Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 8
8 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. IBBMfSUt FYRIR ALIAIANDSMENN ISRAEL 14. dagar, verð frá 34.580,- ISRAEL + EGYPTALAND 14. dagar, verð frá 36.870,- Brottför vikulega. \vc FERÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Hringbraut, sími 25822 og 16850 Við erum feröaskrifstofa þeirra sem ekki vaða í peningum! REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES: ............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 interRent Spicer HJORU- LIÐIR VARAHLUTAVERSLUNIN 0 3 7 2 7 3 Útlönd Sósíaldemókratar töpuðu í Hamborg Þýskir kjósendur við kjörkassana. Úrslitin í kosningunum til fylkis- þingsins í Hamborg urðu sósíaldem- ókrötum mikið áfall en fylgistap þeirra var 10%. Dvína nú mjög vonir stærsta stjómarándstöðuflokksins í V-Þýska- landi um að fella ríkisstjóm Helmuts Kohls og kristilegra demókrata í kosn- ingunum til sambandsþingsins sem fyrirhugaðar em 25. janúar i vetur. Kristilegir demókratar em nú stærsti flokkurinn á fylkisþinginu í Hamborg með 41,9% (höfðu áður 38,6%). Sósíaldemókratar, sem höfðu 51,3%, fengu 40,9%. Græningjar, flokkur umhverfisvemdarsinna, fengu 10,4% (höfðu 6,8%) og frjálslyndir demókratar fengu 4,8%, en höfðu í síðustu kosningum 2,6%. Hamborg hefur verið eitt ömggasta kosningavígi sósíaldemókrata í 30 ár eða lengur. „Þetta var mikill ósigur og sár von- brigði fyrir sósíaldemókrata," sagði Willy Brandt, formaður flokksins, í sjónvarpi eftir að úrslitin blöstu við. Sagði hann kosningabaráttu sósíal- demókrata nú hljóta að beinast að því að hindra að kristilegir demókratar fái hreinan meirihluta í janúar. - Er það í fyrsta sinn, sem einn forvígismanna sósíaldemókrata viðurkennir það sem hugsanlegan möguleika að kristilegir demókratar vinni hreinan meirihluta í kosningunum til sambandsþingsins í Bonn. Helmut Kohl kanslari fagnaði úr- slitunum í Hamborg og kvað þau vera traustsyfirlýsingu við ríkisstjóm sína og mikla uppörvun fyrir kosningabar- áttuna framundan. Horfni kjarnorkufræðing- urinn í haldi í ísrael Eftir að hafa þagað þunnu hljóði í mánuð hafa yfirvöld í Israel nú opin- berlega viðurkennt að ísraelski kjamorkufræðingurinn, sem hvarf í London eftir að hafa lekið kjamorku- leyndarmálum í brekst dagblað, sitji í varðhaldi heima í Israel. Því er samt harðneitað að mannin- um hafi verið rænt í London af ísra- elsku leyniþjónustunni. í opinberri tilkynningu, sem gefin var út að lokn- um ríkisstjómaríundi í gær, segir að Mordechai Vanunu hafi verið löglega handtekinn að fengnum réttarúr- skurði en á því dómþingi hafi verið viðstaddur lögmaður sem Vanunu hafi sjálfur valið sér til réttar- gæslu. En ekki hefur verið látið uppi hvem- ig Vanunu hafi verið fluttur frá London heim til Israels en sagt er í tilkynningunni að allur kvittur um að honum hafi verið rænt sé úr lausu lofti gripinn. Líklegt þykir að breska stjómin geri sér ekki þá skýringu eina að góðu heldur muni hún krefja Isra- elsstjóm um greinargerð um hand- tökuna. Vanunu hvarf 30. september eftir að hafa skýrt stórblaðinu Sunday Times í London frá þvi að ísraelar hefðu í 20 ár framleitt kjamaodda með leynd í kjamorkuverinu í Dimona þar sem Vanunu starfaði í tíu ár, þar til hann var Iátinn hætta fyrir ári. Hann flutt- ist til Ástralíu þar sem hann lét kristnast. Hann hefur haft samúð með málstað Palestínuarabá. Viðurkennir baktjaldamakk um vopnaviðskipti George Shultz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, er þekktur fyrir harða afstöðu gegn hryðjuverka- starfsemi og hefur það verið gefið í skyn að hann kunni að segja af sér vegna leynilegra vopnasendinga Bandarikjanna til íran. Formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins, Richard Lugar, virðist hafa viður- kennt að leynilegar samningaviðræð- ur um vopnasendingar til Iran hafi átt sér stað. I sjónvarpsviðtali í gær sagðist Lug- ar hafa hitt George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, á laugardag- inn til að ræða þær fregnir að Bandaríkjamenn hafi boðist til að út- vega íran vopn í skiptum fynr bandaríska gísla í Líbanon. I viðtalinu er Lugar sagður hafa talað eins og fregnimar séu byggðar á staðreynd- um. Hingað til hefur ríkisstjómin neitað að ræða málið. Lugar gat þess að Shultz hafi veríð tilkynnt um ákvörðunina að eiga leynilegar viðræður við stjómvöld í íran en að honum hafi ekki verið til- kynnt um viss smáatriði. Hann sagði einnig að Shultz væri ókunnugt um hvers vegna honum hafi ekki verið greint frá öllum atriðum. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Donald Regan, sagði í sjónvarpsvið- tali í gær að getgátur um samskipti Bandaríkjanna og írans gætu skaðað gíslana sem enn væm í haldi í Líban- on. Sagði hann að greint yrði frá öllu um leið og síðasti gíslinn væri orðinn frjáls. Kvaðst hann viss um að banda- ríska þjóðin yrði stolt af gerðum forsetans. Lugar var spurður að því hvort eitt- hvað væri hæft í þeirri fregn sem New York Times birti í gær þess efiiis að Shultz kynni að segja af sér. Sagði Lugar það vera skoðun sína að utan- ríkisráðherrann ætti ekki að segja af sér og sagðist hann einnig halda að slík yrði ekki raunin. I New York Ti- mes var getum leitt að því þar sem þessir samningar um vopnasendingar væm andstæðir harðri afstöðu Shultz gegn hryðjuverkastarfsemi. Sundurskorið lík víð íslandsbvyggju Haukur L. Haukssan, DV, Kaujanhöfti: Úndanfama viku hafa líkamshlut- ar ungrar konu komið upp á yfirborðið í höfninni og skurðun- um í Kaupmannahöfh. Á fóstudag fyrir viku fannst neðri hluti kvenbúks á floti við Islandsbryggju og daginn eftir fannst efri hlutinn og handleggir í Kristjánshafnarskurðinum. Á þriðjudag fannst vinstri fóturinn og loks höfuðið á föstudag, hvor- tveggja við íslandsbiyggju. Nú vantar aðeins hægri fótinn. Líkið er af um það bil 20 ára gamalli konu, lítilli og grannri og gæti hún verið af suðrænu bergi brotin. Lögreglan hefur úr mjög litlu að moða þar sem ekki er vitað hver konan er og þar með er ekkert hægt að segja um gjömingsmann eða ástæðu. Þó er vitað að hún hefur verið skorin með hnif. Hefur lögreglan beðið almenning um hjálp í þessu máli og meðal annars upplýst að framtcnnurnar væm mjög aflagaðar og því ætti hún að hafa verið fólki minnis- stæð. Eins er ekki útilokað að hún hafi verið á ferðalagi í Dan-, mörku. Stórslys á trúarfiátíð hindúa Að minnsta kosti 32 létu lífið og tugir manna féllu niður í djúpan skurð vegna troðnings á trúarhátíð hind- úskra pílagríma í norðurhluta Ind- lands. Að sögn fréttastofu þar í landi vom þúsundir pílagríma á leið til helgi- dómsins þegar kaðall, sem+trengdur var meðfram þröngum vegi, lét undan þrýstingi fjöldans. Er þetta í annað sinn á þessu ári sem stórslys verður við hátíðahöld hindúa. I apríl síðastliðnum létust 47 pílagrím- ar í troðningi við Gangesfljótið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.