útlanda aftur. Greinilega mik- ilvægur fundur. Valur Arnþórsson. Stefán Valgeirsson. Dagurog Stefán Varaformaður stjórnar dag- blaðsins Dags er enginn annar en Stefán Valgeirsson, enda hefur blaðið ávallt stutt Stef- án dyggilega í málflutningi. Eftir átökin á Húsavík um síð- ustu helgi er forvi’tnilegt að líta í Dag. Menn þar á bæ hafa þurft að ákveða sig með hvorum ætti að halda, flokkn- um eða Stefáni. Síðustu dagana má greinilega sjá að Dagur styður flokkinn fyrst og síðast. Rás2 Rás 2 gengur á öllum heim- ilum og vinnustöðum á Akureyri sem annars staðar úti á landi, enda næst Bylgjan ekki norður. í morgunþætti Rásar 2 sést þetta glöggt því nánast allir sem hringja eru utan aflandi. Á fimmtudagsmorgun brá þó svo við að einn úr höfuð- borginni hringdi. - Hvaðan hringir þú? „Af Grensásveginum." - Nuuuú. Slík var undrunin að maður hélt að umsjónarmennirnir spyrðu næst hvar á landinu Grensásvegurinn væri. Umsjón: Jón G. Hauksson Smábátum á Höfn i Hornafirði fjölgaði mjög mikið i sumar. Þeir öfluðu margir vel þannig að útgerðin hefur geng- ið bærilega. Það sem háir henni þó er að engin aðstaða er fyrir þessa litlu báta sem verða að notast við smákrika innst í höfninni. DV-mynd Ragnar Imsland SHAMTU HÁR LAGNINGAR FROÐA Hentar vel öllum gerðum hár- greiðslu, ekki síst nýjustu straumunum í faginu. Heldur lögun hársins lengi án þess að það missi ferskleikann. Fáanlegt f ýmsum gerðum fyrir hvers kyns hár. KAUPSELSF. LAUGAVEGI 25 SÍMAR: 27770 OG 27740 * Hreinn appelsínusafi (10%). * Náttúruleg bragð-og litarefni. * Stórgott og slær í gegn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.