Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Side 44
44 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. Sviðsljós Rykið dustad af Robertino Lognmolla er fátíð í Mónakóhöll og nýjasti stormsveipurinn þar innan veggja er endumýjað samband Kar- ólínu prinsessu og Robertinos Rosselini. í haust dustaði prinsessan rykið af þessum gamla vini og elsk- huga, bauð honum til Mónakó og saman eyddu þau tvö allmörgum dögum. Á ströndinni léku þau sér við Andrea litla dagana langa og ljóst var að fádæma vel fór á með öllum þremur. Þegar kvöldaði lögðu Karó- lína og Robertino leið sína á bestu veitingastaði borgarinnar og sátu eins og ástfangið par og horfðust í augu. Samband þeirra er ekki nýtt af nálinni því það hófst þegar bæði voru á unglingsárum. Sagt er að Grace hafi átt þá ósk heitasta að þau yrðu hjón því Ingrid Bergman, móðir Robertinos, var ein besta vinkona hennar og sonurinn þykir gæða- drengur. En á þeim árum þótti Karólínu meira varið í vafasama ævintýramenn og því slitnaði upp úr sambandinu aftur og aftur. Stef- anó, eiginmaður prinsessunnar, er góður vinur Robertinos og þau hjón- in kynntust í gegnum hann. Þegar Grace fórst í bílslysi var Robertino sá fyrsti sem mætti til hallarinnar og stóð við hlið Karólínu og fjölskyldunnar þar til sárin tóku að gróa. Og þegar Ándrea litli fædd- ist var hann líka fyrstur á vettvang til þess að óska vinkonu sinni til hamingju með barnið. Á hjóna- bandsárum Karólínu hefur kastast í kekki milli hjónanna því prinsessan býður Robertino að vera viðstaddur ýmsar opinberar athafnir og á síð- asta rósadansleik Mónakóhallar var einn boðsgesta við heiðursborðið. Augnaráðið sem milli þeirra fór það kvöldið þótti vægast sagt ekki við- eigandi og er Stefanó kominn að suðupunkti. Sambönd Robertinos við aðrar konur fara reglulega í vaskinn og segja þær óþolandi að í hvert skipti sem kappinn rekur augun í fyrir- sagnir blaðanna sem fjalla um Karólínu eru hemlarnir á sportbíln- um negldir niður og það sést undir iljarnar á honum á stökki til þess að næla í eintak. Samband næst svo ekki fyrr en hann hefur lesið grein- arnar nokkrum sinnum frá orði til orðs. Og þegar Karólína bauð honum til Mónakó i leyfi breytti Robertino öllum áætlunum til þess að komast á staðinn. Næsta sumar hefur verið skipulagt nú þegar - Robertino verð- ur í Mónakó allan tímann. Gamlar fjasrófur, sem strax héldu því fram að Andrea væri sonur Karólínu og Robertinos, hafa nú fengið aukinn byr í seglin - en Stefanó gnístir tönn- um og beðið er eftir heiftarlegum hefndaraðgerðum úr þeim herbúð- um. Karólina fylgdi sínum góða vini til strandar og sagt er að þau muni hittast reglulega næsta sumar. Þeir sem héldu þvi fram að svipur væri með sonarmyndinni og Stefanó pabba sjá nú ekkert nema Robertino þegar barnið brosir. > ------------- Prinsiim skal a ■•* hestbak Sértu prins í einhverju Evrópuland- anna er eins gott fyrir þig að læra að sitja hest og það sómasamlega. Villi villti í Bretaveldi sleppur ekki heldur og á meðfylgjandi mynd sést þegar hann heldur í taumana á fyrsta apparatinu af því taginu - Hjalt- -r landseyjasmáhestur nefnist gripur- inn. Karl faðir hans leikur póló á hestbaki og því er það heilög skylda afkvæmisins að ná valdi á sömu íþrótt. Fyrst í stað var sá stutti hálf- hræddur við þetta hneggjandi leik- fang en það stendur víst örugglega til bóta - með góðu eða illu skal gerð- ur slarkfær reiðmaður úr stráksa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.