Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. 21 dv ____________________Dægradvöl GBH-hópurinn: Valdis, Guðiaug, Einar, Hólmdís, Rut, Fríða og Finnbogi sem hinir úr hópnum bentu á sem kennara þeirra i grænmetisneyslunni. DV-mynd GVA GBH-hópnum leist vel á grænmetislínuna Við eitt borðið á matstofu NLFÍ var hressilegur hópur sem telst að vísu ekki til fastagesta staðarins en þau kölluðu sig GBH hópinn og hváði blaðamaður við þeirri skammstöfun. En skammstöfunin stendur einfaldlega fyrir Geðdeild bamadeildar Hringsins. Hvemig fannst hópnum svo grænmetið? Óhætt er að segja að allir hafi verið sammmála um að þetta væri ágætis matur og leist þeim flestum vel á grænmetislínuna, ef svo má að orði komast. Reyndar var einn í hópnum, Einar að nafni, sem hafði verið grænmetisæta en hætti því vegna þess að hann varð óþarflega hress af grænmetisfæðunni, að hans sögn. Það kom líka fram hjá Einari að honum hefði fundist hundleiðinlegt að vera sífellt að gefa útskýringar á neysluvenjum sínum. Einn í hópnum, Finnbogi, hefur neytt grænmetis í nokkum tíma en sagðist samt hafa feng- ið sér rjúpur á jólunum. Fríða sagðist hafa breytt hægt og sígandi yfir í grænmetisfæði og. þá einfaldlega vegna þess að hún hefði meiri trú á því en hinu hefðbunda kjötfæði. -SJ Grænmetisæta af hugsjónaástæðum „Mér þykir svo vænt um dýrin að ég vil ekki drepa þau og þess vegna borða ég eingöngu grænmeti. Síðan er þetta líka miklu léttara fæði og það fer minni orka í að melta græn- metið. Hugsjónin er samt aðalástæðan," sagði Bjamdís Ámadóttir sem við hittum á matstofu Náttúrulækningafélags íslands. Fylgir mikið umstang eldamennskunni hjá grænmetisætum? „Fyrst í stað var þetta mjög tímafrekt. Þá kunni ég lítið til verka en þetta er bara eins og annað sem lærist og ég held ekki að þetta sé eitthvað meira umstang en þegar kjötætur elda sinn mat,“ sagði Bjamdís. Með Bjarndísi við borðið var Laufey Waage sem sagðist ekki vera búin að taka þá afstöðu að borða aldrei kjöt og hún borðaði enn svolítið af fiski. Hún sagðist vera mótfallin dýradráp- inu eins og Bjamdís auk þess sem hún teldi grænmetisfæðið mun hollara. -SJ Bjarndís Árnadóttir og Laufey Waage, en þær stöllur hittum við á matstofu NLFÍ. DV-mynd GVA „Verðum betri manneskjur ef við borðum ekki kjöt“ - segir Kolbrún Halldórsdóttir „Það em tíu ár síðan ég hætti að borða kjöt og það var þá vegna þess að ég var skotin í strák sem var grænmetisæta og mér fannst þetta smart. Ég sleppti samt ekki fiskinum fyrr en tveim árum síðar þegar ég kynntist manninum mínum sem var og er líka grænmetisæta. Ég fastaði fyrst í viku og held að það sé gott að fasta alltaf af og til í einn til tvo daga og þá sérstaklega ef fólk er að breyta um mataræði,“ sagði Kolbrún Halldórsdóttir, dagskrárgerðarmað- ur á Rás 2, þegar við spurðum hana hvers vegna hún væri grænmetis- æta. „í upphafi var það ekki vegna þess að ég væri á móti dýradrápi en núna er ég mjög á móti því. Við erum að kikna undan landbúnaðinum og mér finnst mun skynsamlegra að rækta frekar grænmeti, ekki síst þar sem við höfum í raun enga þörf fyrir þetta stöðuga kjötát. Það má líka segja að nú séu að vissu leyti trúar- legar ástæður fyrir því að ég borða ekkert kjöt. Mér finnst skepnumar ekki vera hér á jörðinni til þess að við drepum þær og étum síðan. Ég lít á það að vera grænmetisæta sem stig í þróun mannsins og við leggjum Kolbrún Halldórsdóttir með einn af eftirlætisávöxtunum sínum, nefnilega banana. DV-mynd GVA niður einn ósiðinn sem er kjötát þegar við breytum mataræði okkar. Áhrifin eru bæði andleg og líkamleg og ég tel að það geri okkur að betri manneskjum að hætta að borða kjöt enda er það óþarfi og líkaminn kemst af án þess auk þess sem hugurihn starfar betur,“ bætti Kolbrún við. Venjulegt fólk sem borðar ekki kjöt Hún sagðist reyna að forðast öll ólífræn efhi í mat og borða til dæm- is helst ekki hvitt hveiti, sykur eða hrísgrjón. „Mér finnst maður ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera grænmetisæta. Við erum bara venju- legt fólk sem borðar ekki kjöt. Reyndar finnst mér ámælisvert að veitingahús hér á landi bjóða yfir- leitt ekki upp á sérstaka rétti fyrir grænmetisætu. Mér finnst að það ætti að skylda veitingahús til að vera með að minnsta kosti þrjá grænmetisrétti á seðlinum hjá sér, en ég veit að slíkar reglur eru í gildi í Finnlandi," sagði Kolbrún. Eiginmaður Kolbrúnar, Ágúst Pétursson, er kokkurinn á þeim bæ og sagði Kolbrún að það hefði kom- ið fyrir að þau hefðu boðið fólki í mat sem hreinlega trúði því ekki að það væri ekkert kjöt í réttunum hans. Þau eiga 6 ára gamlan son, Orra Hugin, sem er líka grænmetis- æta og að sögn Kolbrúnar mun harðari á reglunum en þau hjónin. Finn nálykt af fiski og kjöti Kolbrún sagðist ekki verða vör við að fólki fyndist hún á einhvem hátt undarleg þó hún borðaði ekki kjöt og fisk, frekar væri um að ræða for- vitni og sumir bæm jafnvel virðingu fyrir grænmetisætum. „Fólk veit að við höfum rétt fyrir okkur og metur það að við höfum látið af þessum ósið,“ sagði Kolbrún. En langar hana aldrei í kjöt? „Nei, það kemur aldrei fyrir, mér finnst vont að finna lyktina þegar verið er að sjóða fisk og kjöt og mér finnst ég finna nálykt af fiski og kjöti. Sumar grænmetis- sætur fá stundum löngun í kjöt en þegar maður gerir þetta af hug- sjónaástæðum kemur þessi löngun aldrei yfir mann,“ sagði Kolbrún. -SJ M ALLTIPIPULOGNINA Pípur, fíttings - ofnar Danfoss-lokar Röraeinangrun Opið kl. 8-18 virka daga kl. 10-16 laugardaga 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, simi 671100 Hringbraut, sími 28600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.