Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 19
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
19
Fréttir
Johanna Bogadóttir í vinnustofunni á sjöundu hæð B-álmu Borgarspítalans.
Jóhanna Bogadóttir listmálari:
DV-mynd KAE
Málar í B-álmu Borgarspítalans
Undanfama mánuði hefur listmál-
arinn Jóhanna Bogadóttir haft að-
stöðu til að mála myndir á sjöundu
hæð B-álmu Borgarspítalans og sagði
hún í samtali við DV að í raun hefði
hún aðstöðu þama til þess að vinna
að stærri myndverkum, en aðalvinnu-
stofa hannar er á Hjarðarhaga. Nú er
Jóhanna að leggja síðustu hönd á
málverkin fyrir sýningu sem hún held-
ur á verkum sínum í Norræna húsinu
og hefst hún laugardaginn 15. nóv-
ember.
Jóhanna sagði, þegar hún var spurð
um ástæður þess að að hún væri með
vinnustofu í Borgarspítalanum, að í
febrúarmánuði síðastliðnum hefði hún
verið að leita fyrir sér um aðstöðu til
þess að geta unnið við stærri mynd-
verk og dottið í hug hvort ekki væri
hægt að komast inn í byggingu sem
ekki væri verið að vinna við í bili.
Frétti hún þá um B-álmu Borgarspítal-
ans og hringdi til framkvæmdastjóra
sjúkrahússins sem veitti henni leyfi til
þess að vinna í húsinu.
Jóhanna var spurð að því hvort ekki
væri öðmvísi að vinna að myndlist á
sjúkrahúsi en í venjulegri vinnustofu.
„Ég hef unnið víða,“ svaraði Jóhanna,
„og ég vann til dæmis í eitt sumar í
einni skólastofu bamaskólans að
Skógum. I fyrrasumar vann ég í einn
mánuð í margra alda gömlu húsi í
Finnlandi og hafði það mjög góð áhrif
á mig. Borgarspítalinn hefur líka góð
áhrif, hér er friðsælt, þetta er hátt
uppi og héðan er gott útsýni. Hér er
líka mikið rými sem hefúr ágæt áhrif.
Það má segja að hver bygging hafi
sína stemmningu. Það getur líka verið
hvetjandi að hafa mikið pláss til að
vinna i og það hefur oft góð áhrif á
myndlistarfólk," sagði Jóhanna.
Sýningin í Norræna húsinu er sjö-
unda sýning Jóhönnu Bogadóttur í
Reykjavík en einnig hefúr hún sýnt
víða um land og ennfremur haldið
einkasýningar og tekið þátt í samsýn-
ingum á ýmsum stöðum erlendis.
-ój
inhell
VERKFÆRIN HENTA VÍÐAST HVAR.
VIÐ SJÁVARSÍÐUNA, IÐNAÐINN,
LANDBÚNAÐINN OG HJÁ TÓMSTUNDA FÓLKI
SKELJUNGUR H/F
SMÁVÖRUDEILD
SÍÐUMÚLA 33
S: 681722 - 38125
SKELJUNGS-
BÚÐIN
SMERGLAR, SLÍPIROKKAR
LOFTVERKFÆRI
MARGS KONAR SUÐUTÆKI
HLEÐSLUTÆKI
VERKFÆRAKASSAR
RYKSUGUR
LOFTPRESSUR
HÁHYRNINGATALNING DAGANA
1.-14. NÓVEMBER 1986.
Eins og undanfarin ár mun Hafrannsóknastofnunin
gangast fyrir skipulegum talningum á háhyrningum í
tengslum við aðrar athuganir á stofninum hér við land.
Sjómenn á fiskiskipum og aðrir þeir, sem tök hafa á
að veita upplýsingar um ferðir háhyrninga (fjölda
hvala, staðsetningu og hvenær þeir sjást) á tímabilinu
1.-14. nóvember nk., eru vinsamlegast beðnir að hafa
samband við starfsmenn stofnunarinnar um borð í
rannsóknaskipunum Dröfn RE 35, sími 985-22574,
og Mími RE 3, sími 985-20733 (einnig um Nesrad-
íó), eða hafa samband við stofnunina í síma
91 -20240.
Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, Pósthólf 1390,
121 Reykjavík.
VERSLANIR!
Hin sívinsæla og myndarlega
JÓLAGJAFAHANDBÓK
kemur út 4. desember nk. Þeir auglýsend-
ur sem áhuga hafa á að auglýsa I
JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI vinsamlegast
hafi samband við auglýsingadeild
V Þverholti 11, eða í síma 27022
kl. 9-17 virka daga sem allra fyrst.
VÍSNAVINIR10ÁRA
AFMÆLISDAGSKRÁ
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER:
Tónleikar I Norræna húsinu kl. 21.00 í tilefni af út-
komu afmælisplötu Vísnavina, Að vísu. Flytjendur
á plötunni, um 20 talsins, koma fram og kynna
hana. Platan verður seld á staðnum.
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER:
Tónleikar I Norræna húsinu kl. 21.00. Þar koma fram
Hanne Juul frá Danmörku og Ola Nordskar frá
Noregi.
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER:
Tónleikar I Norræna húsinu kl. 21.00. Þar koma fram
þeir Mecki Knif frá Finnlandi og Steintór Rasmus-
sen frá Færeyjum. Auk þeirra treður upp John „Uju-
ut" Dahl Grænlandi.
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER:
Stórkonsert I Félagsstofnun stúdenta kl. 16.00. Þar
fáum við, í fyrsta skipti á Islandi, að heyra í sænsku
listamönnunum Marie Bergman og Lasse Englund,
en þau eru með þekktustu og virtustu vísna- og
rokktónlistarmönnum í Skandinavíu.