Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Síða 48
FRÉTTASKOTIÐ
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafir þú ábendingu eða
vitneskju um frétt -
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.500 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 4.500
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
ailan sólarhringinn.
Flugið lá niðri:
Hundruð
strandaglópa
Innanlandsflug lá alveg niðri í gær
og að mestu einnig á laugardag og
föstudag. í morgun biðu 600-700
manns eftir ferðum hjá áætlunarflug-
félögunum. Veðrahamur í lofti og
stórhríð fyrir vestan og norðan hefur
tafið flugið.
Reiknað var með þvi að eitthvað
greiddist úr flækjunni fyrri hlutann í
dag þar sem veðrið hafði gengið niður
í bili. Síðdegis er svo von á að veður
versni aftur og allt eins búist við að
ekki takist að koma öllum flugfar-
þegum á áfangastað í dag. -HERB
Atkvæði
talin í Eyjum
í kvöld
Rúmlega 900 manns kusu í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Suðurlandskjör-
dæmi um helgina, að sögn Agústs
Bergssonar, formanns yfirkjörstjóm-
ar.
Kjörkassar verða fluttir með Herj-
ólfi til Vestmannaeyja í dag. Þar verða
atkvæði talin í kvöld. -KMU
Kaupir ísegg
Holtabúið?
Margt bendir til að eggjadreifingar-
stöðin Isegg kaupi eggjaframleiðslu
Holtabúsins og fái til þess fjármagn
úr fóðurbætissjóði. Samkvæmt heim-
ildum DV er rætt um að kaupverð sé
60 til 70 milljónir.
Rúnar Björgvinsson, framkvæmda-
stjóri Iseggs, sagði í samtali við DV í
morgun að eftir því sem hann best
vissi hefði ekkert verið ákveðið i þess-
um málum. Hins vegar sagði hann að
ísegg heföi verið að þreifa fyrir sér um
kaup á Holtabúinu og einnig Vallá,
en tilgangur íseggs með slíkum kaup-
um er sá að nýta betur eggjadreifinga-
kerfi sitt, sem hefur verið vannýtt
hingað til og fjárhag-ur fyrirtækisins
bágur. -ój
Ert þú á leið í
/MIKLAG4RÐ?
LOKI
Nú bíða menn
bara hvalrekans.
Grfurleg skemmdarverk unnin í Hvalstöðinni:
Verksmiðjan og vinnslu-
stöðvar lagðar í rúst
Hópur manna vann skipulega að skemmdaiverkinu
Gflúrleg skemmdarverk hafa verið var lögreglan á leiðinni í stöðma en Skemmdarverk þessi hafa verið um tveimur í Reykjavíkurhöfn.
unnin í Hvalstöðinni í Hvalfirði um samkvæmt samtölum \dð þá sem unnin einhvern tímann á tímabilinu „Það hefur alveg gífurlegt tjón
helgina. Þetta uppgvötvaðist í morg- mættu á staðinn i morgun var ljóst frá kl. 20.30 á laugardagskvöldið er verið unnið héma. Það má segja að
un er menn mættu til vinnu sinnar að þama hafði verið hópur manna hætt var vinnu í stöðinni og þar til ekki standi steinn yfir steini í stöð-
í stöðina. Ekki tókst að afla ná- á ferð sem vann skipulega að því að nú og er greinilegt að þessi skemmd- inni,“ sagði einn þeirra er mættu á
kvæmra upplýsinga um tjónið áður leggja verksmiðjuna og vinnslu- arverk em í tengslum við skemmdar- staðinn í morgun í samtali við DV.
en DV fór í prentun í morgun, þá stöðvamar í rúst. verkin sem unnin vom á hvalbátun- -FRI
Bjargey Olafsson i þróttmikilli sveifiu sem færði henni sigurinn og vikuferð til Svíþjóðar.
Bjarg-
ey í
sveiflu
Bjargey Ólafsson
sigraði í fyrsta Is-
fandsmeistaramótinu
í þrekleikfimi er lauk
í veitingahúsinu Ev-
rópu um helgina.
Bjargey lagði þrjá
keppinauta að velli
með þróttmiklum
sveiflum sem vöktu
óskipta athygli við-
staddra.
I hópkeppni sigraði
sveit frá World Class
heilsustúdíóinu.
„Þrekleikfimi er í
rauninni gamla
skófaleikfimin að við-
bættri dúndrandi
rokktónlist og lát-
um,“ sagði Magnús
Scheving, eini karl-
keppandinn í Islands-
meistaramótinu en
hann hafhaði í öðm
sæti á etir Bjargeyju.
-EIR
Veðrið á morgun:
Kalt og
bjart
veður víða
um land
Á þriðjudaginn verður hægur
vindur, kalt og bjart veður víða um
land, þó dálítif él norðaustanlands.
Hæð yfir Norðaustur-Grænlandi og
hæðarhryggur teygir sig suður um
ísland.
Alþýðuflokkur Reykjanesi:
Kjartan
og Kari
Steinar
efstir
Þingmenn Alþýðuflokksins í Reykj-
aneskjördæmi urðu efstir i opnu
prófkjöri ffokksins um helgina. Kjart-
an Jóhannsson fékk 2.022 atkvæði í
fyrsta sæti og afls 3.316 atkvæði. Karl
Steinar Guðnason hlaut 2.351 atkvæði
í 1.-2. sæti en alls 3.165 atkvæði. 3.578
kusu. Auðir seðlar og ógildir vom 73.
Átta manns buðu sig fram en kosið
var um fimm sæti. I þriðja sæti varð
Rannveig Guðmundsdóttir, bæjarfull-
trúi í Kópavogi, með 1.910 atkvæði í
1.-3. sæti og 2.909 atkvæði alls. I fjórða
sæti Guðmundur Oddsson skólastjóri
og bæjarfúlltrúi í Kópavogi með 1.227
í 1.-4. sæti og alls 1.679 atkvæði. Loks
varð Elín Harðardóttir, matsveinn í
Haínarfirði, í fimmta sæti með 1.868
atkvæði.
Allir þessir frambjóðendur hlutu
bindandi kosningu í framangreind
sæti. Þátttaka í prófkjörinu var heim-
il flokksbundnu fólki og stuðnings-
mönnum án þess að þeir þyrftu að
sanna stuðning sinn.
„Þetta em afdráttarlaus úrslit og ég
tel þetta sigurstranglegan lista,“ sagði
sigurvegarinn, Kjartan Jóhannsson.
„Ég er að sjálfsögðu ánægður með þá
traustsyfirlýsingu sem ég hlaut og
stend i þakkarskuld við þessa íjöl-
mörgu stuðningsmenn mína.“
HERB
Óveður truflar
prófkjör
Prófkjör Alþýðuflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra hefúr verið
framlengt um einn dag vegna ófærðar
um helgina.
„Það var glómlaust á Hvamms-
tanga, Skagaströnd og Blönduósi.
Menn komust ekki á milli húsa,“ sagði
Bjöm Sigurbjömsson, formaður yfir-
kjörstjómar.
Kosningu lýkur klukkan 21 í kvöld.
Atkvæði verða talin á Sauðárkróki
annað kvöld.
I gær höföu um 480 manns kosið.
Tveir menn em í kjöri, þeir Birgir
Dýríjörð og Jón Sæmundur Siguijóns-
son. -KMU