Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1986, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1986. Dægradvöl „Sjáum ekki djúsí steikur í hillingum“ - segja systumar Hólmfríður og Ama Garðarsdætur Systurnar Hólmfríður og Ama að kaupa í matinn og að sjálfsögðu þarf að vanda valið í grænmetiskaupunum eins og öðrum innkaupum. DV-mynd GVA „Eftir stanslaus jámbrautarslys, þar á ég að sjálfsögðu við hakk á pönnu og allt sem því fylgir, var ég búin að fá nóg og ákvað að prófa eitthvað nýtt. Þá gerði ég tilraun með grænmetisfæðið og fannst ár- angurinn mjög jákvæður, maður verður ekki þungur og þreyttur eftir matinn heldur frekar frískur og létt- ur,“ sagði Ama Garðarsdóttir þegar við spurðum hana hvemig það hefði komið til að hún hætti að neyta kjöts og sneri sér að grænmetisfæði. Hún og systir hennar, Hólmfríður, eru báðar grænmetisætur en þær vilja taka það fram að þær neyta mjólkurafurða, drekka kaffr og borða súkkulaði en það gera margar grænmetisætur alls ekki. En hvers vegna breytti Hólmfríður mataræði sínu? „Ég var í námi í Bandaríkjun- um á árinu 1978 og bjó þá hjá fjöldskyldu sem borðaði kjöt á hverj- um einasta degi. Eftir um það bil hálfan mánuð var mér farið að líða eins og fíl og ákvað bara einn daginn að breyta til. Síðan hef ég haldið mig við grænmetið," sagði Hólm- fríður. Saknið þið aldrei kjötsins? „Nei, síður en svo, ég get ekki sagt að ég sjái djúsí steikur í hillingum og nú orðið finnst mér meira að segja hálfógeðslegt að sjá fólk borða blóð- ugt eða hálfsteikt kjöt,“ sagði Hólmfríður og tók Ama undir með henni um steikumar í hillingunum. Lítil vandræði á ferðalögum Þær systur hafa báðar ferðast tölu- vert og spurðum við þær hvort þær hefðu aldrei lent í vandræðum vegna neysluvenja sinna þegar þær væm að ferðast. Ama varð fyrri til að svara: „Nei, það get ég ekki sagt, til dæm- is er nú orðið hægt að fá grænmetis- fæði hjá langflestum flugfélögum, maður þarf bara að panta græn- metismáltíð með fyrirvara þegar maður er að ferðast með flugi. Hins vegar lenti ég helst í vandræðum í Bandaríkjunum þegar ég var að ferðast með rútu en þær stoppa ofast við einhveija hamborgarastaði og þar var úr litlu sem engu að velja. Hins vegar var ekkert vandamál í Mexíkó þegar ég fór þangað, þar var nóg úrval. Ég mundi að segja að best væri fyrir grænmetisætur að fara á kínverska matsölustaði því þar er mikið gert að því að létt- steikja grænmeti og þar er oft hægt að fá skemmtilega rétti.“ En hvað segir Hólmfríður um þetta? „Ja, ég hef aldrei nestað mig sérstak- lega þegar ég er að ferðast eða er á ráðstefhum og fundum erlendis, en ég hef oft hugsað út í það þegar ég hef lent á stöðum sem eru afskekkt- ir þannig að ég kemst ekki til að ná mér í einhveija tilbreytingu í fæðið. Annars er það að aukast að boðið sé upp á sérstaka matseðla fyrir okk- ur grænmetisætumar. Mér finnst það líka vera að aukast að fólk sé grænmetisætur og það er ekki litið lengur á mann sem einhvers konar viðrini hér heima. Ég held að þetta tengist breyttum matarvenjum al- mennt, að minnsta kosti hér á landi.“ Matur sendur austur á land Hólmfríður hefur starfað á vegum samtaka sem heita Alþjóðleg ung- mennaskipti og sagði hún að þau hefðu nokkrum sinnum lent í hálf- gerðum vandræðum vegna þess að skiptinemar, sem komu hingað, voru grænmetisætur. Eitt sinn þurfti t.d. að senda matvæli mánaðarlega aust- ur á land til stúlku sem neytti eingöngu grænmetis. Ama sagðist líka vera nýbúin að senda vinkonu sinni fyrir austan fullan kassa af mat en hún er grænmetisæta og býr á Eskifirði þar sem ekki er úr mörgu að velja fyrir grænmetisætur. Ekki meira mál en hjá kjötæt- um En er ekki mikið tilstand í kring- um eldamennskuna á heimilinu? „Eg vil hafa eitthvað fyrir þessu og þetta er ekki meira mál en hjá kjötætun- um. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og það er ótrúlega margt sem hægt er að búa til úr baunum. Við höfúm ekki aðstöðu til að rækta okkar eigið grænmeti en það væri náttúrlega best. Stundum erum við auðvitað latar og förum út að borða og þá mest á matstofu NLFÍ,“ sagði Ama. En er þetta dýrara fæði en fyrir kjötætur? „Því get ég eiginlega ekki svarað, en ef eitthvað er þá held ég að þetta sé ódýrara. Við erum í pöntunarfé- lagi og verslum mikið þar. Við förum sjaldan í stórmarkaði en ég fór um daginn og sá þá hvað smákjötbiti kostaði og fannst það ótrúlega mik- ið. Ég veit ekkert hvers konar kjöt það var þar sem ég hef ekki hug- mynd um hvað er hvað í sambandi við kjöt,“ sagði Hólmfríður. -SJ Marinó L. Stefánsson: Hefur ekki borðað kjötbita í 40 ár Marinó L. Stefánsson hefur verið grænmetisæta í 40 ár, breytti matar- æði sfnu samkvæmt ráðleggingum læknis. „Breytt mataræði hjálpaði mér mikið en ég hafði þjáðst af maga- og ristilbólgum og var búinn að vera frá vinnu í 7 ár vegna veikinda. Reyndar var ég alltaf hneigður fyrir grænmeti en Jónas Kristjánsson, læknir í Hveragerði, kenndi mér á þetta nýja fæði og síðan hef ég ekki borðað kjöt- bita,“ sagði Marinó þegar við spurðum hvort hann hefði fundið miklar breyt- ingar þegar hann breytti mataræði sínu. Marinó er nú 85 ára gamall og við hestaheilsu. „Ég er ekki í neinum vafa um það að grænmetið á sinn þátt i hressleikanum," sagði Marinó. Á sumrin fer hann og tínir grös til að búa til te en hann drekkur ekki kafifi heldur fær sér frekar te sem hann býr til úr blóðbergi, vallhumli og ijúpna- laufi en hann hefur líka notað heil- brigð birkiblöð í te. Marinó fær sér líka stundum heitt grænmetissoð um miðjan daginn í staðinn fyrir kaffið. Guðbjörg Bergsveinsdóttir, eigin- kona Marinós, sér mest um matseldina á bænum og sagði hún að það væri oft dálítið mall í kringum eldamennsk- una fyrir Marinó. Hún sagðist hafa breytt mataræði sínu að vissu leyti og borða meira af grænmeti en áður. Aðalmaturinn sojabaunir og hýðishrísgrjón „Það má segja að aðalmaturinn hjá mér séu sojabaunir og aðrar baunir og svo borða ég líka mikið af hýðis- hrísgrjónum. Sojabaunimar em nokkurs konar kjötígildi og Guðbjörg býr oft til bollur eða búðinga úr þeim. Yfir veturinn er vissulega minna úrval af fersku grænmeti og þá borða ég mikið af gulrófum, gulrótum og hvit- káli í meðlæti. Þetta er ýmist soðið eða hrátt. Það kemur líka fyrir yfir veturinn að ég læt kom spíra. Ég komst smám saman upp á lagið með að rækta sjálfur mitt grænmeti og það dugir mér venjulega fram á miðjan vetur,“ sagði Marinó, aðspurður um hvað væri uppistaðan í fæðunni hjá honum. Hefur þig aldrei langað í kjöt í þessi 40 ár? „Fyrst í stað langaði mig stundum í kjöt og þá helst hangikjöt á jólunum. En ég tel að kjöt sé dálítið varasamt vegna þess að það vilja verða eftir úrgangsefhi í líkamanum sem gætu gert einhvem skaða að mínu mati,“ sagði Marinó. -SJ Marinó blandar saman gulrótum, eplum, rófum og káli, ef til er, við súrmjólk i mixara. Þetta bragðbætir hann með púðursykri og þá er eftirrétturinn tilbúinn. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.