Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 10
10
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986.
Fréttir
Paul Watson segir að fylgst hafi verið með hvalbátunum í marga mánuði:
Islendíngar á félagaskrá
Sea Shephard samtakanna
Mennimir sem frömdu skemmdarverkin fara til lands sem leyfir ekki framsal
Ólafiu Amaisan, DV, New York:
Paul Watson staðfesti í viðtali við
blaðamann DV í gærkvöldi að það
hefðu verið félagsmenn úr Sea Shep-
hard samtökunum sem sökktu Hval
6 og 7 í Reykjavíkurhöfn í gær. Þetta
hefðu verið sjálfboðaliðar og enginn
utanaðkomandi hefði komið nálægt
verknaðinum. Watson neitaði að
gefa upp hve margir hefðu unnið
verkið eða hvort einhver Islendingur
heíði komið nálægt verknaðinum.
Aðspurður játaði hann að það væru
íslendingar á félagaskrá samtakanna
og bætti við að þetta væru alþjóðleg
samtök. Sagði hann að í vikunni
yrði gefin út yfirlýsing af hálfu sam-
takanna þar sem nánar yrði skýrt frá
atburðum. Það kom fram hjá Watson
að mennimir, sem framið hefðu
verknaðinn, myndu ekki tjá sig né
koma fram fyrr en þeir væm komnir
til lands sem ekki hefði milliríkja-
samninga við ísland sem gerðu það
kleift að þeir yrðu framseldir.
Watson sagði að sérþjálfað fólk
hefði í marga mánuði fylgst með
hvalbátunum og í gær hefði verið
látið til skarar skríða. Aðspurður
hvers vegna þessi tfmi hefði verið
valinn sagði hann að þessi tími væri
eins góður og hver annar.
Watson sagði, spurður um það
hvort Sea Shephardmenn hefðu aldr-
ei hugleitt það að þeir gætu stofriað
mannslífum í hættu, að það hefði
setið í fyrirrúmi að engum yrði stofn-
að í hættu. Til dæmis hefðu ekki
verið notuð sprengiefhi og þriðja
hvalbátnum hefði ekki verið sökkt
vegna þess að um borð í honum var
vaktmaður. Einnig hefði fólkið, sem
vann verkið, verið sérþjálfað og vitað
upp á hár hvað það var að gera.
Blaðamaður spurði Watson hvaða
rétt hann teldi sig hafa til að sökkva
skipum þjóða sem hann teldi vera að
bijóta lög. Sagði hann að Islendingar
væru að bijóta alþjóðalög jafriframt
því sem þeir tröðkuðu á siðferðilegum
lögum, hvalir væru ákaflega miklar
vitsmunaverur svo dráp á þeim jafhg-
ilti morði. „Eina hliðstæðan við
hvaldráp Islendinga eru gyðingaof-
sóknir Hitlers," sagði Watson.
Blaðamaður spurði Watson hvort
svona skemmdarverk væru ekki
meira í ætt við hryðjuverk en dýra-
friðun sagði hann að hvaldráp
íslendinga væri hryðjuverk gegn
hvölum og að Sea Shephard samtök-
in væru að gera skyldu sína vegna
þess að bandarísk stjómvöld hefðu
bmgðist þeirri skyldu sinni að setja
viðskiptaþvinganir gegn íslending-
um. Sagði hann að ef næsti forseti
Bandaríkjanna yrði úr röðum demó-
krata yrðu tafarlaust settar strangar
viðskiptaþvinganir gegn íslending-
um. „Reagan forseti er haldinn þeirri
fáránlegu þráhyggju að ekki sé rétt-
lætanlegt að setja viðskiptaþvingan-
ir á bandalagsríki í NATO.
Demókratar em hins vegar lausir við
þessa dellu,“ sagði Watson.
Aðspurður hvers vegna Sea Shep-
hard samtökin einbeiti sér að baráttu
gegn smáþjóðum eins og íslending-
um og Færeyingum sagði Watson
að það kveinkuðu sér allir undan þvi
að samtökin legðu sig í einelti en það
væri hins vegar svo að samtökin
væm með öll spjót úti á öllum víg-
stöðvum. Er blaðamaður gekk á
hann með það hvers vegna íslenskum
hvalbátum hefði verið sökkt en ekk-
ert verið aðhafst gegn Bandaríkja-
mönnum sem drepa tugi þúsunda
höfrunga á ári hveiju við túnfisk-
veiðar sagði Watson að mikill
árangur hefði náðst með minnkun á
höfrungadrápi á undanfomum árum.
Þegar blaðamaður spurði Watson
hvort ekki væri einfaldast að stöðva
höfrungadráp Bandaríkjamanna
með því að sökkva túnfiskveiðiflota
þeirra sagði hann: „Við munum
sökkva túnfiskveiðiflota Banda-
ríkjamanna.“
Watson sagði að samtökin hefðu á
undanfömum ámm sökkt skipum
undan strönd Portúgals og víðar og
það væri því fásinna að íslendingar
væm lagðir í einelti. Hann sagði það
litlu skipta hvort hann eða aðrir í
samtökunum yrðu dæmdir og ef til
vill settir í fangelsi fyrir verknaðinn
í Reykjavíkurhöfn. „Velferð hvala
er svo mikilvægt mál að persónuleg-
ar fómir einstakra manna í þágu
málstaðarins em smámunir einir,
hvalurinn er félagsvera," sagði Wat-
son, „og við verðum að tryggja
honum réttindi. íslendingar em á
öfgafullan hátt að reyna að útiýma
hvölum og það munum við koma í
veg fyrir."
Watson sagðist að lokum geta lofað
fslendingum því að hann myndi
sökkva eins mörgum hvalveiðibátum
og hann teldi þurfa til að koma í veg
fyrir útrýmingu hvalsins. Sagði hann
þó að frekari spellvirki á íslandi
væm ekki ráðgerð í bili.
Sættu færis í
Að sögn Paul Watson fóm mennim-
ir, sem sökktu hvalbátunum, af landi
brott snemma í gær og var enginn ís-
lendingur i hópnum. En hann vildi
ekki gefa upp fjölda þeirra, hvert þeir
fóm né hvemig. Þeir höfðu fylgst með
skipunum i nokkum tíma og sættu
færis að komast í þau til að sökkva
þeim. í gærmorgun fóm þijár vélar frá
Keflavík, sú fyrsta fór klukkan 7.15
til Oslóar og Kaupmannahafnar, síðan
fór vél til Lúxemborgar kl. 8 og sú
síðasta fór klukkan 8.25 til Stokk-
hólms. Seinni partinn í gær fór síðan
vél til London.
Miðað við hvenær kom í ljós að eitt-
langan tíma
hvað væri athugavert við Hval 7 þá
hefðu mennimir, sem unnu skemmd-
arverkin, átt að hafa nægan tíma til
að komast til Keflavikur og komast
þannig úr landi með einhverri af þeim
þrem vélum sem fóm þá. En það var
um fimmleytið í gærmorgun sem vakt-
maðurinn á hvalskipunum varð var
við að sjór var kominn i Hval 7.
Það er yfirlýst stefha samtakanna
að beita öllum tiltækum ráðum til að
koma í veg fyrir hvalveiðar og þeir
hafa áður sökkt hvalveiðiskipi en vom
þá ekki ákærðir fyrir verknaðinn.
-SJ
Hallvarður Einvarðsson nkissaksoknari:
„Framsalskrafa kemur til greina“
„Ég get ekkert sagt um það á þessu
stigi málsins hvemig staðið verður að
kærum í þessu máli. Það á eftir að
koma endanlega í ljós hverjir eiga hlut
að þessu og vitanlega verður reynt að
koma lögum yfir þá menn. Það er
óljóst nú hvaða reglum eða heimildum
þyrfti að beita. Ef um er að ræða er-
lenda ríkissborgara sem em komnir
úr landi þá kemur til álita að beita
þar ákvæðum úr milliríkjasamningum
okkar við önnur lönd og gera kröfú
um framsal mannanna," sagði Hall-
varður Einvarðsson ríkissaksóknari í
samtali við DV í gær.
„Atburðimir gerðust í íslenskri lög-
sögu og það er unnið að rannsókn
málsins hér á landi en við eigum eftir
að fá það fram hveijir mennimir em
og hvar þeir eru,“ sagði Hallvarður.
SJ
„Atburðimirtil þess aðfordæma þá“
segir Matthías A. Mathiesen utanrikisráðherra
„Það eina sem hægt er að segja um
atburðina í Reykjavíkurhöfri er að
þeir em til þess að fordæma þá,“ sagði
Matthías Á. Mathiesen utanríkisráð-
herra, aðspurður um álit hans á
skemmdarverkum samtakanna Sea
Shephard á hvalbátunum tveim i
Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt.
„íslensk stjómvöld munu að sjálf-
sögðu skoða þetta mál og virða fyrir
sér hvemig við þessu eigi að bregðast.
Ég get ekki svarað því hvað eigi að
gera nákvæmlega en málið verður
ömgglega skoðað," sagði Matthías.
-SJ
Hvalbátamir á kafi í Reykjavíkurhöfn. Skemmdarverkamennimir munu leita hælis i landi sem ekki heimilar framsal,
að sögn Paul Watsons. DV-mynd KAE
Kristján loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.:
„Þeir hafa þetta á sinni stefnuskrá“
„Þeir hafa þetta á sinni stefriuskrá
og þar stendur skýrum stöfúm hvað
þeir vilja og hvað þeir ætla sér,“ sagði
Kristján Loftsson þegar DV leitaði
álits hans á yfirlýsingum forsvars-
manns Sea Shephard samtakanna,
Paul Watson, um að samtökin hefðu
staðið fyrir skemmdarverkunum á
Hval 6 og 7.
En væri þá ekki eðlilegt að ein-
hveijar sérstakar varúðarráðstafanir
væm gerðar á vegum fyrirtækisins
hvað varðar gæslu i skipunum. „Mað-
ur reiknar náttúrlega ekki með svona
framferði, hlutimir bara gerast. Ég hef
ekki fylgst sérstaklega með aðgerðum
þessara samtaka en aflaði mér samt
upplýsinga um framferði þeirra í Fær-
eyjum,“ sagði Kristján.
Ekki var búið að ákveða í gærkvöldi
hver viðbrögð Hvals hf. yrðu gagnvart
samtökunum og sagði Kristján að
tíminn yrði að leiða það í ljós. Hann
vildi ekki svara því hvort eftirlit yrði
hert í ððrum skipum Hvals og benti á
að það mundi einungis þjóna hags-
munum samtaka eins og Sea Shephard
ef hann léti fjölmiðlum slíkar upplýs-
ingar í té.
-SJ
Kristján Pétursson, deildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli:
„Hefði verið æskilegt aðfá að vita af þessu strax“
Þó svo að ekki sé ömggt né vitað
sé með vissu að mennimir sem unnu
skemmdarverkin á Hval 6 og 7 hafi
farið úr landi í gær eða hvemig þeir
fóm þá em líkur til að þeir hafi ein-
faldlega farið með einhverri af þeim
þrem vélum Flugleiða sem fóm fi*á
Keflavík í gærmorgun.
Við spurðum Kristján Pétursson,
deildarstjóra Tollgæslunnar og út-
lendingaeftirlitsins á Keflavíkurflug-
velli, hver viðbrögð eftirlitsins hefðu
verið á flugvellinum. „Nú, við gátum
lítið gert en við fengum ekki að vita
að hér hefðu jafnvel verið á ferð
skemmdarverkamenn fyrr en upp úr
hádegi í gær. Það hefði vissulega ver-
ið æskilegt að fá að vita af þessu strax
og atburðimir gerðust svo hægt hefði
verið að gera ráðstafanir hér suð-
urfrá," sagði Kristján.
I hverju hefðu þær þá falist? „Við
hefðum vitanlega spurt hvem einasta
farþega í þaula um ferðir sínar til og
frá landinu og hvað hann hefði að-
hafct hér. Eftirlitið var hert mjög hér
þegar við fengum vitneskju um
skemmdarverkin, en eins og ég sagði
þá höfðum við ekkert tilefni í gær-
morgun til sérstaklega strangrar
vegabréfaskoðunar út úr landinu,“
sagði hann.
En er fylgst sérstaklega með komu
manna úr þessum samtökum hingað
til lands? „Hvað okkur varðar þá erum
við með nokkra þessara manna á skrá
en það em helst menn sem hafa haft
sig í frammi opinberlega í nafrii sam-
takanna. Ef þeir kæmu hingað þyrftu
þeir að gera rækilega grein fynr ferð-
um sínum og það er spuming hvort
þeir fengju yfirleitt að fara inm'
landið,“ sagði Kristján.
Það kom fram hjá Kristjáni að
spjöldin sem ferðamenn hefðu verið
látnir fylla út þegar leiðtogafúndurinn
stóð yfir væm ekki í notkun lengur,
enda hefði að hans sögn ekki verið
neitt tilefni til að viðhafa meira eftir-
lit en venjulega eftir að fundinum